Þjóðviljinn - 19.09.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.09.1986, Blaðsíða 6
BORGARMÁL Starfsmannaskortur Borgin hefst ékkert að Geysilegur vandi stofnana borgarinnar vegna manneklu. Minnihlutaflokkarnir: Stafar af lágum launum. Hvað œtlar borgin að gera? Davíð Oddsson: Ekkert. Ekkertsamhengi milli manneklu og lágra launa Davíð Oddsson borgarstjóri lýsti yflr því á borgarstjórnarfundi í gær að hann teldi ekkert sam- hengi á milli lágra launa hjá borg- inni og manneklu í þau störf sem verst eru launuð. Var á honum að skilja að borgin hyggðist ekkert gera til að leysa þann vanda sem margar stofnanir hennar eiga við að etja vegna skorts á starfsfólki. Borgarfulltrúar Abl. Kvenna- lista, Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks lögðu í gær fram sameiginlega fyrirspurn um hvernig Sjálfstæðismenn hyggð- ust bregðast við þessum vanda. „Kjarni þessa máls er sá að fólk fæst ekki til starfa á dagvistar- stofnunum og víðar vegna þeirra lágu launa sem þar eru í boði,“ sagði Kristín Á. Olafsdóttir borg- arfulltrúi Alþýðubandalagsins m.a. „Fjöldi fólks hefur áhuga á að vinna þessi störf, en það verð- ur líka að geta lifað af laununum. Það getur það ekki og treystir sér því ekki til þess að starfa hjá borginni." í fyrirspurninni kemur fram að í byrjun september vantaði fólk í 61 stöðugildi á dagvistarheimil- um, ekki er hægt að sinna bráða- tilvikum hjá heimilishjálpinni vegna skorts á starfsfólki og hjá heimilisþjónustunni eru á fjórða hundrað heimili aldraðra á bið- lista. Davíð sagði aðalástæðuna fyrir manneklunni vera þá, að störf væru fleiri en starfsfólk í borg- inni. Hann taldi útilokað að hækka laun verulega, m.a. vegna þess að þá myndi verðbólga æða áfram að nýju. Auk þess myndu slíkar aðgerðir sprengja upp síð- ustu kjarasamninga. Pá kom fram í máli Davíðs að ástandið væri nú mun skárra en fyrirspurn- in gæfi til kynna. „Ég vona bara að Davíð Odds- son og aðrir í hans flokki fari að átta sig á samhengi hlutanna og taka á þessum málum eins og menn,“ sagði Kristín Á. Ólafs- dóttir í gær. -gg Kvennaathvarfið Hálfs mánaðar rekstur Sjálfstœðisflokkurinn felldi tillögu minnihlut- ans um 500þúsund króna styrk. Davíðþagði þunnuhljóði. Arniskiptiumskoðun. Borgin tryggirreksturíl5 daga. Aðsókn jókstgífur- lega á fyrri hluta ársins Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins feildu tillögu fulltrúa Abl., Kvennalista, Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks um að veita Kvennaathvarfinu 500 þús- und króna aukafjárveitingu enn á ný á borgarstjórnarfundi í gær- Skólamál VÍÍja hverfa- skiptingu Minnihlutaflokkarnir lögðu til á borgarstjórnarfundinum í gær að því yrði beint til alþingis að breyta grunnskólalögunum á þann veg að Reykjavík yrði skipt upp í nokkur skólahverfi og fyrir hvert þeirra yrði kosin skóla- nefnd, en tillögunni var vísað til skólamálaráðs og sá skilningur minnihlutans bókaður að þar væri átt við fræðsluráð/ skóla- málaráð: f greinargerð með tillögunni segir að þar sem borgin telst að- eins vera eitt skólahverfi þrátt fyrir stærðina, séu samskipti milli skóla þung í vöfum, fræðsluyfir- völd séu fjarlæg hinu daglega starfi skólans, jafnvel þótt þau séu öll af vilja gerð til þess að hamla gegn því. „Það er skoðun flutnings- manna tillögunnar að það sé skólastarfi í borginni til hagsbóta að skipta borginni niður í nokkur skólahverfi," segir í tillögunni. Par segir enn fremur að stofnun nokkurra skólanefnda í borginni, sem kosnar eru úr hópi íbúa við- komandi hverfa sé réttlætismál í anda lýðræðis og valddreifingar. -gg Katrín Fjeldsted hafði ekkert til málefna athvarfsins að leggja á fundinum í gær frekar en stallsystur hennar í flokknum. Davíð þagði þunnu hljóði, en Árni var kominn á aðra skoðun. Mynd E.