Þjóðviljinn - 20.09.1986, Page 14
Styrkir til sérfræðiþjálfunar í Bretlandi
Samtök breskra iönrekenda, Confederation of
British Industry, veita árlega nokkra styrki til þjálf-
unar á vegum iönfyrirtækja í Bretlandi. íslending-
um gefst kostur á aö sækja um slíka styrki fyrir
tímabilið 1987-88, en ekki er vitað fyrirfram hvort
styrkur kemur í hlut íslands aö þessu sinni. Um-
sækjendur skulu hafa lokið fullnaöarprófi í verk-
fræöi eöa tæknifræöi og hafa næga kunnáttu í
enskri tungu. Þeir skulu að jafnaði ekki vera eldri
en 35 ára. Um er aö ræða tvenns konar styrki:
Annars vegar fyrir menn sem hafa starfað 1-4 ár
aö loknu prófi en hafa hug á aö afla sér hagnýtrar
starfsreynslu í Bretlandi. Eru þeir styrkir veittir til
1-11/2 árs og eiga að nægja fyrir eölilegum dval-
arkostnaði einstaklings, auk þess sem aö öðru
jöfnu er greiddur ferðakostnaður til og frá Bret-
landi. Hins vegar eru styrkir ætlaðir mönnum,
sem ekki hafa minna en 5 ára starfsreynslu aö
loknu prófi og hafa hug á aö afla sér þjálfunar á
sérgreindu tæknisviöi. Þeir styrkir eru veittir til
4-12 mánaða og er ætlað aö nægja tyrir dvalark-
ostnaöi einstaklings en ferðakostnaöur er ekki
greiddur. - Umsóknir á tilskildum eyðublöðum
skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. nóvember
n.k. Umsóknareyöublöö, ásamt nánari upplýs-
ingum fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
17. september 1986.
Faðir okkar og tengdafaðir
Jörgen Þorbergsson
fyrrverandi tollvörður
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 23. sept-
ember kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Blindrafélagið.
AgnarJörgensson
Sigurður Jörgensson
Svana Jörgensdóttir
Ása Jörgensdóttir
Jensey Stefánsdóttir
Sigrún Gissurardóttir
Gunnar Torfason
Einar Þ. Guðmundsson
Háskólinn
Erindi um
umhverfismál
í verkfræðideild Háskóla ís-
lands verða á næstu vikum flutt
10 erindi um umhverfismál. Þau
eru fyrir nemendur í deildinni en
aðgangur er öllum frjáls, nem-
endum Háakólans sem öðrum.
Erindin verða flutt á mánudag-
inn kl. 17.15 í stofu 158 í húsi
verkfræðideildar, Hjarðarhaga
6. Það fyrsta verður 22. sept. og
heitir Sjórinn sem umhveríi, en
síðan verða erindin vikulega fram
í lok nóvember. Þau sem flutt
verða eru Eyðing gróðurs og
endurheimt landgæða, Auðlindir
sjávar og nýting þeirra, Jarðrask
við mannvirkjagerð, Ýmis undir-
stöðuatriði í vistfræði, Orkumál
og umhverfi, Rannsóknir á
röskun lífríkis, Náttúruvernd í
framkvæmd, Verkfræðilegar
áætlanir og valkostir, og Matsat-
riði, m.a. náttúrufegurð.
Útskálaprestakall
■i ■ r a ■ ■■ ■
Tveir i kjori
Prestskosningar 21. sept-
ember
Prestskosning fer fram í Ut-
skálaprestakalli í Kjalarnes-
prófastsdæmi sunnudaginn 21.
september. Umsækjendur um
brauðið eru þeir Hjörtur Magni
Jóhannsson og séra Kristinn Ag-
úst Friðfinnsson.
Kosið verður samkvæmt nýj-
um lögum um kosningarétt frá
1985, þannig að ailir 16 ára og
eldri hafa kosningarétt. Á kjör-
skrá eru 723.
-gg
DJOÐVILJINN
45 68 13 33
Tímiim
45 68 18 66
45 68 63 00
Blaóburður er
BESTA TRIMMIÐ
og borgar sig!
LAUS HVERFI
NÚ ÞEGAR:
Melhagi
Neshagi
Fornhagi
Kvisthagi
Akurgeroi
Hlíðargerði
Teigagerði
Melgerði
sa
DJOÐVILJINN
. jp|Í| Styrkir til náms
Ikllti. í Sambandsiýðveidinu Þýskalandi
Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt ís-
lenskum stjórnvöldum að boðnir séu fram eftir-
taldir styrkir handa ísiendingum til náms og rann-
sóknastarfa í Sambandslýöveldinu Þýskalandi á
námsárinu 1987-88:
1. Fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækjendur
skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskóla-
námi.
2. Nokkrir styrkir til aö sækja þýskunámskeið
sumarið 1987. Umsækjendurskulu hafa lokið
eins árs háskólanámi og hafa góöa undir-
stööukunnáttu í þýskri tungu.
3. Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar
og rannsóknastarfa um allt aö fjögurra mán-
aöa skeið.
Umsóknir um styrki þessa skulu sendar mennta-
málaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík,
fyrir 1. nóvember n.k. Sérstök umsóknareyöu-
blöð og nánari upplýsingar fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráöuneytið
17. september 1986
ALÞJÓÐLEG UNGMENNASKIPTI
Árlega taka nokkur ungmenni víösvegar um
heiminn mikilvæg skref í lífi sínu.
Þau ákveða aö koma til íslands í eitt ár sem
skiptinemar.
Þau sækjast eftir að kynnast íslenskri menningu
inni á íslenskum heimilum, í íslenskum skólum,
og á vinnustööum um land allt.
Alþjóöleg ungmennaskipti - AUS - gefur þeim
tækifæriö.
Alþjóðleg ungmennaskipti gefur ykkur tækifærið
til að taka skrefið til móts viö þau og taka skipti-
nema inn á heimili ykkar í 3 til 6 mánuöi.
Nánari upplýsingar og umsóknareyöublöö fást á
skrifstofu AUS, aö Snorrabraut 60 eöa í síma
24617 á milli kl. 13.00 og 16.00.
A\
Dagvistarheimili
- forstöðumaður
Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir lausa
stöðu forstöðumanns viö dagvistarheimilið Kóp-
asel frá 1. nóvember n.k. Fóstrumenntun áskilin.
Umsóknarfrestur er til 30. sept. n.k.
Umsóknum skal skila á þar til geröum eyðu-
blöðum sem liggja frammi á Félagsmálastofnun
Kópavogs, Digranesvegi 12. Nánari upplýsingar
veitir dagvistarfulltrúi í síma 41570.
Félagsmálastjóri
Hf LAUSAR STÖÐUR HJÁ
W REYKJAVÍKURBORG
Droplaugarstaöir, heimili aldraöra, Snorrabraut
58:
Hjúkrunarfræöinga vantar í fullt starf og hlutastörf
á dag- og næturvaktir. Fastar vaktir koma til
greina. Laus pláss á dagheimili fyrir börn 2-6 ára.
Upplýsingargefurforstöðumaður, allavirkadaga
á milli kl. 9 og 12. Sími 25811. Umsóknum ber aö
skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar,
Pósthússtræti 9,6. hæö, ásérstökum umsóknar-
eyðublöðum sem þar fást.