Þjóðviljinn - 10.01.1987, Qupperneq 14
Unnur Björn Sigurjón Þuríður
Austurland
Byggðamálin í brennidepli
Alþýðubandalagið á Austurlandi efnir á næstunni til opinna funda þar sem
byggðamálin verða í brennipunkti. Þar flytja ávörp fulltrúar af framboðslista
flokksins í komandi alþingiskosningum m.a.: Unnur Sólrún Bragadóttir,
Björn Grétar Sveinsson, Sigurjón Bjarnason og Þuríður Backman. Alþing-
ismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson sitja fyrir svörum. Fund-
irnir verða sem hér segir:
Breiðdalsvik, laugardaginn 10. janúar kl. 13.30 i Staðarborg.
Stöðvarfirði, laugardaginn 10. janúar kl. 17.00 í Samkomuhúsinu.
Fáskrúðsfirði, sunnudaginn 11. janúar kl. 14.00 í Skrúð.
Eskífirðf, sunnudaginn 11. janúar kl. 20.30 í Valhöll.
Neskaupstað, miðvikudaginn 14. janúar kl. 20.30 í Egilsbúð.
Seyðisfirði, fimmtudaginn 15. janúar kl. 20.30 í Herðubreið.
Fundir verða síðar ákveðnir á Reyðarfirði og Borgarfirði.
Fundirnir eru öllum opinir.
Alþýðubandalagið.
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Bæjarmálaráð - Fjárhagsáætlun
Bæjarmálaráð ABH er boðað til fundar í Skálanum Strandgötu 41,
laugardaginn 10janúar kl. 10.00.
Dagskrá: 1) Umræður um fjárhagsáætlun fyrir Hafnarfjarðarkaupstað
1987. Magnús Jón Arnason bæjarfulltrúi stýrir umræðum.
2) Önnur mál.
Allir nefndarmenn og varamenn þeirra hvattir til að mæta vel og stundvís-
le9a- __________________ Stjórn bæjarmálaráðs
Alþýðubandalagið Reykjaneskjördæmi
Kjördæmisráðsfundur
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi boðar til fund-
ar í Þinghóli, Kópavogi, mánudaginn 12. janúar kl. 20.30.
Dagskrá: 1) Tillaga kjörnefndar að framboðslista fyrir komandi alþingis-
kosningar. 2) Kosningastarfið. 3) Önnur mál. . .
Allir kjördæmisráðsfulltrúar hvattir til að mæta. stjornin.
AB Norðurlandskjördæmi eystra
Aukakjördæmisþing
Aukakjördæmisþing Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra verð-
ur haldið sunnudaginn 11. janúar i Lárusarhúsi á Akureyri og hefst kl. 10
árdegis.
Á dagskrá: 1) Ákveðinn framboðslisti til Alþingiskosninga. 2) Kosninga-
undirbúningur, a) Málefnaáherslur, b) Útgáfa, c) Annað. 3) Stjórnmálaumræða
eftir því sem tími leyfir. - Stjórn kjördæmisráðs.
Alþýðubandlagið Kópavogi
Morgunkaffi ABK
Laugardaginn 10. janúar milli.kl. 10-12 veröa Unnur S. Björnsdóttir for-
maður ABK og fulltrúi í tómstundaráði og Elsa S. Þorkelsdóttir fulltrúi í
félagsmálaráði á skrifstofu félagins í Þinghóli, Hamraborg 11.
Heitt á könnunni. Félagar eru hvattir til að líta inn.
Stjórnin
Alþýðubandalagið Akureyri
Bæjarmálaráð
Fundur mánudaginn 12. janúar kl. 20.30 í Lárusarhúsi.
Daqskrá: Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar.
Stjórnin
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ÁRMÚLA3 SIMI (91) 681411
Starf sendimanns
Óskum eftir að ráða í starf sendimanns tíma-
bundið.
Góð framkoma ásamt lipurð og árverkni
nauðsynleg. Viðkomandi verður að hafa bifreið til
umráða.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá Starfs-
mannahaldi, Ármúla 3, sími 681411.
SAMVINNUTRYGGINGAR g.t.
Námsvist í Sovétríkjunum
Svoésk stjórnvöld munu væntanlega veita einum íslendingi skóla-
vist og styrk til háskólanáms í Sovétríkjunum háskólaárið 1987-88.
Umsóknum skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,
150 Reykjavík, fyrir 6. febrúar n.k. og fylgi staðfest afrit prófskírteina
ásamt meðmælum. - Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
6. janúar 1987.
