Þjóðviljinn - 20.09.1986, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 20.09.1986, Qupperneq 13
HEIMURINN Skrímslið í Loch Ness í Skotlandi má nú fara aö vara sig, því að í næsta- mánuði verður gerð leit að því með bergmálsmæli. Samkvæmt fréttum frá Drumnadrochit í skosku hálöndunum ætla leitar- menn - sem reyndu þegar að leita að skrímslinu árið 1982 - að nota tíu báta með bergmálsmæl- um til þess að kanna undirdjúp hins langa og mjóa fjallavatns Loch Ness, og fá þeir aðstoð hundrað hermanna. Síðan 1933 hefur þrjú þúsund sinnum verið reynt að finna skrímslið, sem gengur undir gælunafninu „Nessie" og er sagst líkjast ris- astórri sjó-slöngu, en hingað til hafa menn ekki haft erindi sem erfiði. Leitarmenn nú hafa þegar rannsakað vatnið með bergmáls- mæli og telja þeir sig hafa fundið ókennilegan hlut í djúpunum sem líkist dýri. Ætla þeir að láta til skarar skríða 11. og 12. október. Leitin er fjármögnuð af leikfang- aframleiðendum, sem framleiða spilið „Leitina að Nessie," og hafa þeir veitt til hennar 100000 sterlingspundum. Talsmaður leitarmanna sagði, að ef hún bæri árangur myndi verða reynt að lauma neðansjávarmyndavél- um að kynjadýrinu. Utlimalaus kona, sem fæddist vansköpuð vegna þess að móðir hennar tók róandi lyfið thalidomid á með- göngutímanum, hefur eignast fullkomlega eðlilega dóttur, að sögn bresks sjónvarps í gær. Var barnið sem vó fimmtán merkur, tekið með keisaraskurði á fæð- ingadeild í Manchester fyrir hálf- um mánuði, og sýndi sjónvarpið myndir af móður og dóttur. Kona þessi, sem er 24 ára gömul, er talin vera fyrsta handa- og fóta- lausa fórnarlamb thalidomid- lyfsins sem eignast afkvæmi. Sagði hún fréttamönnum, að hún og maður hennar, sem þjáist af heila- og mænusiggi (MS) væru mjög hamingjusöm. Eiturlyfjaneytendur hafa framið tvö morð í borginni Alma Ata í Sovétríkjunum, að sögn opinbers dagblaðs, og eiga þeir sök á helmingi innbrota og annars þjófnaðar í borginni. Sagði dagblað verkalýðssamtak- anna „Trud" að þrír eiturlyfja- neytendur hefðu kyrkt mann til að stela bifreið hans og selja fyrir eiturlyf, og hefðu hjón höggvið stúdínu til bana á götu og stolið því sem hún hafði. Frá því hefur verið skýrt í sovéskum blöðum að undanförnu að eiturlyfjaneysla sé vaxandi vandamál í landinu og séu akrar í Mið-Asíu notaðir til að rækta ópíum og önnur eiturlyf. Sagði blaðið „Trud,“ að eiturlyfj- asalar hefðu sett upp eiturlyfja- bæli í Alma Ata, sem er höfuð- borg sovétlýðveldisins Kazak- hstan, og vissu menn á staðnum um vandamálið en þyrðu ekki að skýra yfirvöldum frá því. Þrátefli á Austurbrú Yfírborgarstjórínn hafnar tilboði Kim Larsens Frá Gesti Guðmundssyni, fréttaritara Þjóðviljans í Kaupmannahöfn. Staðan í átökum hústaka og yfirvalda um Ryesgade 58 hef- ur nú breyst í þrátefli. Þrátt fyrir þrýsting samflokks- manna og annarra þverskall- ast yfirborgarstjóri Kaup- mannahafnar Egon Weidek- amp enn við að ganga að til- boði Kim Larsens og fleiri um að þeir gefi borginni húsið en hún veiti hústökunum yfirráð- arétt yfir því. Alla þessa viku hefur lögreglan hikað við að ráðast til atlögu gegn rammlega víggirtu hverfinu um- hverfis