Þjóðviljinn - 22.10.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.10.1986, Blaðsíða 8
MENNING Sverrir Tómasson FÁTÆK BÓKASÖFN Erindi það sem hér fer á eftir var flutt á landsþingi bókavarða 11. sept. sl. Það birtist hér örlítið stytt Þegar handritadeila íslendinga og Dana stóð sem hæst fyrir hartnær tveimur áratugum voru andstæðingar afhendingar í Dan- mörku á einu máli um að íslend- ingar væru ekki menn til að takast á hendur rannsókn norrænna miðaldatexta: Á íslandi væru engin rannsóknabókasöfn; menntun íslenskra textafræðinga væri stórum ábótavant. Þeir hefðu flestir lagt stund á svoköll- uð íslensk fræði, en það væri ís- lensk tunga, bókmenntir og saga - og ekkert annað. Svo ýkjukenndur sem þessi málflutningur virtist vera, höfðu Danirnir þó margt til síns máls. Það var rétt að bókakostur ís- lensku safnanna beggja, Lands- bókasafns og Háskólabókasafns, var rýr í miðaldafræðum, þ.e. öllum þeim greinum sem skyld- astar voru forníslenskum bók- menntum. Ósatt var að íslenskir fræðimenn gætu ekki sinnt texta- fræðilegum rannsóknum. Aftur á móti var það réttilega athugað að nám í íslenskum fræðum væri of einhæft, en einmitt um þessar mundir var því breytt. Háskóla- kennurum varð þá loksins Ijóst að nemendur yrðu að kunna fleira en það sem íslenskt mátti kalla. Gagnrýni Dana var engin ný- lunda fyrir þá sem til þekktu. Sig- urður Nordal hafði þegar árið 1923 kvartað undan því í formála sínum að skýringum Völuspár að hann hefði neyðst til að dveljast utanlands í nokkra mánuði til að efna í útskýringar sínar, þar sem mikið skorti á að íslensk söfn ættu þær ritgerðir og bækur sem hann hefði þurft á að halda. Um þær mundir var Háskóli ís- lands enn á gelgjuskeiði, nem- endur fáir og lítil von til þess að þeir gætu nokkru sinni leyft sér að leggjast í rannsóknir hér á landi. Þar við bættist að norrænu- nám var þá og næstu áratugi nær einvörðungu bundið við íslensk efni. íslensk þjóðernisstefna var á þessum árum mjög sterk. Hún birtist t.d. mjög í túlkun íslenskra fornbókmennta eins ogglöggt má sjá í formálum að Islenzkum fornritum. Um of langa hríð voru fræðimenn önnum kafnir við að sannfæra lesendur um hve forn- bókmenntirnar væru íslenskar, hve lítið hefði verið þegið frá menningu annarra þjóða, útlend áhrif væru vart merkjanleg og ís- lensk menning væri sérstæðasti kúltúr í Evrópu. Þjóðernisstefnan Þótt þessum skoðunum væri haldið fram á prenti var mörgum íslenskum háskólamönnum þó vel ljóst að án erlendra bóka yrðu engin fræði stunduð hér á landi. En því miður varð þjóðemis- stefnan óbeint til þess að margir stjómmálamenn héldu að íslend- ingar þyrftu lítið á útlendum bókum og tímaritum að halda og síst af öllu fræðiritum. íslenskar fornbókmenntir em angi af evrópskum miðaldabók- menntum. Sannast sagna er ó- gjörningur að kanna þær að ein- hverju gagni án þess að grípa stöðugt til samanburðar og við- miðunar við aðrar evópskar bók- menntir frá sama méli. fs- lendingasögur eru að vísu sér- stæðar meðal evrópskra bók- mennta frá miðöldum, en þær hafa orðið fyrir margvíslegum áhrifum frá erlendri frásagnar- list. Eddukvæði og kveðskapur í fornaldarsögum er náskyidur fornenskum og fornháþýskum kvæðum. Staðgóð þekking á þeim tungum og bókmenntum þeirra er því nauðsyn þeim sem vilja rannsaka og túlka eddu- kvæði og fornaldarsögur. Hér við bætist að allmargar riddarasögur eru þýddar úr fornfrönsku og um svipað leyti var þessum frönsku riddarabókmenntum snúið á þýsku eða þær staðfærðar. Eng- inn sem kanna vill þessar bók- menntir getur látið hjá Iíða að gefa gaum að þessum ritum á frummálunum. En