Þjóðviljinn - 04.10.1986, Page 2

Þjóðviljinn - 04.10.1986, Page 2
I— SPURNINGIN FRÉTTIR Hvaða gildi telur þú að leiðtogafundurinn hafi fyrir ísland og hvaða vonir bind- ur þú við hann? Þorkell Hreinsson nemi: Fundurinn veldur umfjöllun um landið, sem er ágætt. En ég held að það komi ekkert út úr þessum fundi sem skiptir neinu máli. Jóhannes Helgason flugmaður: Fundurinn auglýsir landið ágætlega út á við. Og ég vona bara að leiðtog- arnir takist í hendur og hætti þessu vopnakapphlaupi sem er að gera alla vitlausa. Eg vona að þeir hagi sér einsog menn! bifreiðastjóri: Fólk úti í heimi hefur ekki vitað af þessu landi en nú vekjum við meiri athygli sem verður vonandi til þess að fólk fari að ferðast meira hingað og taka eftir okkur. Varðandi fundinn þá er ekkert vitað ennþá um hvað leiðtogarnir ætla að tala og þess vegna ekkert hægt að spá um árangur. Halldóra Kristjánsdóttir húsmóðir: Þetta hlýtur að vera mikil auglýsing um Island um allan heim. Ég vona að leiðtogarnir geti samið um frið í heiminum og fækkun kjarnorku- vopna. Það væri dásamlegt ef það tækist, mór finnst ófriðurinn í heimin- um alveg óþolandi. Berglind Björnsdóttir afgreiðslustúlka: Athyglin beinist að fslandi núna, það gæti valdið því að hryðjuverkamenn komi hingað frekar, óg veit það þó ekki. Ég vona að það verði einhver árangur af þessum fundi, og leiðtog- arnir semji um afvopnun. Kópavogur Stóraukið lóðaframboð Nýtt 140 íbúða hverfi tilkynningar. Auglýst til umsóknar ínœsta mánuði. Einbýlishúsin með réttifyrir smáíbúð á neðri hœð Nú er lokið deiliskipulagningu við nýtt byggingarhverfi í suðurhlíðum Kópavogs og munu þar auglýstar lóðir undir 140 íbúðir strax í næsta mánuði. Fram til mánaðamóta gefst bæjarbúum hins vegar kostur á að kynna sér hið nýja skipulag og gera athugasemdir við það. Á nýja byggingarsvæðinu í suðurhlíðum Digranesháls, sem verður 2. áfangi svæðisins, verða 49 einbýlishús, tvö sambyggð sér- býlishús með 14-20 íbúðum og loks fjögur fjölbýlishús þar sem verða um 70 íbúðir. Gert er ráð fyrir möguleika á allt að 5o fer- metra séríbúð á neðri hæð einbýl- ishúsanna. Mikil eftirspurn hefur verið eftir byggingarrétti á 1. áfanga í suðurhlíðum, en þar hafa hús verið að rísa eitt af öðru. Þegar það hverfi verður fullbyggt verða þar um 90 íbúðir. Eftir áramót hefja verka- mannabústaðir í Kópavogi bygg- ingar á fimm fjölbýlishúsum, sem þeir fengu úthlutað fyrir ári í suðurhlíðum. Þá er skipulags- nefnd bæjarins að vinna við endurskoðun á deiliskipulagi 3. áfanga svæðisins og verður það hverfi tilbúið tii úthlutunar á næsta ári. Þá verður hafist handa við 4. og síðasta áfanga suður- hlíða. Næsta byggingarsvæði Kópa- vogs er svo Fífuhvammsland, en þar hafa í aðalskipulagi verið áætluð íbúðar- og atvinnusvæði sem fullnægja eftirspurn næstu áratugina. -v. Hjálmfríður Þórftardóttir t.v. afhendir Vilfríði Þórftardóttur gjöf Dagsbrúnar. Kvennaathvarfið 200 þúsund fra Dagsbmn Vonandi öðrum verkalýðsfélögum hvatning tilfrekari stuðnings við Kvennaathvarfið Verkamannafélagið Dagsbrún hefur afhent Kvennaathvarfinu 200 þús. krónur að gjöf. Fyrr á þessu ári hafa tvö önnur verka- lýðsfélög fært athvarfinu 50 þús. króna peningagjafír; Iðja félag verksmiðjufólks í Reykjavík og Félag bókagerðarmanna. Hjálmfríður Þórðardóttir starfsmaður Dagsbrúnar afhenti Kvennaathvarfinu gjöfina á skrif- stofu Dagsbrúnar í vikunni og bað athvarfið og þá einkum börn- in þar vel að njóta. Sagði Hjálm- fríður að stjórn Dagsbrúnar von- aðist til að þetta framlag yrði öðr- um verkalýðsfélögum hvatnig til frekari stuðnings við Kvennaat- hvarfið. Fyrir hönd Kvennaathvarfsins tók Vilfríður Þórðardóttir við gjöfinni og þakkaði þann hlýhug og skilning sem að baki býr. -Ig Hafnarfjörður Dagheimilið fluttaf Hamrinum Full samstaða í bœjar- stjórn um að heimilið verði reist í Staðar- hvammi. