Þjóðviljinn - 19.09.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.09.1986, Blaðsíða 5
Háskóli Islands ■75 ára rannsóknir Sigurjón Björnsson: „Lít á sálarfræði sem húmanistískt fag". smátt byggist upp þekkingarforði í landinu um þessi efni, íslenska barna- og unglingasálarfræði. Skortur á vitneskju um þetta hef- ur háð okkur í kennslu og auðvit- að á fleiri sviðum. Flest allt um þessi efni hefur verið fengið úr bandarískum rannsóknum, sem óvíst er hversu vel koma heim við okkar veruleika. En útfrá þessari rannsókn þróast kannski vissir angar. Við gætum byggt á þeim grunni hér heima og nýtt okkur þetta efni mikið og vel Reyndin er nefnilega sú að það eru til geysilegar upplýsingar í landinu. Það þarf bara að safna þeim saman í skiljanlega heild og hafa samvinnu við ýmsar stofnan- ir um útkeyrslur. Þá er hægt að komast langt, þó ekki sé meira gert. Frumlegar rannsóknir eru ekkert aðalatriði. Mönnum sést oft yfir það sem fyrir liggur, en af því er hægt að draga traustar ályktanir. Islendingar eru dug- legir við að skrá niður upplýsing- ar, en það vantar dálítið á skipu- lagið.“ Bókmenntir má ekki tæta sundur - Svo við víkjum að öðru, þú fékkst hér á árum áður við bók- menntarannsóknir í anda sálar- fræðinnar og skrifaðir um það bækur. Ertu hættur því? „Ég hef ekkert fengist við það í mörg herrans ár. Hins vegar hef ég alltaf haft hugann mikið við bókmenntir og það hefur ekkert breyst nema síður væri.“ - En nú hafa sálfræðiiegar bók- menntarannsóknir verið í mikl- um uppgangi um heim ailan á undanförnum árum, hvað fínnst þér um það? „Ég er nú svolítið blendinn í afstöðu minni gagnvart þessu. Mér finnst að það verði að fara mjög gætilega með þessa fræði- grein. Það er mikill vandi að beita aðferðum sálkönnunar við bók- menntarannsóknir, mikill vandi. Ég býst ekki við að mér hafi tekist nógu vel upp í riti mínu um Gunnar Gunnarsson, Leiðin til skáldskapar. Þá var maður ung- ur. Menn verða að gera sér ljósar þær takmarkanir sem þessum að- ferðum eru settar. Það má ekki tæta sundur bókmenntaverk. Menn verða að gæta þess að gleyma ekki hinu listræna gildi. Slíkar rannsóknir mega ekki verða ein allsherjar krufning; ég býst ekki við að mannslíkaminn sé fagur þegar komið er inn í hann. Stundum verð ég sár og reiður fyrir hönd bókmenntanna þegar ég les greinar skrifaðar í þessum anda, það er heldur ekki sama hvernig hlutirnir eru sagðir. Hins vegar les ég oft með þessi sjónarmið í huga. Flest „nýtt“ er eldgamalt Ég hef undanfarið miklu meira grúskað í sögu sálarfræðinnar, verið að velta fyrir mér skilningi mannsins á sjálfum sér, hvernig hann birtist í fornum bókum og farið þá langt aftur í forneskju, aftur fyrir kristsburð. Um þetta hef ég skrifað fjölrit sem dreift er hér innanhúss. Það er nú svo að margt það, sem talið er spánýtt, hefur að langmestu leyti verið hugsað og sagt fyrir kannski þús- und árum síðan. Nútímafólk segir ekki allt betur né hefur betri yfirsýn yfir hlutina en fólk hafði í fornöld. Ég er líka mjög svo sagnfræði- lega innstilltur, hef ríka til- hneigingu til að líta aftur og spyrja hvernig þetta var áður. I því hefur maður oftar en ekki rekið sig á að það sem menn hafa haldið hvað nýjast hefur verið að finna í þúsund ára gömlum bókum. Á síðustu árum hef ég líka setið við grískunám sem hef- ur gert mér ómetanlegt gagn. Það er nauðsynlegt til þess að skilja hugtök aímennilega og að kynn- ast þessum forna menningar- heimi á frummálinu. Það er viss lífsreynsla að lesa þetta á frum- máli. Auk þess hef ég alltaf verið að grúska í ættfræði og sagnfræði. Hin húmaníska innstilling Það er hins vegar ekki vel séð að binda sig ekki á einu sviði og kemur þar til sérfræðiárátta nú- tímans. Ekki þar fyrir að sér- fræðiþekking er nauðsynleg. En ég hef átt erfitt með að binda mig við einhverja eina línu, og kemur þar líklega til mitt viðhorf í sálar- fræði. Mér finnst ég aldrei fara útfyrir fagið. Ég lít á sálarfræði sem húmanistískt fag. í henni helst forvitni um manninn sem einstakling og sem hluta af samfélagi. Manninn sem skapar menningarverðmæti, lifir per- sónulegu lífi, þjáist og gleðst. Ef ég á að skilja einstaklinga og vinna með þeim þá verð ég að kynnast þeim og vita eitthvað um þá. Þessi húmaníska innstilling er mér mjög mikilvæg. Tækni er bráðnauðsynleg. Hana geta menn notfært sér. En hún verður að vera byggð á húmanískum grunni. Annars erum við á rangri leið“. Hinn húmaníski grunnur er