Þjóðviljinn - 20.09.1986, Qupperneq 5
Nú síðustu ár hafa magnast þau
viðhorf að byggðaröskun á kostn-
að landsbyggðar utan suðvestur-
hornsins sé eðlileg og sjálfsögð. í
öfgafyllsta og jafnframt hreinleg-
asta formi koma þessi viðhorf
fram í hópi greinarhöfunda
tengdum dagblaðinu DV og í
markaðshyggjudeild Sjálfstæðis-
flokksins, - en þessi fyrirbæri
eiga sér raunar allveglegt sam-
mengi.
Framtíðarsýn byggðaraskenda
er sú að vegna lítt skilgreindra
hagkvæmnisástæðna sé íslenskt
mannlíf best sett í svolitlum hring
útfrá Seltjarnarnesi. Þar skuli
sett upp borgríki fyrir yfirgnæf-
andi meirihluta landsmanna, og
frá þessu borgríki sé stjórnað
einskonar verbúðum eða gervi-
tunglum útá landi þarsem af illri
nauðsyn starfa sjósækjendur,
veðurathugunarmenn, ferða-
sjoppurekendur, hermangarar
og nokkrir bændur.
Það hefur verið látið að því
liggja gegnum tíðina að þesskon-
ar samfélag á íslandi kæmi með
plús útúr þartilgerðumreiknings-
kössum, og sá sem ekki þekkir
þeim mun betur til hagfræðilegs
tölvuskáldskapar fer varlega í að
rengja slíkar fullyrðingar með
öllu. Enda hlýtur fyrsta orðræða
um borgríkishugmyndina að
byggja á öðrum forsendum en
hinum reikningslegu, - nefnilega
á þeim rökum sem snúa að sjálf-
um grundvallarsjónarmiðunum
kringum það að vera íslendingur
á íslandi. Alveg einsog það má
„sanna“ með ákveðnum
reikningsrökum að íslendingum
væri efnahagsávinningur að því
að leggja niður íslenska tungu og
taka upp mál annarrar þjóðar, -
en á slíka „sönnun“ hlustum við
ekki vegna þess að við höfum val-
ið okkur þann grundvöll hugsun-
ar að á íslandi sé íslenskt samfé-
lag. Þetta heitir í raunvísindum
axíóm, eða frumsemda.
Sterk
byggðaviðhorf
Þeim sem ekki hafa tamið sér
borgríkishugsunarháttinn hlýtur
að vera mikil ánægja að niður-
stöðum í skoðanakönnun sem
félagsvísindastofnun háskólans
annaðist fyrir unga Framsóknar-
menn fyrr í sumar. Þar var meðal
annars kannaður styrkur byggða-
stefnu, og það kom í ljós að hún á
sér yfirburðaítök, - um 71 prós-
ent spurðra voru með, um 23 á
móti. Þeim sem ekki fylgjast með
þróun stjórnmála kann að hafa
komið á óvart að byggðastefnu-
menn voru öflugastir í stuðnings-
hópi Alþýðubandalagsins, þegar
niðurstöðurnar voru sneiddar
niður eftir flokksfylgi, - 87,5
prósent AB-kjósenda teljast
byggðastefnumenn. Stuðnings-
menn Sjálfstæðisfloks eru sístir í
stuðningi við byggðastefnu.
Meirihluti með er að sönnu um 59
prósent í þeim hópi, en heil 35
prósent andæfa. Niðurstaða sem
ekki kemur á óvart, en verð-
skuldar þó gaumgæfilega athygli
kjósenda á landsbyggðinni.
Og þvert á ýmsar grófar ein-
faidanir um hagsmuni og afstöðu
kemur í ljós í þessari könnun að
byggðastefna á sér meirihluta-
hljómgrunn á suðvesturhorninu.
Um tveir þriðju spurðra í
Reykjavík og á Reykjanesi eru
stuðningsmenn byggðastefnu.
Enda staðreynd, sem ekki hefur
verið dregin nægilega fram í dags-
ljósið, að höfuðborgarfólki er síst
hagur í stórfelldri byggðaröskun.
Af ýmsum ástæðum, og þeirri
kannski næst jörðunni fyrir okk-
ur venjulega Reykvíkinga að sí-
felldar stökkbreytingar á vexti og
viðgangi Reykjavíkur og ná-
grennis ala á óþolandi ófremd í
brýnum þurftarmálum við sundin
blá: húsnæði, heilsugæsla,
menntamál, aðbúnaður aldraðra
og svo framvegis.