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum á fímmtudag að næsta dagvistar- heimili, sem til stóð að reisa á Hamarssvæðinu ofan við Flens- borgarskóla, verði flutt í Staðar- hvamm ofan við Jófríðarstaði. Full samstaða var um þessa til- færslu dagheimilisins í bæjar- stjórn, en áður hafði meirihluti bæjarstjórnar fellt tillögu bæjar- fulltrúa Sjálfstæðismanna um að dagheimilið yrði flutt í Setbergs- land. Mikil mótmæli urðu meðal bæjarbúa og forráðamanna Flensborgarskóla þegar ákveðið var að dagheimilið risi á Ham- arssvæðinu. Var sú ákvörðun m.a. kærð til skipulagsstjórnar ríkisins. Bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins og formaður bæjarráðs sagði í samtali við Þjóðviljann að það væri yfirlýst markmið meiri- hluta bæjarstjórnar að koma dag- heimilisbyggingunni af stað á þessu ári og nýta þá fjárveitingu sem liggur fyrir. „Við vildum ekki að þessi bygging dytti upp fyrir í ár vegna skipulagsdeilna og töldum því ráðlegast að flytja hana á annan stað svo hægt væri að hefjast strax handa um fram- kvæmdir," sagði Magnús Jón. -Ig- í gær var 22. skákin í heimsmeistar- aeinvíginu tefld í Leningrad. Kaspa- roff hafði hvítt og tefldi drottningar- bragð, afbrigði sem þeir hafa þvælt 3-4 sinnum áður. Kasparoff hafði betri stöðu alla skákina í gegn og í biðstöðinni hefur hann peði meira. Vinningurinn er þó ekki borðleggj- andi og menn skyldu minnast þess að Karpoff er seigur í vörn. Biðskákin verður tefld í dag en 23. skákin á mánudaginn. Hvítt: Kasparoff Svart: KarpofT 1. d4-Rf6 2. c4-e6 3. Rf3-d5 4. Rc3-Be7 5. Bg5-h6 6. Bxf6-Bxf6 7. e3-0-0 8. Hcl-c6 9. Bd3-Rd7 10. 0-0-dxc4 11. Bxc4-e5 12. h3-exd4 13. exd4-Rb6 14. Bb3-Bf5 í 10. og 12. skákinni varð þessi sama byrjun uppi á teningnum en hér kemur Karpoff fram með nýjan leik, leikur drottningarbiskupnum út en sinnir ekki um að sækja að stakpeði hvíts á d4. 15. Hel-a5 Hér kemur til álita að leika Hc8-c7- d7/eða e7 því í skákinni kemst hrók- urinn ekki að fyrr en undir lokin. 16. a3-He8 17. Hxe8+-Dxe8 18. Dd2-Rd7 Skákin Flókin biðskák Kasparoffstendur betur í biðstöðunni. Nú er 19. d5 svarað með Rc5 20. Ba2 Hd8 21. d6 Bxc3 22. bxc3 Re4 og d-peðið fellur. Þessi möguleiki er til staðar í næstu leikjum. Hvítur reynir því ekkert að losa sig við staka peðið og þarf þess raunar ekki heldur. Hann lætur nú ófriðlega fyrir framan kóngsstöðu svarts. 19. Df4-Bg6 20. h4-Dd8 Svartur gælir við aðgerðir á drottn- ingarvæng með Db6. Hvítur hindrar þann leik. 21. Ra4-h5 23■ Rc3-Db8 22. Hel-b5 24- De3-... Drottningarkaup mundu létta á stöðu svarts. Hann stæði betur að vígi í endatafli með öfluga biskupa. 24. ...-b4 25. Re4-bxa3 Hér kom alls ekki til greina að láta hvítreita biskupinn með 25. ... Bxe4 því þá yrði f7-reiturinn dauðasjúkur. 26. Rxf6+-Rxf6 27. bxa3-Rd5 28. Bxd5-cxd5 Það var nauðsynlegt að drepa þennan riddara enda er það í sam- ræmi við þá reglu að fella þá menn andstæðingsins sem best standa. f næstu leikjum reynist riddari hvíts snöggtum öflugri en biskup svarts. Hvítur ógnar svarta kónginum og leggur undir sig línur og reiti. Svartur er líka bundinn við að valda veik peð um allt borðið. 29. Re5-Dd8 32. Dh3-Hb6 30. Df3-Ha6 33. Hc8-Dd6 31. Hcl-Kh7 34. Dg3-a4 Hvítur saumar listilega að svarti. Nú má hrókurinn ekki sleppa valdi af drottningunni vegna Hh8+(Kxh8) Rxf7+ og Dxd6. Biskupinn verður að valda f7-peðið og ef drottningin víkur frá d7 kemur Rd7-f8+ með skelfi- legum afleiðingum. Hvítur vinnur nú peð en losar um leið heljartakið á stöðu svarts. 35. Ha8-De6 36. Hxa4-Df5 Drottningarleikir svarts eru góðir því frá f5 tekur hún reiti af hvítu drottningunni og gæti hugsanlega ógnað hvíta kónginum. 37. Ha7-Hbl+ 38. Kh2-Hcl Hótar Dbl og Hhl mát. 39. Hb7-Hc2 40. f3-Hd2 Hér lék hvítur biðleik. Hann gæti skipt upp á g6 (41. Rxg6 Dxg6 42. Dxg6+Kxg6) en svartur á að halda því endatafli því hrókurinn hans stendur svo vel. Annar kostur fyrir hvít er 41. Rc6 með framrás a-peðsins í huga. Hann hefur þá líka þrýsting á kóngsstöðu svarts. Svartur á ekki hægt um vik í þeirri stöðu en virk staða hróksins býður upp á mótfæri. Hvítur stendur samt örugglega betur í biðstöðunni. •> J.T. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. október 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.