Þjóðviljinn - 22.10.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.10.1986, Blaðsíða 16
MOOVIUINN 1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Miðvikudagur 22. október 1986 240. tölublað 51. órgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Vestfirðir Forval 2. nóvember Bindandi kosning um þrjú sœti ísíðari umferð Fyrri umferð í forvaii Al- þýðubandalagsins á Vestfjörðum vegna komandi þingkosninga fer fram 2. nóvember n.k. Síðari um- ferðin fer síðan fram 23. nóvem- ber. Forvalið fer þannig fram að í fyrri umferðinni skal kjósa 6 menn. í síðari umferð komast 6 efstu úr fyrri umferð en uppstill- ingarnefnd má bæta við þá tölu. í síðari umferð verður kosið um þrjú efstu sætin og verður niður- staða forvalsins bindandi fyrir uppstillingarnefnd. -Ig. Rannsóknalektorsstaðan Sverrir svaraði engu Gengur undir nafninu „ráðherrann með valdið“ á Háskólalóðinni Eina ferðina enn hefur „ráð- herran með valdið“ eins og hann er kaiiaður í Háskólanum, beitt valdinu þvert á vilja Há- skólans og ekki farið að lögum, sagði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir í gær þegar hún gagnrýndi Sverri Hermanns- son fyrir að setja dr. Hannes Hólmstein Gissurarson í nýja og óumbeðna stöðu rannsóknalekt- ors í sagnfræði fyrr í haust. Sigríður Dúna lagði tvær fyrir- spurnir fyrir ráðherrann af þessu tilefni: Af hverju þessi staða hefði verið búin til og af hverju ekki hefði verið auglýst eftir um- sóknum í hana. Ráðherrann svar- aði engu, en Ólafur Þ. Þórðar- son, sem var eini þingmaðurinn sem blandaði sér í orðræður þeirra Sigríðar Dúnu þakkaði ráðherranum fyrir að hafa ekki sett kennsluskyldu á Hannes Hólmstein! Sjá bls. 5. -ÁI. Borgarstjórn Ekkert hópstarf Af 6 unglingum sem tóku þátt í hópstarfinu ásamt foreldrum sínum í vor sýndu 5 verulega já- kvæðan árangur, sagði Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi AB á borgarstjórnarfundi á fimmtudag, þegar hún mælti fyrir tillögu um aukafjárveitingu að upphæð 80.000 krónur til þess að hægt væri að halda áfram starfi með unglingum sem eiga við vandamál að stríða vegna of- neyslu áfengis og vímuefna. Árni Sigfússon formaður fé- lagsmálaráðs lagði til að málinu væri vísað aftur til félagsmálaráðs og taldi að byrja ætti á þessu starfi eftir næstu áramót vegna þess að hér væri um aukafjárveitingu að ræða. Vilhjálmur Þ. Vilhjáims- son borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks tók undir það og dró um leið í efa gagnsemi hópstarfsins. Málinu var vísað til félagsmála- ráðs og er væntanlega úr sögunni á þessu ári. -vd.' Reykjavík Ráðhús við Tjömina Samkeppni um teikningu að ráðhúsi við Tjörnina opnuð ígœr Eg tel löngu tímabært að borgin eignist ráðhús og legg áherslu á að bygging þess taki skamman tíma, sagði Davíð Oddsson borg- arstjóri þegar samkeppnisreglur í keppni um teikningu að ráðhúsi Reykjavíkur voru kynntar í Höfða í gær. Húsið á að verða tæpir 3400 fermetrar að nettóstærð og stað- setningin er á norðvesturhorni Tjarnarinnar á lóðinni nr. 11 við Vonarstræti. Húsið sem þar stendur nú verður flutt á annan stað. Öllum íslenskum arkitekt- um er boðið til keppninnar og er skilafrestur á tillögum til 4. mars 1987. Verðlaunafé er samtals 2,1 milljón og verða þrenn verðlaun veitt. Davíð Oddsson borgar- stjóri er formaður dómnefndar- innar og auk hans eiga í henni sæti fyrir hönd borgarinnar Þor- valdur S. Þorvaldsson arkitekt og forstöðumaður borgarskipúlags og Sigrún Magnúsdóttir borgar- fulltrúi. Fulltrúar Arkitektafé- lagsins í dómnefnd eru þeir Guðni Pálsson og Þorsteinn Gunnarsson. í samkeppnisreglunum er lögð áhersla á „aðlögun að umhverf- inu og tengsl við Tjömina“ og ber höfundum tillagna að gera grein fyrir frágangi Tjarnarbakkanna og útliti Vonarstrætis og Tjarn- argötu. Við hönnun ráðhússins eiga samkeppnisaðilar að ganga út frá Kvosarskipulaginu, sem enn er ósamþykkt. Ekkert þak er sett á kostnað við framkvæmdir og engin skilyrði eru sett fyrir hæð hússins. - vd. GuðrúnSiguröardóttirogGuðgeirJónsson: Þaðhefuraldreiþurftaðtalaámilli okkar. Ljósm. E.