Þjóðviljinn - 19.09.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.09.1986, Blaðsíða 7
Umsjón: Sigríður Arnardóttir DlðDVIUINN „Það var gaman að sjá hve Færey- ingar eru trúir sínum kúltúr, þeir eru ekki að reyna að vera neitt amerík- anseraðir", sögðu þær Birna og Hel- ena. „Á Ólafsvöku gengur annar hver maður í þjóðbúningi og er stoltur af honum". Birna og Helena lýsa sumri í Færeyjum. Fólkið hefur fátt annað að gera en fara á trúarsamkomur. Konurnar læðast í öl- klúbbinn í myrkrinu „Við vorum að vinna í virki (þ.e. frystihús á færeysku) í Fug- lafirði í Faereyjum. En svo sprakk það í loft upp þannig að við þurf- tum að fá okkur vinnu í öðru virki“, sögðu þær Birna Gunnars- dóttir 21 árs og Helena Braga- dóttir 20 vetra í samtali við Þjóð- viljann, um sumar í Færeyjum. Aðspurðar af hverju þær hefðu farið í sumarvinnu til Færeyja sögðu þær: „Við sátum á kaffi- húsi í vor þegar kunningi okkar sagði okkur frá kynnum sínum af Færeyjum. Okkur fannst það bara fyndin og sniðug hugmynd að skella sér í fisk til Færeyja. Við höfðum aldrei kynnst smápláss- um að neinu ráði, hvað þá unnið í fiski. Við drifum í því að senda umsóknir til 14 frystihúsa en fengum aðeins svar frá einu. Lík- eru alveg brjálæðislega gestrisn- ir. Við fengum t.d. lánaðan bíl hjá bláókunnugu fólki. Þegar við síciluðum honum eftir marga klukkutíma buðu þau okkur í mat. Maður hafði það á tilfinn- ingunni að hægt væri að banka upp á hjá hverjum sem er hvenær sem er og fá sér í svanginn.“ „Annars er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu sumri. Þetta er eitthvað sem maður hefur upp- lifað og fólk skilur varla. Við hlógum eiginlega í allt sumar. Það voru svo mörg fyndin smá- atriði hjá Færeyingum. Þarna var allt svo ólíkt því sem maður á að venjast á íslandi. Ekkert stress. Sumarið var í raun mikið frí. Fólkið er með gott kaup. Við fengum 310 kr. íslenskar á tím- ann í fiski og svo var enginn bón- Það eru ekki nýtískulegar blokkir innan um gömlu timburhúsin, heldur byggja þeir ný hús sem falla alveg inn í gamaldags um- hverfið. Bæirnir eru mjög fallegir og snyrtilegir." Ertu gift? „Færeyingar koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. T.d. voru þeir forvitnir um þessar ís- lensku stelpur fyrst í stað og þá gengu þeir bara að okkur og sögðu: „Ertu gift? Hvað ertu að gera hér?“ Þetta var mjög fyndið og óvenjulegt fyrir okkur fyrst. Þarna var enginn að látast. Nú, og í útliti eru þeir mjög líkir okk- ur íslendingum, nema hvað fær- Helena Bragadóttir og Birna Gunnarsdóttir. Þó vínskömtun sé við líði í Færeyjum hafði fólk sín ráð til að ná í aukabjórskammt. Þessi lumargreinilegaáárangursríkum ráðum. lega er það vegna húsnæðis- skortsins að við fengum ekki fleiri svör, því það vantar fólk í vinnu“. Brjálæðisleg gestrisni Birna og Helena voru í Fugla- firði í allt sumar nema að þær fóru stundum til Þórshafnar. „Við fór- um oft á puttanum til Þórshafnar. Það var mjög auðvelt, allir vildu taka okkur upp í og sögðu okkur heilmikið um landið. Færeyingar us. Þess vegna kynntumst við konunum í frystihúsinu vel, það gafst tími til að tala saman. Fær- eyingar vilja ekki vinna yfir- vinnu. Þeir geta vel lifað af 8 stunda vinnudegi.“ Segið okkur meira hvernig Færeyingar eru. „Þeir eru mjög sveitalegir og það er svo skemmtilegt að þeir eru alls ekkert að reyna að vera neitt öðruvísi. Færeyingar eru einlægir og standa við sinn kúlt- úr. Þeir reyna t.d. að halda heildarsvipnum í byggingarlist. í fiskvinnu í Fuglafirði í Færeyjum Föstudagur 19. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.