Þjóðviljinn - 22.10.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.10.1986, Blaðsíða 4
LEHDARI Mat á leiðtogafundinum Það náðist ekki samkomulag á leiðtogafund- inum í Reykjavík, og það hefur heldur ekki náðst neitt samkomulag um það, hvernig eigi að meta niðurstöður þess fundar. Fyrst í stað voru von- brigðin mest áberandi í yfirlýsingum og frétta- skýringum, síðan fóru menn að draga upp bjart- sýnina, segjandi sem svo, að það sé þó mikils virði, að aldrei fyrr höfðu komist á blað drög að jafn róttæku samkomulagi um niðurskurð víg- búnað og í Höfða hér á dögunum. Og um leið leggja menn áherslu á það, að Gorbatsjof hafi lýst því yfir, að tillögur Sovétmanna um niður- skurð vígbúnaðar verði ekki aftur teknar, og Bandaríkjamenn hafa tekið í svipaðan streng. Bandarísk stjórnvöld hafa þá daga, sem liðnir eru síðan leiðtogafundi lauk, gert hvað þau gátu til að kveða niður þann dóm sem fréttaskýrend- ur og almenningur víða um lönd höfðu samein- ast um: að það væri Bandaríkjaforeta að kenna að ekki náðist samkomulag, hann hafi vegna trúar sinnar á hæpna og tvísýna áætlun um geimvarnir fórnað gullnu tækifæri til að slá á kjarnorkustríðsháskann. Eins og fyrri daginn kemur það í Ijós, að þegar Hvíta húsið beitir sér af alefli í bandarískum sjónvarpskerfum, þá tekst að tryggja meirihluta með sjónarmiðum forsetans í næstu skoðanakönnunum. En ekki þar fyrir: andstaðan gegn Stjörnustríðsáætlun og því hvernig Reagan beitir henni fyrir sig, er mjög veruleg í heimalandi forsetans - eins og sjá má á skrifum ýmissa hinna traustustu blaða landsins. Og það er svo víst að í Vestur-Evrópu eru menn afar lítt hrifnir af því, að einmitt Stjörn- ustríðsáætlunin verður til þess að ekki er hægt að fella eldflaugaskóginn þar í álfu. Að sönnu munu ráðherrafundir Nató lýsa yfir stuðningi við Reagan - til þess að fá ekki ákúrur fyrir að bregðast bandamanni á háskastund og valda svo óvinafögnuði. En ekki eru þar allar ástir í andliti fólgnar. Kannski er þetta mat hér (eins af fréttaskýrendum breska blaðsins Guar- dian) einna næst sannleikanum: „Allir þeir vest- rænir stjórnmálamenn, diplómatar og vísinda- menn, sem hafa bælt niður þá sannfæringu sína að Stjörnustríðsáæltun Reagans fái ekki staðist - í nafni samstöðu innan Nató og verkt- akasamninga um rannsóknir á þessu sviði - þeir hljóta nú að verða að reikna út kostnaðinn af hræsni sinni eins og hann kemur fram í því, að ekki varð af samkomulagi um afvopnun". Hér er tvennt nefnt til sem hefur hjálpað Re- agan við að halda sínu hæpna striki. Annars- vegar „verktakasamningar". Eitt af því sem ger- ir erfitt að vinda ofan af Stjörnustríðsáætlun er einmitt þetta hér: tregðulögmál hagsmunanna eru farin af stað, feiknamörg fyrirtæki innan Bandaríkjanna og utan hafa fengið spón í sinn ask, pantanir af ýmsu tagi - nú síðast fyrir 3,5 miljarði dollara. í annan stað eru hótanir hafðar uppi, beint og óbeint, við evrópsk Natóríki, að ef þau sýni ekki lit, þá sé bandalagið sjálft í hættu og Rússar hafi þar með unnið frægan sigur. Margt bendir svo til þess, að Natóhollustan sé á undanhaldi, og gæti sá straumur eflst, ef að Verkamannaflokkurinn sigrar í næstu kosning- um í Bretlandi og Sósíaldemókratar í Vestur- Þýskalandi. Bæði þau skref til árangurs sem tekin voru í Reykjavík og sú Stjörnustríðsáætl- un, sem sigldi