Þjóðviljinn - 19.09.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.09.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Fjárskortur kvennaathvarfsins Kvennaathvarfiö í Reykjavík á nú við erfiöan fjárhagsvanda að stríða. Einsog eðlilegt telst leituðu konur á vegum þess til borgaiyfirvalda um fjárstuðning. Emb- ættismenn mátu ástandið þannig, að eðlilegt væri að athvarfið fengi 500 þúsund króna styrk frá borginni. Félagsmálaráð borgarinnar var sömu skoðunar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu fundu enga meinbugi á styrkveitingunni. í borgarráði brá hins vegar svo við, að Davíð Oddsson og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á- kváðu upp á sitt eindæmi að skera styrkinn úr 500 þúsund krónum niður í 160 þúsund. Þetta er auðvitað fáheyrð framkoma. í raun- inni var búið að samþykkja hina upphaflegu veitingu, sannanlega þarfnaðist kvennaathvarf- ið 500 þúsund króna, einsog embættismennirn- ir höfðu mælt með. Því miður er þetta enn eitt dæmið um átakan- legan skilningsskort hjá Sjálfstæðisflokknum á nauðsyn kvennaathvarfsins. Hvað eftir annað hafa konurnar sem halda athvarfinu gangandi jDurft að standa í erfiðu stappi til þess eins að fá út greiddar þær upphæðir sem þó er búið að samþykkja til athvarfsins á fjárlögum borgarinn- ar. Þannig þráaðist borgin við að greiða út sam- þykktan styrk í vor, og aftur í sumar. Eftir niður- skurðinn núna er engu líkara en meirihluti borg- arstjórnar sé athvarfinu beinlínis andsnúinn. Þrátt fyrir skilningsskort borgaryfirvalda er það eigi að síður bláköld staðreynd að það er mikil þörf fyrir stofnun einsog kvennaathvarfið. í flestum tilfellum er það spurning um andlega og líkamlega velferð konu og barna hennar að geta sótt undir verndarvæng athvarfsins. í undan- tekningartilvikum getur skjól þess jafnvel skilið á milli lífs og dauða. Margir voru efins um þörfina fyrir kvennaat- hvarf þegar það var stofnað í desember 1983. Er nokkur þörf á slíkri stofnun í friðsælu samfé- lagi smáþjóðar norður í höfum? - spurðu sumir. Reynslan hefur tekið af öll tvímæli um það. Aðsóknin hefur verið stöðug frá upphafi, og þó heldur aukist síðustu misseri. Á síðasta ári gistu 145 konur heimilið frá 18 sveitarfélögum og í fylgd með þeim voru 106 börn. Oftar en ekki er athvarfið yfirfullt en þar sem er hjartarúm, - þar er líka húsrúm. Ofbeldi inni á heimilunum hefur einatt verið bannorð, og einsog samfélagið hafi kappkostað að láta sem það væri því óviðkomandi. Blóðug- ar barsmíðar ofbeldismanna á sambýliskonum sínum voru til skamms tíma álitnar einskonar einkamál fjölskyldunnar, og hin ógæfusömu fórnarlömb áttu í engin hús að venda. Þessu hefur kvennaathvarfið breytt. Dyr þess standa opnar öllum konum í nauð, þar fá þær skjól, hlýju og stuðning til að átta sig á tilverunni og ráðgjöf um hvaða átta skuli leitað. Þær konur sem á sínum tíma hrundu athvarfinu úr vör eiga heiður skilinn, og samfélagið stendur í þakkar- skuld við þær sem einungis verður greidd með því að bregðast ekki þegar í nauðir rekur. Bubbi Morthens lét sér ekki nægja að bölva skilningsleysi íhaldsins á dögunum, þegar það hélt eftir styrk sem þó var búið að samþykkja. Hann bretti upp ermarnar og hélt konsert, sem aflaði fjár til viðgerðanna sem nú er verið að gera á húsakosti kvennaathvarfsins. Nú er Bubbi og hans lið enn farið af stað