Ryesgade 58 en skorað á stjórnmálamenn að finna pólit- íska lausn á málinu. Samúð al- mennings hefur snúist æ meira á sveif með hústökunum, sem hafa kynnt málstað sinn af skynsemi og yfirvegun. Nokkrir aðilar hafa boðist til að gefa myndarlegar fjárupphæðir til kaupa á húsinu, sem síðan yrði gefið hústökun- um. Þar á meðal hafa verka- mannasambandið, læknafélagið og svonefndur friðarsjóður boð- ist til að leggja stóran skerf af mörkum. Þó ber hæst tilboð Kim Larsens og félaga í Cirkus Him- melblá, sem hafa boðist til að borga allt kaupverð hússins, tíu miljónir íslenskra króna, og gefa það borginni með því skilyrði að hún veiti hústökunum skilyrðis- lausan umráðarétt yfir því. Kim Larsen varð miljónamæringur á plötu og kvikmynd um hústaka, „Midt om natten.“ Hústakarnir hafa fallist á þetta tilboð og boð- ist til að sjá sjálfir um endurnýj- un, og þar á meðal tryggja bruna- varnir og uppfylla aðrar opinber- ar kröfur. Égon Weidekamp yfir- borgarstjóri úr flokki sósíaldem- ókrata hefur hins vegar neitað að taka á móti þessari gjöf. Hann hefur samt verið beittur miklum þrýstingi og rneðal annars gagnrýndur opinberlega af flokksmanni sínum, Anker Jörg- ensen, en hefur ekki viljað beygja sig lengra en stinga upp á nýjum samningaviðræðum. Hústakarnir hafa brugðist ó- kvæða við, enda hafa yfirvöld þreytt þá með samningaþófi í þrjú og hálft ár. Á meðan verður mannlífið æ afslappaðra á bak við götuvígin. Hústakar hafa hlotið samúð flestra þeirra nágranna, sem lent hafa innan götuvígjanna, og er samstarf þeirra gott um að leysa hversdagsleg vandamál sem upp koma. Stöðugur straumur stuðn- ingsmanna klifrar yfir götuvígin til að taka þátt í vörnum hverfis- ins eða til að færa hústökum vistir eða bara til að votta stuðning sinn. Lögreglan hefur handtekið nokkra slíka gesti en að öðru leyti haft sig lítt í frammi. Bak við götuvígin ríkir blanda af hátíða- stemmningu og þreytu og hústak- arnir leggja áherslu á að vandinn verði leystur þegar í stað. Skæniliða leitað í Frakklandi París - Mikil leit hófst í Frakk- landi í gær að níu líbönskum skæruliðum, sem lögreglan telur að standi á bak við sprengjutilræðin í París síð- ustu daga. Talsmaður innan- ríkisráðuneytisins sagði að verið væri að senda dreifibréf með myndum af níumenning- unum til lögreglustöðva um allt Frakkland. Meðal þeirra eru fjórir bræður Georges Ibra- him Abduilah, sem situr í fang- elsi í Frakklandi en skæruliðar heimta að verði látinn laus. Þessi leit hófst aðeins fáum klukkustundum eftir að Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakk- lands, hélt sjónvarpsræðu, þar sem hann sagði að stjórnin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að handtaka hryðjuverka- mennina og yrði þeim refsað miskunnarlaust. Níumenning- arnir- fimm karlar og fjórar kon- ur - eru talin vera félagar í litlum en hörðum skæruliðasamtökum líbanskra Maróníta, „Vopnuðum byltingarsamtökum Líbanons." Fjórir bræður Georges Ibrahim Abdullah, sem eru meðal þeirra, hafa hitt fréttamenn að máli í heimaþorpi sínu í Norðaustur- Líbanon og neituðu allir hlut- deild í hryðjuverkunum, en þótt þeir séu nú staddir í