Þjóðviljinn - 22.11.1986, Side 5
Ruglingur úr Seðlabankanum
Stjórn Seblabankans vill gefa einkaframtakinu nýjan einkabanka í viðbót við
Hafskipsskattinn. Kostar skattborgarana langt yfir miljarð
Ófyrirleitnasti hluti einka-
framtaksins sökkti Utvegsbank-
anum niður á nírætt dýpi og
margt benti til að þar væri um
vélað með prettum og lævi.
Hafskipsskatturinn sem þjóðin
þurfti að greiða af þessum sökum
gegnum Utvegsbankann var upp
ó nærfellt þúsund miljónir.
í marmaraklæddri höll í miðju
Reykjavíkur sitja mannvits-
brekkur við kringlótt borð og
reikna. Þeir eru að reikna hvern-
ig einkaframtakið í gervi þjóðfél-
agsstoða úr kaupsýslugeiranum
geti enn grætt á gjaldþroti Út-
vegsbankans og Hafskips - og
sem endranær á kostnað skatt-
borgaranna.
Þetta er svokölluð stjórn Seðl-
abankans. Valinkunnir sæmdar-
menn. Eða þannig. Þeir Geir og
Jóhannes, Tommi á teppinu og
allt þeirra marglita lið.
Auðvitað brugðust þeir ekki
sínu fólki fremur en fyrrum. Og
það þurfti í sjálfu sér ekki
reikningsgáfu Sölva Helgasonar
til að geta spáð því fyrirfram að
tæpast mundi lausn Seðlabank-
astjórnar verða skattborgurun-
um útlátalaus.
Enda kom á daginn, að komp-
aníið í Seðlabankanum ætlar að
bjóða þjóðinni upp á mammons-
musteri sem á að rísa á rústum
Útvegsbankans, - og kostar
þjóðina að minnsta kosti annan
miljarð í viðbót.
Hriplekur
rökstuðningur
Stjórn Seðlabankans vill að hið
opinbera beiti sér fyrir, að það
sem eftir er af Útvegsbankanum
verði sameinað tveimur hlutafé-
lögum, Iðnaðarbankanum og
Verslunarbankanum, og úr þessu
verði smíðaður einn, stór hlutfé-
lagsbanki. Síðan á Seðlabankinn
að leggja fram verulegt hlutafé
(alls 750 miljónir) til hins nýja
einkabanka.
Frá því er skemmst að segja, að
rökstuðningur stjórnar Seðla-
bankans við þetta nýja ævintýri
minnir helst á hrip. Hann lekur
alls staðar.
Fyrir það fyrsta er alls ekki gert
ráð fyrir því í lögum um Seðla-
bankann að hann geti lagt fram
hlutafé í fyrirtæki. Það má því í
rauninni segja, að tillagan frá
stjórn Seðlabankans sé í and-
stöðu við ríkjandi lög.
Fyrir þá sem hafa gaman af
meinhæðni sögunnar má svo líka
minna á, að það er giska skammt
síðan núverandi ríkisstjórn seldi
hlutabréf sín í Iðnaðarbankan-
um, við dynjandi lófatak postula
frjálshyggjunnar. Og allir vita
það ofurkapp sem lagt er á sölu
hlutabréfa ríkissjóðs í fyrirtækj-
um, enda hrósar frjálshyggju-
armur Sjálfstæðisflokksins sér af
fáu jafn mikið. Þess vegna felst
skondin þversögn í því að Seðla-
bankinn, og þarmeð ríkið, vill nú
leggja fram stórfé til að búa til
nýjan banka.
Hver
á að kaupa?
Stjórn Seðlabankans freistar
þess í tillögum sínum að setja
undir þennan leka, en tekst
óburðuglega. Hún kveðst munu
selj a sín hlutabréf og segir orðrétt
að „reynt verði að ljúka sölu
þeirra á ekki lengri tíma en þrem-
ur árum“. En þetta vekur auðvit-
að grimmar spurningar: Ef til eru
aðilar sem kynnu að hafa áhuga á
hlutabréfum Seðlabankans í hin-
um fyrirhugaða banka hvers
vegna eru þeir einfaldlega ekki
látnir leggja það hlutafé fram
strax?
Er ekki sannleikurinn sá, að
þessir aðilar eru ekki til í dag - og
verða það ekkert frekar að liðn-
um þremur árum?
Að sjálfsögðu. Það er mjög
óvíst að nokkurn tíma finnist
kaupandi að hlutabréfum Seðla-
bankans á viðunandi verði, hvað
sem líður frómumu óskum
mannvitsbrekknanna í marmara-
höllinni.
Forystumönnum í bankakerf-
inu virðist einatt ganga treglega
að fóta sig á hinu siðferðilega
svelli. Hafskip og Útvegsbankinn
eru auðvitað lifandi (eða dautt?)
dæmi um það. En sami siðferðis-
skorturinn skýtur upp kolli á
einkar glöggan máta í tillögum
stjórnar Seðlabankans um nýjan
hlutafélagsbanka. Það er öllum
ljóst, að verð á hlutabréfum hins
nýja banka færi eftir því hvernig
honum tækist upp í samkeppn-
inni við hina viðskiptabankana.
