Þjóðviljinn - 19.09.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.09.1986, Blaðsíða 16
KUÓÐVIIJINN 1936-1986 ÞJÓÐVIUINN 50 ÁRA r Föstudagur 19. september 1986 212. tölublað 51. örgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 6816 Bríet Héðinsdóttir María Sigurðardóttir Pjóðviljaafmœli Ljóða- smiðurínn síungi Dagskrá úr verkum Jóhannesar úr Kötlum í Gerðubergi á sunnudag Við ætlum að reyna að gefa breiða mynd af ijóðagerð Jó- hannesar, sagði María Sigurðar- dóttir leikkona, en hún og Bríet Héðinsdóttir hafa haft umsjón með dagskrá úr verkum Jóhann- esar skálds úr Kötlum sem flutt verður í Gerðubergi á sunnudag- inn klukkan fjögur í tilefni fimmtíu ára afmælis Þjóðviyans. María sagði að þessi vinna hefði verið fádæma skemmtileg, ekki síst vegna þess hversu gott skáld Jóhannes var og á dag- skránni yrði reynt að tæpa á þeim fjölmörgu tegundum ljóða sem Jóhannes orti um ævina. Inga Backman söngkona mun syngja nokkur lög við texta Jóhannesar og Háskólakórinn syngur lög úr Sóleyjarkvæði þeirra Péturs Páls- sonar í útsetningu og stjórn Árna Jóhannes úr Kötlum Harðarsonar. Með Maríu og Brí- eti lesa kvæðin leikaramir Er- lingur Gíslason og Jóhann Sig- urðarson. Jóhannes úr Kötlum var eitt af bestu og mikilvirkustu skáldum íslenskum á tuttugustu öld. En hann hefur einnig markað all sér- stæð spor í sögu þeirrar ljóða- gerðar sökum þess hvernig hann endurnýjar sinn skáldskaparstíl alla öldina út. Þróun hans speglar þróun ljóðagerðar aldarinnar. Á gamals aldri fellir hinn fimi rímari niður bönd sinna ljóða og tekur að yrkja ferskari og frumlegri óbundin ljóð en margir af hans yngri kollegum. Vafalítið eru fá dæmi um skáld sem stóð jafn glæsilega undir því heiti að vera „lifandi skáld“ og Jóhannes úr Kötlum. -PV Tollverðir Sammngurinn lögbrat Hvorki tollverðir né lögreglumenn hafa lagalega heimild til að semja afsér verk- fallsréttinn. Kristján Thorlacius: Lítá þettasem viljayfirlýsinguríkisstjórnarinnar „Ég get ekki litið öðru vísi á þetta samkomulag fjármálaráðu- neytisins við tollverði og lögreglu- þjóna, en sem viljayflrlýsingu ríkisstjórnarinnar því félag tollvarða og Landssamband lög- regluþjóna hefur enga heimild til að semja af sér verkfallsréttinn. Það væri brot á !andslögum,“ Forn bein í Skriðdal Kuml úr heiðni hefur fundist við gröft við bæinn Vað í Skriðdal á Austurlandi. Guðrún Kristins- dóttir minjavörður hjá Safna- stofnun Austurlands kom niður á þessa gömlu gröf, sem að öllum líkindum er úr heiðni þar sem hundur var með í gröfínni, en að kristni lögtekinni árið þúsund var sá siður aflagður að grafa dýr eða hluti með fólki. Guðrún staðfesti þetta í sam- tali við Þjóðviljann í gærkvöldi, en vildi ekkert nánar um þetta segja að svo stöddu þar sem hún hafði ekki náð sambandi við þjóðminjavörð og tilkynnt hon- um fundinn. Þess má að lokum geta að kuml munu vera alls um tvö hundruð fundin á landinu,- pv sagði Kristján Thorlacius við Þjóðviljann í gær. „Það eru í gildi ákveðin lög um kjarasamninga'opinberra starfs- manna og þau lög geta einstök félög innan BSRB ekki samið af sér. Lögunum er aðeins hægt að breyta með samþykki alþingis." Samkvæmt lögunum fer BSRB Jónatan Sveinsson ríkissak- sóknari telur ekki ástæðu til frekari aðgerða ákæruvaldsins vegna athugunar rannsóknarlög- reglu á ætluðum brotum forráða- manna verðbréfafyrirtækisins Ávöxtunar sf. á lögum um við- skiptabanka og sparisjóði. Það var forstöðumaður Banka- eftirlitsins sem í febrúar sl. kærði starfsemi Ávöxtunar til