Þjóðviljinn - 22.11.1986, Side 4

Þjóðviljinn - 22.11.1986, Side 4
___________LEIÐARI ______ Ihaldið og Albert Framboösraunir Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík sýnast þyngri en tárum taki. Og fátt bendirtil aö þeim muni Ijúkaá næstunni. Þannig eru forystugreinar Morgunblaðsins fullar með skuggalegum spádómum sem ekki er hægt aö túlka öðruvísi en sem fyrirboða sögulegra átaka áöur en framboðslistinn í Reykjavík verður full- hamraður. Enn stendur mönnum í fersku minni ágrein- ingurinn sem varð kringum prófkjörið í Reykja- vík. Gráar fyrir járnum stóðu þá fylkingar and- spænis hvorannarri,- þeir sem studdu Albert og þeir sem voru á móti Albert. Innan fjandafylkingar Alberts sáði að vísu flokksforystan fræjum sundrungarinnar, sem með dyggri aðstoð Morgunblaðsins leiddi til þess að andstæðingar Alberts komu sér ekki saman um kandídat í efsta sætið gegn Hafskip hf. Og „það sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann“, - eftir að Birgir ísleifur, Friðrik Sophusson og Eykon höfðu slegist inn- byrðis sigldi Albert framúr og kom fyrstur til hafnar.Meðlangt innanvið40prósent atkvæða í fyrsta sætíð og ótrúlega litlausan lista á bak við augum kjósenda þýddi þetta að sjálfsögðu ekkert annað en fyrirgefningu syndanna til handa Hafskip hf. Sjálfstæðisflokkurinn gekk með þessu fram fyrir skjöldu og endurreisti þá sem í augum alþjóðar voru siðferðilega ábyrgir. Með úrslitunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins var fáni Hafskips dreginn að húni, - flokkur- inn kaus sér að heyja kosningabaráttuna með hann að oddveifu. Skoðun þjóðarinnar á tengslum Alberts Guð- mundssonar við Hafskip hf. var einkar skýr. Hann er talinn siðferðilega ábyrgur. Það kom gjörla fram í skoðanakönnun HP, þar sem yfir 70 prósent aðspurðra töldu að ráðherrann ætti að segja af sér. Kjör Alberts í efsta sætið á framboðslistanum gat því aldrei orðið annað en ávísun á fylgistap. Fjölmargir af heiðarlegum stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins litu á tengsl hans við Haf- skip sem hneyksli sem flokkurinn yrði á ein- hvern hátt að þvo af sér. Niðurstaða prófkjörs- ins hlaut að verða reiðarslag fyrir þetta fólk, og rökrétt að það liti í f ramhaldinu til annarra flokka. Þetta hefur nú verið staðfest af skoðana- könnun Félagsvísindastofnunar, sem birtist fyrir nokkru. Þar kom í Ijós, að meðan Sjálfstæðisflokkur- inn tapaði um tveimur prósentum í kjördæmum utan suðvesturhornsins, þá missti hann meira en þrefalt meir eða 7,2 prósent, af fylgi sínu í Reykjavík. Þetta stafar auðvitað að verulegu leyti af kjöri Alberts Guðmundssonar í efsta sæti fram- boðslistans. Tapið á landsbyggðinni kann einn- ig að eiga nokkrar rætur til þeirrar niðurstöðu, - því sömuleiðis þar hlýtur áréttun á tengslum flokksins við Hafskip að rýra fylgi flokksins. Forysta flokksins gerir sér grein fyrir þessum mikla veikleika. Þess vegna eru nú uppi sterkar raddir um að breyta niðurstöðum prófkjörsins í Reykjavík. Færa Albert niður og setja nýjan mann í efsta sætið, - eða hreinlega varpa Albert á dyr, allt eftir því hvernig þróunin verður á næstu mánuðum. Morgunblaðið leggur sér- staka áherslu á þennan möguleika í forystu- grein sinni síðastliðinn sunnudag: „Sé það mat manna að ánægja með röðun á framboðslista vegi þungt í svörum kjósenda í könnun Félags- vísindastofnunar, er enn tækifæri til breytinga." Nú hafa gerst atburðir, sem enn frekar auka líkur á því að staða Alberts á framboðslista flokksins í Reykjavík dragi úr fylgi hans. í HP í vikunni er staðhæft, að mjög víðtæk rannsókn fari nú fram hjá embætti ríkisskattstjóra og skattrannsóknastjóra á „skattalegri hlið Haf- skipsmálsins". í framhaldi af því kveður blaðið að búast megi við málaferlum á hendur Albert Guðmundssyni. Þetta hlýtur að veikja enn tiltrú manna á lista Sjálfstæðisflokksins. Fyrir bragðið hlýtur sá möguleiki sem Morgunblaðið reifar í fyrrnefndri forystugrein að verða enn nærtækari en ella. -ÖS UIIIUIAUUIÍUUIUIUIUIUIUUIUIIUIIUIIIII þJÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefarvdi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðinsson. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: GarðarGuðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason, Sigurður Á. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, GarðarSigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingastjóri: Sigriður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Ðára Sigurðardóttir, Krístín Pétursdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, síml 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.