Þjóðviljinn - 19.09.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.09.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA r GLÆTAN UM HELGINA ÍÞRÓTTIR HEIMURINN Opinberir starfsmenn SOS í deiglunni Hugmynd um stofnun nýrra samtaka opinberra starfsmanna rœdd meðal áhrifamanna í BSRB. Haukur Helgason: Nauðsynlegt að opinberir starfsmenn hafi samstarfsgrundvöll. Kristján Thorlacius: Athyglisverð hugmynd Ólafsfjörður Sæberg hreppti Merkúr Utgerðarfyrirtækið Sæberg á Ólafsfirði hefur gengið frá samn- ingum við Ríkisábyrgðarsjóð um kaup á togaranum Merkúr sem nú er verið að breyta í frystitog- ara í Noregi. Kaupverðið er 281 miljón og þar af er útborgun um 20% eða tæpar 60 miljónir. Sæberg átti fjórða hæsta til- boðið í Merkúr þegar skipið var boðið út í vor en þeir aðilar sem buðu hærra gátu ekki uppfyllt skilyrði ríkisábyrgðarsjóðs um útborgun. Ásgeir Ásgeirsson einn aðal- eigenda Sæbergs sagði í gær að að öllum líkindum kæmi togarinn ekki fyrr en eftir áramótin en upphaflega átti breytingum að vera lokið nú um næstu mánaða- mót. Tilkoma Merkúrs til Ólafs- fjarðar er mikil lyftistöng fyrir at- vinnulíf í bænum en atvinnu- ástand var með versta móti í fyrravetur. -yk/Akureyri/-lg. Hugmynd um stofnun nýrra samtaka opinberra starfsmanna er nú rædd meðal ýmissa áhrifa- manna innan BSRB. Sú umræða er þó ekki enn á félagslegum grundvelli heldur fyrst og fremst í einkaviðtölum. Haukur Helgason, skólastjóri og stjórnarmaður í BSRB er einn þeirra sem telur mikla nauðsyn á að skapa verði samstarfsvettvang fyrir opinbera starfsmann. Segir hann að félagar í BSRB, BHMR og Bandalagi kennarafélaga eigi mörg sameiginleg hagsmunamál sem þeir þurfi að vinna sameigin- lega að. Samtök þessi yrðu þá á svipuðum nótum og ASÍ. Pessir þrír aðilar hafa nú sam- einast í samningsréttarmálunum og segir Haukur að það undir- striki þá brýnu nauðsyn að bandalögin hafi einhvern sam- eiginlegan vettvang til að stilla strengi sína í baráttu sinni fyrir bættum kjörum og auknum rétt- indum opinberra starfsmanna, og til að standa vörð um það sem áunnist hefur. Kristján Thorlacius segist ekki kannast við þessa hugmynd en telur hana athyglisverða. Var hann sammála Hauki um að sam- vinna bandalaganna í samnings- réttarmálinu undirstriki nauðsyn heildarsamtaka opinberra starfs- manna til að koma fram fyrir hönd opinberra starfsmanna. 21. og 22. nóvember verður haldið aukaþing BSRB þar sem ræða á skipulag samtakanna. Upphaflega átti að ræða þar svokallað starfsgreinaskipulag en nú er útlit fyrir að sú hugmynd fái lítinn hljómgrunn á þinginu. Ekki er ólíklegt að á þinginu skapist umræða um nauðsyn nýrra heildarsamtaka opinberra starfsmanna. í Sunnudagsblaði Pjóðviljans verður fj allað nánar um þetta mál og annað sem tengist BSRB. -Sáf Líftœkniiðnaðurinn Utlend yfirráö Wallenbergættin sœnska œtlar að tryggja sér yfirráð í nýju líftœknifyrirtœki þrátt fyrir meirihlutaeign innlendra aðila Útlendingar hyggja á miklar fjárfestingar í íslenskum líftækni- iðnaði og m.a. mun hið nýstofn- aða fjárfestingarfyrirtæki Silfur- berg hf vera að undirbúa stofnun líftæknifyrirtækis á Reykjanesi. Á það að bera nafnið Silfurgen