Þjóðviljinn - 22.10.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 22.10.1986, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Fundur í fulltrúaráði ABR Fundur verður haldinn í fulltrúaráði ABR í Miðgarði Hverfisgötu 105, fimmtudaginn 23. október kl 20.00. Fundarefni: undirbúningur forvals. Sauðárkrókur Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags Skagafjaröar verður í Villa Nova nk. sunnudagskvöld 26. október kl. 20.30. Ragnar Arnalds verður á fundinum. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Reykjanesi Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Reykjariesi verður hald- inn í Þinghóli, Kóþavogi, laugardaginn 25. október kl. 13.30. Dagskrá: 1) Ávarp Geirs Gunnarssonar alþm. 2) Skýrsla formanns. 3) Skýrsla gjaldkera. 4) Fjárhagsáætlun fyrir komandi ár. 5) Þingkosningar - upplýsingar framkvæmdastjóra Alþýðubandalagsins Óttars Proppé um flokksstarfið. 6) Kaffihlé. 7) Tillögur stjórnar um tilhögun uppstillingar á framboðslista flokksins í kjördæminu - kjörnefnd. 8) Önnur mál. 9) Ávarp Svavars Gestssonar formanns Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalag Hafnarfjarðar Félagsfundur Félagsfundur ABH verður haldinn í Skálanum fimmtudaginn 23. okt. kl. 20.30. Dagskrá: 1) Starfsreglur bæjarmálaráðs. 2) Aðalfundur kjördæmisráðs. Framsaga: Bergljót Kristjánsdóttir. 3) Stjórnmálaviðhorfið. Framsaga: Geir Gunnarsson alþm. 4) Önnur mál. Fulltrúar ABH á aðalfund kjördæmisráðs eru sérstaklega hvattir til að mæta á fundinn. Nýir félagar eru boðnir velkomnir. - Stjórnin. Hvammstangi Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags V-Húnavatnssýslu verður haldinn nk. föstudagskvöld 24. október í Vertshúsinu á Hvammstanga og hefst kl. 20.30. Ragnar Arnalds verður á fundinum. - Stjórnln. Alþýðubandalagið í Kjósasýslu Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 6. nóvember kl. 20.30 í kaffisal Hlégarðs. Fundarstjóri Jón Gunnar Ottósson. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf 2) Kosning starfsnefndar 3) Kosning ritnefndar Sveitunga ásamt útgáfustjórn 4) Kosning 8 fulltrúa félagsins í kjördæmisráð 5) Ávarp Geirs Gunnarssonar alþingismanns 6) Önnur mál. Mætum öll vel og stundvíslega, takið þátt í opinskárri umræðu um stjórnmálin og framboðsmálin. Nýir félagar eru sérstaklega boðnir vel- komnir. Stjórnin Blönduós Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags A-Húnavatnssýslu verður haldinn n.k. fimmtudagskvöld 23. október á hótelinu og hefst kl. 21.00. Ragnar Arnalds verður á fundinum. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn í Miðgarði Hverfisgötu 105 fimmtudaginn 23. október kl 20.30. Fundarefni: 1) Forvalsreglur og kosning kjörnefndar. 2) Afvopnunarmálin í brennidepli. Framsögumaður Ólafur Ragnar Grímsson. Alþýðubandalagið Akureyri Pólitískt kaffikvöld verður í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18, fimmtudaginn 23. október kl. 20.30. Dagskrá: Heimir Ingimundarson ræðir um húsnæðislánamál. Allir vel- komnir. Stjórn ABA Frá Nicaragua. Fær þjóðin að byggja upp land sitt í friði? El Salvador nefndin Gegn íhlutun í Nicaragua BréfEl Salvador nefndarinnar á íslandi, sem var afhent talsmönnum Reagans, meðan á stórveldafundinum stóð. Til Ronalds Reagans forseta Bandaríkjanna: Við undirrituð, þegnar eins af smáríkjum heimsins, sendum yður eftirfarandi skilaboð. Nýlega lögðuð þér, herra for- seti, allt kapp á að tryggja