Þjóðviljinn - 22.10.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.10.1986, Blaðsíða 9
VtÐHORF Rödd að austan Sverrir Haraldsson skrifar Ég var að hlusta á stjórnmálaá- lyktanir nýafstaðins flokksþings Alþýðuflokksins, sem þuldar voru í útvarpinu. Þar var margt fallegt að heyra, enda oft ólík fyrirheit og efndir, og allur þótti mér málflutningur- inn einkennast af stórum orðum, fullyrðingum og glamri, ekki lausan við andlegan óþef og bera ættarmót flokksformannsins. Annars má segja, að Alþýðu- flokkurinn geti verið tiltölulega ánægður þessa síðustu dagana, þegar þingmenn Bandalags jafn- aðrmanna hafa stungið skottinu milli fóta sér og skriðið skömm- ustulegir aftur heim til föðurhús- anna og jafnvel einn þeirra ekki hnnt á flóttanum fyrr en í herbúð- um Sjálfstæðisflokksins, og minnt einna helst á hunda, sem stungu af frá húsbændum sínum og hugðust lifa í sjálfsmennsku, en gáfust upp og læddust aftur heim, skömmustulegir og iðr- andi. Enda hefur þessi blessaði flokkur verið algerlega höfuðlaus her síðan hinn mæta og hugsjón- aríka stofnanda hans leið. En naumast má kalla þessa uppgjöf Bandalagsins annað en svívirð- ingu við minningu Vilmundur heitins Gylfasonar. Já, nú á að bæta og breyta, þeg- ar hinn „stóri“ Alþýðuflokkur sest að völdum, nema í einu stór- AFMÆLIS- ÞJÓÐVILJANS Gefum Þjóðviljanum afmælisgjöf! Greiðið happdrættismiðana sem fyrst! Gleymið ekki gíróseðlunum! Blaðið okkarþarfá þínum stuðningi að halda Dregið eftir 9 daga 3i-pwiyili 1 Afmæiishappdrætti þlóÐViUi^ oi »i ] tappdrættlsmlöi í ,Vr 12023 ! MkLivciö kr. 150 Upplýsingar i sima 681333 Drtgid 31. októbtr im "<:4 4' <4»* ***’ i ,yAnnars má segja að Álþýðuflokkurinn geti verið tiltölulega ánœgður þessa síðustu daga, þegar þingmenn Bandalags jafnaðarmanna hafa stungið skottinu á millifótanna ogskriðið skömmustulegir aftur heim... “ máli. Þar skal allt verða sém áður og á ég þar við utanríkismálin. Pau skulu óbreytt. Samþykkt skal áframhaldandi dvöl erlends setuliðs í landinu. Enn sem fyrr skal seta bandaríska leikarahers- ins halda áfram að stórauka þá hættu, sem hún leiðir yfir fsland, ef til styrjaldar kemur. Enn sem fyrr skal síauka hernaðarbrölt herraþjóðarinnar, byggingar hernaðarmannvirkja, fjölgun á- rásartækja og njósnarstöðva o.fl. o.fl. Og bágt á ég með að skilja þann íslending, sem treystir þeim flokki og kýs fulltrúa hans á þing, sem svo reynist sjálfstæði okkar, hvort sem hann kennir sig við al- þýðu, sjálfstæði eða framsókn. En svo ég vendi nú mínu kvæði í kross, þá las ég klausu í Þjóðvilj- anum þann 5. okt. sl. Þar var þess getið, að á samkomu Hvíta- sunnusafnaðarins hafi verið beð- ið fyrir Alberti Guðmundssyni. Hvítasunnumenn eru taldir mjög bænheitir og er vonandi, að eftir þessar fyrirbænir verði Albert betri maður og sannari vinur. Sömuleiðis er þar sagt frá því að „kristilegur bóksali,“ Helgi Vigfússon, sem kannski er enn kunnari fyrir annað en kristilega starfsemi, svo sem hverskonar sölu og „ritstörf" hafi staðið fyrir undirskriftum Alberti til stuðn- ings. Mér er tjáð, að meðal ann- arra hafi þar ljáð nöfn sín hátt- settir kirkjunnar menn, iúterskir og katólskir. Það er munur að njóta svo álits og stuðnings geistlegra manna. Betur að fyrirbænir og stuðning- urinn við Albert Guðmundsson beri tilætlaðan árangur. Ekki mun nú af veita. Og að lokum ein fróm spurn- ing: Er það ekki hlutleysisbrot hjá ríkisútvarpinu að útvarpa að- eins á ensku fréttum frá þjóð- höfðingjafundinum og undirbún- ingi hans, en ekki á rússnesku líka? Sverrir Haraldsson Herstöövaandstæði ngar Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæð- inga verður haldin að Hótel Hofi, Rauðarárstíg 18 laugardag 25. október og hefst kl. 10 f.h. Miðnefnd SHA. Útför eiginkonu minnar og móður okkar Sigríðar Gísladóttur frá Stóra-Hrauni fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 23. október kl. 15. Per Krogh Gísli Pétursson Sólveig Pétursdóttir KYNNING y/ á vefstólum frá Glimákra íslenzkur Heimilisiðnaður á 35 ára afmæli og kynnir af því tilefrii hina viðurkenndu Glimákra vefstóla. Kynningin verður dagana 20.-31. október, og verður veittur 10% afsláttur af vefstólum sem pantaðir eru meðan á kynningunni stendur. Við bjóðum 10% afslátt af öllum fylgihlutum í vef- stóla, og einnig 10% af öllu vefnaðargarni. Verið velkomin að skoða vefstólana. Myndlisti og verðlisti liggur frammi. ÍSLENZKUR HEIMILISIÐNAÐUR Hafnarstræti 3 Sími11784 NYJUNG! VIÐGERÐARÞJÓNUSTA Á RAFTÆKJUM Er bilað raftæki á heimilinu t.d. brauðrist, hraðsuðuketill, kaffivél, vöfflujárn, straujárn, rakvél, ryksuga, lampi eða eitthvert ámóta tæki? Ef svo er komdu með það í viðgerðarbílinn og reyndu þjónustuna Vlðgerðarbíll verður staðsettur við eftlrtaldar verslanir samkvæmt tímatöflu ÞRIÐJUDAGAR: Grímsbær, Efstalandi26 kl. ICROfil 1230 Verslunln Ásgeir, Tlndaseli 3 kl. 16°°til 1800 MIÐVIKUDAGAR: Verslunln Árbæjarkjör, Rofabæ 9 kl. 1030 til 1230 Kaupgarður, Englhjalla 8 ki.ieootins00 FIMMTUDAGAR: Verslunln Kjötog flskur, Seljabraut 54 kl. 1030 til 1230 Hólagarður, Lóuhólum2-6 kl. 16°°til 1800 FÖSTUDAGAR: Verslunln Breiðholtskjör, Arnarbakka 4-6 ki.ioootinz30 Fellagarðar, Eddufelli 7 ki.ieootina00 RAFTÆKJAVIÐGEROIR SÆVARS SÆMUNDSSONAR VERKSTÆDI - VIÐGERÐARBlU ÁLFTAHÓLUM 4 - SlMI 72604 ÞRÍR FRAKKAR CAFÉ RESTAURANT Baldursgötu 14 í Reykjavík 23939

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.