__________MINNING ______
Elberg Guðmundsson
Fæddur 10.12. 1901 - Dáinn 1.1. 1987
Kveðja frá börnum.
Á nýjársdagskvöld lést faðir
okkar, Elberg Guðmundsson, á
sjúkrahúsinu í Stykkishólmi, eftir
skamma legu.
Hann var fæddur að Búðum í
Eyrarsveit þann 10.12.1901. For-
eldrar hans voru Kristín Jakobs-
dóttir og Guðmundur Athaníus-
son. Þegar pabbi var lí/2 árs fórst
faðir hans á bát á leiðinni milli
Stykkishólms og Grundar-
fjarðar. Eftir það, fram til 11 ára
aldurs, ólst pabbi upp hjá afa sín-
um og ömmu að Kvíabryggju en
fluttist þá að Skerðingsstöðum til
móður sinnar og seinni manns
hennar, Þorvaldar Þórðarsonar.
Á unga aldri var pabbi þátttak-
andi í hinum almennu sveitastörf-
um, en strax að lokinni fermingu
hóf hann störf til sjós og varð sjó-
mennska að mestu hans ævistarf,
fyrst á skakskútum og línuveiður-
um og síðar á bátum frá Grundar-
firði. Frá Kvíabryggju gerði hann
út sinn eigin bát um nokkurra ára
skeið. Pabbi var kappsfullur og
duglegur sjómaður og ætíð far-
sæll í störfum og vinsæll félagi.
Eftir að sjómennsku lauk vann
hann alla almenna verkamanna-
vinnu og entist starfsþrek hans
lengi. Hann vann fullan vinnudag
í fiskvinnslu fram undir 80 ára
aldur.
Árið 1925 hófu pabbi og
mamma, Ásgerður Guðmunds-
dóttir, búskap að Kvíabryggju og
bjuggu þar fram til ársins 1942. A
Kvíabryggju var þéttbýliskjarni
sem hafði myndast á nokkrum
áratugum. Þaðan var róið til fisk-
jar og jafnframt verið með lítinn
búskap. Á árunum í kringum
1940 var farinn að myndast annar
þéttbýliskjarni í Eyrarsveit, þ.e. í
Grundarfirði. Þar voru hafnar-
skilyrði frá náttúrunnar hendi
betri og þar sem sjávarútvegur er
stundaður, ræðst þéttbýlismynd-
un að sjálfsögðu af að hafnarað-
staða sé góð. Eins og að framan
greinir fluttu þau pabbi og
mamma til Grundarfjarðar 1942.
Árið 1945 fluttu þau svo í húsið
að Grundargötu 23, sem pabbi og
elstu systkinin höfðu að mestu
reist. Pabbi og mamma hafa búið
þar síðan.
Þau eignuðust 10 börn, tvö
þeirra létust í æsku og elsti bróðir
okkar, Guðmundur Hinrik, lést
1983.
Að koma upp stórum barna-
hóp á þessum árum hefur verið
erfítt fyrir verkamenn. Lífsbar-
áttan var hörð, en þó svo hafí
verið urðum við ekki vör við það í
framkomu pabba. Hann sá alltaf
björtu hliðarnar á hlutunum og
bætti allt sitt umhverfi með sínu
góða skapi og blíðu framkomu.
Það var mannbætandi að um-
gangast hann.
Ríkur þáttur í fari pabba var
lífsgleðin. Á vinnustöðum var
hann vinsæll meðal félaga. í
faðmi fjölskyldunnar leið pabba
best og eftir því sem hópurinn
varð stærri var hann ánægðari og
hrókur alls fagnaðar.
Pabbi naut samvista við fjöl-
skyldu sína fram í andlátið. Hann
var fluttur á sjúkrahús í Stykkis-
hólmi um miðjan dag hinn 1. jan-
úar s.l. og lést að kvöldi þess
sama dags. Hann er stór hópur-
inn sem kveður pabba í dag, af-
komendurnir eru margir ■
Mamma kveður ástkæran
eiginmann, við hin góðan föður,
tengdaföður, afa og langafa og
þökkum við öll fyrir að hafa mátt
lifa með góðum gæfumanni.
alþýdu
blaöið
Blaðbera
vantar
í Vesturbæ,
Eskihlíð
og Kópavog.
Tímiim
Blaðburður er
Hafðu samband við okkur