Seðlabankinn á því beinna
hagsmuna að gæta og eftir því
sem honum tækist að hasla nýja
bankanum betri völl á kostnað
annarra viðskiptabanka yrði
ábati Seðlabankans meiri. Þetta
eru auðvitað óeðlileg tengsl og út
frá þessum sjónarmiðum væri
eign Seðlabanka í slíkum einka-
banka allsendis óviðeigandi.
En fyrst minnst er á siðferði, þá
er ekki úr vegi að minna á lítið
atriði. Davíð Scheving er stjórn-
arformaður Iðnaðarbankans,
sem mest þarfnast samruna inní
hinn fyrirhugaða nýjabanka. Da-
víð er líka einn af fyrrverandi
stjórnarmönnum Hafskips. Þar
stóð hann að ákvarðanatöku,
sem síðar leiddi til gjaldþrots
Hafskips og Útvegsbankans. Er
það ekki dæmigert fyrir íslenska
athafnamenn, að nú vill sami
maður að ríkið færi sér og sínum
850 miljónir til viðbótar öðru, inn
í nýja bankann?
Þverstæður
Þeim rökum er beitt af hálfu
Seðlabankans að Iðnaðarbanki
og Verslunarbanki séu of smáar
og óhagkvæmar rekstrareiningar
og því sé rétt að arfleiða þá að
jarðneskum reytum Útvegsbank-
ans. Enda sé eðlilegt - segir í
skýrslu stjórnarinnar - „að ríkis-
bankar og einkabankar af svip-
aðri stærð geti keppt á milli sín.“
Það er allt að því broslegt að sjá
staðhæfingar á borð við þessar
hrjóta úr pennanum þeirra sem
mest hafa lofað markaðinn og
prísað. Vissulega kann að vera að
fyrrnefndir bankar tveir séu „of
smáir“. En samkvæmt lögmálum
markaðarins ræðst smæð þeirra -
eða stærð - ekki af neinu öðru en
því hvert viðskiptamennirnir
vilja helst sækja. Víst kann rétt
að vera hjá eigendum Iðnaðar-
bankans og Verslunarbankans að
þeim gangi ekki nógu vel að
vinna markað, og vilji verða
stærri með einhvers konar sam-
einingu. En þá er heldur ekkert á
gervöllu jarðríki sem kemur í veg
fyrir að jjessir bankar tveir sam-
einist, - án íhlutunar Seðlabank-
ans eða ríkisvaldsins.
Og ríkisstjórn, sem er nýbúin
að hælast um af sölu eigin hluta-
bréfa í Iðnaðarbankanum getur
tæpast lagt í stórfelld fjárútlát til
að kaupa hlutabréf í öðrum
banka, án þess að illar grun-
semdir vakni um að einhver sé að
hygla einhverjum...
Hver hyglar
hverjum?
En hver hyglar þá hverjum? - í
Iðnaðarbankanum og Verslunar-
bankanum ráða öfl, sem eru jafn-
framt mjög áhrifamikil innan
Sjálfstæðisflokksins, sem hefur
lagt ofurkapp á sameiningu bank-
anna tveggja við Útvegsbanka-
hreyturnar.
Við slíkum samruna yrði hlut-
afé ríkisins 850 miljónir (auk mun
meiri framlaga í öðru formi).
Þessi mikla upphæð myndi gagn-
ast bönkunum tveimur einkar
vel, því satt að segja gæti staða
þeirra - að minnsta kosti Iðnað-
arbankans - verið betri í dag.
Iðnaðarbankinn hefur að vísu
statt og stöðugt haldið því fram,
að mál hans væri í góðum gangi,
og hann hefði engin slæm útlán á
sínum bókum. En hvað með
Trésmiðjuna Víði? Sjallan á Ak-
ureyri? Alpan?
Bókvísir menn í bankaheimin-
um telja ekki fráleitt að Iðnaðar-
bankinn sé með a.m.k. nær 200
miljónum undir í mjög erfiðum
lánum.
Enn má svo benda á atriði sem
slægur er í fyrir einkabankana
tvo. Um nasstu áramót mun eign-
fært tap Útvegsbankans verða
um 600 miljónir króna. Þetta tap
vill Seðlabankinn að hinn nýi
hlutafélagsbanki fái að nýta sér til
frádráttar frá skattskyldum tekj-
um næstu ára. Miðað við 50 pró-
sent skatthlutfall er þetta hrein
gjöf upp á 300 miljónir króna.
Þannig að enginn ætti að fara í
grafgötur með hverjum er verið
að hygla.
