Þjóðviljinn - 19.09.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.09.1986, Blaðsíða 3
Skák Margeir efstur Fjórða umferð Skákþings íslands tefld ígœrkvöldi Fjórða umferð á Skákþingi ís- lands var tefld í gærkvöldi, en eins og kunnugt er tefla menn nú í Grundarfirði af því tílcfni að 200 ár eru frá fengnum réttindum kaupstaðar. Sú fjórða tefldist þannig að Karl Þorsteins vann Jóhann Hjartarson og Dan Hansson vann Björgvin Jónsson, jafnir skildu Guðmundur Sigurjónsson og Jón L. Árnason, og Davíð Ól- afsson og Sævar Bjarnason. Tvær skákir fóru í bið: Margeir Péturs- son hefur rýmra tafl gegn Þresti Árnasyni en skák Hannesar Hlíf- ars Stefánssonar og Þrastar Þór- hallssonar er jafnteflisleg. Fyrir fjórðu umferð hafði Margeir forystu með 3 vinninga en Þröstur Þórhallsson hafði tvo og hálfan. ~PV SÍS verðlaunar Þráin Starfsfólk Iðnaðardeildar Sam- bandsins á Akureyri afhenti í gær Þráni Karlssyni leikara 75.000 krónur styrk frá stjórn Menningarsjóðs SÍS. Þráinn Karlsson á 30 ára leikafmæli um þessar mundir og er að undirbúa sýningu á tveimur einþáttungum eftir Böðvar Guðmundsson. Foreldrasamtökin Vímulaus æska Stofnfundur Foreldrasamtakanna Vímulaus æska verður haldinn í Háskólabíói nk. laugardag. Húsið verður opnað kl. 13.00 en gert er ráð fyrir að fundinum ljúki um kl. 16. Þorskalýsisþykknið Omega-3 Lýsi h.f. hefur hafið framleiðslu á nýrri afurð, Omega-3 þorskalýsis- þykkni. Hér er um að ræða venjulegt þorskalýsi sem inniheldur mun meira af fjölmettuðum fitusýrum af Omega- 3 flokknum, en sýnt hefur verið fram á þær draga úr blóðflögumyndun og eru taldar veita vörn gegn kransæð- asjúkdómum. Þessi framleiðsla á nýja lýsinu er árangur af rannsóknar- og samstarfs- samingi Lýsis við prófessor Sigmund Guðbjarnarson núverandi háskóla- rektor og Raunvísindastofnun há- skólans. Grunaður í gæslu Hinn þrítugi karlmaður sem grun- aður er um að vera valdur að dauða fatlaðrar konu í Hátúni um helgiha var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald að beiðni rannsóknarlögreglu. Doktorsvörn um legrúmmál Reynir Tómas Geirsson læknir, ver á laugardag doktorsritgerð sína sem fjailar um breytingar á rúmmáli legs á meðgöngu mælt með sónartæki. Doktorsvörnin fer fram í stofu 101 í Odda og hefst kl. 14.00. Hún er öllum opin. FRETTIR r Uppsagnir u * Fostrur af stað Fjórar afhverjumfimmfóstrum íReykjavík reiðubúnar í hópuppsagnir 1. nóvember, Nœr allar telja þörfá aðgerðum vegna lágra launa. Skortur áfóstrum og ófaglærðum á dagvistarheimili sjaldan meiri Skoðanakönnun meðal fóstra í Reykjavík sýnir að fjórar af hverjum fimm eru reiðubúnar að taka þátt í hópuppsögnum þegar 1. nóvember. Nær allar þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust reiðubúnar til einhvers konar aðgerða, hópuppsagna eða skæruaðgerða af einhverju tagi Úrval Sumaiþotp í Húsafelli Byggt í samvinnu við aðila á Vesturlandi i I byrjun næsta árs verða risin sumarhús í Húsafelli í Borgar- Hrði. Það er ferðaskrifstofan Úrval ásamt ýmsum aðilum á Vestur- landi sem hafa látið hanna sumar- húsaþorp og fyrsta húsið verður tilbúið í janúar á næsta ári. Hvert slíkt hús er hringlaga áttstrend- ingur með 15 íbúðum í og sam- eiginlegum garði sem verður yfir- byggður og upphitaður. Þetta er 40 mil|jóna króna framkvæmd og f henni