Þjóðviljinn - 22.11.1986, Page 2
SPURNINGIN'
Hvað ferðu með í helgar-
innkaupin?
Steinunn Vilhjálmsdóttir:
Ég fer meö svona 2700 krónur
fyrir okkur tvö. Mér finnst þaö nú
mikið miðað við launin.
Hanna María Kristjónsdótt-
ir:
4-5 þúsund krónur. Við erum 5 í
heimili. Þetta er allt of mikið, það
fer svo að segja allt kaupið í
kaupmanninn.
Sigurlaug K.
Unnsteinsdóttir:
Við erum fjögur í heimili og
kaupum inn fyrir svona 1500
krónur. Það kemur nú til af því að
við erum með frystikistuna fulla
af kjötvörum og kaupum því mjög
sjaldan kjöt.
Ólafur Þ. Jónsson:
Ég er að kaupa fyrir fimm manns
og það kostar um 4000 krónur.
Það er nú nokkuð vel sloppið, en
ef þú miðar þetta við kauptaxta
verkalýðsfélaganna lítur dæmið
svolítið öðruvísi út.
Eyrún Kristinsdóttir:
Ég fer með 4-5 þúsund fyrir okkur
fimm, hjónin og þrjú börn. Mér
finnst þetta satt að segja mjög
mikið, en ég get ekki án þess ver-
ið sem er hérna í körfunni hjá
mér.
FRÉTTIR
Tekist á við Sálumessu Mozarts. Hörður Áskelsson stjómar Modettukórnum á æfingu í Hallgrímskirkju. Ljósm. Sig.
Tónlist
Hallgrímskirkja er hljóðfærí
Módettukórinnflytur Sálumessu Mozarts ídag. Aukatónleikar á mánudag
Hallgrímskirkja er eins og stórt
hijóðfæri, sem læra þarf á með
reynslunni, sagði Trausti Þór
Sverrisson úr Módettukór Hall-
grímskirkju í samtali við Þjóð-
viljann, en kórinn flytur Sálu-
messu Mozartsíkirkjunni kl. 17 á
sunnudaginn.
Þetta eru fyrstu stóru tónleik-
arnir í kirkjunni frá því að hún
var vígð, og munu margir bíða
spenntir eftir að heyra hvemig
hún nýtist til tónlistarflutnings.
Trausti sagði að hljómburður-
inn í kirkjunni lofaði góðu og allt
benti til þess að hann myndi
henta kirkjutónlist sérstaklega
vel. Trausti sagði að tónn lifði í 7
sekúndur í kirkjunni tómri, en
þessi tími styttist um 3 sekúndur
ef hún er fullsetin fólki.
Hallgrímskirkja skapar ný við-
horf til tónlistarflutnings hér á
landi, sagði Trausti, þar sem ekki
eru til sambærilegir salir hér á
landi. Sagði hann að kirkjan
myndi trúlega henta síður til
flutnings hljómsveitarverka, en
munurinn á Hallgrímskirkju og
Langholtskirkju, þar sem einnig
er góður hljómburður, væri fyrst
og fremst fólginn í því að ómtím-
inn í Hallgrímskirkju væri Iengri.
Hins vegar er hægt að stytta óm-
tímann með ýmsum ráðum, auk
þess sem möguleiki væri á að
flytja tónlistina úr miðri kirkj-
unni eða jafnvel að skipta kórn-
um á tvo staði. í þessu sem öðru
þurfum við að læra af reynslunni,
sagði Trausti, en hins vegar virtist
hljómurinn dreifast nokkuð jafnt
um alla kirkjuna þótt sungið sé úr
kórnum. Sálumessa Mozarts
verður nú flutt úr kórnum.
Kórfélagar eru 60 en auk þess
leikur 30 manna kammerhljóm-
sveit. Einsöngvarar verða þau
Sigríður Gröndal, Sigríður Ella
Magnúsdóttir, Garðar Cortes og
Kristinn Sigmundsson. Kons-
ertmeistari er Szymon Kuran en
Prófkjör fer fram hjá Alþýðu-
flokknum í Reykjavík um næstu
helgi og gefst þátttakendum kost-
ur á að velja frambjóðanda í 4.
sæti listans, en þrír eru um hit-
una.