samkomulagi í strand, hljóta ein- mitt að brýna það fyrir mönnum, hve nauðsyn- legt er, að Vestur-Evrópa komi sér upp sam- stöðu um frumkvæði í afvopnunarmálum sem gæti við sæmilegar aðstæður rekið smiðshögg á það verk sem hafið var í Höfða. Og gleymi menn því þá ekki í leiðinni, að slíkt frumkvæði mundi njóta góðra undirtekta í ríkjum Austur- Evrópu, sem reyna með ýmsum hætti að skapa sér aukið svigrúm innan þeirrar tvískiptingar sem svo lengi hefur þrúgað álfuna. KUPPT OG SKORIÐ Klofinn Sjálfstæðis- flokkur Ein meginniðurstaðan í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins er auðvitað sú, að flokkurinn gengur í Reykjavík tvíklofinn til kosninga. Annars vegar fer það undarlega lið sem Albert Guð- mundsson, greifinn af Hafskip, mun leiða, og kallar sjálft sig hulduherinn. Hins vegar fara svo allar hinar klíkurnar, innbyrðis sundur- þykkar, og eiga í rauninni ekkert sameiginlegt nema það eitt að vera á móti Albert Guðmunds- syni. Sterkust þeirra er sú sem gagn- merkur samtíðarmaður úr Sjálfs- tæðisflokki og þátttakandi í próf- kjörinu sjálfur, Ásgeir Hannes Eiríksson, kallar Svörtu klíkuna. En hún samanstendur af harð- snúnasta kjarnanum í kringum Morgunblaðið og Geir Hall- grímsson. Hefndarhugur Albert Guðmundsson hefur í viðtölum við fjölmiðla ekkert dregið dul á þá staðreynd, að það er stríð í flokknum í Reykjavík. Hann segir nánast berum orðum, að valdaaðilar innan Sjálfstæðis- flokksins hafi unnið gegn sér, og túlkar breytingar á próf- kjörsreglum flokksins þannig að þær hafi verið gerðar til að þrengja hag hans, - bola honum út. í viðtali við D V í fyrradag lætur hann að því liggja, að þeir sem þarna séu að verki gegni forystu- störfum fyrir flokkinn í Valhöll. Þannig segir hann í viðtalinu, að hann hefði án efa lent í síðasta sæti, ef „aðeins þeir sem eru á launum hjá Sjálfstœðisflokknum í Sjálfstœðishúsinu megi kjósa". Albert: leiðir klofinn lista... Þetta sýnir það eitt, að stríðinu er ekki lokið. Albert er í hefndar- hug og ætlar að láta kné fylgja kviði. Því ekkert er fjær sanni en sú túlkun, að breytingar á próf- kjörsreglunum hafi þrengt kosti Alberts Guðmundssonar í próf- kjörinu. Pað voru breytingarnar sem björguðu Albert. Án þeirra hefði hann nefnilega lent í níunda sæti. Þannig að eigi hann nokkrum skuld að gjalda, þá er það Svörtu klíkunni, sem kom breytingunum í kring. Það, að Albert ræðst samt á flokksfélaga sína opinberlega í kjölfar prófkjörsins og meira að segja álasar þeim fyrir breyting- arnar, sem björguðu honum þó, sýnir að hann fetar enn vígaslóð. Þeim þætti styrjaldarinnar innan Sjálfstæðisflokksins, sem lýtur að Albert Guðmundssyni, er fráleitt lokið. Svikin vib Friðrik En það eru fleiri í hefndarhug en Albert Guðmundsson. Friðrik Frlftrik: svikinn af Morgunblaðsklík- unni og Geir... Sophusson, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins er einn þeirra. Morgunblaðsklíkan hefur frá fyrstu tíð unnið gegn honum, vegna þess að hann var á sínum tíma einn liðsmanna Gunnars heitins Thoroddsen. Þess vegna hefur Friðrik aldrei fengið neitt nema óhreinindi frá Morgun- blaðinu, og það var sláandi hvernig Morgunblaðið annars vegar frysti úti Friðrik í prófkjör- inu en hampaði Eykoni hins veg- ar. Morgunblaðsliðið og afgang- urinn af Svörtu klíkunni, sem pylsusalinn frómi kallar svo, vildi