Þjóðviljinn - 04.10.1986, Page 7

Þjóðviljinn - 04.10.1986, Page 7
Laugardagur 4. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7 DJÚÐVIUINN Umsjón: Ólafur Gíslason Áfangar í Einn af strákunum í MX-21, Ásbjörn Kristinsson. Myndin er tekin fyrir sirka nokkrum árum. TvennirtónleikaríAusturbæjar- bíóiídag:MX-21 heldurfyrstu sjálfstæðu tónleika sína, sem bera sama nafn og hin nýja hljómplatafrumkvöðulsins: Frelsitilsölu. Hvorutveggju tónleikarnir hefjast með því að Bubbi Morth- ens kemur einn á sviðið í um það bil hálftíma. Síðan tekur við í fyrra skiptið hljómsveitin Ný augu, er þar er Bjarni Tryggva- son í broddi fylkingar, - á síðari tónleikunum verður í þeirra stað tríóið Langi Seli og skuggarnir sem að sögn kennir sig við „dreptannbillí". Eftir hlé í bæði sinnin ræður MX-21 ríkjum, og þeir Bubbi Morthens, Lárus Grímsson, Þorsteinn Magnús- son, Jakob Magnússon og Hall- dór Lárusson leika listir sínar í fyrsta sinn að undantekinni glæstri framgöngu á afmælisrokk- hátíðinni á Arnarhóli. Meginuppistaðan í dagskrá MX-21 eru lög af nýrri stúdíó- plötu Bubba, Frelsi til sölu, sem hann hefur verið að dunda við ásamt sænsku sveitinni Imperiet undanfarið ár, - og væntanlega verður líka slegið á eldri strengi. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan sjö og tíu. -m Ingunn Eydal og Ingiberg Magnússon við uppsetningu grafíksýningarinnar á Kjarvalsstöðum í gær. íslensk grafík að Kjarvalsstöðum Félagið Íslenskgrafíkopnar 7. félagssýnu sína að Kjar- valsstöðum í dag kl. 15. A sýningunni eru 160 verk eftir 32 af 41 félagsmanna. Að sögn Ingunnar Eydal formanns félags- ins er þetta stærsta og jafnframt fjölbreyttasta sýning sem félagið hefur gengist fyrir, en þrjú ár eru oú liðin frá síðustu félagsýningu. Sýningin er afar fjölbreytileg hvað varðar tækni og uppsetn- ingu og nálgast sumar myndirnar svið skúlptúrsins. Vegleg lit- prentuð sýningarskrá verður gef- in út í tilefni sýningarinnar, en hún mun standa fram til 19. októ- ber. Eddukveðskap Sum Eddukvæðin voru skrifuð um leið og þau voru ort, segir Jónas Kristjánsson, sem heldur erindi um Eddukveðskap á sunnudag Jónas Kristjánsson forstöðu- maðurStofnunarÁrna Magnús- sonar flytur erindi sem hann nefnir „Áfangar í Eddukveðskap" í Háskólanum á sunnudag. Er- indið erflutt í tilefni 75 ára afmæl- is Háskólans og í tilefni nýrrar Ijósprentaðrar útgáfu Konungs- bókar Eddukvæða, sem Stofnun Árna Magnússonar og bókaút- gáfan Lögberg standa að í sam- einingu. Jónas hafði eftirfarandi að segja um efnisatriði fyrirlest- ursins í stuttu samtali við Þjóðvilj- ann. Efni fyrirlestursins verður í meginatriðum þrískipt. í fyrsta lagi mun ég fjalla um þær hug- myndir sem fram hafa komið um að Eddukvæðin hafi verið flutt munnlega í lausu formi áður en þau voru skráð. Þar er átt við að menn hafi flutt meginefni kvæð- anna munnlega með breytilegu formi áður en þau voru skráð. Þessar hugmyndir hafa komið fram í kjölfar rannsókna tveggja bandarískra fræðimanna á forn- um serbókróatískum hetju- kvæðum. Þar er fyrst og fremst átt við bandaríska fræðimanninn Albert Lord og bók hans „The Singer of Tales“, þar sem hann kemst að þessari niðurstöðu um hina serbókróatísku kvæðahefð. Jónas Kristjánsson. Þar notuðust menn við vissar formúlur þegar tilteknum at- burðum var lýst, til dæmis orrust- um, en að öðru leyti breyttist flutningur þessara kvæða í með- ferð kvæðamannanna. Ýmsir fræðimenn hafa nú í kjölfar þess- ara rannsókna getið sér þess til að sama ætti við um Eddukvæðin - að þau hafi ekki verið flutt í óbreyttu formi. Ég geng hins vegar gegn þess- ari kenningu varðandi Eddu- kvæðin, meðal annars vegna þess að ég tel að ekki sé hægt að breyta vísum á borð við þessa, sem er úr Völuspá, í hvert sinn sem kvæðið er flutt: Sér hún upp koma öðru sinni jörð úr Ægi iðjagræna. Falla fossar flýgur örn yfir sá er á fjalli fiska veiðir. í öðru lagi mun ég í erindi mínu fjalla um aldur Eddukvæða. Sumir fræðimenn hafa á seinni árum haldið því fram að ýmis goðakvæði í Eddu væru yngri en áður var talið og jafnvel ort kristnum sið. Ég mun hins vegar rökstyðja það að öll þessi kvæði séu gömul og ort í heiðnum sið. í þriðja lagi mun ég setja fram nýjar hugmyndir um það hvenær sum Eddukvæðin hafi verið skrif- uð upp. En í stuttu máli þá held ég að sum Eddukvæðin sem talið er að hafi varðveist í munnmælum hafi ef til vill verið sett á blað um leið og þau voru ort. Fyrirlestur Jónasar Kristjáns- sonar verður haldinn í stofu 101 í Odda og hefst kl. 17.00. ólg. Síða úr handriti Konungsbókar Eddukvæða, sem Stofnun Árna Magnússonar mun gefa út Ijósritaða á næstunni í samvinnu við bókaútgáfuna Lögberg. Austurbæjarbíó Frelsi til sölu Bubbi og félagar í MX-21 rokka tvöfalt

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.