hf og verður undir yfírráðum Wall- enbergQöIskyldunnar í Svíþjóð. Eins og fram hefur komið í fréttum á Wallenbergættin 60% í hinu nýja fjárfestingarfyrirtæki en Þróunarfélag íslands og þrír aðrir aðilar afganginn. Ætlunin er að stofna líftæknifyrirtækið innan skamms og tryggir eignar- aðild Svíanna í Silfurbergi yfir- ráð þeirra í því fyrirtæki enda þótt þeir ættu aðeins rúmlega þriðjung hlutafjárins þar. í fréttaskýringu í Þjóðviljanum í dag eru þessi mál rakin og skýrt frá ættarveldi Wallenberganna. Hjörleifur Guttormsson fyrrum iðnaðarráðherra segir að Alþingi verði að setja lög sem taki af öll tvímæli um að útlendingar geti ekki í krafti fjármagns náð ó- skorðuðum yfirráðum yfir vaxt- arbroddinum í íslensku atvinnu- lífi- "v- Sjá bls. 2 Ekkert gert Davíð Oddsson sagði á borgar- stjórnarfundi í gær að borgin hyggðist ekkert gera til þess að mæta þeim vanda sem margar stofnanir eiga nú við að etja vegna manneklu, sem talið er að stafí af lágum launum. Sagði Davíð ekk- ert samhengi vera milli mannekl- unnar og lágra launa, en minni - hlutinn var á öðru máli. Sjáborgarfréttirbls. 6 Viðar og Bubbi á borgarstjórnarfundi í gær: Styrkjum athvarfið (mynd: E.ÓI.) Kvennaathvarf Bubbi ætti að fá orðu Tónleikar til styrktar athvarfinu víða um land. Borgin tryggir rekstur í hálfan mánuð. Endanlega afgreitt í gær Við erum ofboðslega hressar með Bubba Morthens og strák- ana, svo hressar að þú skalt sko skrifa það með risavöxnu letri. Mér fínnst að Vigdís forseti ætti að sæma hann riddarakrossinum fyrir frammistöðuna, sagði Guð- rún Jóhannsdóttir hjá Kvennaat- hvarfínu i gær, en Bubbi Mort- hens og Viðar Arnarson hafa sem kunnugt er lagt drög að tónleika- haldi víða um landið til styrktar athvarfínu. Borgarráð samþykkti í víkunni að veita Kvennaathvarfinu 160 þúsund króna aukafjárveitingu en Kvennaathvarfið hafði farið fram á hálfa milljón. Rekstur at- hvarfsins kostar um 350 þúsund krónur á mánuði, og fjárvöntun frá júlí til áramóta var um tvær milljónir, 1100 þúsund til rekstr- ar, 900 þúsund til viðhalds. Viðar Arnarson umboðsmað- ur Bubba Morthens sagði í sam- tali við blaðið í gær að þegar hefði verið ákveðið að halda tónleika í Háskóiabíói 11. október, á Akur- eyri 9. október og á Selfossi 3. eða 10. október. Meðal skemmtikrafta sem þar munu koma fram eru Edda Þórarins- dóttir og fleiri leikkonur, Diddú, Kristinn Sigmundsson, Ragnar Bjarnason, Karl Ágúst Ulfsson og fleiri grínarar, Gunnar Þórðar- son að ógleymdum Bubba sjálf- um og mörgum fleiri. Viðar er nú í óða önn að skipuleggja skemmtanahaldið. „Húsið hjá okkur er illa farið en það er verið að gera við það fyrir fé sem einstaklingar og fyrir- tæki hafa sent okkur. Nú eru hjá okkur fimm konur og tíu böm,“ sagði Guðrún Jóhannsdóttir í gær. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins felldu í gær tillögu minnihlutaflokkanna um að veita athvarfinu 500 þúsund króna fjárveitingu og stendur því óhögguð ákvörðun borgarráðs- manna íhaldsins um að styrkja það aðeins með 160 þúsund króna framlagi. Það kemur til með að standa undir rekstrinum í svo sem hálfan mánuð. -ÖS/gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.