Þjóðviljinn - 20.09.1986, Page 15
MINNING
Steindór Ámason
skipstjóri
Þegar ég heyrði lát vinar míns
og samstarfsmanns um margra
ára skeið, Steindórs Árnasonar
skipstjóra, fann ég strax að mér
bar skylda til að skrifa um hann
nokkur minningarorð. En svo
tókst það þannig til, að ég var
staddur utan bæjar þegar jarðar-
för hans fór fram og af þeim
ástæðum verða þessi minningar-
orð frá mér nokkuð á eftir réttum
tíma.
Við Norðfirðingar áttum
Steindóri Árnasyni mikið að
þakka. Hann kom til okkar sem
framkvæmdastjóri og algjör lær-
ifaðir þegar við vorum, rétt eftir
stríðið, að hefja okkar byrjunar-
rekstur með tvo togara. Það var
vissulega í mikið ráðist árið 1947
að hefja rekstur tveggja stórra
nýsköpunartogara austur á Nes-
kaupstað. Þar austur frá voru að
vísu til margir góðir sjómenn og
duglegir útgerðarmenn. En þar
voru engir sem kunnu neitt telj-
andi til togarareksturs. Við sem
þá barum helst ábyrgð á rekstri
bæjarfélagsins og ýmissa atvinnu-
fyrirtækja í Neskaupstað, gerð-
um okkur nokkra grein fyrir þess-
um vanbúnaði okkar. Við vissum
að til reksturs togara þurfti allt
annað og miklu meira en til að
reka bátana okkar. Við vorum
því sannarlega heppnir að fá til
hjálpar traustan og þaulreyndan
togarajaxl, eins og samstarfs-
menn Steindórs hér syðra komust
að orði.
Steindór hafði unnið öll hugs-
anleg störf á togurum. Hann
hafði verið skipstjóri og stýri-
maður og sérstakur trúnaðar-
maður og ráðgjafi togaraútgerð-
armanna. Steindór fékk það
verkefni, þegar hann kom til okk-
ar, að taka við tveim togurum,
Agli rauða og Goðanesi.
Steindór sá um útbúnað skipanna
strax frá móttöku, hann réð skip-
stjóra og aðra yfirmenn, sem síð-
an völdu sér skipshafnir.
Steindór kom einnig á fót þjón-
ustustofnunum í landi, sem
nauðsynlegar voru togaraútgerð
fjarri aðal togaraútgerðarbæjum
landsins.
Ég fann strax, að Steindór var
afburðamaður, þaulkunnugur
öllu og auk þess einstaklega
traust persóna og ábyggilegur
maður. Hann vann sér líka fljót-
lega traust og virðingu allra.
Steindór virtist þekkja alla starf-
andi togaraskipstjóra og flesta
eldri togaramenn hvar sem var á
landinu og allir virtust þekkja
Steindór.
Það var sannarlega munur að
hafa slíkan mann á meðan verið
var að vinna nýju útgerðarformi
og nýjum stórrekstri aðstöðu
langt í burtu frá hinum hefð-
bundnu togaraútgerðarstöðum.
Steindór Árnason átti mestan
þátt í því, að vel tókst með að ala
upp góða togarasjómannastétt á
Norðfirði og aðra starfsmenn
sem útgerðinni voru nauðsyn-
legir þar austur á landi. Steindór
átti auðvelt með að leita hjálpar
eða biðja um greiða frá öðrum
togarafélögum. Allir þekktu
hann og það var eins og hann ætti
inni hjá þeim öllum.
Já, það væri vissulega ástæða
fyrir mig og aðra Norðfirðinga að
skrifa langt mál um dýrmæta
hjálp Steindórs Árnasonar við
okkur á okkar fyrstu togaraút-
gerðarárum. En það verður að
bíða.
Þegar Steindór vinur minn er
nú allur verður mér hugsað til
margs annars sem snerti sam-
skipti okkar.
Steindór var eftirminnileg per-
sóna. Hann gat verið dálítið
hrjúfur við fyrstu kynni og talaði
alltaf hispurslaust. Hann var
hreinn og beinn og hinn traustasti
og besti vinur þeirra sem hann
kynntist.
Steindór hafði góða yfirsýn yfir
íslensk sjávaraútvegsmál, af hon-
um lærði ég mikið og til hans
leitaði ég líka sem sjávarútvegs-
ráðherra.
Steindór var áhugamaður um
málefni sjómanna og um hag og
velgengni sjávarútvegsins í öllum
greinum.
Hann var róttækur að lífs-
skoðun og um leið traustari en
flestir aðrir jafnt í fjármálum sem
persónulegum viðskiptum.
Ég mun ávallt minnast
Steindórs sem mikils fyrir-
myndarmanns og við af eldri kyn-
slóðinni í Neskaupstað þekkjum,
hvers virði hann var okkur á
vandasömu skeiði í okkar at-
vinnumálabaráttu.