og hafa skipulagt hljómleika víðs vegar um landið til styrktar kvennaathvarfinu. Þetta er svo sannar- lega lofsvert framtak og við hin ættum að taka það okkur til eftirbreytni. Auðvitað verðum við að sjá til þess að kvennaathvarfið starfi áfram. Allt gott fólk ætti að styrkja það, ekki einungis með því að formæla sljóleika íhaldsins heldur með því að senda athvarfinu fjárframlög. Hamingjan lofi að Sjálfstæðisflokkurinn skilji innan tíðar nauðsyn kvennaathvarfsins. Kann- ski það hjálpi upp á sakirnar að upplýsa að á síðasta ári var næstum helmingur, eða 42 pró- sent, kvennanna sem komu í athvarfið meidd- ar. Ætla menn svo að halda því fram að það sé ekki nauðsynlegt að halda athvarfinu gang- andi? -ÖS KUPPT OG SKORIÐ Peningar og listir Bragi Ásgeirsson skrifar í gær grein í Morgunblaðið þar sem hann leiðir fram ýmsar röksemdir fyrir því, að myndlistarmenn og listmenning almennt eru engir ölmusuþegar þjóðfélagsins“ eins og svo margir halda. Hann nefnir ýmisleg dæmi af því héðan og þaðan úr heiminum, hvernig það dæmi getur snúist við: Iistin verð- ur mikil tekjulind borgum og þjóðum þegar myndarlega er að staðið og „gífurlegt fjárstreymi" rennur „úr hirslum hins opinbera til byggingar menningarmið- stöðva um allan heim“. Bragi heldur síðan áfram á þessa leið: „Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og þannig hefur að- sóknin á margar menningarmið- stöðvar orðið margfalt meiri en hinir bjartsýnustu höfðu áœtlað í upphafi, jafnvel 30 sinnum meiri á einum staðnum og óbeinu tekj- urnar gífurlegar, þótt þœr sjálfar séu reknar með miklu tölfrœði- legu tapi, hvað heildarkostnað áhrœrir, en það skilar sér aftur margfalt í ríkiskassann í tollum og sköttum fyrir utan allar tekjurnar, sem renna í hendur annarra aðila, svosem fyrr greinir" (Átt er m.a. við það að list dregur til sín fólk sem fyllir hótel og veitingastaði o.s.frv. Hér kemur Bragi að hlutum sem frjálshyggjumenn svonefn- dir hugsa lítt um eða mistúlka. Hayek og önnur átrúnaðargoð þess hugsunarháttar segja gjarna sem svo: hvers vegna ætti sá minnihluti sem sækir þjóðleikhús eða óperur (til dæmis í Vínar- borg) að fá sína skemmtun greidda niður úr sjóðum skatt- borgaranna, með því að miðar eru seldir langt undir kostnaðar- verði? Slík viðhorf hafa Svart- hausar ýmsir eða Dagfarar eða Hannesar Hólmsteinar einatt endurómað hér á landi. En þá er því sleppt sem Bragi víkur að: það er ekki einungis verið að ,greiða niður" menningarneyslu fyrir tiltekinn minnihluta (á þeim forsendum meðal annars að án menningarlífs verði eitt þjóðríki skelfilega leiðinlegt og rislítið). Það er líka verið að fjölga er- lendum gestum sem til lands koma, það er verið að „greiða niður“ gesti sem þyrpast til tiltek- innar borgar og hafa þar dvöl - meðal annars vegna þess að þar eru söfn stórmerkileg eða söng- hús góð. Það er að sönnu leiðinlegt að vera að veifa mjög þeim rök- semdum, að það sé hægt að græða á menningu eins og mörgu öðru. Engu að síður var það ekki út í hött hjá Braga Ásgeirssyni að bregða á þetta ráð - sumir menn skilja hvort sem er ekki annan hjartslátt en þann sem kemur frá „buddunnar lífæð“. Góð og vond hryðjuverk Það var sagt hér í fréttaskýr- ingu í gær, að sú alda hryðjuverka sem nú gengur yfir Frakka og ar- abískir aðilar standa að „virðist ekki fara eftir neinu öðru en sín- um eigin