Þjóðviljinn - 19.09.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.09.1986, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Ísland-Sovétríkin Sömu fimmtán hjá Sigi Held Óbreytt byrjunarlið, segir Held, og ekki ástæða til að bœta við sextánda manni. Forsala byrjar í dag Sigi Held heldur fast við 15 manna hóp - segir þó að 15 sé engin sérstök happatala. UEFA-bikarinn Tyrol sigraði Swarowski Tyrol frá Austur- ríki sigraði Sredetz frá Búigaríu 3-0 í gærkvöidi í 1. umferð UEFA-bikarsins í Innsbruck. Liðin urðu að hætta leik sínum eftir 33 mínútur í fyrrakvöld þeg- ar ausandi vatnsveður skall á og gerði völlinn ónothæfan. Þá var Sredetz 1-0 yfir. -VS/Reuter Það verða sömu fímmtán leik- mennirnir í iandsliðshópi íslands fyrir leikinn gegn Sovétmönnum á miðvikudaginn og voru gegn Frökkum í síðustu viku. Sigi Heid landsliðsþjálfari tilkynnti valið í gærkvöldi og kvaðst ekki hafa séð ástæðu til að bæta við sextánda manni. Talan fímmtán væri samt ekkert heilög fyrir sér, það gætu allt eins verið 16 eða 17 valdir fyrir næsta leik á eftir. „Ég mun að öllu óbreyttu stilla upp sama byrjunarliði og gegn Frökkum. Aðeins meiðsli geta komið í veg fyrir það,“ sagði Sigi Held. Lið íslands verður þá þannig skipað, landsleikjafjöldi fylgir: Markvörður: Bjarni Sigurðsson, Brann..........13 Aðrir leikmenn: GunnarGíslason.KR.................23 ÁgústMár Jónsson, KR...............6 Sævar Jónsson, Brann..............30 Sigurður Jónsson, Sheff.Wed........8 ÓmarTorfason, Luzern..............22 Atli Eðvaldsson, Uerdingen........40 Ragnar Margeirsson, Waterschei....21 ÁsgeirSigurvinsson, Stuttgart.....36 ArnórGuðjohnsen, Anderlecht.......21 PéturPétursson, lA................29 „Ég sá sovéska liðið gera 0-0 Varamenn: WSSSSS&XX^ jafn'erii vi« Svía i Oaataborg Guðni Bergsson, Vai..8 fynr skommu. Það er geysisterkt Ólafur Þórðarson, Ia.7 og er sérlega hættulegt í skyndi- Lið Sovétmanna verður mjög svipað því sem þeir stilltu upp í heimsmeistarakeppninni í Mex- íkó. f þeim 20 manna hópi sem þeir hafa tilkynnt eru 10 leik- menn frá Evrópubikarmeistur- unum Dinamo Kiev, og þeir verða án efa flestir í hinum end- anlega 16 manna hópi. Þjálfari sovéska landsliðsins er sem kunn- ugt er þjálfari Kiev, Valeri Lo- banovski. sóknum. Ef menn sofna á verðin- um eitt andartak er voðinn vís,“ sagði Sigi Held. Forsala fyrir leikinn verður í Austurstræti í dag, föstudag, milli kl. 12 og 18. Henni verður fram haldið á sama tíma á mánu- dag. f Keflavík er selt í Sport- vöruverslun Óskars og á Akra- nesi í versluninni Óðni. Leikur- inn fer fram kl. 17.30 á miðviku- daginn. -VS 21-árs landsliðið Viftar Þorkelsson leikur með 21- árs liðinu gegn Tékkum. Hann átti að leika í Finnlandi en varð að hætta við °g síðan var hann til taks í A-hópinn fynr Frakkaleikinn ef forföll yrðu. Viðar í stað Marks Annars óbreytt lið gegn Tékkum á Akureyri Sviss Danskur í bann Danski landsliðsmaðurinn Kim Christofte var settur í ótíma- bundið bann af félagi sínu, Wett- ingen í Sviss, í fyrradag. Hann neitaði að borga sekt fyrir ó- prúðmannlega framkomu í leik í svissnesku 1. deildinni í knatt- Ásgeir Elíasson. Framarar Asgeir endur- ráðinn Ásgeir Elíasson hefur verið endurráðinn þjálfari íslands- meistara Fram í knattspyrnu fyrir árið 1987. Hann hefur nú stýrt liðinu í tvö ár og undir hans stjórn varð Fram bikarmeistari 1985 og íslandsmeistari 1986, auk sigra í Reykjavíkurmóti og Meistarakeppni. Ásgeir lék með Framliðinu sjálfur 1985 en lagði skóna á hilluna eftir það keppnis- tímabil. -VS spyrnu um síðustu helgi. f sömu andrá rak Wettingen svissneska landsliðsmanninn Hansgunter Zwicker og sektaði júgóslavneska leikmanninn Zlatko Dupovac og setti hann á sölulista. -VS/Reuter Innanhússknattspyrna Firmakeppni hjá HK HK heldur innanhússknattspyrnu- mót fyrir fyrirtæki og félagahópa í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi 3.