stór hluti forníslenskra bókmennta er af- sprengi kristinna trúarrita og kristinnar lífsskoðunar. Þetta eru bæði þýddar og frumsamdar helgisögur, kristin heimspekirit, mælskufræði sem samin er upp úr verkum kristinna málspekinga frá 4. og 5. öld e. Kr. Vegna þess hve mikinn þátt þessi rit eiga í forníslenskri menningu er nauðsynlegt að þekkja nákvæm- lega til þeirra og rannsaka hvern- ig þau voru þýdd og skilin, hver áhrif þeirra urðu á aðrar menntir í landinu. Allflest þessara verka þekkjast nú í prentuðum útgáfum. Flest menningarríki telja sér skylt að eiga þau í bókasöfnum sínum og þeim stofnunum öðrum þar sem einhver alúð er lögð við vísindi og fræði. En hvernig hafa þá íslensk bókasöfn staðið sig? Er unnt að stunda rannsóknir á skyldleika þessara rita við íslenskar bók- menntir hér á landi? Hvernig stendur íslenskur fræðimaður að vígi? Þarf hann að fara til útlanda til að stunda fræði sín? Hefur ástand íslenskra bókasafna nokk- uð breyst frá því að handritamál- inu lauk? Háskóla- bókasafnið Stofninn í ritum Háskólabóka- safns í miðaldaritum eru bækur Prestaskólans gamla. Patrologia Latina var t.d. keypt til skólans af framsýnum guðfræðingum. Þetta ritsafn sem löngum er kennt við útgefandann J. P. Migne er 221 bindi þar af eru þrjú sem hafa að geyma nafnaskrár. Þar er safnað saman verkum miðaldahöfunda, kirkjufeðra og annarra guðfræð- inga, allt til Innocentíusar 3. (d. 1216). Þetta ritsafn uppfyllir ekki strangvísindaleg vinnubrögð textafræðinga nú á dögum og má nú fá suma textana í betri útgáf- um. Franskur maður, Glorieux að nafni, tók að sér fyrir nokkr- um áratugum að lagfæra verkið og bók hans Pour revalorirer Migue er ómissandi, þegar verkið er notað. Þetta rit hefur ekki fengist keypt í Landsbókasafn eða Háskólabókasafn. Aðrir skyldir textar sem hverju háskólabókasafni væri nauðsyn að eiga, eru auðvitað ekki til hvorki í Háskólabókasafni né Landsbókasafni. Ég skal nefna til dæmis Corpus Christianorum Series Latina, en þessi ritröð hóf göngu sína 1954 og var ætlað að koma í stað Patrologia Latina. Gert var ráð fyrir að þetta verk væri í þremur deildum. Sú fyrsta átti að vera 180 bindi, sú næsta átti að birta verk guðfræðinga eftir daga Innócentíusar, 50 bindi samtals, en þriðja deildin væri rit á grísku. Þessi ritröð mun enn vera fáan- leg og hún ætti tvímælalaust að vera til hér á landi. í þessu safni er meðal annars besta útgáfan af De doctrina christiana eftir Ágústín- us kirkjuföður. En í þeirri bók er fleira en kristinfræði, því að þar eru kaflar um hvernig semja skuli bækur og ydda orð sín. í þetta rit hafa líklega fáir gluggað hér á. landi síðan munkarnir í Viðey höfðu það milli handa seint á 14. öld. Á síðustu öld hófu Bretar að gefa út mikið safn af heimildarit- um frá miðöldum: Rerum Brit- annicarum medii aevii, scriptor- es. Þessi ritröð gengur venjulega undir nafninu Rolls Series. Einn þeirra sem bjuggu bækur í þessari ritröð undir prentun var Eiríkur Magnússon bókavörður í Cam- bridge, en hann gaf út þar Tómas sögu erkibiskups í tveimur gerð- um. Ritröðin er ekki til heil hér á landi, en hrafl úr henni er til í Landsbókasafni og er upphaflega úr íþöku, skólasafni Mennta- skólans í Reykjavík, en Eiríkur hafði gefið þangað allmörg bindi. Þessi ritröð hefur verið ljósprent- uð og ættu söfnin að reyna að kaupa það sem á vantar til að hún sé heil. Arfur Prestaskólans Eins og ég minntist á hér að framan voru prestaskólamenri framsýnir og forsjálir. Þeir lögðu áherslu á það að kaupa hingað til lands bestu útgáfur af latneskum og grískum textum. Á síðustu öld hóf