Þjóðviljinn - 22.10.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.10.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN Vísindamenn frá Bandaríkjunum segja ástæðu þess að gat myndast á óson- laginu á vorin yfir Suðurskautinu, vera vegna „efnafræðilegra á- stæðna". Þeir vita ekki nákvæm- ari orsakir fyrir gatinu og einn vís- indamannanna sagði í gær að þeir treystu sér ekki enn til að segja hvort það ætti sér náttúru- legar orsakir eða hvort það væri vegna mikillar notkunar jarðar- búa á úðabrúsum. Ósonlagið ver jörðina fyrir útfjólubláum geislum sólar en þessir geislar geta ors- akað húðkrabbamein í fólki. Vegna aðvarana vísindamanna um gatið hafa nokkur efnafyrir- tæki tekið við sér. Þannig hefur Du Pont fyrirtækið lýst sig sam- mála einhverjum takmörkunum á notkun flúorkarbonefna sem not- uð eru í úðabrúsa ýmis konar. 11.000 volta rafstraum þurfti á Indlandi um síðustu helgi til að stöðva 4 metra háan, brjálaðan fíl sem hafði orðið 10 manns að bana. Fíllinn mun hafa ráðist yfir akra í Assan fylki á Indlandi og troðið fólk undir sem reyndi að forða sér. Fíllinn reif niður rafmagns- girðinguna við teekru nokkra en lést af rafmagnslostinu sem hann fékk. Tennur fílsins mældust rúmlega einn og hálfur metri á lengd. Verkfall er nú skollið á í Frakklandi meðal opinberra starfsmanna og er þátttaka svo mikil að skólum var lokað og umferð í lofti og með lestum tafðist mjög. Þá tafðist bílaumferð mjög inn í París og aðrar borgir þar eð verkfalls- menn fóru í stórum stíl á bílum sínum til liðs við mótmælagöng- ur. Þetta eru fyrstu meiri háttar verkföllin sem veröa í Frakklandi frá því hægri stjórn Chiracs tók við völdum í mars síðastliðnum. Opinberir starfsmenn eru með verkföllunum að mótmæla áætl- unum stjórnvalda um bann við launahækkunum og uppsögn- um. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hefðu ákveðið að reka 55 so- véska diplómata frá Bandaríkjun- um. Er það túlkað sem svar við brottrekstri fimm bandarískra sendimanna frá Moskvu um helgina. Talsmaður utanríkis- ráðuneytisins bandaríska sagði, að aðeins fimm þessara 55 manna hefðu verið reknir vegna brottrekstra Bandaríkjamann- anna 5 um helgina, hinir 50 hefðu verið reknir til að jafnvægi kæm- ist aftur á með sendimönnum ríkj- anna. Sovétríkin fordæmdu brottreksturinn í gær. Forseti Zambíu, Kenneth Kaunda, sak- aði í gær S-Afríkustjórn um að bera beina ábyrgð á því, að flug- vél með Samora Machel innan- borðs brotlenti á sunnudaginn með þeim afleiðingum að Samora lést. „Ég saka þá (S- Afríkustjórn) um beina aðild að dauða Machel forseta þar til al- þjóðlegir sérfræðingar hafa af- sannað hana.“ Kaunda sagðist ekki myndu taka gilda niðurstöðu s-afrískrar rannsóknar á flugslys- inu. IBM, stærsta tölvufyrirtæki heims, til- kynnti í gær að það hefði ákveðið að hætta starfsemi í S-Afríku með því að selja dótturfyrirtæki sitt í landinu. Þetta er enn eitt áfallið fyrir efnahag S-Afríku, en að undanförnu hafa mörg stær- stu fyrirtæki heims tilkynnt brott- hvarf sitt frá S-Afríku. Þar á með- al eru General Motors og Coca Cola fyrirtækið. í tilkynningu IBM sagði að þessi ákvörðun hefði veriö tekin vegna versnandi á- stands í stjórnmálum og efna- hagsmálum