fram- gang tillögu um eitt hundrað milljón dollara aðstoð við gagn- byltingarsveitir í Nicaragua. Með þessu reynið þér að grafa undan lýðræðislega kjörinni stjórn. í E1 Salvador hafið þér stutt nkisstjórn, sem heldur hlífiskildi yfir dauðasveitum, sem stunda skipulögð ofbeldisverk, pynting- ar og morð á óbreyttum borgur- um. Þessi nkisstjórn hefði fyrir löngu orðið að láta undan þrýst- ingi byltingaraflanna, ef víðtækur stuðningur Bandaríkjanna hefði ekki komið til. Við höfum lengi fylgst með framvindu mála í Mið-Ameríku. Það er sannfæring okkar, að Bandaríkin hafi framfylgt rangri utanríkisstefnu í þessum heims- hluta. Stefna ríkisstjórnar yðar getur haft háskalegar afleiðingar, svo sem styrjöld á svæðinu öllu. Viðskiptaþvinganir og aðstoð við gagnbyltingaröfl í Nicaragua eru aðeins nýjustu hlekkimir í langri keðju misheppnaðrar utanríkisstefnu Bandaríkjanna í Mið-Ameríku. Snaran herpist hægt og hægt að vitum smáþjóð- ar, sem reynir að skapa sér óháða framtíð. Herra forseti, við viljum benda á eftirfarandi atriði: Tala þeirra, sem látið hafa líf sitt af völdum stríðsins gegn Nic- arauga, samsvarar hlutfallslega rúmlega einni milljón Banda- ríkjamanna. Þetta gjald, sem greiðist í blóði og þjáningum, ásamt skemmdar- verkum m.a. á heilbrigðis- og menntastofnunum sætir and- stöðu meirihluta Bandaríkja- manna, eins og nýjar skoðana- kannanir sýna. Stuðningur ríkisstjórnar yðar við skemmdarverka- og morð- sveitir gagnbyltingaraflanna, hef- ur verið lýstur brot á alþjóða- lögum af Alþjóðadómstólnum í Haag. Einnig var hann harðlega gagnrýndur af Alþjóðakirkju- ráðinu á nýlegu þingi þess í Reykjavík. Við, sem íslenskir þegnar, get- um ekki horft á það aðgerðar- lausir að nokkur þjóð sé beitt slíkri grimmd. Við krefjumst þess, að öllum stuðningi við gagnbyltingar- sveitirnar verði hætt. Við hvetj- um yður eindregið til þess að aflétta viðskiptaþvingunum gegn Nicaragua og taka aftur upp eðli- leg samskipti á viðskiptasviðinu, báðum ríkjum til hagsbóta. Við biðjum um áþreifanleg merki um friðsamlega sambúð þjóða, mál sem eflaust verður til umræðu á fundi yðar og Gorbachevs aðal- ritara hér í Reykjavík. El Saivadornefndin á Islandi Gunnar Heimir Már Sjöfn Alþýdubandalagid Aðalfundur verkalýðsmálaráðs 24. -25. október 1986 að Hverfisgötu 105, Reykjavík DAGSKRÁ: Föstudagur 24. október: kl. 20.00 1. Setning 2. Kosning kjörnefndar. 3. Launakönnun kjararannsóknar- nefndar. Frummælandi: Ari Skúlason starfsmaður kjararannsóknarnefndar. Fyrirspurnir. 4. Samningsréttur og skipulagsmál fé- laga opinberra starfsmanna. Frummælendur: Sjöfn Ingólfsdóttir full- trúi ístjórn BSRB. Arna Jónsdóttirfulltrúi í stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkur. Heimir Pálsson formaður Bandalags kennarafélaga. 5. Almennar umræður. Laugardagur 25. október: kl. 9.00 6. Þróun efnahagsmála. Framsögumenn: Björn Björnsson hag- fræðingur ASÍ. Már Guðmundsson hag- fræðingur. 7. Fyrirspurnir. 8. Næstu verkefni verkalýðshreyfingar. Frummælendur: Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ og Gunnar Gunnarsson framkvstj. SFR. 9. Almennar umræður. kl. 12.00 10. Hádegisverður-Húsnæðismál. Ás- mundur Hilmarsson flytur erindi. kl. 13.30 11. Kosning formanns og stjórnar. 12. Almennar umræður. 13. Afgreiðsla mála. kl. 18.30 14. Fundarlok. Félagar eru hvattir til að mæta tímanlega á fundinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.