Þjóðviljinn - 09.10.1986, Síða 3

Þjóðviljinn - 09.10.1986, Síða 3
TORGHE) Fyrst landiö hernumið, þá húsin leigunumin og þó er þjóðin upp- numin! FRÉniR Húsnœðisstofnun Nýju lögin fesl í sessi Gengið hefur verið frá samkomulagi um skulda- bréfakaup lífeyrissjóðanna af Húsnæðisstofnun ríkisins á næstu tveim árum. Felur samkomulagið í sér að lífeyrissjóðirnir munu á árunum 1987 og 1988 kaupa skuldabréf fyrir 7-8 miljarða króna. Þá var samið um að á næsta ári lækki vcxtir á skulda- bréfunum úr 6,5% í 6,25% og að 1988 lækki þeir í 5,9%, þetta er þó bundið því að engar verulegar breytingar verði á vöxtum innlánsstofnana eða ávöxtunar- ákvörðunum ríkissjóðs. f samkomulaginu er einnig fall ist á að Húsnæðisstofnun greiði hærri vexti af eldri lánum sem hafa verið með vexti á bilinu 3%- 3,5%. Vextir á þessum lánum munu hækka í 4,2%. Hér er um að ræða lán sem nema um 5,6 miljörðum króna. Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðis- stofnunar, sagði við Þjóðviljann, að þetta samkomulag festi í sessi nýju húsnæðislögin. Sagði hann að undanfarið hefði Húsnæðis- stofnun unnið að tölvuforriti vegna nýju lánsumsóknanna en nú væri því að mestu lokið og því vænti hann þess að forgangshóp- arnir fengju áður en langt um líð- ur svar frá stofnuninni um hve- nær þeir geti átt von á láni. „Fyrstu lánin verða hiklaust greidd út fyrir áramót," sagði Sig- urður. Hann sagði að fyrst yrðu af- greiddir þeir sem hefðu sótt um eftir gamla kerfinu og ekki endurnýjað umsóknir sínar. Þeir sem hefðu endurnýjuðu umsókn- ir sínar eru næstir röðinni en sam- hliða þeim verður væntanlega farið að afgreiða fyrstalánsþega. Sigurður var inntur að því hvort hann héldi að Húsnæðis- stofnun gæti annað þeirri aukningu á útlánum sem nú er fyrirsjáanleg. Hann bjóst fastlega við því. „Við erum með mikið fjármagn í gangi sjálfir, auk þess sem við erum alltaf með á fjár- lögum og nú bætast þessi stór- auknu kaup lífeyrissjóðanna við. Ég vænti þess að þetta fjármagn dugi.“ -Sáf Lífeyrissjóðirnir Niður úr vaxtafárinu Hrafn Magnússon, SAL: Kemur í vegfyrir erlendar lántökur. Þrepum okkur niður úr vaytafárinu. Hestir lífeyrissjóðanna munukaupafyrir55% íár „Það er einkum tvennt sem er merkilegt við þetta samkomulag lífeyrissjóðanna við Húsnæðis- stofnun,“ sagði Hrafn Magnús- son, framkvæmdastjóri Sam- bands almennra lífeyrissjóða við Þjóðviljann í gær. „í fyrsta lagi er þetta líklega stærsti lánssamningurinn sem gerður hefur verið á innlendum markaði og gerir hann stjórnvöldum kleyft að fjár- magna nýju húsnæðislögin án þess að taka lán á erlendum markaði. Það er vissulega gleði- legt að lífeyrissjóðirnir komi í veg fyrir erlendar lántökur. f öðru lagi þá hafa samningsað- ilar komist að samkomulagi um að reyna að þrepa sig niður úr því vaxtafári sem hér hefur ríkt. Við teljum mjög æskilegt að stefna að þessari vaxtalækkun . Það er hag- ur lífeyrissjóðanna að stöðugleiki skapist í efnahagslífinu og að hér þróist raunhæf vaxtapólitík.“ Þá taldi Hrafn mjög gleðilegt fyrir lífeyrissjóðina að þeir fengu á flot eldri skuldabréfakaup sjóð- anna og að vextir á þeim lánum hækkuðu í 4,2%. Hrafn sagði að sjóðirnir hefðu almennt brugðist mjög vel við og að í ágúst hefðu skuldabréfakaup þeirra af Húsnæðisstofnun verið orðin meiri að raungildi en allt árið í fyrra. Sagðist hann fastlega búast við því að flestir sjóðanna mundu kaupa fyrir 55% af ráð- stöfunarfé sínu í ár. -Sáf Fréttamenn Stöðvar 2 neituðu því ekki að spenna og eftirvænting lægi f loftinu f bækistöðvum þeirra. F.v. Ólafur E. Friðriksson, Unnur Steinsdóttir, Ómar Valdimarsson og Hildur Hilmarsdóttir skrifta. Mynd: Sig. I Stöð 2 Vel í stakk búnir Stöð 2 hefur útsendingar íkvöld. Forsvarsmenn íslensku sjónvarpsstöðvarinnarsegjast