landsins. Starfs- menn IBM í S-Afríku eru 1500 talsins og verður starfsemi IBM seld til einstaklinga í S-Afríku. Svíþjóð/Opinberir starfsmenn Verkfal Isaðgerðir á ný Fjölmennir hópar opinberra starfsmanna eru afturfarnir í verkfall eftir að samninga viðrœður fóru út um þúfur á elleftu stundu, vilja ekki verða annars flokks vinnuafl Stokkhólmi - Um það bil 30.000 opinberir starfsmenn fóru í gær í verkfall á ný, eftir samn- ingaviðræður dag og nótt í þrjá sólarhringa sem fóru út um þúfur á síðustu stundu, í gær- morgun. Um það bil 30.000 manns fóru strax í verkfall, aðrir í sama fé- lagi, 200.000 manns, munu neita að vinna yfirvinnu. Álíka margir voru í verkfalli þar til í síðustu viku að þeir hættu vegna nýrra samningaviðræðna. Annað stétt- arfélag innan sambands opin- berra starfsmanna sem telur 8000 manns, mun fara í verkfall innan sjö daga verði launadeilur ekki leystar fyrir þann tíma. Þá myndi járnbrautakerfið í Svíþjóð stöðv- ast, einnig tvö kjarnorkuver og mikil röskun yrði á póstþjónustu. Það sem stöðvaðist í dag voru fjölmargar deildir sjúkrahúsa, dagheimili og samgöngukerfi í mörgum borgum. Haft var eftir heimildar- mönnum úr samningaviðræðun- um að lítið hefði vantað upp á að launadeilur yrðu leystar. Opin- berir starfsmenn krefjast trygg- ingar fyrir því að þeir dragist ekki aftur úr launafólki hjá einkafyrir- tækjum og verði annars flokks vinnuafl. Starfsfólk hjá einka- fyrirtækjum fékk nýlega 9% launahækkun fyrir næstu tvö ár. Opinberum starfsmönnum er nú boðin 8,46% launahækkun fyrir sama tímabil. Nicaragua/Hasenfus Krafist þyngstu refsingar Hasenfus hefur lýstsig „stríðsfanga“. Lögfrœðingur hans gagnrýndi Alþýðudómstólinn harðlega ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLRJR hjörleifsson/k fc U i E K Managua - Bandaríkjamaður- inn Eugene Hasenfus, sem nú er í haldi í Nicaragua, hefur verið kærður fyrir hryðjuverk og verður hugsanlega dæmd- ur í 30 ára fangelsi. Réttarhöld í máli hans hófust í fyrrakvöld. Hann hefur verið sakaður um að hafa tekið þátt í tilraunum til að bylta stjórn Sandinista í Nicar- agua. Hasenfus hefur Týst sig „stríðsfanga" og hefur fengið iögfræðing úr stjórnarandstöð- unni í Nicaragua til að verja sig. Lögfræðingurinn gagnrýndi í fyrradag Alþýðudómstólinn harðlega en sá réttar í máli hans. Fyrir troðfullu húsi las Rodrigo Reyes, dómsmálaráðherra Nic- aragua, upp ákæru á hendur Has- enfus og krafðist þyngstu refsing- ar sem gæti orðið, 30 ára fangelsi. Hasenfus, hann á nú á hættu að lenda í fangelsi í Nicaragua, í 30 ár. Tilraunabann Eftirlitskerfi samþykkt Sovéskir og bandarískir vísindamenn hafa samþykkt nýtt eftirlitskerfi með kjarnorkuvopnatilraunum A-Berlín - Sovéskir og banda- rískir vísindamenn hafa sam- þykkt að koma fyrir samskipta- kerfi milli landa sinna, sem myndi gera þeim kleift að fylgj- ast með banni við tilraunum með kjarnorkuvopn. Það var austur-þýska frétta- stofan ADN sem tilkynnti þetta í fyrrakvöld. ADN greinir frá því að í frétt frá Kazakhstan í Sovét- ríkjunum segi að sovéskir og bandarískir vísindamenn hafi samþykkt samskiptakerfið eftir röð tilrauna með eftirlit. Það fel- ur í sér að sérstökum. eftir- litsgervihnetti verður komið á loft fyrir lok