Niðurstöðurnar úr byggða-
spurningu áðurnefndrar könnu-
nar eru einnig athyglisverðar
vegna þess að spurningin sjálf var
alls ekki sett fram á jákvæðastan
hátt mögulegan, heldur gert ráð
fyrir ákveðnum fórnum í þágu
byggðastefnunnar, spurt um
stuðning við ,rsem jöfnust búset-
uskilyrði“ um allt land „jafnvel
þó það kosti aukin þjóðarút-
gjöld". Svörin eru því ekki ein-
ungis til marks um almennan og
útgjaldalítinn velvilja. Þau bera
líka vott um stefnulega einurð,
sennilega í tengslum við þær
„frumsemdur" í afstöðu þjóðar-
innar til sjálfrar sín sem tæpt var á
áðan.
Annar sjónarholl
Að gera ráð fyrir að „sem
jöfnust búsetuskilyrði" kosti tals-
vert fé úr sameiginlegum lands-
sjóði endurspeglar svo þá helsti
reykvísku hugsun að byggða-
stefna sé einskonar þjóðarlúxus.
Að félags- og menningarástæður
heimti uppihald hinna dreifðu
byggða, þannig að til séu kýr og
kindur að sýna börnum, skrítnir
kallar í krummaskuðum að taka
við sjónvarpsviðtöl, fólk í ham-
borgarasjoppum að þjónusta
sumarfarþega á R- og G-bílum.
Einsog landsbyggðarmenn
hafa verið ólatir við að sýna fram-
má hefur þessi afstaða aldrei átt
rétt á sér, nema þá um einstakar
afskekktar sveitir og þorp, eða
sem hjálp í viðlögum fyrir staka
hlekki í byggðakeðjunni. Til
sannfæringar þarf varla annað en
að spyrja um landfræðilega þörf í
undirstöðuatvinnuvegum. Senni-
lega á þessi „lúxus-byggðastefna“
rætur sínar í 20-30 ára gamalli
hagspeki þarsem gert var ráð
fyrir samþjöppun atvinnulífs og
vinnuafls í nokkur stór pláss
kringum fiskverksmiðjur og - ó,
Nordal og Haralz - erlend stór-
iðjuver.
Sem betur fer benda framtíðar-
vísar flestir til að þetta séu úrelt
fræði. Sú nýja sókn sem íslend-
ingar verða nú nauðugir viljugir
að hefja í atvinnumálum er ein-
mitt þess eðlis að styrkja lands-
byggðina. Vísbendingar um
framtíðarþróun eru þannig að
dregur úr neikvæðum aðstæðum
fyrir fjölbreytt atvinnulíf á lands-
byggðinni og þar bjóðast jafn-
framt ýmsir kostir sem áður voru
útilokaðir nema í þéttbýli borgar.
Nýtt og smátt
Það rekur hver skýrslan aðra
um þá póla sem okkur sé hollast
að setja í hæðina á næstu árum og
áratugum. Magnús Ólafsson fyrr-
verandi NT-ritstjóri hefur síðustu
mánuði verið reddari hjá fram-
tíðarnefndinni svokölluðu, og gaf
svolitla innsýn um hugsanlega
framtíð í erindi á sveitarstjórnar-
mannaþingi á dögunum, - erindi
sem nú er komið út í bæklingi.
Þar er auðvitað bent á framtíð-
argreinarnar fiskeldi og líftækni,
sem báðar henta vel fámennum
plássum á landsbyggðinni og geta
vel þrifist í sveitakjörnum, talað
um ferðamennogskógrækt, - og
þar er líka bent á að við stöndum
á þröskuldi framleiðslubyltingar
sem felst í notkun „vélmenna“ á
færiböndunum, til dæmis í fisk-
iðnaði. Slíkar vélar munduað vísu
draga úr atvinnu í byrjun, en þær
gefa jafnframt möguleika á um-
fangsmiklum framleiðslustöðv-
um í tiltölulega fámennum
byggðarlögum.
