Þjóðviljinn - 22.11.1986, Síða 6

Þjóðviljinn - 22.11.1986, Síða 6
IÞROTTIR Evrópukeppni bikarhafa Þrjú mörk þó ekki nóg með Júgóslövunum Gylfi Birgisson fékk oft óblíðar móttökur hjá sterkri vörn Júgóslavanna og hér er honum kyrfilega haldið af tveimur þeirra. Gylfa tókst þó að skora með nokkrum glæsilegum langskotum í leiknum. Mynd: E.ÓI. Stjarnan getur borið höfuðið hátt eftir 20-17 sigur á Dinos Slo- van frá Júgóslavíu i Laugardals- höllinni f gærkvöldi þrátt fyrir að hann dygði þeim ekki til að kom- ast í 8-liða úrslit Evrópukepp- ninnar. Garðbæingar áttu aldrei virkilegan möguleika á að vinna upp sjö marka forskot Júgósla- vanna úr fyrri ieiknum - hefðu þeir þó nýtt hraðaupphlaup á 10. mín. seinni hálfleiks og komist þar í 14-10 er ekki að vita hvað hefði gerst. „Við sýndum í þessum leik að við erum með gott lið á á réttri leið og það skipti sköpum að Páll Björgvinsson lék loksins með frá byrjun. Það var gífurleg barátta hjá okkur og þetta er skemmtilegasti leikurinn á mín- um ferli þó maður sé ekki ánægð- Hafnarfjörður - Garðabær Okkur vantar umboðsmann í Hafnarfirði oa Garðabæ, frá og með næstu mánaðamótum. I starfinu felst að ráða blaðbera fyrir svæðið, koma blöðunum til blaðbera og á útsölustaði á hverjum morgni nema sunnudaga og mánudaga og uppg- jör við blaðbera. Einnig þarf viðkomandi að sinna kvörtunum fyrir svæðið. Upplýsingar veitir Hörður í símum 681663 og 681333 og Kristín í síma 686300 alla virka daga milli 9.00 og 16.00. Þjóðviljinn - Tíminn - Alþýðublaðið Úrvalsdeildin UMFNeitt á toppnum Stórsigur á Valsmönnum í gœrkvöldi ur með að hafa fallið úr keppn- inni, sagði Hannes Leifsson fyrir- liði Stjörnunnar eftir leikinn. Páll Björgvinsson var svo sann- arlega betri en enginn hjá Stjöm- unni. Hann batt liðið saman í sókn og vörn og reynsla hans í svona stórleikjum var Garðbæ- ingunum ómetanleg í þeirra fyrsta heimaleik í Evrópukeppni. Stjaman virtist í byrjun ekki lík- leg til stórræðanna en liðið óx eftir því sem leið á leikinn og lét aldrei forystuna af hendi eftir að hafa náð henni rétt fyrir hlé. Dinos Slovan er miðlungslið í Júgóslavíu, sem þýðir að það er vel frambærilegt á alþjóðlegum mælikvarða og stendur t.d. hinu sterka Metaloplastica langt að baki. Stjömumenn bám of mikla virðingu fyrir því í fyrri leiknum og átta marka forskotið sem Din- os náði þá fyrir hlé réði úrslitum þegar upp var staðið. Stemmningin hjá þúsund áhor- fendum var góð í Höllinni í gær- kvöldi en þessir þúsund sem sátu heima hefðu getað brotið þá júg- óslavnesku á bak aftur. -VS Dagheimilið Völvuborg Fóstra eða starfsmaður með hliðstæða menntun óskast í stuðningsstöðu. Einnig vantar okkur starfsmann í Vz stöðu eftir hádegi. Völvuborg er lítið, þriggja deilda dagheimili, vel mannað af fóstrum og góðu starfsfólki. Upplýsingar gefa forstöðumenn í síma 73040. Bændur Framleiðnisjóður landbúnaðarins greiðir verð- laun fyrir slátrun ungkálfa með minni fallþunga en 30 kg. kr. 3.000.