Þjóðviljinn - 29.10.1986, Síða 1

Þjóðviljinn - 29.10.1986, Síða 1
október 1986 miðviku- dagur 246. tölublað 51. örgangur 1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA MINNING HEIMURINN VIÐHORF Iþróttir Fjórmenningaklíka Októberhlaup gegn bændum Harkalegar deilur á alþingi um nýja herferð Jóns Helgasonar. Steingrímur J. Sigfússon: Svikog lögbrot. Páll Pétursson: Óheft markaðshyggja rœður Þetta eru svik og þessi ráðstöf- un á fé framleiðnisjóðs brýtur gegn lögunum frá 1985, sagði Steingrímur J. Sigfússon í utan- dagskrárumræðu sem hann hóf í gær vegna nýrrar herferðar stjórnvalda til að fækka bænd- um. Steingrímur sagði vaska sveit manna nú ríða um héruð og bjóð- ast til að kaupa framleiðslurétt bænda fyrir fé úr framleiðnisjóði með þeim kostakjörum að slátur- hús yrðu opnuð strax fyrir þá sem vildu skera. Sendinefndin hefur hlotið nafnið „fjórmenningaklík- an“ meðai bænda og aðgerðin í heild gengur undir nafninu „októ- beráhlaupið“. Steingrímur sagði niðurskurð- arlotuna nú skipulagslausa og handahófskennda eins og annað af hálfu núverandi ríkisstjórnar. Greiðslur fyrir framleiðslurétt úr framleiðnisjóði sagði hann lög- brot, þar sem í 37. grein fram- leiðsluráðslaganna væri áskilið að fé sjóðsins skyldi notað til að mceta áhrifum samdráttarins, en ekki til að stuðla að frekari sam- . drœtti. Páll Pétursson formaður þing- flokks Framsóknarmanna og Pálmi Jónsson fyrrverandi land- búnaðarráðherra tóku undir gagnrýni Steingríms og fleiri Al- þýðubandalagsþingmanna. Páll sem ekki studdi lagasetninguna 1985 var mjög þungorður í garð Jóns Helgasonar ráðherra og sagði m.a. að fé framleiðnisjóðs væri nú notað í þágu óheftrar markaðshyggju - til að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátæk- ari. Smábændum væri att út í áhættusamar aukabúgreinar ein- göngu og þeir sem nú seldu fram- leiðsluréttinn út úr vandræðum gerðu jarðir sínar verðlausar og óbyggilegar. Heilu og hálfu sveitarfélögin gætu farið í eyði og sveitarstjórnir fengju ekki að vera með í ráðum. Pá sagði Páll þessa ráðstöfun á fé framleiðni- sjóðs ekki samrýmast anda lag- anna. „Framleiðnisjóði var ekki ætlað að koma landinu í eyði,“ sagði hann. Pálmi Jónsson sagði herferðina umdeilanlega - hún væri farin á alröngum tíma og skipulagslaus kaup myndu höggva þung skörð í byggðina. Aðrir stjórnarþing- menn vörðu Jón Helgason og fóru Egill Jónsson og Stefán Valgeirsson þar fremstir í flokki. Jón sagðist ekki sjá neitt athuga- vert við þessa ráðstöfun á fé framleiðnisjóðs og taldi gagnrýnina þungan dóm á for- ystumenn bændastéttarinnar þar sem sín stefna væri mörkuð í sam- vinnu við Stéttarsamband bænda. ÁI ísland tapaði naumlega, 21 -22 gegn Austur-Þýskalandi í hörkuspennandi landsleik í handknattleik í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Þjóðirnar mætast aftur á sama stað kl. 20.30 í kvöld. Kristján Arason skorar hór eitt marka íslands, Sigurður Gunnarsson er við öllu búinn. Mynd E.