ekkert frekar en ná sér niðri á Albert og koma í veg fyrir að hann næði efsta sætinu. Að því hnigu þau augljósu kosningarök, meðal annars, að það er giska erf- itt að ganga til kosninga undir forystu manns, sem sætir réttar- stöðu grunaðs aðila í einu versta spillingarmáli í sögu þjóðarinnar, - og er nú hjá Saksóknara. Besta ráðið og hið augljósasta var auðvitað að þjappa fólkinu í flokknum á bak við varafor- Eykon: var teflt gegn Friðrik... manninn Friðrik. Það hefði líka verið eðlilegt. En Morgunblaðsklíkan er langrækin, og sýndi og sannaði að það er ekki enn gróið í sárin sem stríð Gunnars og Geirs skildi eftir. Hún gat ekki komið sér til þess að styðja Friðrik. Þess í stað stóð hún álengdar hjá, og studdi engan í efsta sætið til að byrja með. Þar með gafst Albert nokk- ur tími til að þjappa fólki á bak við sig. Stríðið framlengt Síðar í prófkjörinu kom svo í ljós, að litlausir frambjóðendur og lítt frambærilegir blésu óvænt- um byr í segl eina „karaktersins" í kjöri: Eykons fiskeldisfrömuðar. Eykon er fyrrum ritstjóri Morg- unblaðsins, og gamall við- reisnarseggur að auki. Morgun- blaðið og ættarveldið sá sér því leik á borði, ákvað að styðja Eykon í efsta sætið. Frá því á miðvikudaginn fyrir prófkjörið var hringt út fyrir Eykon og fólk beðið að kjósa hann í efsta sætið. Og hann fékk rösk fimm hundruð atkvæði í það. En með þessu drap Morgun- blaðsklíkan í raun alla möguleika Friðriks á efsta sætinu, og minnkaði mjög líkur á pólitískum frama hans í framtíðinni. það sveik varaformanninn í raun með þessu, og það er ekki hægt að álykta annað en Eykon hafi þar dyggilega aðstoðað. í leiðara Morgunblaðsins er svo upplýst um hinn eiginlega tilgang með svikunum við Friðrik, þar sem pólitískt dánarvottorð hans er nánast undirritað með svofelld- um hætti: „Friðrik Sophusson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, nœr hvorki þeim árangri í þessu próf- kjöri að skipa efsta sœti listans, né að verða hœstur að atkvœða- magni. Pað sýnir veikleika hjá öðrum helsta forystumanni Sjálf- stæðisflokksins sem er umhugs- unarnefni fyrir hann og foryst- una“. M.ö.o. Friðrik er búinn að vera, segir Moggi. Þannig heldur Morgunblaðið enn áfram að grafa undan Þor- steini og Friðrik við öll möguleg tækifæri og búa þannig í haginn fyrir Davíð framtíðarinnar. En um leið og Morgunblaðið sveik Friðrik, tryggði klíkan líka Albert Guðmundssyni efsta sæt- ið. Hún hlýtur að hafa gert sér það ljóst fyrirfram. Þess vegna er heldur skondið að lesa kvartanir klíkunnar í leiðara Morgunblaðs- ins í gær, þar sem bent er á - án þess að höfundur þori að nefna Hafskipsmálið - að „þrátt fyrir góða málefnastöðu í landsmálum og verulegan árangur af störfum ríkisstjórnarinnar er hætt á að Sjálfstæðisflokkurinn nái ekki þeirri sóknarstöðu í kosningabar- áttunni í Reykjavík sem vænta mætti...“ DJOÐVIIJINN Málgagn sósíalísma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðins son. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Olafs- dóttir, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason. Sigurður A. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri) Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga CÍausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN' Miðvlkudagur 22. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.