Landsbókasafn að kaupa rit- röðina, Early English Text Soci- ety, sem byrjaði að koma út 1869 og enn kemur út. Nokkrir tugir bóka voru keyptir, - en því síðan hætt. Ritröðin er enn fáanleg. Ekki hefur tekist að fá Lands- bókasafn til að kaupa það sem á vntar, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli allmargra manna. Sumir þesara texta eru náskyldir bókmenntum okkar frá 14. og 15. öld og mundu gagnast rannsóknarmönnum vel. Þjóðverjar byrjuðu eins og Betar á síðustu öld að gefa út heimildir um sögu og menningu miðalda. Þessi ritröð nefnist Monumenta Germaniae historica og skiptist í marga undirflokka og eru þessir helstir: 1) sagnaritarar (hér á meðal eru íslensk rit), 2) lög, 3) bréf, 4) gjörningar o.s.frv. Að auki birtust svo verk sagna- ritaranna sérprentuð með ræki- legum formálum í ritröðinni Scriptores rerum Germanicarum in usum scholarum en þetta rit- safn var Þjóðverjum álíka mikil- vægt og okkur eru íslenzk fornrit. í Landsbókasafni er fyrstnefndi flokkur ritraðarinnar til heill, en hrafl úr hinum undirflokkunum. Hvorugt safnanna virðist hafa hirt um að fylla í eyðurnar og það sem verra er að ekki er keypt árs- rit sem heigað er rannsóknum á þessum textum: Deutsches Arc- hiv fiir Erforschung des Mittelalt- ers. í báðum söfnum er til töluvert magn af textum á þjóðtungum en engin ritröð heil. Svo virðist að hending hafi ráðið hvað var keypt af textaútgáfum. Bagalegast er þó að ekki er til heil ein helsta útgáfa á fornenskum kvæðum, ritröð Krapp, Anglo-Saxon Poetic Records. Hörgull á tímaritum Þó að bókasöfn séu fátæk að textaútgáfum miðaldarita eru þau þó enn snauðari að eftir- heimildum, verkum og ritgerðum um þessar bókmenntir. Tímarit um þessi efni eru fá í söfnunum og það vantar tilfinnanlega tíma- rit eins og Archiv fúr Kulturgesc- hichte, Traditio og Viator, svo að einhver séu nefnd. Reyndar má segja að millisafnalán bæti að nokkru úr þessum skorti, en sá hængur er þar á að oft þarf að bíða lengi eftir ljósritum frá út- löndum. Upplýsingar um tíma- ritsgreinar eru og ósjaldan óná- kvæmar, því að bókfræðirit í þessum greinum eru af skornum skammti, t.d. vantar Bulletin Bi- bliographique de la Société Int- ernationale Arthurienne sem hef- ur að geyma upptalningu á því sem skrifað er árlega um riddara- bókmenntir. Revue d’historie ecclesiastique er heldur ekki keypt, en þar eru skráðar ritgerð- ir og bækur um kirkjusögu og trúarrit, og hefur mönnum ekki enn dottið í hug að fá í söfnin Zeitschrift fúr romanische Philo- logie, þar sem fylgir mikil bók- fræði um rómönsk mál. Um önnur uppsláttarrit gildir hið sama og um textana. Tilviljun virðist hafa ráðið hvaða verk voru keypt. Þó eru til bestu orða- bækur fornmálanna, en bagalegt er að vanta skuli í fornfrönsku orðabókina eftir Tobler. Ekki hef ég séð í söfnum hér Biblio- graphisches Handbuch der Sprachworterbúher eftir Þjóð- verjann Zaunmúller, en vera má að hún sé í geymslu eins og gaml- ar læknisfræðibækur Landsbók- asafns, þar sem ekki aðeins bóku- num er pakkað niður einhvers staðar í fjallabyggð heldur er hul- iðshjálmur yfir allri spjaldskránni um það efni svo að enginn maður getur séð hvað er til af hinni fornu list. Samanburður við Kiel Háskóli íslands er lítill á al- þjóðlegan mælikvarða. Þess vegna er erfitt að bera saman bókasafn hans við söfn annarra háskóla. Ég ætla þó að gera það. Ég þykist hafa þar nokkra við- miðun, því að ég hef bæði starfað við háskóla í Þýskalandi, Bret- landi og Bandaríkjunum. Við há- skólann í Kiel, Vestur-Þýska- landi er lítil norrænudeild. Þar stunda nám rúmlega hundrað stúdentar, en