ÓI. Sjá bls. 15. Veikindaréttur Fiskverkakona hefur sigur Deilt um endurnýjun réttar til launa í veikindum þegar um ólíkan sjúkdóm er að rœða. Mál vinnstfyrir undirrétti á ísafirði Fiskverkakona á Hnífsdal hefur unnið mál gegn vinnuveitenda sínum fyrir undirrétti á ísafirði, og hefur vinnuveitandinn verið dæmdur til að greiða henni full laun fyrir tveggja mánaða veikindi á nokkurra mánaða tímabili árin 1984 og 1985. Ammundur Backman, sem rak málið fyrir hönd konunnar, sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að þar með hefði fengist Met Grennstur, minnstur, hæstur Jakarta - Grennsti maður Indó- nesíu (og þó víðar væri ieitað) er með 45 cm. mittismál, minnsti maðurinn er 55 cm. á hæð og sá hæsti er 240 cm. Úrslit sem þessi réðust í sér- stæðri keppni sem haldin er í Indónesíu með reglulegu milli- bili, hver grætur best, hlær best og hver getur staðið lengst á ein- um fæti hreyfingarlaus. Indónes- ísk hjón eiga metið fyrir lengst hjónaband í Indónesíu, 83 ár. Karlinn er 110 ára og konan eignaðist 11 börn og á nú 98 barn- abörn og barna-barnabörn. IH/Reuter dómur í máli sem lengi hefur ver- ið deilt um milli verklýðshreyf- ingar og VSÍ. Að sögn Arnmundar stendur deilan um hvort veikindaréttur launafólks endurnýist innan á- kveðinna tímamarka þegar um ó- líkan sjúkdóm er að ræða. Árið 1960 féll hæstaréttardómur í slíku máli á þá leið að rétturinn endur- nýjaðist þegar nýr sjúkdómur kæmi til sögunnar, en þá nam þessi réttur aðeins hálfum mán- uði á hverju 12 mánaða tímabili. Árið 1979 var lögum um rétt til launa í veikinda- og slysatilfellum hins vegar breytt þannig að fólk ætti rétt á launum í allt að 3 mán- uði. Með þeirri breytingu taldi VSÍ að hæstaréttardómurinn frá 1960 ætti ekki lengur við, en verkalýðshreyfingin var annarrar skoðunar. Nú hefur undirréttur staðfest þá skoðun að rétturinn endurnýist þegar nýr sjúkdómur kemur til. Konan á Hnífsdal var frá vinnu vegna veikinda frá 4. desember 1984 til 28. janúar 1985 og síðan aftur 5. mars til 4. aprfl 1985. Lögin gera ráð fyrir að fyrsta mánuð veikinda eigi maður rétt á fullum launum, en eftir það að- eins dagvinnulaunum. Vinnu- veitandinn leit þannig á að hann uppfyllti skyldur sfnar með því að greiða konunni fulla dagvinnu í síðara tilvikinu, en þar sem um annan sjúkdóm var að ræða þá, hefur vinnuveitandinn verið dæmdur til að greiða full laun fyrir þann mánuð. Ekki er enn vitað hvort dómnum verður áfrý- jað til hæstaréttar. _gg Rainbow-málið Samþykkt Rainbow-samningurinn va samþykktur á alþingi í gær me atkvæðum stjórnarliðsins o; krata, gegn atkvæðum Alþýðu bandalags og Kvennalista. At hygli vakti að samþykktar vori aðeins ensk útgáfa á samningn um. Áður hafði frávísunartillag: Hjörleifs Guttormssonar verií felld, en hann sagði kjarna samn ingsins að samningsbinda aronsk una að því er varðar hergagna- o| vöruflutninga á sjó fyrir banda rfska setuliðið hér á landi. Hjörleifur sagði ljóst að hé héngju á spýtunni 400 miljónir ís lenskra króna eða um 10 miljóni bandaríkjadala fyrir flutning á V. þúsund tonnum á ári. Svo mikic hefði legið við að ekki dytti eim dollar undir borðið, ac stjórnvöld hefðu ekki einu sinn gefið sér tíma til að þýða samn inginn á íslensku. Hugsunin að baki væri að ís lensk fyrirtæki ættu að hafa sen mest upp úr veru erlends herliðs landinu. Samingurinn myndi tor- velda íslendingum enn frekar ac taka afstöðu til veru hersins ár tillits til efnahagslegra hags- muna.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.