Þjóðviljinn - 04.10.1986, Síða 4

Þjóðviljinn - 04.10.1986, Síða 4
LEIÐARI Að taka á móti gestum Nú þegar er hafinn mikill gestagangur á landinu vegna fyrirhugaðs fundar þeirra Gor- batsjovs og Reagans. Þar eru á ferðinni erlendir fréttamenn, enda þykir þessi fundur stórvið- burður á alþjóðavettvangi. Erfitt er að giska á hversu margir gestirnir verða, en sennilega er ekki út í bláinn að áætla að erlendir fréttamenn verði um 2000 talsins. Sem dæmi um fjölda fréttamanna má nefna, að frá sjónvarpsstöðvum í Vestur-Þýskalandi koma um 50 manns - og eru þá ótaldir frétta- menn frá öðrum fjölmiðlum þar í landi. CBS heitir sjónvarpsstöð eða fyrirtæki í Bandaríkjun- um og frá því fyrirtæki einu koma um 30 manns. Það er Ijóst að hingað koma gestir frá öllum heimshornum. Þetta kann einhverjum að þykja mikið tilstand í kringum tveggja manna tal, en þá er hins að gæta, að miklar.vonir eru bundnar við að við- ræður þeirra Gorbatsjovs og Regans verði árangursríkar í þágu friðar. Þessi gestagangur leiðir til þess að athygli heimsins beinist að íslandi í sívaxandi mæli á næstu dögum. Þeir herskarar fréttamanna sem hingað koma munu keppast við að senda héð- an fréttir af því sem þeir telja frásagnarvert. Fréttir af sjálfum leiðtogafundinum verða tak- markaðar. Bæði er það að viðræðurnar fara fram, sumpart undir fjögur augu, sumpart í þröngum hópi nánustu ráðgjafa og fréttir af við- ræðunum verða vandlega metnar og sparaðar við fréttamenn til að forðast að vekja of mikla bjartsýni eða svartsýni eða til að forðast rang- túlkun. Og það er meira en líklegt að árangurinn af þessum fundi komi ekki í Ijós fyrr en nokkru eftir að honum lýkur og allir verða löngu komnir heim til sín. En um eitthvað verða fréttamennirnir að skrifa. Fjölmiðlarnir sem þeir starfa hjá heimta fréttir, hvort sem eitthvað gerist eða ekki. Það verður vandlega spáð í svipbrigði leiðtoganna og aðstoðarmanna þeirra, að ekki sé talað um það sem menn telja sig hlera hjá einhverjum sem fundunum tengjast, ellegar einhverjum sem hafa hitt leiðtogana eða háttsetta menn að máli. En töluvert munu fréttamennirnir skrifa um umgerð fundarins og stemmninguna kringum fundinn. ísland er nýstárlegt fyrir þá sem hingað koma í fyrsta skiptið og eru vanir stórborgum og fjölmennum þjóðfélögum. Saga lands og þjóðar verður rifjuð upp í grófum dráttum í flestum fjöl- miðlum heims og stiklað á stóru um nútíma- þjóðfélag á íslandi. Veðrið á íslandi verður frétt- aefni og hreina loftið og heita vatnið. En loks munu fréttamennirnir fjalla um per- sónulega reynslu sína af landi og þjóð. Sjálfsagt mun eitthvað fréttnæmt að þeirra mati koma upp þegar þúsundir gesta frá öllum heimshorn- um koma saman fyrirvaralítið í smáborg á hjara veraldar. Og það er á okkar valdi, að þau atvik verði að mestu leyti jákvæð og skemmtileg. Allflestir munu sýna góðan skilning á því, að hér hefur fyrirvarinn verið stuttur og aðstaðan er takmörkuð. öll óþægindi munu gleymast og hverfa eins og döggfyrirsólu.ef hinirerlendugestir-og hér er átt við alla gestina - verða þess áskynja að .þeir eru velkomnir. Ef íslensk gestrisni fær að njóta sín munu gestirnir eiga hér ánægjulega viðdvöl og skýra lesendum sínum, hlustendum og áhorfendum frá því að til íslands sé gott að koma. Það sem helst gæti spillt fyrir því að land og þjóð fái jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum heimsins væri ef gróðafíknin næði tökum á okkur. Nú þegar hafa heyrst dæmi þess að íbúðir hafi verið leigðar út á geypiverði af því að eftirspurn- in er mikil. Vonandi gerist slíkt einvörðungu í undantekningartilvikum, því að það væri mikil hneisa fyrir þjóðina, ef hún fengiþann stimpil á sig í fjölmiðlum heimsins, að Islendingar séu fégírug þjóð. Sjálfsagt er að selja alla þjónustu á fullu verði, en okur og svartamarkaðsbrask skulum við vera samtaka um að koma í veg fyrir. Nú reynir á hvort við kunnum að taka á móti gestum. - Þrálnn I ■ I lLL Lv i a i a ■ óso p 1 1 ■ MYND. K.G.A. ....... yf DJ0ÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Utgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðins- son. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guöjonsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Olafs- dóttir, Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður A. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit8teiknarar: Sævar Guöbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglysingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbiörnsdóttir. Auglýaingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrin Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnflörð. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Utkoyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sfmi 681333. Auglý8Íngar: Sfðumúla 6, afmar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentamlðja Þjóðvlljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverð ó mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.