Framboðsfrestur vegna próf-
kjörsins rann út í vikunni og barst
aðeins 1 framboð í hvert þriggja
efstu sætanna, Jón Sigurðsson,
stjórnandi er Hörður Áskelsson.
Sálumessa verður flutt aftur á
mánudag kl. 20.30. ólg
Jóhanna Sigurðardóttir og Jón
Baldvin Hannibalsson sem öll
eru sjálfkjörin.
Um fjórða sætið slást þau
Björgvin Guðmundsson, Jón
Bragi Bjamason og Lára V. Júlí-
usdóttir. Frambjóðendurnir
halda sameiginlegan kynningarf-
und í Broadway á sunnudag kl.
14.00.
Athugasemd
A Iþýðuflokkurinn
Prófkjör um 4. sæti
Ráðstefna
Laun í f iski
í dag gengst Fiskiðn fyrir ráð-
stefnu um launakjör f fískiðnaði á
Hótel Hofi við Rauðarárstíg í
Reykjavík.
Þar tala Ágúst Elíasson frá
VSÍ, Hrafnkell A. Jónsson Eski-
firði, Björn Grétar Sveinsson
Hornafirði, Gísli Erlendsson frá
Rekstrartækni, Marteinn Frið-
riksson Sauðárkróki, Einar Víg-
lundsson Þórshöfn, Andrés
Þórðarson Verkfræðistofunni
Vistu og Snorri Styrkársson frá
Fiskiðn, fagfélagi fiskiðnaðarins.
Á eftir verða umræður.
Ráðstefnan verður sett kl. 10
og stendur til 16.30.
Gunnar Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Starfsmannafélags
ríkisstofnana, stéttarfélags míns
og þar sem ég er stjórnarmaður,
gerir hér í blaðinu í dag að um-
talsefni frétt í Stöð 2 fyrir röskum
tveim vikum. í þeirri frétt var
sagt frá því að framboði mínu í
forvali Alþýðubandalagsins væri
sérstaklega beint gegn Þresti Ól-
afssyni, framkvæmdastjóra
Dagsbrúnar. Gunnar kvartar yfir
því að engin athugasemd hefði
komið frá mér vegna þessarar
fréttar (sem hann tímasetur rang-
lega).
Fyrrgreind frétt var að sjálf-
sögðu að öllu leyti á ábyrgð
Stöðvar 2, þar staðfesti ég að vísu
hluta þessarar fréttar, en aðeins
hluta. Það er alltaf spuming hve
langt á að ganga í að leiðrétta á
opinberum vettvangi stílfæringar
og dramatík fjölmiðla, sem
standa í harðri samkeppni. Þess
má þó geta að sjónvarpsstöðin
sleppti mikilvægum skýringum
og fyrirvörum í fyrrgreindri
„staðfestingu“ minni.
En það er rétt að ein af mörg-
um ástæðum þess að ég gaf kost á
mér í forvali Alþýðubandalagsins
var sú að ég taldi óheppilegt ef
enginn félagsmaður BSRB væri
ofarlega á lista Alþýðubanda-
lagsins ef þar væru saman ofar-
lega forseti ASÍ og framkvæmda-
stjóri Dagsbrúnar. Þetta ber að
skoða í ljósi þess að ég styð fors-
eta ASÍ, Ásmund Stefánsson, í
forvalinu. Opinberir starfsmenn
eru þriðjungur allra launþega á
höfuðborgarsvæðinu og skv.
skoðanakönnunum er fylgi Al-
þýðubandalagsins mest meðal
þeirra af öllum atvinnuhópum.
Gunnar Gunnarsson ber bæði
lof og löst á Þröst sem samnings-
aðila atvinnurekendamegin við
samningsborðið árin 1980-1983.
Auðvitað er enginn algóður eða
alvondur eb misjafnt metum við
mennina og ég hygg að ekki séu
allir sammála öllu lofinu (eða
lastinu) hjá Gunnari. En einnig
eru margir BSRB félagar ósáttir
við framkomu Þrastar sem fram-
kvæmdastjóra Dagsbrúnar í
verkfalli BSRB haustið 1984.
21. nov. 1986
Jóhannes Gunnarsson
S Fjórði hamborgarinn!
WÁ Hvernig var með
Tf'l | megrunarkúrinn??
Hvað með
yfirlýsingarnar
um viljastyrk og
einbeitingu?
Át þær líka
ofaní mig
MM.V9
t
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. nóvember 1986