- fyrir hvern kálf. Þetta gildir frá 1. nóvember s.l. Framleiðsluráð landbúnaðarins VEISLUR - SAMKVÆMI Skútan h/f hefurnú opnað glæsilegan sal, kjörinn fyrir árshátíðar, veislur, fundi félagasamtaka og alls kyns samkvæmi. Leggjum áherslu á góðan mat og þjónustu. SKÚTAN HF. Dalshrauni 15, Hafnarf irði, sími 51810 og 651810. Njarðvíkingar eru einir á toppi úrvalsdeildarinnar í körfuknatt- leik, a.m.k. framá sunnudag, eftir stórsigur í toppleiknum gegn Valsmönnum i gærkvöldi, 88-66. Njarðvíkingar voru með yfir- höndina nær allan leikinn en Valsmenn minnkuðu muninn í sex stig þegar átta mínútur voru eftir. Því svöruðu heimamenn með 15 stigum gegn einu á næstu mínútum og þar með voru úrslitin endanlega ráðin. Leikurinn var harður og ein- kenndist af mikilli baráttu, enda lentu margir í villuvandræðum. Undir lokin voru tveir lykilmenn beggja, Valur og ísak hjá UMFN og Sturla og Tómas hjá Val, komnir útaf með 5 villur og marg- ir aðrir voru með fjórar. Heimamenn léku lengst af vel með Val Ingimundarson og Hreiðar Hreiðarsson sem bestu menn ásamt Helga Rafnssyni. Hreiðar lék stærra hlutverk en oftast til þessa í vetur. Teitur ör- lygsson átti góðar syrpur en lítið bar á öðrum. Valsmenn léku mjög köflótt. Þeir keyrðu upp hraðann í byrjun en duttu síðan niður - aftur í seinni hálfleik, en síðan fór á sömu leið. Þeir voru ekki sannfærandi í heildina og hafa oft leikið betur í Njarðvík. Einar Ól- afsson og Sturla Örlygsson léku mjög vel en aðrir voru mistækir. -SÓM/Suðurnesjum Laugardalshöll 21. nóvember Stjarnan-Dinos 20-17 (10- 0-1, 1-2, 3-2, 4-3, 5-4, 5-7, 8-7, 10- 8, 10-9- 11-9, 13-10, 14-11, 15-12, 16-13, 16-15, 18-16, 18-17, 20-17. Mörk Stjörnunnar: Páll Björgvins- son 7, Gylfi Birgisson 4, Hannes Leifs- son 4(2v), Skúli Gunnsteinsson 2, Sig- urjón Guðmundsson 2, Hafsteinn Bragason 1. Mörk Dinos: Vuga 6, Mahne 4, Pet- ernalj 2, Anderluh 2(2v), Tusek 1, Praznik 1, Vulteta 1. Dómarar: Anderson og Hellström (Danmörku) - góðir. Maður lelkslns: Páll Björgvinsson, Stjörnunni. Knattspyrna Guðmundur til Beveren Guðmundur Torfason, marka- kóngur úr Fram, hefur gert lánssamning við belgíska 1. deildarl- iðið Beveren og gildir hann til 1. júnf 1987. Guðmundur fer utan á mánu- daginn og þar með er Ijóst að hann leikur ekki með Frömurum næsta sumar, a.m.k. ekki fyrr en eftir 1. júlf. -VS Njarðvík 21. nóvember UMFN-Valur 88-66 (51-37) 4-6, 6-12, 14-14, 24-17, 26-22, 41- 33, 51-37 - 59-44, 67-49, 67-61,76- 61,82-62, 88-66. Stlg UMFN: Valur Ingimundarson 21, Hreiðar Hreiðarsson 20, Teitur ör- lygsson 15, Helgi Rafnsson 11, Krist- inn Einarsson 8, Jóhannes Kristb- jörnsson 7, (sak Tómasson 6. Stig Vals: EinarÓlafsson 20, Sturla Örlygsson 12, Tómas Holton 11, Leifur Gústafsson 10, Torfi Magnús- son 8, Björn Zoega 5. Dómarar: Ómar Scheving og J6n Otti Ólafsson - góðir. Maður leiksins: Hreiðar Hreiðars- son, UMFN. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Verkfræðingur Laust er starf forstöðumanns hönnunardeildar við embætti bæjarverkfræðings í Hafnarfirði. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf skulu berast bæjarskrifstofunni í Hafnarfirði eigi síðar en 4. desember n.k. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði Stjaman stóð sig með sóma

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.