-5. október. Fjórir leikmenn eru í hverju liði, fyrir utan varamenn og leikið verður í fimm liða riðlum. Hver leikur er 2x7 mínútur. Tekið verður á móti þátttökutilkynningum og allar frekari upplýsingar veittar á kvöldin í símum 656044 (Geir), 52832 (Albert) og 656455 (Jón Gunnar). Þátttöku- gjald er 3,000 krónur og þátttöku skal tilkynna í síðasta lagi 26. september. Viðar Þorkelsson úr Fram hef- ur verið valinn annar eldri leik- maður 21-árs landsliðsins í knatt- spyrnu sem mætir Tékkum á Ak- ureyri næsta fímmtudag - í stað Marks Duffíelds úr Víði sem lék gegn Finnum fyrr í mánuðinum. Að öðru leyti er Guðni Kjartans- son þjálfari liðsins með óbreyttan hóp úr þeirri ferð. Hann er þann- ig skipaður, fjöldi 21-árs lands- leikja fylgir: Markverðlr: Hermann Haraldsson, Næstved.........1 ÞorsteinnGunnarsson, (BV.............0 Aðrir leikmenn: Andri Marteinsson Víkingi............4 Ólafur Þórðarson, Ia.................6 Jón Sveinsson, Fram.............3 ViðarÞorkelsson, Fram...........0 Loftur og Viðar eru eldri leik- menn í liðinu. Ólafur Þórðarson A-landsliðshópnum fyrir JúliusTryggvason.Þór". ......3 leikinn við Sovétmenn kvöldið HlynurBirgisson, Þór...................1 áður en það á engu að breyta, að Siguróli Kristjánsson, Þór.............3 sögn Quðna. ísland tapaði 2-0 ÓlafurKristjánsson, FH.................0 fynr Ftnnum ytra fyrr 1 þessum Kristján Gislason, FH..................1 mánuði í fyrsta ieik Evrópu- Jón ÞórirJónsson, Breiðabliki..........1 keppninnar en auk Tékka eru Loftj?Ólafsr^nfKRlndSSOn.Brei^abliki...7 Danir f3óröa Þíóðin >' nðlinum. Gauti Laxdal, Fram......................1 -VS Knattspyrna Hættir Zico? Lœknismeðferð í Bandaríkjunum Zico - ferillinn á enda? Zico, sá frægi brasilíski knatt- spyrnumaður, er farinn til Bandaríkjanna til að leita sér lækninga á hnjámeiðslum sínum. „Eg er tilbúinn að gangast undir uppskurð á ný en aðeins ef tryggt er að ég geti haldið áfram að leika knattspyrnu. Annars mun ég leggja skóna á hilluna,“ sagði Zico áður en hann fór. Zico slasaðist illa í leik í Brasil- íu í lok ágúst á síðasta ári og gekkst undir aðgerð á vinstra hné. Hann gat ekkert leikið fyrr Kvennaknattspyrna en í febrúar á þessu ári, þá skoraði hann 3 mörk í sínum fyrsta leik og hóf síðan æfingar með brasilíska landsliðinu fyrir heimsmeistarakeppnina í Mex- íkó. Þá fór hnéð að gefa sig á ný og hann gat lítið leikið í Mexíkó. Eftir heimkomuna þaðan hafði hann aðeins leikið í 7 mínútur í leik með Flamengo þegar hann tognaði enn á sama hnénu. Það ætti að skýrast nú á næstu dögum hvort þessi snjalli leikmaður sem nú er 33 ára gamall getur leikið áfram knattspyrnu eða hvort hann hefur sagt sitt síðasta orð á þeim vettvangi. -VS/Reuter Valur vann alla leikina Það fór heldur hljótt um loka- umferð 1. deildar kvenna sem leikin var fyrr í þessum mánuði. Þá voru úrslit deildarinnar líka ráðin, á toppi og botni. Meistarar Vals unnu fráfarandi meistara ÍA 5-1 á Akranesi og sigruðu því í öllum leikjum sínum í 1. deild. Til viðbótar unnu Valsstúlkurnar alla leiki sína í Reykjavíkurmóti og bikar- keppni. Vanda Sigurgeirsdóttir skoraði fyrir ÍA en Ingibjörg Jónsdóttir 2, Bryndís Valsdóttir 2 og Guðrún Sæmundsdóttir fyrir Val. ÍBK vann Þór 1-0 á Akureyri. Það var Svandís Gylfadóttir sem skoraði sigurmarkið. KR vann Hauka 3-0 í Vestur- bænum. Helena Ólafsdóttir 2 og Kristrún Heimisdóttir gerðu mörkin. Haukastúlkurnar skoruðu því ekki mark í sumar. Lokastaðan varð þessi: Valur........12 12 0 0 54-4 36 Breiðablik...12 10 0 2 42-12 30 lA........ KR........ IBK............12 Þór A..........12 Haukar.........12 12 8 12 6 4 2 0 0 4 34-16 24 0 6 21-22 18 0 8 21-28 12 0 10 13-34 6 0 12 0-70 0 Markahæstar: Kristín Amþórsdóttir, Val........21 Karltas Jónsdóttir, (A...........18 Ingibjörg Jónsdóttir, Val.........13 Ásta M. Reynisdóttir, Breiðabliki..9 Haukar falla í 2. deild, ásamt Víkingi sem hætti við þátttöku. Stjaman og KA taka sæti þeirra í L detld. -MHM/K&H/VS Frjálsar Heimsmet í Tashkent Marina Stepanova frá Sovét- ríkjunum bætti í fyrradag heims- met sitt í 400 m grindahlaupi kvenna á móti í Tashkent. Hún hljóp vegalengdina á 52,94 sek- úndum en fyrra metið, 53,32 sek., setti hún á Evrópumeistara- mótinu í Stuttgart í lok ágúst. -VS/Reuter Föstudagur 19. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.