I erindi Magnúsar er ekki síður
lögð áhersla á byltingu í fjar-
skiptum á nýupprunninni upplýs-
ingaöld, byltingu sem hefur
„augljósar afleðingar" fyrir ís-
lenskt dreifbýli: „landfrœðileg
einangrun minnkar. “ Ekki aðeins
getur bóndinn á Grímsstöðum á
Fjöllum keypt inn til búsins eftir
verðlista á boðveitu, og rithöfu-
ndurinn á Kóparreykjum kynnt
sér þjóðleg fræði í upplýsinga-
banka háskólans, - vel er hugsan-
Iegt að starfsmaður við skrifstofu
í Reykjavík uni alla ævidaga sína
við tölvu á heimili sínu í Flóanum
eða á Stöðvarfirði.
Séu þessir nýju atvinnumögu-
leikar á landsbyggðinni nýttir á
skynsamlegan hátt er ekki minnst
um vert að allflestir kostirnir gera
ráð fyrir vel menntuðu starfsliði.
í stað þeirrar hugmyndar borg-
ríkismanna að landsbyggðin sé
handa þekkingarsnauðum vinn-
ulýð meðan menntapakkið leikur
sér og stjórnar í Víkinni.
Meðal annarra hefur Hjör-
leifur Guttormsson bent á það í
nýlegu ÞjóÖvilj aviðtali að atgerv-
isflóttinn sé einn alvarlegastur
landsbyggðarvandi: nú horfa
menn sífellt á eftir blómanum af
œskufólki flytjast burtu með litla
von um að það fái síðar atvinnu
við sitt hœfi í heimabyggð. “
Hnignun - hrun
Hér að framan hefur verið
slegið á hina bjartari strengina í
byggðamálum. Meðal annars
vegna þess að. nú um stundir er
ólítil þörf á bjartsýni, - fregnir úr
byggðum eru í stuttu máli og
skorinorðu slíkar að þar sé allt á
leiðinni norður og niður. „Ég
held“ segir Hjörleifur í áður-
nefndu viðtali „að landsbyggðar-
menn sjálfir átti sig tœpast á því í
hvertóefni erkomið, hvaðþáfólk
á höfuðborgarsvœðinu. “
Aðeins nokkrar tölur úr gild-
um sióði:
- Arin 1980-84 fluttu um 3500
manns af landsbyggðinni til suð-
vesturhornsins. Mestir voru þess-
ir flutningar 1984, 1113 manns,
hæsta árleg tala síðan skráning
búferlaflutninga hófst. Á því ári
fækkaði Vestfirðingum um 200,
og jafn öflugur útgerðarstaður og
Höfn í Hornafirði missti frá sér
um 30 manns.
- Skipting nýrra starfa milli
kjördæma árin 1981-86 er þannig
að í hlut Reykjavíkur komu 38
prósent, í hlut Reykjaness 43
prósent en hin kjördæmin sex
fengu í sinn hlut aðeins 18 prós-
ent nvrra starfa.
- Árið 1981 fengu landsbyggð-
arkjördæmin í sinn hlut 39 prós-
ent þeirra íbúða sem byrjað var á,
og hafði sú prósenta sigið frá tæp-
um helmingi ’78. í fyrra var hlut-
fall landsbyggðarinnar af nýjum
íbúðum komið niður í 23 prósent.
Og sá ótti hefur komið fram hjá
forsvarsmönnum á landsbyggð-
inni að annars jákvæð ný húsnæð-
islög dragi enn úr hlut lands-
byggðarinnar af nýju húsnæði,
enda eru félagsleg viðhorf mjög
fyrir borð borin í lögunum.
Þriðja stigið
í stuttu máli rekur ríkisstjórn
hægriflokkanna ekki byggðast-
efnu. Steingrímur.J. Sigfússon
hefur kallað það andbyggðast-
efnu, ef til vill er óbyggðastefna
rétta orðið.
Hérmeð er byggðastefna á fyr-
ri tímum engan vegin hafin til
skýja, þótt mæra megi ríkis-
stjórnir, til dæmis og allra helst
vinstri stjórnina ’71-4. Og helstur
galli við fyrri framkvæmd virðist
leikmönnum í stjórnsýslu vera
óhófleg miðstýring, - frá Reykja-
vík -, óhófleg skriffinnska, og
óhóflegt hagsmunapot gegnum
fyrirgreiðsluþingmenn og komm-
issara úr flestum flokkum. Þeir
sem aðhyllast borgríkið hafa
dregið upp þá mynd að úr byggð-
astofnununum sé verið að sletta
ölmusum hingað og þangað, og
það ytra borð er því miður nokk-
uð trúverðugt. Jafnvel þótt
sannleikurinn sé að landsbyggðin
fær ekki aðra peninga en sína
eigin, með reykvískri millifærslu.
