Þjóðviljinn - 22.10.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.10.1986, Blaðsíða 5
Pingsályktun Gróðahyggjan undir smásjá Pingmannanefnd kanni afleiðingar markaðshyggju ríkisstjórnarinnar Svavar Gestsson og Ragnar Arnalds hafa lagt fram tillögu á alþingi um skipun 9 manna nefndar sem kanni afleiðingar af þeirri óheftu markaðs- og gróða- hyggju sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur byggt stefnu sína á. „Ljóst er að markaðshyggjan - auðhyggjan - hefur sett svip sinn á allt þjóðfélagið í sívaxandi mæli,“ segir í tillögunni. „Ekki aðeins verslunarálagningu og vaxtaokur, heldur hefur stefnan einnig komið fram í öllu lífi fjöl- skyldnanna, lélegum kaupmætti launa, byggðaröskun og land- flótta, öryggisleysi í skólakerfinu og vannýtingu heilbrigðisstofn- ana langtímum saman.“ Nefndinni er ætlað að leita svara við því ma. hversu mörg nauðungaruppboð á íbúðarhús- næði hafa farið fram frá l.janúar s.l., - hve mörg bú hafa verið lýst gjaldþrota frá sama tíma, - hve mörg rúm á sjúkra- og öldrunar- stofnunum hafa verið ónotuð og hve lengi vegna skorts á starfsliði, - og hve lengi barnaheimili eða einstakar deildir þeirra hafa lok- ast vegna sömu ástæðna. Þá skal nefndin kanna niður- skurð á framlögum til menning- armála, Framkvæmdasjóðs fatl- aðra og framkvæmda í heil- brigðismálum allt frá 1983. Vaxtahækkunin skal einnig sett undir smásjá. Spurt er hverjir hafi einkum aukið eignir sínar á undanförnum árum, hver byggðaröskunin í landinu hafi verið, hve mörgum frystihúsum hafi verið lokað og hverju skuldir sjávarútvegsfyrirtækja nemi. Að lokum skal nefndin leita svara við því hve margir opinber- ir starfsmenn hafa sagt upp störf- um og hve langan tíma sbr. sjúkraliðar, hvernig kaupmáttur kauptaxta hefur þróast frá janúar 1983-janúar 1986 og hvernig vinn- utími hefur þróast á tímabilinu. Ætlast er til þess að nefndin starfi svo hratt að hún geti skilað áliti í Úr kaffistofu Alþingis, horft út eftir „kommaboröinu". Frá v. nýkratinn Stefán Benediktsson, Friðrik Sophusson varaform. Sjálfstæðisflokks- ins. Fyrir miðju situr Guðmundur J. Guðmundsson og honum til hægri handar Hjörleifur Guttormsson og Guðrún Helgadóttir. Sitthvoru megin við borðsend- ann standa þeir Björn Dagbjartsson og Garðar Sigurðsson íbyggnir á svip. Mynd E.ÓI. Ríkisjatan Hannes Hólmsteinn á fastan spena Sverrir plantar óskabarninu ífélagsvísindadeild Spurtum... ...viðskipti við herinn Svavar Gestsson spyr utanrík- isráðherra hvaða íslensk fyrir- tæki hafi viðskipti við bandaríska herinn hér á landi og biður um lista yfir 50 stærstu fyrirtækin og viðskipti þeirra sl. tvö ár. Þá spyr Svavar hversu mikil gjaldeyris- skil hafi verið vegna viðskipta við herinn sl. 3 ár og óskar eftir skrif- legu svari. ...Búseta Jóhanna Sigurðardóttir spyr fé- lagsmálaráðherra hvort félags- málaráðuneyti og fjármálaráðu- neyti hafi komist að sameigin- legri niðurstöðu um rétt félags- manna í Búseta til að stofna hús- næðissparnaðarreikninga sam- kvæmt ákvæðum laga nr. 49/ 1985. ...erfðafjárskatt Helgi Seljan spyr fjármála- ráðherra hvaða tekjur hafi orðið af erfðafjárskatti á árinu 1985 umfram þær 25 miljónir sem runnu í Framkvæmdasjóð fatl- aðra á því ári. í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir nýrri og óum- beðinni stöðu í félagsvísindadeild Háskólans, - stöðu lektors í stjórnmálaheimspeki. Næsta augljóst er að þar með verður hinn nýbakaði ríkisstarfsmaður og rannsóknalektor í sagnfræði, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, komin