Þjóðviljinn - 22.10.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.10.1986, Blaðsíða 3
Borgarstjórn Sjálfs- björg fái stuðning Tillögur AB umstuðning við rekstur sundlaugarinnar vísað til borgarráðs Tillögu borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins þess efnis að greiðsla fyrir heitt vatn í sundlaug Sjálfsbjargar verði sama og í sundlaugum Reykjavíkur, þann- ig að hægt verði að hafa laugina opna síðdegis og um helgar var vel tekið á borgarstjórnarfundi á fímmtudag og samþykkt að vísa henni til borgarráðs. í greinargerð með tillögunni er meðal annars bent á að það sé Sjálfsbjörg ofviða, án stuðnings, að hafa laugina opna utan venju- legs vinnutíma og um helgar. Sundlaugin í Sjálfsbjargarhúsinu er eina sérhannaða meðferðar- sundlaugin sem almenningur á kost á að komast í og því er lagt til að Sjálfsbjörg njóti sömu kjara við greiðslur á heitu vatni og sundlaugar Reykjavíkur, þ.e. 30% af húshitunarverði. - vd. Sjúkrahús Sam- dráttur úti á landi ínýgerðu fjárlagafrumvarpi ergert ráðfyrir að rekstrargjöld sjúkrahúsa verði sett á föstfjárlög. Eyjólfur Eysteinsson: Gœtiþýtt samdráttfyrir sjúkrahúsin Anýgerðu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir breytingu á fjármögnun rek- strar um 12 sjúkrahúsa úti á landsbyggðinni auk Borgarspítal- ans í Reykjavík. Breytingin felst í þvf að sjúkrahúsin fá rekstrar- gjöld á föstum fjárlögum en dag- gjöld eins og nú tíðkast verði felld niður. „Það bendir allt til þess að ef þessi þáttur frumvarpsins nær í gegn að ganga þá þýði það sam- drátt fyrir okkur,“ sagði Eyjólfur Eysteinsson forstöðumaður Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishér- aðs og Heilsugæslustöðvar Suðurnesja um þau áhrif sem breytingin myndi hafa þar. „Pá verðum við annað hvort að draga úr þjónustu sjúkrahússins eða sveitarfélagið verður að taka á sig meiri kostnað en fram að þessu“ sagði Eyjólfur jafnframt. Þá sagði Eyjólfur að menn óttuðust að ef samdrátturinn yrði þá gæti það orðið upphafið að þeirri þró- un að þjónustan færðist smám saman frá smærri stöðum til stærri þjónustumiðstöðva í nág- renninu. Guðrún Sigurðardóttir hjúkr- unarforstjóri Sjúkrahússins í Neskaupstað sagði um frumvarp- ið að ef hægt væri að tryggja að sú upphæð sem ráðstafað væri til sjúkrahúsanna nægði til þess að halda uppi eðlilegum rekstri þá væri ekkert við þessa breytingu að athuga. „Grunur minn er hins vegar sá að svo muni ekki verða. Og það mun reynast erfitt fyrir sveitarfélagið að bæta á sig enn einu verkefninu án tekjustofns á móti. Ég held að útkoman úr þessu verði lakari þjónusta sjúkrahússins við einstaklinginn“ sagði Guðrún. -K.ÓI. FRETTIR Góðœrið Utvaldir fá kjarabót Alþingismennfá 10% hœkkunl. okt. Forseti og ráðherrafá 9% Kjaradómur felldi fyrir helgina úrskurð um laun alþingis- manna og æðstu embættismanna ríkisins. Samkvæmt honum hækka laun alþingismanna um 10% frá 1. október. Laun ráð- herra og forseta hækka um 9% og laun annarra embættismanna um 7,5%. Þannig verður þingfarar- kaup 88.963 krónur, en að við- bættum húsnæðiskostnaði, dval- arkostnaði og ferðakostnaði landsbyggðarþingmanna fer kaup þeirra upp í 133.000 kr. Enginn rökstuðningur fylgir birtingu dómsins, og sagði Jón Finnsson hrl., sem á sæti í dómn- um, að slíkt tíðkaðist ekki. Jón sagði jafnframt að ekki væru í lögum skýr ákvæði um viðmiðan- ir sem dómnum bæri að fara eftir. Hins vegar hefðu dómarar til hliðsjónar þá vitneskju sem þeir hefðu um launagreiðslur fyrir sambærileg störf á hinum frjálsa vinnumarkaði. Engu að síður væri oft og tíðum erfitt að finna sambærileg störf við ýmis emb- ætti ríkisins hvað varðar ábyrgð og umsvif. Þorsteinn Jónsson formaður launamálaráðs BHMR sagði í samtali við blaðið að launamála- ráðið hefði ekki fjallað um málið sérstaklega, en sér þætti ekki ósennilegt að þessi hækkun væri a.m.k. 4% umfram hækkanir BHMR á sama tíma. Sagði hann að það væri athyglisvert að með þessum dómi væri tekin upp sú stefna að þeir sem væru hæstir fyrir hækkuðu mest. Hins vegar snerti þessi úrskurður ekki beint kjarasamninga háskólamanna, þar sem laun þeirra skyldi miða við almennan launamarkað sam- kvæmt lögum. Kjarasamningum BHMR var sagt upp í sumar og eru lausir frá áramótum. Sagði Þorsteinn að nú stæðu yfir við- ræður við ríkisvaldið um breytingu á samningsréttarlögun- um, er miðuðu að því að veita aðildarfélögum BHMR fullan samningsrétt. ólg. Það er fyrst og fremst gaman að þessu, segir Torfi sem hér hampar þeim Auði Elísabetu og Rögnu. Mynd E.