Þegar við bætist að í íslenskum
stjórnmálum er ráðherrum falið
nánast einræðisvald í „sínum“
málum verða hugmyndir um völd
heimamanna í héraði afar
áleitnar, og full ástæða til að
móta betur ýmsa kosti um „þriðja
stjórnsýslustigið", héraðsþing,
fylkisráð, landshlutastjórnir, eins
og rætt er um í nýlegu plaggi frá
Byggðanefnd þingflokkanna.
Með slíku gæti unnist að minnsta
kosti þrennt: ábyrgð heima-
manna sem sjálfir sætu á ein-
hverjum peningakassa og sæju
um skipulag á stærra svæði en
einum hreppi eða kaupstað,
sjálfstraust heimamanna sem um
ákveðin málefni ættu við sjálfa
sig eina og þyrftu ekki á sjón-
deildarhring reykvískra skrif-
finna að halda, aukin atvinna í
héraði þarsem slík stjórnsýsla
hlyti að draga til sín hluta þeirra
starfa sem nú er setið við á
reykvískum skrifstofustólum.
Tækist vel til mætti líka ætla að
framkvæmd byggðastefnu yrði
jafnari og öruggari þarsem með
héraðsvöldum hlytu heimamenn
að spyrna fótum betur við flaustri
og fyrirhyggjuleysi ríkisstjórna
einsog þeirrar sem nú situr.
Völd, völd
Einsog er er andstaðan við
þriðja stigið mjög sterk, og ýmis
sannferðug rök höfð uppi á móti.
Flest þeirra virðast þó þess eðlis
að úr mætti bæta í formlegri út-
færslu. En auðvitað skulu menn
gera sér grein fyrir því frá upphafi
að þriðjastigsapparat yrði að fá
völd, og því fylgir að þau völd
yrði að taka frá öðrum apparöt-
um, í fyrsta lagi sveitarstjórnum,
og í öðru lagi, sem meira er um
vert, frá ríkis-valdinu, frá alþingi,
ráðherrum, reykvískum stofnun-
um, og ekki síst frá embættis-
mönnum ráðuneytanna.
Það þarf að ræða málin. Einsog
Skúli Álexandersson benti á ný-
verið í Þjóðviljanum er fyrir
hendi sú hætta að við þessa
breytingu samþjappaðist valdið í
landsbyggðarkjörnum sem að
sínu leyti væru jafnfjarlægir ein-
stökum sveitum og „þeir“ fyrir
sunnan, að þriðja stiginu fylgdi
aukið skrifræði og að með því
væri verið að , fjarlœgja lýðrceðis-
lega þátttöku almennings á þeim
vettvangi þar sem unnið er að fé-
lagslegum málum“, það er sveit-
arstjórnunum.
Hinsvegar virðast valkostir
þriðjastigsandstæðinga, - sam-
eining og efling sveitarfélaga, -
soldið þreyttir. Slík sameining og
efling hefur verið á dagskrá í ára-
tugi, og samt hefur næstum ekk-
ert gerst, - enda erfitt um að véla
þarsem eru Iandfræðilegir, sögu-
legir og tilfinningalegir hemlar.
íbúar hreppa og kaupstaða eru
hreinlega ekkert á því að leggja
niður sín fornu félög, - og það er
þess vert að velta því fyrir sér
hvort þau félög varðveittust ekki
best í allri sinni fjölbreytni ein-
mitt með tilfærslu ákveðinna
valdsviða til héraðsapparatsins.
Þeim spurningum þarf líka að
svara hvort að baki andstöðu við
héraðavöld liggur ekki hræðsla
við átök í héraði, ótti við að
heimamenn kunni ekki að vinna
saman, - og hvort þessi andstaða
byggir að einhverju leyti á smá-
kóngum í plássum og ríg milli
staða innanhéraðs. Gleymum
ekki að þingflokkur Sjálfstæðis-
manna var fyrstur til að leggjast
eindregið gegn þriðja stiginu, -
það kann að segja sína sögu.
Margt býr í þokunni. En
vinstrimönnum með valddreif-
ingu, lýðræði og sjálfstjórn á
stefnuskrá er skylt að leggjast vel
ofaní þessar hugmyndir. Meðal
annars af því að öll vötn falla til
þeirrar áttar að ný sókn í byggða-
málum verði ekki að veruleika
nema undir þeirra forystu.
Mörður Árnason
Laugardagur 20. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5