Þjóðviljinn - 17.10.1986, Side 8
þÍ9 stelpa“
Og það gerðu þær svo sann-
arlega, stelpurnar, í einhverri
sögulegustu ræðukeppni frá
landnámi íslands. Sú var hald-
in á miðvikudagskvöldið var í
Kvennaskólanum fyrir fuliu
húsi áhorfenda. Leiddu þar
saman hesta sína heimaliðið
og lið Menntaskólans við Ham-
rahlíð og voru bæði einvörð-
ungu skipuð stúlkum.
En það var fleira sögulegt við
þessa keppni, en það að þetta er í
fyrsta sinn sem lið einvörðungu
skipuð stúlkum leiða saman hesta
sína, heldur var hún og söguleg
fyrir þær sakir að Menntaskólinn
við Hamrahlíð þessi þjóðfrægi
róttæklingaskóli og kempa í
sjálfstæðisbaráttu seinni tíma,
lagði til að íslenska lýðveldið
hætti að vera lýðveldi og gerðist
fimmtugastaogþriðja fylki
Bandaríkja N-Ameríku. Auícin-
heldur verður hennar lengi
minnst fyrir að á henni fengust
nemendur MH til þess í fyrsta
sinn lengi, að syngja skólasöng
sinn „Internationalinn“ undir
styrkri stjórn Brynhildar Björns-
dóttur ræðuskörungs með meiru.
Guðlast?
Það eitt kastaði skugga á þessa
annars gleðilegu athöfn, að al-
þjóðasöngur verkamanna skyldi
sunginn með bandarísku duluna
við hún, enda slíkt nálægt guð-
lasti. En til mikils var að vinna...
Hið fjórða er veldur því að
keppni þessi verður lengi í
minnum höfð var að margra
vikna togstreitu milli MH og
Kvennó lauk þetta kvöld við hát-
íðlega giftingarathöfn, þar sem
gefin voru saman í andlegt hjóna-
band formaður þeirra í Kvennó,
Ágústa Skúladóttir og forseti
Hamrhlíðinga, Hrannar Bjöm
Arnarsson af formanni Málfund-
afélags Kvennaskólans, Hrafni
Jökulssyni.
Hið fimmta atriði er gerir
keppnina minnistæðra, er svo
auðvitað hetjuleg frammistaða
kvenna þetta kvöld. Þær léku öll
aðalhlutverk. Fundarstjórinn,
tímaverðirnir, tveir þriggja dóm-
ara og keppendurnir. Einkum
verður frummælendanna lengi
minnst, kannski ekki fyrir það
hve góðar ræður þeirra voru, þó
ágætar væru þær, heldur fyrir
snarræði og hetjuskap.
Ekki lítið á sig lagt
Frummælandi MH, Anna
Karlsdóttir, hafði verið slæm í
hálsinum í nokkra daga og missti
röddina þegar í upphafi. En ólíkt
flestum öðrum gafst hún ekki upp
heldur þraukaði og hlaut að
launum óskipta aðdáun viðsta-
ddra. Frummælandi kvennskæl-
inga átti einnig við veikindi að
stríða, var með háan hita, en það
er ekki lítið á sig lagt fyrir máls-
taðinn.
Það leiða slys varð hinsvegar
meðan á ræðu hennar stóð að
tímavörður ruglaðist og gaf henni
merki um að hún ætti hálfa mín-
útu eftir, þegar hún átti eftir eina
og hálfa. Af aðdáunarverðu
snarræði stytti hún þá ræðuna um
tæpa mínútu og það svo snyrti-
lega að ekki einu sinni þjálfari
hennar tók eftir að nokkuð van-
taði.
Síðan fylgdu ræðurnar hver af
annarri, ágætar ræður flestar, en
skorti stundum nokkuð á flutn-
inginn og verður það ekki skrifað
á aðra en þjálfarana og reynslu-
leysi keppenda, en þetta var
frumraun þeirra allra.
Þær kvennaskólastúlkur veg-
sömuðu mjög íslenska menningu
og tungu. Lögðu á það áherslu að
við værum aðeins einn hlekkur í
kynslóðakeðjunni og skyldum
ekki verða sá er brysti. Þær bentu
á ofbeldið, fátæktina og hina
óverjandi utanríkisstefnu Banda-
ríkjanna, vopnakapphlaupið og
sitthvað fleira.
Atvinnuhórur
Hamrhlíðingar svöruðu fyrir
sig með að benda á fátæktina hér
og það að við að gerast fylki í
Bandaríkjunum féllu niður tollar
á fisk og allur arðurinn af fisk-
sölunni sem hingað til hefur verið
haldið eftir í Bandaríkjunum
kæmi heim. Hvað menningu ís-
lands varðaði væri hún amerísk,
t.d. væri ræðukeppnin að amerí-
skri fyrirmynd.
Stuðningsmaður kvennskæl-
inga, Elísabet Rónaldsdóttir, ætl-
aði engu að síður að lesa fyrir son
sinn um Gunnar á Hlíðarenda og
kærði sig ekkert um að fá barnan-
auðgara og annan óþjóðalýð inní
landið, þó við fengjum einhverja
peninga. Þær kvennaskólastúlk-
ur voru líka hræddar um a stó-
riðja myndi tröllríða hér öllu og
Kanarnir færu að seilast í fiski-
miðin okkar.