ÓI. kvöldi. Þar með var staðfest sú ákvörðun borgarráðsmanna Sjálfstæðisflokksins að veita að- eins 160 þúsund krónum til starfseminnar. „Ég tel að með þessari upphæð auk þeirra 625 þúsund króna sem þegar hafa verið greiddar, hafi borgin veitt Kvennaathvarfinu nægilegan stuðning í ár,“ sagði Árni Sigfússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundinum í gær, en hann var sá eini í þeirra hópi sem tjáði sig um málið í löngum umræðum. Borgarstjóri, sem vanur er að tala fyrir hönd síns flokks, þagði þunnu hljóði meðan á þessum umræðum stóð og konur meðal borgarfulltrúa flokksins höfðu ekkert til mál- anna að leggja. Pess ber að geta að Árni sam- þykkti beiðni Samtaka um kvennaathvarf um 500 þúsund króna styrk í félagsmálaráði, en á Það er augljóst að þessi innkeyrsla mun stofna umferðar- öryggi stórlega í hættu og það er í raun og veru fáránlegt að ein- hverjum skyldi hafa dottið þetta í hug, sagði Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins m.a. þegar hann mælti fyrir tillögu sinni um að horfið yrði frá því að leggja innkeyrslu af Reykjanesbraut að veitinga- staðnum Sprengisandi. borgarstjórnarfundinum í gær var hann á allt öðru máli. Samkvæmt upplýsingum Álf- heiðar Ingadóttur gjaldkera sam- takanna kostar rekstur athvarfs- ins 300-350 þúsund krónur á mánuði og er þó öllu stillt þar í hóf. Samkvæmt því hefur borgin lagt fram rekstrarfé til rúmlega tveggja mánaða af 12 á þessu ári og kemur þó lang mestur fjöldi þeirra kvenna sem njóta þjón- ustu athvarfsins frá Reykjavík, eða 64% þeirra sem komu fyrstu mánuði þessa árs. 160 þúsund krónur nægja til að halda uppi rekstri í e.t.v. 15 daga.Eins og áður hefur komið fram er fjár- þörf samtakanna um 2 miljónir króna það sem eftir lifir þessu ári. Borgarfulltrúar minnihluta- flokkanna, Guðrún Ágústsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Tillagan var felld með at- kvæðum borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins og Bjarna P. Magnússonar, en fulltrúar Al- þýðubandalags, Kvennalista og Framsóknarflokks voru með. Það er því ljóst að Tómas Tómas- son fær götuna sína í a.m.k. eitt ár. Bæði Sigurjón og Össur Skarp- héðinsson bentu á að allir helstu umferðarsérfræðingar borgar- Bjarni P. Magnússon og fleiri mæltu eindregið með styrkveit- ingu upp á hálfa miljón. Ingi- björg benti á að kvennaathvarfs- konur hafi alltaf lagt metnað sinn í að hafa reksturinn sem hag- kvæmastan svo að á stundum jaðraði það við nirfilshátt, en þessar 160 þúsund krónur væru hvorki til að lifa né deyja fyrir eins og hún orðaði það. Guðrún Ágústsdóttir skoraði á konur í hópi borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins að styðja tillögu minnihlutans. Hún sagði aðsókn í athvarfið hafa aukist verulega á fyrri hluta þessa árs, einkanlega hvað börn varðar og því væri fjár- þörfin mikil. Fyrstu sex mánuði þessa árs komu 72 konur og 76 börn í kvennaathvarfið úr 15 sveitarfé- lögum, þar af nær 80% af höfuð- innar hefðu lagst gegn því að þarna yrði gerð innkeyrsla, enda stríddi það gegn öllum venjum og stefndi öryggi þeirra sem um Reykjanesbrautina aka í hættu. Það var Katrín Fjcldsted sem upphaflega lagði til að þarna yrði innkeyrsla og sagðist hún á borg- arstjórnarfundinum í gær hafa gert það í þeirri trú að af þessu myndi engin hætta stafa. -gg borgarsvæðinu. Mest álagið var í apríl en þá dvöldu að meðaltali 18.3 íbúar í athvarfinu en mestur varð fjöldinn 25 íbúar. -gg Fellaskóli Asbest í loftinu Vinnueftirlitið lagði bann við kennslu Enda þótt nú séu um þrjú ár liðin síðan notkun asbests var bönnuð er enn loftklæðning úr þessu krabbameinsvaldandi efni í Fella- skóla og hugsanlega fleiri bygg- ingum. Þetta kom fram í máli Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur á borgarstjórnarfundi í gær. Hún lagði fram tillögu á fundinum um að fela byggingardeild borgar- verkfræðings að taka saman yfir- lit yfir notkun asbests í bygging- um borgarinnar og var tillagan samþykkt samhljóða. Ingibjörg rifjaði upp að Vinnu- eftirlitið gerði athugasemd við notkun asbests í Fellaskóla skömmu eftir að notkun efnisins var bönnuð, en þrátt fyrir það væru enn asbestplötur í lofti skólans. í júní sl. lagði Vinnueft- irlitið bann við kennslu í skólan- um af þessum sökum, en nú hefur verið samþykkt að mála yfir plöturnar og fjarlægja síðan þeg- ar þessu skólaári lýkur. Ékki er vitað um hugsanlega mengunarhættu í Fellaskóla og liggur grunur á að engar mæling- ar hafi farið fram á því þrátt fyrir loforð þar um. -gg Reykjanesbraut Tommi fær sitt Sjálfstæðisflokkurinn og Bjarni P. Magnússon útvega Sprengisandi innkeyrslu af Reykjanesbraut. Sigurjón Pétursson: Fáránleg hug- . mynd og stórhœttuleg 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.