ÓI. Brúðkaupsafmœli Sfötííi ár í sæhi og sorg 93 ára gömul hjón halda uppá Það hafa engin boðaföll verið í eru 93 ára gömul, kynntust fyrst sem smábörn þegar þau voru í bamaskóla. Þau kynni endurný- juðu þau þegar þau hittust aftur 14 ára gömul í stúkustarfi í Góð- templarahöllinni. „Það var nú samt síðar sem við fórum að gefa hvort öðru auga fyrir alvöru“ okkar sambandi og aldrei hefur þurft að tala á milli okkar, sögðu lijónin Guðgeir Jónsson og Guð- rún Sigurðardóttir um hjóna- band sitt, en þau héldu uppá 70 ára brúðkaupsafmæli sitt í gær. Guðgeir og Guðrún sem bæði 70 ára brúðkaupsafmœli sitt sögðu þau Guðrún og Guðgeir Guðgeir svarar: sem giftu sig 23 ára gömul. Þau eignuðust 7 börn og eru afkomendur þeirra nú um 60. Þar á meðal eru 2 barna-barna- barna-barnabörn og geri aðrir betur. En hvað er nú eftirminni- legast úr 70 ára hjónabandinu? Maður er nú farinn að ryðga í kverinu. Yfir- leitt eru minningarnar ánægju- legar en þó hefur gengið á ýmsu eins og gengur og gerist í lífinu. Ætli það sé nokkuð hægt að skera úr um hvað sé eftirminnilegast“ sagði Guðgeir að lokum. -K.Ól. Auglýsingamarkaðurinn Tveir milljarðar Blöðin ráða yfir 55 % af auglýsingamagninu. Útvarpsstöðvarnar samtals 24% Tveimur milljörðum var varið í auglýsingar síðustu 12 mán- uði samkvæmt úttekt Miðlunar, og er hér aðeins átt við birting- arkostnað. Hlutdeild dagblað- ánna er langstærst á auglýsing- amarkaðnunt eða tæp 55%. Næststærsti auglýsingamiðillinn er Rás 1, hlutdeild hennar er tæp 19%. í kjölfarið siglir Sjónvarpið með 13,4%. Á Rás 2 var auglýst fyrir 87,3 milljónir síðustu 12 mánuöi sam- kvæmt úttekt Miðlunar, sem er 4,5% af auglýsingum ársins. Byl- gjan fór vel af stað sinn fyrsta mánuð og fékk 9,5 milljónir fyrir auglýsingar í septembermánuði, um Vi%. Það er helmingi meira af leiknum auglýsingum en á Rás 2 í sama mánuði. Auglýsingar í tímaritum eru um 7,8% af heildinni. Þess skal getið að inni í þessum tölum er ekki fram- leíðslukostnaður, og þegar hlut- fallstölur eru nefndar er átt við magn auglýsinga en ekki kostn- að, sem er misjafn eftir miðlum. Hlutdeild blaðanna er þannig að Morgunblaðið er stærst, á eftir því kemur DV, þá NT/Tíminn, Þjóðviljinn, Dagur, Alþýðublað- ið og loks HP, en á síðastnefnda blaðinu er langmest sveifla í aug- lýsingamagni eftir mánuðum. í heildina litið er erfitt að draga ákveðnar niðurstöður af þessum tölum þar sem lítið er um saman- burðarheimildir, nema úr árs- skýrslum Ríkisútvarpsins. Þær sýna að nokkur samdráttur virð- ist hafa átt sér stað hjá Ríkisút- varpinu síðan á árunum 1981 oe 1982. Einnig má af þeim ráða að tölu- verður samdráttur í auglýsingum hafi átt sér stað á Rás 2 síðan í fyrrasumar. - vd. I Kaupmannahöfn íslendinga- útvaip Frá Gesti Guðmundssyni, fréttaritara Þjóð- viljans í Kaupmannahöfn: Þann 17. júní síðastliðinn hóf- ust útvarpssendingar á íslensku í Kaupmannahöfn og síðan í júlí er útvarpað vikulega í einn og hálf- an tíma á laugardagskvöldum. Útvarp Kaupmannahöfn send- ir fréttir að heiman, fréttir af fé- lagsstarfi íslendinga í Kaup- mannahöfn en annað efni er m.a. viðtöl, upplestur og tónlista- þættir. Fram að þessu hefur þetta starf byggst á þrem einstaklingum en nú hafa 15 manns tekið höndum saman um útvarpssendingarnar enda fer hlustun batnandi meðal íslendinga í Kaupmannahöfn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.