mikilvægur Rætt við Sigurjón Björnsson prófessor í sálarfræði Sigurjón Björnsson sálfræð- ingur hefur um áratugaskeið sinnt rannsóknum í sálarfræði samhliða kennslu og ritstörf- umafýmsutagi. Hannvar skipaður prófessor í sálar- fræði við Félagsvísindadeild Háskóla íslands árið 1971. Sigurjón var fenginn í viðtal um rannsóknirsínar: „Ég hef nú í gegnum tíðina að- allega fengist við athuganir á þroskaferli barna og unglinga, það hefur verið mitt svið innan sálarfræðinnar. Um langt árabil hef ég unnið að langtímarann- sókn sem beinist að því að kanna tíðni geðrænna vandamála meðal barna og unglinga og hverju þau kunni að vera tengd. Nú eru ung- lingarnir sem við athuguðum um þrítugt og við getum séð hversu góða forspá okkar niðurstöður hafa gefið. En þessi eftirrann- sókn hefur legið niðri undanfarin ár og er ekki langt komin. Undanfarið hef ég unnið ásamt þeim Baldri Kristjánssyni sál- fræðingi og Þórólfi Þórlindssyni prófessor að stóru verkefni í sam- vinnu við Norðurlöndin. Þar í löndum, að íslandi einu undan- skildu, hafa rannsóknarráð í fé- lagsvísindum yfir töluverðu fé að ráða og geta stundað tilhlýðilegar rannsóknir. Fyrir allmörgum árum settu þau upp samstarfs- nefnd og lögðu fé til að styrkja útgáfustarfsemi í þessum grein- um og einnig til samanburðarr- annsókna á víðu sviði félagsvís- inda og er það hugtak þá skilið víðum skilningi. Uppvaxtarskilyrði barna Samstarfsnefndin bauð okkur áheyrnarfulltrúa í stjórn nefndar- innar og var það vel þegið. Þar var síðan ákveðið fyrir tveimur árum að standa að mikilli rann- sókn, sem beindist að því að kanna uppvaxtarskilyrði barna á Norðurlöndum og þá einkum barna undir fimm ára aldri. Okk- ur íslendingum var boðin þátt- taka og þessi samstarfsnefnd greiðir kostnað að hluta. Þetta fór af stað og við þrír sem ég nefndi hér að framan höfum unn- ið að þessu síðan. Þessi rannsókn greinist í tvo meginþætti. Fyrir það fyrsta þá er aflað eins góðra og traustra upp- lýsinga og hægt er varðandi upp- vaxtarskilyrði barna í fimm löndum. Þá á ég við allt sem varð- ar fjárhags- og atvinnumál smá- barnaforeldra, fjölskyldu, dag- vistunarmál, húsnæði, kostnað og þess háttar og byggist þetta mestmegnis á tiltækum opinber- um gögnum. Þesi vinna hefur nú mest hvflt á Baldri og er langt komin, það er verið að skrifa skýrslu um þetta. Það er áætlað að niðurstöður komi út á formi 5 bóka á næsta ári: ein bók um hvert land. Síðan verður sjötta bókin samanburður á þessum málum og mun Daninn Lars Densig sem stýrir verkinu skrifa hana. Við ætlum að þessu verði lokið í haust og væntum þess að niðurstöðurnar leiði ýmislegt í ljós sem menn hafa ekki skoðað í þessu samhengi hingað til. Það var athyglisvert að hér er mikið til að upplýsingum en þeim hafði aldrei verið safnað saman á skipulegan hátt. Mikilvægt fyrir íslendinga í öðru lagi er ætlunin að velja úr hóp barna, svona 50 börn úr hverju landi. Þau verða tekin út sérstaklega, rætt við þau, fjöl- skyldu þeirra og dagheimilisfólk eftir kerfi sem verður hið sama á Norðurlöndunum fimm, og í tengslum við fyrri áfangann. Þessi áfangi leiðir sömuleiðis til sex rita með sama sniði og í hin- um fyrri. Vonandi byrjum við á þessum áfanga í vetur, við ætlum að nota haustið til skipulagningar en förum af stað uppúr ára- mótum. Þessi rannsókn mun standa í eitt ár og við munum velja 4-5 ára börn. Að lokum verður svo skrifuð bók um báða þessa áfanga í heild sinni. Þess má geta að samstarfsnefndin hef- ur tryggt fé til þess að öllu þessu verki er hægt að ljúka og það er lögð áhersla á að því verði lokið á tilsettum tíma. Við íslendingar erum að sjálf- sögðu mjög ánægðir með þátt- töku í þessu umfangsmikla verk- efni. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur en eykur líka gildi rannsóknarinnar. Norðurlöndin geta ýmislegt lært af okkar sér- stöðu, sem er greinileg. Því ef maður lítur svona yfir þetta þá er margt líkt með þessum löndum í löggjöf og framkvæmd, en einnig töluverður mismunur. Ég er þó ekki farinn að skoða niðurstöð- urnar í einstökum atriðum, það er of snemmt að fara að tala al- varlega um þær. En það er alltof lítið um samvinnu á þessu sviði. Þessi rannsókn er vonandi liður í almennri viðleitni til að afla aukinnar vitneskju um þroska- skilyrði barna, á þeim hafa fáar rannsóknir verið gerðar og í rauninni lítið vitað. En smátt og Föstudagur 19. september 1986 PJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.