Líbanon tel- ur franska lögreglan að þeir beri ábyrgð á a.m.k. tveimur spreng- jutilræðum í París. Sögðu heimildarmenn innan lögregl- unnar, að vitni hefðu borið kennsl á Emil Ibrahim Abdullah og annan úr hópi níumenning- anna, þegar þeir köstuðu sprengju á Tati-fataverslunina, þar sem fimm menn létu lífið, og einnig hefði Robert Ibrahim Abdullah þekkst þegar hann framdi sprengjutilræði í veitinga- húsi. Francois Mitterrand forseti Frakklands kom í gær heim úr opinberri heimsókn til Indónesíu og hélt þegar til fundar með Jacq- ues Chirac forsætisráðherra um sprengj utilræðin. Eyðni í Evrópu Tvöfaldast á átta mánuðum Kaupmannahöfn - Tala eyðnisjúklinga í Evrópu tvö- faldast á hverjum átta mánuð- um, og hafa nú allt að tvö hundruð þúsund manns tekið veiruna í álfunni. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi, sem Jo Asvall svæðisstjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnun- arinnar í Evrópu hélt í gær að loknu svæðisþingi stofnunarinnar IKaupmannahöfn. Sagði hann að eyðni væri nú farsótt sem breiddist ört út, en litlar líkur væru til þess að menn fyndu bólu- efni eða lækningaaðferð við sjúk- dómnum í náinni framtíð. Starfs- menn stofnunarinnar sögðu að 27000 manns væru með sjúkdóm- inn í Evrópu, en allt að 200000 manns hefðu telið veiruna, og tvöfaldaðist tala sjúklinganna á hverjum átta mánuðum. Vísinda- menn vita ekki hve margir af þeim sem fá veiruna í sig sýkjast síðan af sjúkdomnum, þar sem veiran fannst ekki fyrr en 1979. Samkvæmt þeim tölum, sem starfsmenn Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar hafa í hönd- um, eru 67% sjúklinganna í Evr- ópu samkynhneigðir menn, 10% eiturlyfjaneytendur, sem sprauta sig, og 4% menn með dreyrasýki, sem fengið hafa sjúkdóminn við blóðgjöf. Hlutfallstala eyðni- sjúkdóma er hæst í Sviss, 15,4 af miljón íbúa, og síðan koma Belg- ía (14), Danmörk (13,3), Frakk- land (10,4), Lúxembúrg (7,5), Holland (6,8) og Vestur- Þýskaland (6,2). Upplýsinga- miðstöð um kjam- oikuslys Kaupmannahöfn - Alþjóða heil- brigðismálastofnunin WHO hefur nú fallist á að setja upp evrópska upplýsingamiðstöð um kjarnorkuslys, að sögn starfsmanna stofnunarinnar í Kaupmannahöfn. Kemur þessi ákvörðun i kjölfar slyssins í Tsérnóbíl í apríl í vor. Einnig var skýrt frá því að stofnunin myndi leita að leiðum til að bæta alþjóðasamvinnu tii að takmarka afleiðingar af geisla- virknimengun. t gær lauk í Kaupmannahöfn svæðisþingi alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar, þar sem fulltrúar 32 landa ræddu um áhrif Tsérnóbíl-slyssins á heilbrigðis- mál. Sagði Jo Asvall, svæðisstjóri WHO í Evrópu, að Evrópumenn hefðu verið alveg óviðbúnir þessu slysi, jafnvel mælingakerfi hefðu ekki verið til staðar og mik- ill ruglingur hefði verið á öllum viðbrögðum. Þingfulltrúar sam- þykktu að efna til ráðstefnu sér- fræðinga í ársbyrjun 1987 til að ræða um bætta samvinnu Evr- opuríkjanna til að draga úr geislavirknimengun eftir kjarn- orkuslys. Stofnunin mun einnig gangast fyrir rannsóknum á áhrif- um geislavirkni á heilsufar manna til langframa. Laugardagur 20. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.