vitfirringarlögmálum". Og að löngu sé svo komið, að það sé nokkuð sama hvort áhrifa- menn sýni nokkurn skilning þeim vandamálum sem talin eru upp- hafleg forsenda hryðjuverka (hér arabískur málstaður í Austur- löndum nær), eða hvort þeir reyni að ná samkomulagi eða ekki við hryðjuverkamenn: „hryðjuverkamenn finna þeim alltaf eitthvað til forátíu og halda áfram að grýta sprengjutólum sín- um í allar áttir". Þetta er ekki nema satt og rétt. Og því er þetta ítrekað hér, að eitt af því sem hefur haldið hryðjuverkahópum í gangi er það, að mörg okkar hafa gengið með þá þversögn í huga sem má orða með þessum orðum hér: „þinn hryðjuverkamaður er mín hetja". Menachem Begin, fyrrum for- sætisráðherra ísraels, hóf feril sinn í samtökum sem samkvæmt skilgreiningu Breta, sem þá fóru með umboðsstjórn í Palestínu, stóðu í hryðjuverkum (sprengdu m.a. í loft upp Hótel Davíðs kon- ungs í Jerúsalem með miklu manntjóni). En þeim, sem höfðu ekki annað í huga en að stofna ísraelsríki og það sem fyrst, var sá sami Begin og félagar hans sannar hetjur. Á sama hátt hafa margir síðar verið tilbúnir til að fyrirgefa Palestínumönnum hryðjuverk, eins þótt bitnað hafi á saklausu fólki, vegna þess að þeir hafa samúð með þjóð í út- legð. írar segja sjálfir flestir, að þeir fordæmi hryðjuverk sem IRA, írski lýðveldisherinn, frem- ur - en um leið og liðsmenn hans fara í hungurverkfall eða gera eitthvað sem á þeirri stund sýnist vera makleg málagjöld fyrir ein- hver illvirki framin á kaþólikkum í Belfast eða Derry - „þá lifnar ólöglega hjartahólfið í okkur“. Og svo framvegis. Menn hafa í ríkari mæli en þeir vilja viður- kenna sjálfir tilheigingu til að fyr- irgefa sumum hermdarverka- mönnum vegna þess, að þeir hafa einhverjar tilfinningar til þess málstaðar sem þeir kenna sig við. Fyrirgefa þeim það sem aðrir eru fordæmdir fyrir. Því er það nauðsynlegt að hver taki til í sínu sálartetri í þessum efnum. Það er rétt að ýmislegt af því, sem kallast hermdarverk, hefur verið framið á ábyrgð göf- ugra hugsjónamanna. I upphafi að minnsta kosti. En það virðist lögmál samtaka sem hryðjuverk stunda, að þau versna eins og skítur í regni, þau verða skálka- skjól fyrr eða síðar fyrir glæpa- menn af ýmsu tagi, fyrir háska- lega einstæðinga, jafnvel fyrir persónulegan hefndarþorsta. Að lokum er ekki annað eftir en morðið eitt. Meira að segja banatilræðið við einræðisfól eins og Pinochet kallar lítt á samúð með þeim sem að verki eru. Eins víst að það hafi þau áhrif fyrst og fremst, þegar upp er staðið, að efla nokkuð stöðu karlsins í Chile meðal þeirra sem tekið hafa þátt í því að halda uppi valdakerfi hans. Þeir fara að hugsa - ja verðum við ekki allir drepnir ef karlinn fer? Og taka undir við hefndarráð- stafanir hans. ÁB DJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsís og verkalýöshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðins- son. Fréttastjórl: Lúövík Geirsson. Blaöamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafs- dóttir, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Siaurður Á. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri) Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit8teiknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, rítstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumula 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.