á fast í hinu eftirsótta rtkis- kerfl. Svo virðist sem ríkisstarfs- maðurinn Hannes Hólmsteinn sé ekki nógu öruggur með sig í stöðu rannsóknalektorsins, - þetta er ný staða sem ekki var auglýst og sætti mikilli gagnrýni. Það er aldrei að vita hvernig ráðherrar framtíðarinnar kunna að beita hnífnum gegn þvíumlíku. Það er nefnilega ekki rétt sem frjáls- hyggjumennirnir hafa predikað að rikisstarfsmenn séu ráðnir til eilífðarnóns. Því er eins gott að áætla fyrir nýja og fasta stöðu fyrir ríkisstarfsmanninn, - stöðu lektors í stjórnmálaheimspeki, en Hannes er einn um það hér á landi að leggja stund á þessa fræðigrein. Umsóknir um þá stöðu verða því vart margar. Nú er það að vísu svo að félags- vísindadeild hefur aldrei óskað eftir stöðu í þessari grein, enda hefur hún aldrei verið kennd þar, heldur í heimspekideild. Deildin hefur hins vegar lengi óskað eftir öðrum nýjum stöðum, nú síðast eftir þremur og fékk eina af þeim - dósentstöðu í aðferðarfræði. Hinum tveimur var hafnað en ný staða og óumbeðin færð deildinni með Hannesi á silfurfati. Hinu bíða menn spenntir eftir hver verður arftaki hans í rannsóknarlektoratinu. -ÁI. Miðvikudagur 22. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5 tæka tíð fyrir næstu alþingiskosn- ingar. -ÁI. Kosninga- skjálfti Framsóknarmenn reyna nú hver sem bctur getur að afneita einstaka liðum í fjárlagafrum- varpi Þorsteins Pálssonar. Stefán Valgeirsson segir í Degi í gær að hann hyggist ekki styðja frum- varpið vegna niðurskurðar á hafnarframkvæmdum og þrír þingmenn flokksins í efri deild höfnuðu í gær tillögum fjármála- ráðherra um niðurskurð á fram- lögum til ríkisútvarpsins, að ekki sé talað um hugmyndir hans um að selja Rás II, sem þeir taka ekki í mál. Helgi Seljan fagnaði þessum kosningaskjálfta Framsóknar- manna við umræður um lánsfjár- lög í efri deild í gær. Hann sagði að Framsóknarmenn hefðu verið orðnir svo samdauna íhaldinu að erfitt hefði verið að átta sig á því hver væri hver í þeim hópi. Til- burðir þeirra nú lofuðu því góðu. Haraldur Ólafsson gagnrýndi afstöðu Þorsteins til ríkisútvarps- ins harðlega og sagði fráleitt að selja ríkisstofnun sem kostaði, ekki grænan eyri, en Rásin skilar hagnaði sem kunnugt er. Jón Kristjánsson og Davíð Aðal- steinsson tóku í sama streng og krafðist Jón þess að lokið yrði við að leggja dreifikerfi Rásarinnar um allt land eins og lög byðu. -ÁI. Þorsteinn fær 120 miljónir Fjármálaráðherra fær á næsta ári heimild til að greiða 120 milj- ónir króna úr ríkissjóði m.a. vegna nauðsynlegra húsakaupa fyrir ríkisstofnanir. Þessi heimild hefur árlega ver- ið veitt vegna uppgjöra af ýmsu tagi, vegna húsakaupa og bóta- greiðslna, svo sem búfjársjúk- dóma. Heimildin í ár var ekki nema 28,6 miljónir og er skýring- in á þessari margföldun fjárhæð- arinnar nú væntanleg húsakaup fyrir ríkisstofnanir. í greinargerð með fjárlagafrumvarpi er bent á að leitað hafi verið leiguhúsnæðis fyrir t.a.m. Verðlagsstofnun, Lyfjanefnd, skipulagsstjóra, Hollustuvernd ríkisins og Hús- næðisstofnun ríkisins. Viðunandi leigukjör hafi ekki boðist. Þá er bent á að nokkur ráðuneytanna eru í dýru leiguhúsnæði og leigu- samningur fyrir húsnæði Hag- stofunnar rennur senn út. 5,5 miljónum verður veitt til Víðishússins og er ætlað til að ljúka ýmsum frágangi utanhúss. Þá eru 17 miljónir ætlaðar í stjórnsýsluhúsið á ísafirði, sem ætlað er að hýsa m.a. skrifstofu fógeta, skattstofu, lögreglustöð og fulltrúa verðlagsstjóra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.