Þjóðviljinn - 19.09.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.09.1986, Blaðsíða 8
GLÆTAN eysku strákarnir eru miklu ljótari en Frónbúarnir. Hvernig var skemmtanalífið í Fuglafirði? „Skemmtanalífið var mjög heft. Þarna búa ekki nema 1500 manns og því lítið um að vera. Fólkið er útlullað í guðstrú, það hefur hvort sem er ekkert annað að gera. Þarna eru kirkjur fyrir 3 mismunandi trúflokka og það er verið að byggja fjórðu kirkjuna. Þegar unglingarnir eru ekki á trú- arsamkomu hanga þeir fyrir utan sjoppuna eða rúnta um á bílum. Það á hver kjaftur bíl í Fær- eyjum.“ „í Fuglafirði var ekkert bíó og ekkert félagsheimili. Eins og margir vita er vínskömmtun í Færeyjum. Fólk verður að panta vín og bjór frá Danmörku. Það er ákveðinn kvóti á mann. En þeir sem ekki eru búnir að borga skattinn sinn fá ekkert vín. Þegar vínsendingin kemur á pósthúsið er mikið pukrast með þetta. Samt eru dagdrykkjumenn í Fær- eyjum. T.d. var einn sjötugur karl sem við kölluðum „Red Svona lýtur Ölklúbburinn út, eini samkomustaðurinn í Fuglafirði sem ekki er á vegum trúarsöfnuða. Ljósm. Helena. nose“, því hann var alltaf svo rauður og fyndinn í framan; hann innbyrti alltaf einn bjórkassa á dag.“ Ölklúbburinn „Ef menn viidu hittast og drekka vín saman þá urðu þeir að ganga í Ölklúbbinn, og afhenda mánaðarlega helminginn af sprúttskammtinum. Meðlimirnir voru 90 karlmenn og ein útlensk kona. Það þótti skömm fyrir þær færeysku að vera í Ölklúbbnum. Þess vegna fóru þær ekki inn í þennan litla bragga sem kallaðist Ölklúbburinn nema þegar skammdegið var skollið á og eng- inn sá þær læðast þangað í myrkr- inu. Við vinkonurnar vorum náttúrlega ekkert inni í þessum málum fyrst í stað. Ákveðnar í að skemmta okkur æddum við inn í Ölklúbbinn. Það varð uppi fótur og fit. Mennirnir þarna voru á aldrinum svona 60 ára og uppúr. En þeir buðu okkur nú samt í glas. Við fórum svo stundum þangað á kvöldin. Einu sinni komu þangað strákar á okkar aldri sem við þekktum. Þeir ætl- uðu að tala við okkur en voru reknir út af gömlu körlunum, sem hvæstu að þeir hefðu sest hjá, okkur fyrst. Þetta var mjög spaugilegt." Kántrý í Fugfafirði „Það var frábært hve lítil am- eríkansering hefur átt sér stað í Færeyjum. En það kom okkur á óvart hvernig tónlist Færeyingar hlusta á. Það er nær eingöngu færeysk tónlist og amerískt kántrý.“ Eruð þið ekki ríkar og altalandi fœreysku eftir sumarið? „Það er nú erfiðara að komast inn í málið en maður heldur í fyrstu. Því talmálið er allt öðru vísi en stafsetningin. Færeyskum börnum gengur yfirleitt mjög illa að læra stafsetningu. Þannig að við náðum ekki valdi á málinu fyrr en eftir nokkurn tíma. Svo uppgötvaði maður það allt í einu að maður kunni færeysku. En í sambandi við peningahliðina þá vitum við ekki alveg í hvað pen- ingarnir hafa farið. Við þurftum að vísu að sjá í fyrsta sinn einar um matarkaupin. Og peningarnir voru fljótir að fjúka. Þó að við höfum haft svona gott tímakaup þá kemur 50% skattur á kaupið eftir að þú hefur unnið þér inn 75 þúsund íslenskar kr.. Upp að því marki ertu skattlaus. Einnig þurftum við að borga húsaleigu. Það eru engar verbúðir í Fær- eyjum og fólk kemst upp með að okra, því húsnæðisskortur er svo mikill. En maður hafði samt meira upp úr sumrinu þarna en í fiskvinnu á íslandi." Vita Fœreyingar mikið um ís- land? „Já, margir gömlu karlanna höfðu komið hingað í gamla daga til að vinna í fiski, meðan litla vinnu var að fá í Færeyjum. Þeir tala með mikilli hlýju um ísland og íslendinga.“ Ætlið þið aftur í Fuglafjörðinn nœsta sumar? „Það væri gaman að skreppa. En við viljum ekki vera þar aftur í heilt sumar. En það væri vissu- lega gaman að heilsa upp á Fær- eyingana, þeir eru svo æðislega almennilegir.“ SA Það var ekki mjög margt um að vera í Fuglafirði og því tók Helena það bara til bragðs aö laga til, létt í skapi. Vinsældalistar Þjóðviljans Bylgjan 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. La Isla Bonita - Madonna Holiday Rap - MC Miker G & Deejay Sven Dancing on the Ceiling - Lionel Richie Braggablús - Bubbi Mortens Með vaxandi þrá - Geirmundur og Erna Human - Human League The Lady in Red - Chris de Burgh So Macho -Sinitta Venus - Bananarama Papa don’t preach - Madonna Grammió 1. ( 2) 2. ( 1) 3. ( 4) 4. ( 3) 5. ( 6) 6. ( 9) 7. ( 5) 8. ( ~) 9. ( 8) 10. ( 7) Blús fyrir Rikka - Bubbi Morthens Panic - Smiths The Queen is dead - Smiths London 0 - Hull 4 - Housemartins Especially for you - Smithereens Life’s so cool - Tex and the Horseheads Flaunt it - Siuge Siuge Sputnik Three imaginary boys -The Cure A date with Elvis - Cramps Knocked out louded - Bob Dylan Rás 2 1. ( V 2. ( 3) 3. ( 2) 4. (10) 5. ( 7) 6. ( 6) 7. ( 8) 8. ( ~) 9. ( 5) 10. ( 4) La Isla Bonita - Madonna Ég vil fá hana strax - Greifarnir Braggablús - Bubbi Morthens Thorn in my side - Eurythmics Stuck With You - Huey Lewis And The News I Wanna Wake Up With You -Boris Gardiner Lady in Red - Chris DeBurgh Holiday Rap - M.C. Miker G Dreamtime - Daryl Hall And DJ Sven Hesturinn - Skriðjöklar 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. september 1986'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.