Þjóðviljinn - 20.09.1986, Page 1

Þjóðviljinn - 20.09.1986, Page 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA HEIMURINN MENNING SUNNUDAGS- BLAD Alkirkjuráðið Samstaða með Nikaragúa Þingi Alkirkjuráðsins lauk ígœr. Lýstyfir samstöðu með þjóð Nikaragúa ag skorað á kirkjudeildir heims aðfá ríkisstjórnir til að binda enda á afskipti Bandaríkjamanna þar Kirkjan verður að hrópa hátt og skýrt svo heyrist um alia heimsbyggðina að binda verður endi á það misrétti sem ríkir í skiptingu auðæfa jarðarinnar, sagði Emilio Castro fram- kvæmdastjóri Alkirkjuráðsins meðal annars þegar þingi Fram- kvæmdanefndar Alkirkjuráðsins var slitið í Bústaðakirkju í gær. „Auðæfi jarðar tilheyra öllum Guðsbörnum og kirkjan verður að standa með þeim sem misrétti eru beittir í fátækum löndum. Fá- tækar þjóðir hafa rétt og skyldu til þess að berjast fyrir eigin lífi,“ sagði Castro. Tvær ályktanir voru samþykktar á þinginu, önnur fjallar um hvernig kirkjan getur komið fórnarlömbum alnæmis til hjálpar og hin er áskorun til allra kirkjudeilda heims um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að hafa áhrif á ríkisstjórnir sínar í þá átt, að binda enda á hemaðarafskipti Bandaríkjanna í Nikaragúa. í yfirlýsingunrii segir meðal annars: „Framkvæmdanefndin ítrekar Þjóðviljaafmæli Barattu- skáldið úr Kötlum Dagskráin umJó- hannes á sunnudag „Við munum verða með upp- lestur á alveg dásamlegum kvæðum eftir hann Jóhannes,“ sagði Bríet Héðinsdóttir, spurð um dagskrá sem þær María Sig- urðardóttir hafa tekið saman uppúr kvæðum Jóhannesar úr Kötlum og flutt verður I Gerðu- bergi á sunnudáginn klukkan fjögur. Til þessarar dagskrár er efnt í tilefni fimmtíu ára afmælis Pjóð- viljans, en Jóhannesi var mjög umhugað um framgang Þjóðvilj- ans, skrifaði um árabil pistla í blaðið og var þess utan, eins og flestir vita, eitt helsta baráttu- skáld þeirra hugsjóna sem Þjóð- viljinn stendur fyrir: sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðs. Jóhann- es úr Kötlum er eitt merkasta skáld íslendinga á tuttugustu öld, þessari rímlausu skeggöld eins og hann komst að orði í einu kvæða sinna, og ófá ljóða hans munu teljast til klassískra verka ís- lenskrar ljóðlistar nú þegar. Margiríistamenn leggja hönd á plóg á sunnudaginn. Auk Bríetar og Maríu lesa ljóðin Erlingur Gíslason og Jóhann Sigurðarson. Inga Backmann syngur lög við kvæði Jóhannesar við undirleik Þórhildar Björnsdóttur og Hásk- ólakórinn syngur Sóleyjarkvæði þeirra Péturs Pálssonar undir stjórn Árna Harðarsonar. Allir velunnarar Þjóðviljans og unn- endur ljóðsins eru hvattir til að mæta í Gerðuberg klukkan fjögur á sunnudag. - pv samstöðu sína með þjóð Nikarag- úa í tilraun hennar til þess að velja stjórnarfyrirkomulag í sam- hengi við hennar eigin sögu og menningu, sjálfstætt og óhsð, lýðræðislegt og með efnahags- stefnu sem kemur hinum fátæku til góða.“ Ekki var gerð ályktun um mál- efni svartra í Suður-Afríku en að sögn Castro hefur Alkirkjuráðið fylgst grannt með framvindu inála þar í landi og mun halda því áfram, ásamt stuðningi og sam- vinnu við kirkjur Suður-Afrfku. Þá var ákveðið að næsta al- heimsþing ráðsins muni verða haldið í Canberra í Ástralíu árið 1991. - vd Tryggvi Gunnarsson, Halldór Áskelsson og Stefán Gunnlaugsson, fulltrúi KA, með viðurkenningarnar. Mynd: RÞB. Knattspyrna Stjörnur Þjóðviljans Halldórbesturíl. deild, Njállog Tryggvi í2. deild Halldór Áskelsson úr Þór, Ak- ureyri, er Stjörnuleikmaður Þjóðviljans í 1. deildinni í knatt- spyrnu 1986. Njáll Eiðsson, Einherja, og Tryggvi Gunnarsson, KA, deila með sér titlinum Stjörnuleikmað- Eg vil ekkert um þetta segja á þessu stigi málsins og þú verð- ur að spyrja aðra en mig hvað leikarar hér á stofnuninni eru með í bígerð, sagði Stefán Bald- ursson er hann var spurður hvort hann hygðist sækja á ný um stöðu leikhússtjóra Leikfélags Reykja- ur Þjóðviljans í 2. deild. Fram er lið ársins í 1. deild og KA, Akureyri, í 2. deild. Guðmundur Haraldsson er Stjörnudómari Þjóðviljans 1986, annað árið í röð. Viðurkenningarnar voru af- hentar á fimmtudag, í Reykjavík víkur, en umsóknarfrestur renn- ur ú 10. október nk. Leikarar hjá Leikfélaginu hafa fundað um málið og munu vera að safna undirskriftum á meðal starfsmanna þar sem skorað er á Stefán að sækja um aftur. Stefán hefur gegnt stöðu leikhússtjóra í og á Akureyri. Þetta er annað árið sem Þjóðviljinn heiðrar á þennan hátt þá sem skara framúr á íslandsmótinu í knattspyrnu. -VS 7 ár, en hann tók við af Vigdísi Finnbogadóttur ásamt Þorsteini Gunnarssyni. Ef allar áætlanir standast mun starfsemi Leikfélagsins flytjast í hið nýja leikhús í Kringlumýri eftir 2-3 ár. -v. Dýr koss Koss á almannafæri, sem Sikiley- ingur stal árið 1941, varð honum harla dýrkeyptur 45 árum síðar. Calogera Lo Ricco, sem var ung- ur hermaður í ítalska flughern- um, var á höttunum eftir ungri stúlku 1941 og giftist henni síðan. En siðavandir varðmenn stóðu hann að verki við fyrsta kossinn, og fékk hann þriggja mánaða skilorðisbundinn fangelsisdóm fyrir ósiðsemi á almannafæri. Nú hefur ítalska fjármálaráðuneytið kveðið upp þann úrskurð, að vegna þessarar skuggalegu for- tíðar hafi Lo Ricco, sem nú er 69 árá', ekki rétt á því að fá eftirlaun sem uppgjafahermaður og krefst þess að hann endurgreiði þær 13 miljónir líra, sem honum hafa þegar verið greiddar. Sjá bls. 6 Leikfélagið Skorað á Stefán

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.