felst bygging tveggja húsa auk þjónustumiðstöðvar. Að sögn Matthíasar Kjartans- sonar hjá Úrvali er sumarhúsa- þorpið einn liðurinn í að auka við fjölda erlendra ferðamanna jafn- framt því sem þjónusta og fram- boð á ferðamöguleikum fyrir ís- lendinga er aukið. Húsafell sé k j örið fyrir þorp af þessu tagi, þar sé jarðhiti og í tengslum við þorp- in verði komið á ýmsri þjónustu. Húsin eru hönnuð af Róbert Péturssyni arkitekt en hugmynd- in er sótt til meginlands Evrópu. -GH Umferðarslys Slysum fjölgar Ágúst er slysaflesti mánuður ársins fram að þessu. Alls urðu 69 slys með meiðslum í mánuðinum og 2 dauðslys. í sama mánuði í fyrra urðu 52 slys með meiðslum en ekkert dauðaslys. Pjóðviljinn Nýr fréttastjóri Lúðvík Geirsson blaðamaður hefur verið ráðinn fréttastjóri Þjóðviljans. Lúðvík er lesendum Þjóðvilj- ans að góðu kunnur, en hann hóf störf á blaðinu vorið 1979 og hef- ur starfað þar nær samfellt síðan. Fyrir utan að vera bakara- sveinn að mennt hefur Lúðvík stúdentspróf frá Flensborgar- skóla og BA-próf í íslensku og bókmenntum frá Háskóla ís- lands. Hann hefur starfað mikið að félagsmálum og er nú varafor- maður Blaðamannafélags ís- lands. Þjóðviljinn býður Lúðvík Geirsson velkominn til starfa á nýjum vettvangi. Jafnframt vill Þjóðviljinn þakka Valþóri Hlöðverssyni fyrir vel unnin störf, en hann hefur verið fréttastjóri blaðsins frá 1984. Valþór mun starfa áfram sem blaðamaður við Þjóðviljann, en auk þess er hann bæjarfulltrúi fyrir Alþýðubandalagið í Kópa- vogi. - Ritstj. Matthías Kjartansson við líkan af sumarhúsinu sem reisa á í Húsafelli. Áætlaðeraðtvö slík hús verði risinþaránæsta vori. Ljósm. Sig. til þess að freista þess að ná fram leiðréttingu á launum sínum. Skoðanakönnunin var að sögn Margrétar Pálu Ólafsdóttur trún- aðarmanns fóstra hjá Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar gerð í síðustu viku og var farið með spurningalista inn á hvert einasta dagvistarheimili í borg- inni. Mikil ólga ríkir nú meðal fóstra og er ekki talið ólíklegt að þær grípi til aðgerða innan tíðar. Mar- grét sagði í gær að fundur yrði haldinn um málið í næstu viku og yrði þar fjallað um hugsanlegar aðgerðir. Fóstrur eru geysilega óánægð- ar með laun sín og birtist sú óá- nægja m.a. í því að fóstruskortur í borginni er jafnvel meiri nú en í fyrra. Þetta á reyndar ekki aðeins við um fóstrur, því ekki er síður erfitt að fá ófaglært starfsfólk til starfa á dagvistarstofnanir. í byrjun september voru aðeins 16 heimili af 58 fullmönnuð starfs- fólki og vantaði þá starfsfólk í 61 stöðugildi. -gg FORELDRAR! Við stofnum FORELDRASAMTOKIN VIMULAUS ÆSKA laugardaginn 20. september 1986 kl. 13.30-16.00 í Háskólabíói. Dagskrá: 1. Formaður undirbúningsnefndar sstur fundinn. 2. Fundarstjóri tekur við stjórn fundarins. 3. Skýrsla undirbúningsnefndar. 4. Kveðjur frá SÁÁ og Lions. 5. Tillaga að lögum samtakanna lögð fram. 6. Stjórnarkjör. 7. Ákveðið félagsgjald fyrir árið 1987. 8. Ávörp foreldris, unglings og læknis. Tónlistarmenn flytja nokkur lög af hljóm- plötunni „Vímulaus æska" sem kemur út í haust til styrktar samtökunum. FUNDARSTJÓRI: MAGNÚS BJARNFREÐSSON. TÖKUM Á ÞESSU VANDAMÁLI í SAMEININGU. Verndum börnin okkar fyrir vímuefnunum. Undirbúningsnefndin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.