þessa árs. Gervi- tunglið mun senda upplýsingar um höggbylgjur, sem verða við kjarnorkusprengingar neðan- jarðar í sovésku tilraunastöðinni nálægt Semípalatínsk, til Mos- kvu, Washington, San Diego og bandaríska tilraunasvæðisins T' Nevada eyðimörkinni. Gervitunglið mun senda upp- lýsingar báða vegu og gæti þannig nýst til að staðfesta tilraunir með kjarnorkusprengingar milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna. Dauði Mozambiqueforseta Mótmæli í Harare Námsmenn íHarare, höfuðborg Zimbabwe, réðustígœr að stöðvum S-Afríku í borginni og ásökuðu yfirvöldþar um slysið, þar semforseti Mozambique lést. 60 daga þjóðarsorg í Mozambique. Vangaveltur um nœstaforseta landsins Harare, Maputo - Þúsundir ungmenna gengu í gærmorg- un berserksgang um götur Harare, höfuðborgar Zimba- bwe. Beindist reiði þeirra yfir dauða Samora Machel, forseta Mozambique, að skrifstofum S-Afríku og Malawi. Fólkið braut rúður á jarðhæð í skrifstofunum, kastaði eld- sprengjum, braut rúður í bflum hvítra og kastaði grjóti að versl- unarmiðstöð S-Afríku íborginni. Lögreglan hrakti fólkið á brott með táragasi. Lögreglan notaði einnig táragas síðar til að reka ungt fólk burt frá aðallögreglu- stöð borgarinnar. Fólkið kom þar saman til að krefjast lausnar tveggja námsmanna við Zimba- bwe háskóla. Ekki er vitað um nein alvarleg meiðsli. Mótmælin eru þau mestu sem orðið hafa í langan tíma, en Har- are er þekkt fyrir góð samskipti ólíkra kynþátta. Námsmenn munu hafa verið leiðandi í að- gerðunum og hrópaði fólkið slagorð gegn aðskilnaðarstefnu S-Afríkustjórnar og kenndi henni um flugslysið þar sem Mac- hel lést. í ritstjórnargrein Herald dagblaðsins í Harare er að finna sama álit. Þar segir: „Þrátt fyrir allar afneitanir - Pretoría myndi líkast til aldrei viðurkenna sekt sína - virðist líklegasta ástæðan fyrir slysinu vera bein s-afrísk árás á forsetaflugvélina". Yfirvöld í S-Afríku hafa kennt mistökum flugmanns um slysið. Embættismenn í S-Afríku, sem ekki vildu geta nafns, sögðu að svo virtist sem flugmaður hinnar sovésku Túpóljef flugvélar for- setans hefði lækkað flug of snemma þegar hann var að undir- búa lendingu. Rannsóknarnefnd flugslyssins, sem í eiga sæti full- trúar Mozambique og Alþjóða- flugeftirlitsins, hefur fengið hinn svonefnda svarta kassa, þ.e. upp- töku á samskiptum flugmanns og flugturns, í sínar hendur. 1 Maputo, höfuðborg Moz- ambique, hefur verið lýst yfir 60 daga þjóðarsorg og fólk grét í gær á götum úti vegna láts forsetans. En þrátt fyrir það velta menn nú vöngum yfir því hver verði lík- legur eftirmaður Machels. Þrír menn eru nú taldir líklegastir í forsetaembættið. Joaquim Chiss- ano, hann er núverandi utanríkis- ráðherra. Einnig er til nefndur Marcelino Dos Santos, félagi í stjórnmálanefnd Frelimo miðn- efndarinnar, sem fer nú með æðsta vald ríkisins, en hann er einnig forseti þings landsins. Þriðji maðurinn er Mario Mac- hungo, forsætisráðherra. Hann var óvænt settur í forsetaemb- ættið í júlí síðastliðnum svo Mac- hel gæti einbeitt sér að því að stjórna stríðinu gegn hinum hæg- risinnuðu uppreisnarmönnum í landinu. Átökin við þá hafa harð- nað mjög á undanförnum vikum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.