vel undir útsendingar búnirþráttfyrir stuttanfyrirvara Ikvöld klukkan 19.20 hefur nýja sjónvarpsstöðin, Stöð 2, út- scndingar sínar, en ákveðið var að flýta fyrirhuguðum fyrsta degi útsendingar vegna leiðtogafund- arins. „Merkilegt nokk, þá erum við ótrúlega vel í stakk búnir til þess að hefja útsendingar þrátt fyrir stuttan undirbúningstíma“ sagði Hans Kristján Árnason fjármála- stjóri hjá íslenska sjónvarpsfé- laginu um tæknilega aðstöðu sjónvarpsstöðvarinnar til þess að hefja útsendingar frá leiðtoga- fundinum. Hans Kristján sagði að útsend- ingarnar um helgina myndu fyrst og fremst hvfla á herðum Páls Magnússonar fréttastjóra, en fyrirhugað væri að byggja mikið til á beinum útsendingum frá bæði Keflavík og Reykjavík og auk þess yrðu umræðuþættir í sjónvarpssal. Nú þegar hafa um 4 þúsund að- ilar sótt um áskrift að sjónvarps- stöðinni og pantanir á þeim tækj- um sem gera fólki kleyft að fylgj- ast með útsendingum stöðvarinn- ar, svokölluðum afruglurum, eru svipaðar að tölu. 1500 þeirra verða tengdir um helgina. Meðal efnis fyrsta útsendingar- kvölds Stöðvar 2 er umræðuþátt- ur undir stjórn Magnúsar Magnússonar starfsmanns bresku sjónvarpsstöðvarinnar BBC, en þátttakendur í umræðu- þættinum verða Ólafur Ragnar Grímsson, Steingrímur Her- mannsson og fréttamenn frá er- lendum fjölmiðlum. -K.ÓI. Friðarbaráttan Friðartónleikar í óperunni JoanBaez, Bubbi, Megas og margirfleiriáfriðartónleikumá laugardaginn. Baez verðurmeð tónleika á laugardagskvöldið. Kemur til landsins snemma áföstudaginn Vegagerð Reykjanes- braut lokið „Framkvæmdunum var flýtt um viku vegna leiðtogafundar- ins“, sagði Jón Rögnvaldsson yfirverkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins í samtali við blaðið í gær, en þá var Reykj anesbraut frá Víf- ilsstöðum að Mjódd í Breiðholti formlega opnuð af samgöngu- málaráðherra. Að sögn Jóns er áætlað að Reykjanesbraut taki við um 'A hluta af umferðarþunganum á milli Hafnarfjarðar og Reykja- víkur en á milli þeirra fara nú um 25.000 bflar daglega. Það þýðir að gert er ráð fyrir því að um 8.000 bflar fari þar um. Bandaríska þjóðlagasöngkon- an Joan Baez kemur til lands- ins snemma á föstudagsmorgun- inn og á laugardagskvöldið held- ur hún tónlcika í íslensku óper- unni. Á laugardaginn kl. 14 kem- ur Baez líka fram á friðartónleik- um ásamt Megasi, Bubba, Björk og Sigtryggi Kuklurum, Berg- þóru Arnadóttur og fleiri íslensk- um listamönnum. Upphaflega stóð til að Baez kæmi fram á athöfn friðarhreyf- inganna á Lækjartorgi annað kvöld.en afþvíverður ekki. Hún stendur stutt við hér á landi og er áætlað að hún fari síðdegis á sunnudaginn, um svipað leyti og forsetinn og aðalritarinn. Baez er þekkt víða um heim fyrir baráttu sína fyrir friði í heiminum og hefur hún starfað með ýmsum friðarhreyfingum í Bandaríkjunum. Tónleikarnir í óperunni á laugardaginn verða tileinkaðir baráttunni fyrir af- vopnun og friði. Að þeim standa ýmis samtök, þar á meðal Samtök herstöðvaandstæðinga. Eins og fyrr segir hefjast tónleik- arnir á laugardaginn kl. 14 og kostar aðgöngumiðinn 750 krón- ur, en það skýrist nánar í dag hverjir koma þar fram auk þeirra sem hér hafa verið nefndir. Sovétdagar Áhrifin frá Úzbekistan í tengslum við Sovéska daga á íslandi, sem félagið MÍR, Menn- ingartengsl íslands og Ráðstjóm- arríkjanna, stendur nú fyrir í ell- efta sinn, flytur dr. rer. hort. Eln- ar I. Siggeirsson fyrirlestur í húsi félagsins að Vatnsstíg 10 fimmtudagskvöldið 9. okt. kl. 20.30. Nefnir hann erindið: „Vís- indaleg og atvinnuleg áhrif, ætt- uð frá Úzbekistan, á íslenskar framfarir". Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. -gg Flmmtudagur 9. október 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.