Ég votta öllum aðstandendum
Steindórs samúð um leið og ég
þakka honum gamla og góða vin-
áttu.
Lúðvik Jósepsson
Námskeið í keramik
er að hefjast að Hulduhólum Mosfellssveit.
Uppl. í síma 666194.
Steinunn Marteinsdóttir
St. Jósefsspítali
Landakoti
Ræstingar
Starfsfólk óskast til ræstinga, 100% vinna.
Vinnutími frá kl. 7.30-15.30 (hlaupandi frídagar).
Einnig óskast starfsfólk til ræstinga á skurðstofu.
Vinnutími frá 9.00-17.00 og 10.00-18.00.
Upplýsingar veitir ræstingastjóri í síma 19600-
259 milli kl. 10 og 14 daglega.
Reykjavík 19. sept. 1986.
Styrkir til náms í Svíþjóð
Sænsk yflrvöld bjóða fram nokkra styrki handa erlendum náms-
mönnum til að stunda nám í Svíþjóð námsárið 1987-88. Styrkir
þessir eru boðnir fram í mörgum löndum og eru öðru fremur ætlaðir
til náms sem eingöngu er unnt að leggja stund á í Svíþjóð. Styrkfjár-
hæðin er 3.755 sænskar krónur á mánuði námsárið, þ.e. 9 mánuði.
Til greina kemur að styrkur verði veittur í allt að þrjú ár.
Nánari upplýsingar um styrki þessa fást í menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, en umsóknir skulu sendar til Svenska
Institutet, bos 7434, S-103 91 Stockholm, og lætur sú stofnun í té
tilskilin umsóknareyðublöð fram til 1. desember n.k., en frestur til að
skila umsóknum er til 15. janúar 1987.
Menntamálaróðuneytlð,
17. september 1986
Skólastjóri
Skólastjórastaða við Grunnskóla Fáskrúðsfjarð-
ar er laus til umsóknar nú þegar. Upplýsingar
gefur formaður skólanefndar í símum 97-5101 og
97-5110.
z — ?
SSE*
Bílaleiga
Óskum eftir tilboðum í leigu á bílaleigubílum fyrir
ríkisstofnanir í næstu 12 mánuði.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri og verða
tilboð sem berast opnuð kl. 11.00 f.h. 8. október
1986.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
Borgartuni 7, sími 26844
Heilbrigðisfulltrúar
Stöður tveggja heilbrigðisfulltrúa við Heilbrigðis-
eftirjit Reykjavíkursvæðis eru lausar til umsókn-
ar. Önnur staðan er hálft starf en hin fullt. Stöð-
urnar veitast frá 1. nóv. nk. Laun samkvæmt
kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar. Um menntun, réttindi og skyldurfersam-
kvæmt reglugerð nr. 150/1983 ásamt síðari
breytingum.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í
heilbrigðiseftirliti eða skyldum greinum svo sem
líffræði, matvælafræði, dýralækningum, hjúkrun-
arfræði eða hafa sambærilega menntun.
Umsókn ásamt gögnum um menntun og fyrri
störf skulu hafa borist formanni svæðisnefndar
Reykjavíkursvæðis (borgarlækninum í Reykja-
vík) fyrir 10. október nk. en hann ásamt fram-
kvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits veitir nánari
upplýsingar.
Borgarlæknirinn í Reykjavík
Hundahreinsun í
Reykjavík
Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 201/1957 um
varnir gegn sullaveiki skulu allir hundar eldri en 6
mánaða hreinsaðir af bandormum í október- eða
nóvembermánuði ár hvert.
Eigendum hundanna er bent á að snúa sér til
starfandi dýralækna í Reykjavík með hreinsun.
Við greiðslu árlegra leyfisgjalda (næsti gjalddagi
1. mars 1987) þarf að framvísa gildu hunda-
hreinsunarvottorði.
Eldri vottorð en frá 1. september sl. verða ekki
tekin gild.
Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkursvæðis
Tilkynning
til atvinnurekenda og
launþega á félagssvæði
Dagsbrúnar
Á síðasta aðalfundi félagsins var samþykkt að
hækka félagsgjaldið úr 0,9% í 1% sama
kaupstofni og greitt er af til sjúkra- og orlofssjóðs,
þ.e. af öllum greiddum launum.
Frá og með 1. október n.k. breytist því félags-
gjaldainnheimtan þannig að draga skal 1 % frá
öllum launum verkamanna sem vinna hjá við-
komandi atvinnurekanda.
Skil til félagsins skulu eiga sér stað mánaðar-
lega.
Verkamannafélagið
Dagsbrún.
ðcco SJÓEFNAVINNSLAN HF
Aðalfundur Sjóefnavinnslunnar h.f.
verður haldinn laugardaginn 4. okt.
n.k. í golfskóla Golfklúbbs Suðurnesja
og hefst kl. 16.00.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15