Þjóðviljinn - 19.09.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.09.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN Púapúa forsætisráðherra Túvalú í Suður-Kyrrahafi sagði í gær að hann hefði farið þess á leit við ríkar þjóðir heims að settur' yrði á stofn styrktarsjóður og vextirnir notaðir til að borga kostnaðinn af rekstri þessa litla og fátæka lands. Tomasi Púapúa skýrði fréttamönnum frá því að hann hefði sett þessa hugmynd fram á fundi með embættismönnum frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Kanada, Frakk- landi, Bretlandi, Japan, Suður- Kóreu og þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Væri hún í því fólgin að taka lán í Ástralíu upp á 27 miljónir ástralskra dollara, fjárfesta það og fá 1,9 miljónir dollara í vexti á ári. Þessu fé yrði síðan varið í rekstur Túvalú, en í því landi eru 8300 íbúar. Púapúa sagði að hugmyndin hefði fengið góðar undirtektir, en engin ákvörðun yrði tekin fyrr en á öðrum fundi í október. Helstu tekjur Túvalúbúa koma frá útflutningi á þurrkuðum kókoshnetukjörnum, frímer- kjaútgáfu og peningum sem 1400 Túvalúbúar sem starfa erlendis, senda heim til sín. Einnig leigja þeir Japönum og Suður-Kóreubúum fiskveiðir- éttindi fyrir 300000 dollara. Ópíum-stríð stendur nú yfir í Burma milli skæruliða kommúnista og her- sveita stríðsherrans Khun Sa, að sögn tælenskrar lögreglu, og eru úrslit enn óráðin, þótt kommúnistar hafi unnið nokkra skjóta sigra. Sagði lög- reglan, að kommúnistar og bandamenn þeirra, stíðsmenn úr Wa-ættbálki, hefðu fellt meira en 30 menn úr hersvei- tum Khun Sa síðan 12. sept- ember, rekið herinn burt úr Doi Laem fjalli og náð á sitt vald þremur heróín-gerðum. En hersveitir Khun Sa hafa enn þrjú fjöll á sínu valdi og ráða þannig bæði yfir ópíum-ökrum og smyglstarfsemi. Þetta er nýjasti þátturinn i tuttugu ára styrjöldum um yfirráðin yfir hinum svonefnda „Gullna þrí- hyrningi," sem nær yf ir svæði í Burma, Tælandi og Laos, og hefur að geyma einhverja mestu ópíumframleiðslu í heimi, en úr ópíum er framleitt eitt hættulegasta eiturlyf sem til er, heróín. Khun Sa stofnaði her sinn 1964 og ræður nú yfir 70 af hundraði allrar eiturlyfj- aframleiðslu á svæðunum. Skæruliðar kommúnista þurfa að sögn á þessum tekjum að halda í uppreisn sinni gegn Burma-stjórn, þar sem Kín- verjar hættu allri fjárhagsað- stoð við þá fyrir sjö árum. Sérfræðingar í byggingu vatnsorkuraf- stöðva, sem vissu ekkert um kjarnorkuver, hönnuðu Tsérnobíl-kjarnorkuverið, að sögn sovéska dagblaðsins Prövdu, og var verki þeirra ábótavant. Pravda gagnrýndi verkfræðingana fyrir að hafa ekki séð fyrir þau mistök og bilanir, sem leiddu til versta kjarnorkuslyss sem orðið hef- ur. „Þeir sem hönnuðu bygg- inguna fyrir kjarnorkuveríð höfðu þekkingu á vatnsorkurafstöðvum en þeir þekktu ekki þær sérstöku kröf- ur sem gera verður til kjarnork- uvera,“ sagði blaðið. Pravda bætti því við, að seint gengi að fjarlægja geislavirkt lausagrjót af þaki kjarnorkuversins, þar sem erfitt væri að beita þar fjarstýrðum vinnuvélum. ERLENDAR FRÉTTIR jóNnAssonR/REU1ER Tilrœðin í París Bræður neita ásökunum Kabbayat, Líbanon - Líbanon- búi, sem sakaður hefur verið um að eiga þátt í sprengjutil- ræðunum í París, sagði í gær að hann væri saklaus af þess- um ákærum og hefði aldrei til Frakklands komið. Maður þessi, Emil Ibrahim Abdallah, er bróðir Georges Ibrahim Abdallah, sem situr í fangelsi í Frakklandi og hryðjuverka- menn heimta að látinn verði laus. Að sögn dagblaðsins „Le Monde“ voru tveir menn, Emil Ibrahim Abdallah og Salim E1 Khoury, grunaðir um að hafa kastað sprengjunni á fataverslun- ina Tati í fyrradag og var haft eftir lögreglunni að sjónarvottar hefðu borið kennsl á þá. Sprengj- unni var kastað úr bifreið, sem ók með miklum hraða og varð hún fimm mönnum að bana. Áður hafði frönsk lögregla hafið leit að tveimur öðrum bræðrum Georg- es Ibrahim Abdullah, Róbert og Maurice, sem einnig voru bend- laðir við tilræðin. Þessir tveir menn hafa nú vísað öllum ásök- unum á bug, og sagði Emil bróðir þeirra í gær, að þeir þrír hefðu í huga að kæra frönsk yfirvöld fyrir rangar sakargiftir. Myndu þeir fara til Frakklands og svara ás- ökununum ef þeir fengju griðab- réf. Emil talaði við