Rannsóknarlögreglunnar, eink- með verkfallsrétt aðildarfélaga sambandsins. Einstök félög hafa ekki verkfallsrétt og geta því ekki farið í verkfall til að þrýsta á kröf- ur sínar í sérkjarasamningum heldur getur BSRB beitt verk- fallsvopninu í aðalkjarasamning- um og þá er það kjaradeilunefnd sem úrskurðar hverjir geti ekki um þann þátt er snerti viðtöku félagsins á peningum frá almenn- ingi til ávöxtunar. í bréfi sak- sóknara til rannsóknarlögreglu er m.a. vísað í bréf lögmanns Á- vöxtunar sf. frá því í haust þar sem skýrir frá þeirri ákvörðun forráðamanna félagsins að laga starfsemi félagsins hvað varðar móttöku á peningum til ávöxtun- ar að óskum og ábendingum bankaeftirlitsins. Með vísan til farið í verkfall. Auk þess telur Kristján Thorl- acius að þetta væri brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeiiur, en samkvæmt þeim er bannað að bjóða mönnum fjárhagslegan ágóða fyrir að semja af sér um- samin réttindi. framangreinds og rannsóknar- gagna þyki ekki ástæða til að gefa út ákæru á hendur forráða- mönnum Ávöxtunar sf. Ármann Reynisson eigandi Ávöxtunar sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að sér hefði fundist framkoma bankaeftirlits- ins hafa verið fyrir neðan allar hellur í þessu máli og hann væri ánægður með að réttlætið hefði sigrað. Æskulýðsmál Skulda þér enga »kýringu Erlendur Kristjánsson œskulýðsfulltrúi: Hef ekkert við Þjóðviljann að tala. Skulda œskulýðssambandinu ekkert Ég skulda þér engar skýringar og hef ekkert við þig að tala um þetta mál. Æskulýðssambandið hefur ekki gert kröfu á mig um að endurgreiða eitt eða neitt og það er alrangt að ég standi í einhverri deilu við sambandið, sagði Er- lendur Kristjánsson æskulýðs- fulltrúi ríkisins þegar Þjóðviljinn ætlaði í gær að ræða við hann um deilu sem staðið hefur lengi milli hans og Æskulýðssambands ís- lands. Eins og skýrt hefur verið frá í Þjóðviljanum tóku Erlendur, Hjörleifur Hringsson og Krístín Stefánsdóttir sér 87 þúsund krón- ur í laun fyrir undirbúningsstarf vegna Norðurlandaráðsþings æskunnar sem haldið var hér á landi í fyrra, en danska æskulýðs- sambandið sem sá um fjármála- hliðina á þinginu telur sig eiga rétt á endurgreiðslu fjárhæðar- innar. Erlendur brást hinn versti við þegar Þjóðviljinn hugðist leita upplýsinga um málið og neitaði að svara spurningum blaða- manns. Þetta mál mun hins vegar væntanlega skýrast á næstu vik- um og jafnvel hefur komið til greina að Æskulýðssambandið höfði mál gegn Erlendi og Hjör- leifi, en ekkert hefur verið ákveð- ið í þeim efnum. -gg StÖð 2 Þrír ráðnir Nýja sjónvarpsstöðin hefur útsendingar um miðjan október Þrír fréttamenn hafa nú verið ráðnir að Stöð 2, nýju sjónvarps- stöðinni sem hefja mun útsend- ingar í næsta mánuði. Þegar hef- ur verið gengið frá ráðningu Ólafs E. Friðrikssonar, en hann vann við sjónvarpið um tíma, Sig- urveigar Jónsdóttur fréttamanns á sjónvarpinu og Ómars Valde- marssonar af Morgunblaðinu, sem jafnframt er formaður Blað- amannafélags íslands. Páll Magnússon fréttastjóri sagði í gær að eftir væri að ráða tvo fréttamenn og „þeir verða settir í ofninn í dag“, eins og hann komst að orði. Ætiunin var að hefja útsend- ingar Stöðvar 2 í byrjun október en eftir því sem Þjóðviljinn kemst næst mun stöðin ekki hefja starf- rækslu fyrr en eftir miðjan mán- uðinn í fyrsta lagi. -Sáf Verðbréf Áimann í lagi Saksóknari telur ekki ástœðu til að gefa útákœru eftir frumrannsókn RLá starfsemi Avöxtunar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.