aðeins örfáir þeirra, oftast tveir eða þrír, leggja stund á forníslenskar bók- menntir. Bókasafn deildarinnar þar er samt stærra en hér. En það sem meira er um vert: Þjóðverjar hafa sameinað söfn þýsku og norrænu deildarinnar og skammt undan er safn sagnfræði-og latín- urita. Þetta safn rúmaðist í tveimur stórum sölum, ekki mikið stærri en stærstu stofurnar í Ámagarði. Borgin Kiel varð fyrir miklum loftárásum í síðasta stríði og stór hluti bókasafnsins eyði- lagðist í bruna. Deildabókasöfn- in em sérstakur hluti háskóla- bókasafns og hafa sjálfstæðan fjárhag. Þau eru flest byggð upp eftir stríð. Það eru ekki stórar fjárfúlgur sem veitt er til þessara safna, en samt sem áður hafa þau haft efni á því að eiga öll þau ritsöfn sem ég gat um hér að framan. í Kíel ríkti líka sá metn- aður meðal kennara og bóka- varða að láta ekkert gmndvallar- rit vanta í safnið og menn voru ófeimnir við að biðja yfirvöld um meiri peninga ef þess gerðist þörf. og Cambridge Háskólabókasafnið í Cam- bridge er eitt stærsta bókasafn í Bretlandi og geysilega ríkt. Þar eru ekki margir stúdentar sem leggja stund á norræn fræði, enda hefúr lítill áhugi verið þar á þeim fræðum um langt skeið. En bóka- safnið lét samt kaupa allar bækur um norræn fræði sem sérfræðing- ur þess lagði til að yrðu keyptar. Ekkert var til sparað að safnið mætti vera sem fullkomnast og gæti þjónað háskólanum sem best, fræðimenn gætu sinnt rann- sóknum sínum þar án þess að þurfa að bregða sér til Lundúna þar sem flestar prentaðar bækur veraldar eru til. Sömu sögu var að segja um háskólabókasafnið í Berkeley, Kaliforníu. Að vísu var rými þess safns takmarkað og varð oft að panta bók úr geymslu, en það tók 40 klst. Nú gæti einhver spurt: Er það ekki röng stefna að kaupa inn mikið af dýrum bókum fyrir fá- eina menn sem grúska í handrit- um og fornfræði? Er ekki réttara og ódýrara að kosta fremur utan- landsdvöl þeirra? Ef þessum spurningum væri svarað játandi, þá ættum við að skila handritun- um aftur til Danmerkur. Og ef við færum á annað borð að reikna, þá væri sennilega miklu ódýrara að kaupa bækurnar en leggja út fyrir dvalar- og ferða- kostnaði þeirra fáu miðaldafræð- inga sem hér búa. Dæmi munksins Sú skylda hvílir á okkur að rannsaka sögu okkar, bók- menntir og tungu hér á landi, ekki erlendis. Við getum ekki sinnt þessu verkefni nægilega vel nema því aðeins að bókasöfnin geti séð okkur fyrir þeim fræðirit- um sem við þurfum á að halda hverju sinni. Við þurfum líka að hafa þann metnað að vilja rann- saka okkar eigin bókmenntir frá öllum tímum og skrifa um þær á íslensku. Annars verður þjóðar- arfurinn að engu. Ef íslensk rannsóknabókasöfn treysta sér ekki til að sjá fyrir þörfum fræði- og vísindamanna og ýta undir metnað þeirra, þá ættu þau að fara að dæmi munks- ins sem greint er frá í miðaldariti nokkru. Múkinn unni bókum sín- um heitt líkt og Ingimundur prestur fóstri Guðmundar góða Arasonar. Hann hafði raðað þeim upp í gluggasylluna í klefa sínum og strauk stundum mjúkt um kili og blöð. En í hvert skipti sem hann leit út sá hann ganga framhjá örsnauða menn. Þetta rann honum til rifja og fannst blíðlæti sitt við bækur óþarfa munaður, svo að hann seldi skræðurnar, gaf andvirði þeirra fátækum mönnum og gekk suður. Er það ekki röng stefna að kaupa mikið af dýrum bókum fyrir fáeina menn sem grúska íhandritum ogfornfrœði? ... Ef þessari spurningu ersvarað játandi œtt- um við að skila handritunum aftur til Danmerkur. 8 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Miðvikudagur 22. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.