fréttamenn í þorpi sínu 148 km frá Beirút og voru þrír bræður hans með hon- um. Þeir eru úr fjölskyldu Mar- óníta, sem er kristinn trúflokkur. Georg Ibrahim Abdallah með lögfræðingi sínum fyrir rétti í París. Flóttamannastraumi settar skorður Vegabréfsáritunþarftil að komast ígegnum Austur-Þýskaland Austur-Berlín - Austur-þýsk yfirvöld tilkynntu í gær, aö þau myndu takmarka straum er- lendra flóttamanna, sem koma til Vestur-Berlínar og Vestur- Þýskalands í gegnum Schönefeld-flugvötl í Austur- Berlín. Svo virðist sem þessi ákvörðun hafi verið tekin eftir viðræður vestur-þýskra sós- íalista, sem nú eru í stjórnar- andstöðu, og fulltrúa austur- þýskra yfirvalda, og leysir hún vandamál, sem hefur sett skugga á samskipti þýsku ríkj- anna. kanslari í síðasta mánuði að margir flóttamannanna kæmu til Vestur-Berlínar í leit að bættum lífskjörum og ekki vegna þess að þeir hefðu orðið fyrir pólitískum ofsóknum í heimalandi sínu. Var flóttamannastraumurinn orðinn að miklu pólitísku deilumáli og óttuðust ýmsir stjórnmálamenn að það yrði í miðdepli kosninga- baráttunnar, sem fer nú í hönd. Þegar þær reglur, sem austur- þýsk yfirvöld hafa nú boðað, ganga í gildi, verður engum flóttamanni hleypt í gegnum Austur-Þýskaland nema hann hafi vegabréfsáritun til þess lands, þar sem hann ætlar að biðja um hæli sem pólitískur flóttamaður. Háttsettir menn í stjórnar- flokkunum í Vestur-Þýskalandi gagnrýndu Austur-Þjóðverja fyrir að ræða um þetta mál við sósíalista og gáfu þeim að sök að reyna þannig að hafa áhrif á kosningarnar. Franskur herfulltmi Samkvæmt vestur-þýskum heimildum hafa 70000 menn beð- ið um hæli í Vestur-Þýskalandi sem pólitískir flóttamenn það sem af er þessu ári, og hefur meira en helmingur þeirra komið til landsins í gegnum Schönefeld- flugvöll með austur-þýska vega- bréfsáritun til að fara í gegnum landið. Flestir þeirra eru frá Austurlöndum nær. Vestur-þýsk yfirvöld hafa lengi viljað tak- marka þennan flóttamanna- straum, sem hefur enn aukist í sumar, og sagði Helmut Kohl myrtur í Líbanon Beirút - Franskur herfulltrúi, Christian Dutierre, var skotinn til bana í hverfi kristinna manna í Austur-Beirút í gær, og lýsti áður óþekktur hermd- arverkamannaflokkur yfir ábyrgð sinni á víginu. Hópur þessi nefndi sig „Réttlætis- og hefndarfylking- una,“ og sagði talsmaður hans í samtali við fréttastofu að Chirac, forsætisráðherra Frakklands, skildi vita að næstu aðgerðirnar yrðu ennþá hrikalegri. Þetta morð fylgir í kjölfar sprengjutil- ræðanna í París, sem orðið hafa átta mönnum að bana og sært yfir hundrað og fimmtíu á tíu dögum. Var það mikið áfall fyrir erlenda sendimenn í Líbanon, sem hafa hingað til talið að Austur-Beirút væri nokkuð öruggur staður fyrir mannræningjum og byssu- mönnum. Stjóm Sýrlands fordæmdi morðið á franska herfulltrúanum mjög harðlega í gær og sagði að það þjónaði ekki málstað Líba- nons. Noregur Menguðum hreindýrum slátrað Osló - Slátrun hófst í Noregi í gær á þeim hreindýrum, sem urðu fyrir geislun, þegar geislavirk ský frá Tsérnóbíl- kjarnorkuverinu bárust yfir Norðurlönd í apríl. Hreindýraveiðar eru eina atvinna um 200 Samafjölskyldna á því svæði sem varð fyrir geislamenguninni og hafa verið settir á stofn sérstakir sjóðir til að bæta þeim upp missi árstekna. Geislavirkni sem nemur 40000 bekkereleiningum í kílói hefur mælst í hreindýrum sem vom á beit á þeim svæðum, sem meng- uðust af hinu banvæna efni ceras- ium 137 af völdum Tsérnóbíl- slyssins. Telja heilbrigðisyfir- völd, að kjöt með geislavirkni yfir 600 slíkar einingar sé óhæft til manneldis, og hafa embættis- menn sagt að kasta verði skrokk- um af 25-40000 tömdum hreindýrum í ár. Kjöt af villtum hreindýrum verður selt, en menn hafa verið varaðir við að borða of mikið af því. Ekki hefur en verið ákveðið hvað gert verður við allt það kjöt sem hent verður. Fyrst var talað um að grafa það, en um- hverfisverndarmenn hafa mót- mælt þeim ákvörðunum, þar sem slíkt gæti mengað grunnvatn. Hreindýr verða mjög auðveld- lega fyrir mengun af völdum geislavirkni í lofti, þar sem þau nærast á skófum, sem vinna öll nauðsynleg efni úr lofti og safna í sig cerasium. Föstudagur 19. september 1986 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.