ÓI Hárgreiðsla Ánægjuleg viðurkenning Torfi Geirmundsson hárgreiðslumeistari með opnu í Elite etta er auðvitað fyrst og fremst gaman, en um Ieið ánægjuleg viðurkenning, sagði Torfi Geirmundsson hár- greiðslumeistari í samtali við Þjóðviljann í gær, en nú nýlega var heil opna í breska hár- tfskutímaritinu Elite lögð undir verk eftir Torfa. Módel voru þær Ragna Sæmundsdóttir og Auður Elísabet Jóhannsdóttir, en mynd- irnar fyrir tímaritið tók Ragnar Th. Sigurðsson. Elite er eitt af virtustu tímarit- um heims á þessu sviði og kemur út í 62 löndum. Það er því ekki svo lítill heiður fyrir Torfa að fá umfjöllun þar og vænlegt til þess að skapa honum nafn erlendis. Hann hefur reyndar starfað nokkuð erlendis síðastliðin 2 ár og tekið þátt í viðamiklum sýn- ingum, en skyldi hann hyggja á starfsframa utan landsteina? „Maður hefur gælt við að skapa sér nafn erlendis. Það hef- ur staðið til að ég fari með indver- skum meistara í þriggja vikna sýningarferð um Indland og Pak- istan um áramótin, en ég reikna ekki með að af því verði. Nú ég var einhvern tíma að láta mig dreyma um að opna stofu í London, en það er einfaldlega of dýrt. Ég hef eiginlega nóg með mitt hér á íslandi,“ sagði Torfi. Alþingi Undiifaoð Norðmanna átalin Staðan ísíldveiðimálum rœdd utan dagskrárá Alþingi ígær. GuðmundurJ. Guðmundsson: Atvinnugreinin leggst írústefekki nástsamningar Við værum ekki í þessum vand- ræðum núna, ef þessir bræður og vinir hefðu ekki komið svona fram, sagði Matthías Bjarnason viðskiptaráðherra á aiþingi í gær þegar undirboð Kanadamanna og Norðmanna á síldarmarkaðnum voru til um- ræðu. Guðmundur J. Guðmundsson hóf utandagskrárumræður um síldarsöltunina og sagði það sína skoðun að málin yrðu ekki leyst- ef þá hægt væri að leysa þau - nema á æðri stöðum Viðskipta- ráðherra yrði að leita eftir við- ræðum við starfsbróður sinn í So- vétríkjunum, hvort sem þær svo færu fram í Moskvu eða í Höfða! Guðmundur lýsti áhyggjum verkafólks og sjómanna víða um land og sagði að heilu atvinnu- greinarnar myndu leggjast í rúst ef ekki næðust samningar við So- vétmenn. Hjörleifur Guttorms- son, Gunnar G. Schram, Jón Kristjánsson, Karl Steinar Guðnason og Egill Jónsson tóku í sama streng og átöldu þingmenn- irnir í ræðum sínum undirboð Norðmanna og Kanadamanna, ekki aðeins á síldarmarkaðnum heldur og fleirum. Matthías Bjarnason viðskipta- ráðherra sagðist tilbúinn til að fara til Moskvu, en þó ekki nema líkur væru á að árangur næðist. Hann sagði margt benda til þess að málin væru til vinsamlegrar skoðunar hjá Rússum, en hann biði eftir viðbrögðum þaðan. í máli ráðherrans kom fram að olíukaup okkar frá Sovétríkjun- um hafa dregist nokkuð saman hlutfallslega. Lengst af hefðum við keypt 90% af olíuvörum frá Sovétríkjunum en 1985 komu að- eins 51% af heildarinnflutningi okkar þaðan. Ef miðað er við þrjár helstu tegundirnar, gasolíu, svartolíu og bensín, keyptum við 64% heildarinnflutnings okkar á þeim, frá Sovétríkjunum í fyrra. Ráðherra sagði einnig nauðsynlegt að skoða vinnslu sfldarinnar nánar. í fyrra hefðu 66% aflans, eða ríflega 30 þúsund tonn, farið í salt og % saltsíldarinnar hefði verið selt til Sovétríkjanna. Ef ekki yrði af sölu þangað nú væri til lítils að tala um söltun í stórum stfl og það þýddi að um 60 þúsund tonn, eða 86% aflans yrði að nota til ann- ars. Aðeins 10% sfldaraflans í heiminum færi í söltun og ef mið- að væri við sfld af sömu stærð og hér er veidd, færi aðeins 5% heimsaflans í söltun. Sem dæmi nefndi Matthías að Norðmenn salta aðeins 5% síns sfldarafla, 12% er selt ferskt, aðallega um borð í sovésk verksmiðjuskip, 19% eru fryst, 1% lagt niður og 63% fara í bræðslu. „Þessar staðreyndir verðum við að hafa í huga“, sagði Matthías. „Því þær sýna mikilvægi samninganna við Sovétmenn." - ÁI. Miðvikudagur 22. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.