MH-ingar afturámóti töldu að
þegar við þyrftum ekki lengur að
greiða toll yrði allur fiskur
auðvitað fullunninn hér og því
myndi ekki gæta atvinnuleysis
hér í kjölfar örtölvubyltingarinn-
ar. Og Halldóra Jónsdóttir
meðmælandi þeirra, hélt því líka
fram að þegar þingmenn íslands
kæmu á Bandaríkjaþing yrð af-
vopnunarsinnar víst þar í meiri-
hluta!? Ef það væri hórdómur að
bjarga mannkyni frá allsherjart-
ortímingu „þá kysi ég ekkert
fremur en vera atvinnuhóra!"
sagði Halldóra.
Margt fleira var tínt til, t.d.
hvar bandarískir karlmenn
kærðu að pissa og við hvaða tæki-
færi væri ætlast til þess að þeir
pissuðu og margar skemmtilegar
orðasennur spunnust vegna þess
og ýmissra fleiri atriða. Semsé:
gaman í Kvennó.
ísland úr ánauð
- lýðveldið burt
Á ekkjunum sátu æstir stuðn-
ingsmenn og æpru: ísland úr án-
auð - lýðveldið burt, hlutabréfin
heim og aldrei að víkja því þær
vilja svíkja, og höfðu allir hina
mestu skemmtun af.
En í samfélagi okkar gengur
svoleiðis auðvitað ekki. Ein-
hverjir þurfa að vera ofaná, ein-
hverjir undir. Einhverjir betri en
þeir sem eru verri og við erum
ekki fjarri því að það hefði mátt
heyra saumnál detta þegar Hulda
oddadómari gekk í salinn. Þrjár
stúlkur komu sterklega til greina
sem ræðumenn kvöldsins. Þær
Brynhildur Björnsdóttir, stuðn-
ingsmaður MH, Elísabet Rón-
aldsdóttir, stuðningsmaður
Kvennaskólans og Halldóra
Jónsdóttir, meðmælandi MH. Og
það var (löng þögn) Brynhildur
Björnsdóttir! MH-ingar þutu
uppúr sætum sínum, einn hopp-
aði um allt á öðrum fæti með
bandaríska fánann á stöng,
„Brynhildur er bomba“ kvað við
aftur og aftur. Ekki urðu fagnað-
arlætin minni þegar tilkynnt var
að MH hefði unnið, enda vel af
sér vikið. Þrír af fjórum í liðinu
nýnemar og keppnin frumraun
þeirra allra.
Lið Kvennaskólans má líka vel
við una og nemendur hans vera
stoltir af því. í fyrsta lagi fyrir þá
sök að kunna að taka ósigri og þá
ekki síður fyrir það að málfund-
afélag Kvennaskólans er aðeins
fjögurra vikna gamalt, átti afmæli
á keppnisdaginn og að tapa ekki
nema með sjötíuogsex stiga mun
fyrir liði MH, liði sem þekkt er að
því að vera eitt hið sterkasta í
landinu, er afrek. Og ekki síðra
afrek þegar til þess er tekið að
þetta var einnig frumraun allra
liðsmanna Kvennaskólans.
Það verður gaman að sjá
hvernig þær spjara sig gegn MR á
fimmtudaginn, en gegn b-liði MR
hyggjast þær senda b-lið sitt. í
MR-liðinu verða þeir Hörður
Þórhallsson, Auðunn Atlason og
Jón Gunnar Jónsson en hvernig
lið Kvennó verður er enn ekki
ákveðið.
Vinsældalistar Þjóðviljans
Bylgjan
Grammid
Rás 2
1. ( 4) Rain or shine Five Star 1. Elvls Costello Blood and
2. ( 1) La isla bonita Madonna 2. Rem Lives reach pagaeant
3. (-) Moscow, Moscow Strax 3. Smlthereens Especially for you
4. ( 5) True blue Madonna 4. David Sylvian Gone to earth
5. ( 2) So macho Sinitta 5. PaulSlmon Graceland
6. (10) (1 just) died In your arms Cuttinq Crew 6. TheSmlths The Queen is dead
7. ( 3) Holiday rap MC Miker G&Deejay Swen 7. Bubbi Blús fyrir Rikka
8. ( 9) Easylady Spaqna 8. RobertFripp Live
9. ( 7) Stuck with you Huey Lewis and the News 9. Billy Bragg Talking with the tax-man about poetry
10. (26) Truecolors Cindy Lauper 10. Zodlac Mlnd warp High preast in love
1. (17) Moscow, Moscow Strax
2. ( 1) 1 just died in your arms Cutting Crew
3. ( 2) You can call me Al Paul Simon
4. ( 9) Trueblue Madonna
5. (10) Truecolors Cindy Lauper
6. ( 3) Ralnorshlne Five star
7. ( 4) Wild, wildlive Talking heads
8. (23) Im the army now Status Quo
9. (26) Tve been loosing you Atta
10. ( 6) So macho Sinitta
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. október 1986