Tvöfalt
kerfi
Flestir vita, að einna erfiðastir
viðskiptavina bankanna eru
undirstöðuatvinnuvegirnir, svo
sem sjávarútvegurinn, sem Út-
vegsbankinn þjónustaði með
prýði. Þeim kaleik á hins vegar að
létta af hinum fyrirhugaða hlut-
afélagsbanka, samkvæmt til-
lögum Seðlabankans. Samkvæmt
þeim yrði nýi bankinn nefnilega
með 23 afgreiðslustaði á Reykja-
víkursvæðinu, en ekki nema 9 á
landsbyggðinni. Búnaðarbank-
inn og Landsbankinn yrðu hins
vegar með samtals 51 útibú á
landsbyggðinni, en ekki nema 22
á Reykjavíkursvæðinu.
Þannig á að setja upp tvöfalt
kerfi. Stóran einkabanka á
Reykjavíkursvæðinu þar sem
bankarekstur er auðveldastur, en
hina erfiðu þjónustu við frumat-
vinnuvegina á landsbyggðinni á
ríkið að taka á sig gegnum ríkis-
bankana.
Mikill
kostnaður
Hlutafé hins nýja banka á að
vera 1700 miljónir, og af því á
ríkið gegnum Seðlabankann að
greiða 850 miljónir. Að vísu á síð-
an að reyna að selja hlutabréf
ríkisins á næstu þremur árum, en
einsog áður er búið að benda á
eru engar líkur á að það gangi vel.
Ríkið þarf hins vegar að greiða
miklu meira en 750 miljónir -
þegar upp er staðið.
Hlutafé Verslunarbankans og
Iðnaðarbankans ætti að vera
jafnt og hlutur ríkisins, eða 750
miljónir. En í besta falli verða
eigur þessara tveggja banka ekki
nema 550 miljónir f lok ársins.
Þarna vantar því 300 miljónir.
Mun ekki ríkið þurfa að útvega
þær?
Nýi bankinn á að yfirtaka lán
og skuldbindingar Útvegsbank-
ans sem verða þó áfram í ríkisá-
byrgð. Verði afföll á greiðslum
getur því bankinn gengið beint í
ríkissjóð. Útlán Útvegsbankans
eru nú um 5 miljarðar og varla
ofætlað að ríkissjóður beri 2-300
miljónir af því þegar upp er stað-
ið.
Jafnframt gera tillögurnar ráð
fyrir að ríkissjóður komi Útvegs-
bankanum upp á núll áður en til
sameiningar komi, og ríkissjóður
getur tæpast gert sér vonir um að
sleppa með minna en hundrað
miljónir.
Þegar kurl eru komin flest til
grafar, þá er ólíklegt að ríkissjóð-
ur sleppi með minna en 1450 milj-
ónir, sem á einn eða annan máta
þarf að verja til hins nýja banka.
Þá eru meira að segja ótaldar
þær rösklega þrjú hundruðmilj-
ónir sem ríkið þarf að taka á sig
vegna lífeyrissjóðsgreiðslna á
vegum Útvegsbankans.
I ljósi þessa er einfaldlega
hlægileg sú staðhæfing sem kem-
ur fram í skýrslunni, að með sam-
einingu Útvegsbanka við Iðnað-
arbanka og Verslunarbanka spari
ríkissjóður sér þúsund miljónir.
Rétta leiðin
Staðreyndin er sú, að rétta
leiðin úr ógöngunum sem bank-
akerfið rataði í við hrun Útvegs-
bankans væri að sameina hann
Búnaðarbankanum. í skýrslu
stjórnar Seðlabankans eru engin
rök færð gegn þeirri leið.
Það er rétt að ítreka, að ríkið
losnar í sjálfu sér ekki við neina
ábyrgð með því að fá einka-
bönkunum sem mest af banka-
rekstrinum í hendur. Reynslan
frá Bandaríkjunum, og raunar
víðar, sýnir að þegar einkabank-
ar lenda í erfiðleikum blandar
ríkisvaldið sér í leikinn í formi
Seðlabanka eða svipaðra stofn-
ana, og tryggir að innlán borga-
ranna tapist ekki. Þannig kemur
hið opinbera í veg fyrir að trú
manna og traust á ríkjandi
peninga- og bankakerfi hrynji.
Ríkið losnar því alls ekki við
ábyrgð sína með því að fela
einkabönkum reksturinn í hend-
ur, en sleppir hins vegar færi sínu
á að hafa áhrif á reksturinn sjálf-
an.
Mun betri leið er sú að efla
ríkisbankana, í þessu tilviki með
því að steypa saman Búnaðar-
banka og Útvegsbanka og greiða
götu þess banka sem þá verður
til.
En mennirnir við kringlótta
borðið í marmaramusterinu við
Arnarhól mega vitaskuld ekki til
þess hugsa. Þeir eru fulltrúar fé-
sýslu áfram, sem vilja græða enn
meir á Hafskipsævintýrinu. Vilja
í viðbót við Hafskipsskattinn fá
heilan einkabanka svo að segja
gefins.
Þeir kunna á kerfið, þessir kall-
ar.
Össur Skarphéðinsson
Laugardagur 22. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5