Þjóðviljinn - 25.01.1987, Síða 2

Þjóðviljinn - 25.01.1987, Síða 2
FLOSI \iku skammtur af sigurför smokksins Og ég sem hélt að ég væri ungur í anda. Kannske höldum við það endlaust, gömlu mennirnir, alveg þangað til við geispum golunni, eða þá að eitthvað annað kemur upp á sem sannara reynist. O tempora, o mores, sagði Marcus Tullius Cicero á síðustu öldinni fyrir kristsburð og gætu þessi orð verið vísbending um það að fleirum en mér hafi einhvern tíma í sögu mannsandans blöskrað siðir samtímans. Mér dettur þetta bara svona í hug í sambandi við „smokkaballið", sem nemendur Fjölbrautar- skólans í Breiðholtinu efndu til í vikunni og hefur vonandi endað eins og til var stofnað. Nú vona ég að enginn ætli mér það, að fara að hneykslast á jafn tímabæru og undursam- legu tiltæki eins og því að láta smokk fylgja hverjum aðgöngumiða á barnaböll. Þvert á móti fagna ég því að æskublómi landsins skuli orð- inn reynslunni ríkari í kynferðismálum og með það á hreinu að skólaböll enda jafnan á því að allir fara heim að gera do-do. Mér hefur stundum fundist að smokkurinn nyti ekki þeirrar virðingar í mannlegu samfélagi sem honum ber. Frá því að ég man eftir mér hefur notagildi þessa undragagns og umræða um verkfærið sjálft alltof oft verið látin liggja í þagnargildi og það jafnvel svo að maður gæti látið sér detta í hug að einhverjum hafi í gegnum tíðina þótt skoðanaskipti, rökræður og létt rabb og smokkabrúkun óviðeigandi í barnaboðum, eða jafnvel heyrði undir feimnismál. Nú hefur hinsvegar brugðið svo við að, fyrir atbeina félagslega sinnaðra uppfræðara, hefur smokkurinn verið hafinn til þess vegs sem hon- um ber og það svo að alls staðar þar sem fleira en tvennt kemur saman er umsvifalaust farið að tala um smokka og það hvar, hvenær og hvers vegna já og hvernig þeir séu notaðir. Nú eru allir hættir að tala um tíðarfar og afla- brögð, fræðslustjóra og horfur í þjóðmálum, hvað þá listir og vísindi, menningu og mennt. Nú talar helst enginn lengur um neitt nema smokka. Guð láti gott á vita. Það er af sem áður var, þegar virðingin fyrir smokknum var í slíku lágmarki að skólastrákar sögðu um þetta undraverða öryggistæki að það væri svipuð ánægja að gera do-do með smokk, eins og að éta karamellu með bréfinu á. Mér finnst það mikið fagnaðarefni að nem- endur í Fjölbrautarskólanum í Breiðholtinu skuli hafi riðið á vaðið með að láta smokk fylgja hverj- um aðgöngumiða á dansleiki og sú forsjálni er sannarlega til fyrirmyndar að dömurnar skuli líka fá smokk, því „skipting útávið" er alltaf hugsanleg eftir skólaböll. Þegar ég var unglingur var það til siðs að binda hnút á vasaklútinn sinn til að minna mann á eitthvað sem maður átti ógert. Nú þurfa börn og unglingar ekki annað en að líta á aðgöngumiðann sinn og þá rifjast upp fyrir öilum hvað það er sem þarf að koma í verk í snarheitum. Sannleikurinn er sá að hyldýpi vanþekkingar- innar um kynferðismál hefur til skamms tíma verið ríkjandi meðal æskufólks á íslandi. í Fjöl- brautarskólanum í Breiðholti mun þaðtil dæmis hafa verið ríkjandi skoðun skólapilta, fyrir smokkabyltinguna, að tippið væri bara til að pissa með því. Atferlisfræðingar félagsmála- deildar munu hins vegar telja að telpurnar hafi, sem betur fer, verið ögn fróðari um lífsins gang og stundum miðlað piltunum af sáralítilli þekk- ingu. Þessi átakanlega fáfræði um eðli uppáferða stafar auðvitað öðru fremur af því að kennarar og kennslukonur hafa með öllu vanrækt að gefa nemendum kost á verklegri sýnikennslu í rekkjubrögðum og er ekki að vita hvert þessi fáfræði hefði getað leitt æskublóma þjóðarinnar ef sigurför smokksins hefði ekki hafist með glæsibrag fyrir tilstilli námfúsra og sjálfmennt- aðra nemenda, sem gert hafa smokkinn að tákni Fjölbrautaskólans f Breiðholti. Með sigurför smokksins er brotið blað. Atferli unga fólksins í landinu mun taka stakka- skiptum. En nú ríður á að bera (Dað merki fram til sigurs sem svo hátt var reist, sjálfan smokkinn. Hann á ekki bara að fylgja aðgöngumiðum á dansleiki, hann á og að fylgja bíómiðum og boðskortum, hann á að vera á rúgbrauði bakar- ans og á ketlæri slátrarans. Hann á að vera til taks alls staðar þar sem hugsanlegt er að dragi til tíðinda; í fjárhúsum, fjósum, hraðfrystihúsum, rakarastofum, mjólkurbúum, osta- og netagerð- um, prjónastofum, kennarastofum og flug- stjórnarklefum. Á öllum handslökkvitækjum ætti að vera áfastur smokkur, því reynslan sýnir að þörfin er oft mest þegar eldur er laus. Þegar neyðin er stærst, þá er hjálpin næst. Og þegar smokkurinn er þannig á hverju strái geta unglingarnir óþvingaðir upphafið ástar- leiki, þegar heim er komið, eins og fullorðna fólkið í sjónvarpinu, ef mamma hefur bara látið hendur standa framúr ermum og skverað leir- tauinu af eldhúsborðinu áður en unga fólkið kemur af ballinu. Og smokkurinn leysir gamlar kreddur um sið- ferði af hólmi. Þess vegna á þessi gamla vísa ekki lengur við í íslensku samfélagi: Viljirðu ekki eiga börn öruggt ráð ég þekki. Góð er talin getnaðarvörn að gera það bara ekki. Kádiljákur Davíðs Fjölmiðlar hafa haft Davíð borgarstjóra nokkuð milli tannanna fyrir þær sakir, að hann er að fá sér bíl, nánar tiltekið Kádilják sem „er svo sérstakur að það er ekki einu sinni búið að smíða hann“ eins og segir í DV. Bíll þessi á að kosta um þrjár miljónir króna og komu minnihluta- flokkar í borgarstjórn sér sam- an um að það væri miljón of mikið. Ekkert má maður, sagði einnvinur borgarstjórans í heitum potti í gær. Annar benti á það, að Davíð hefði í þessu máli gert sig sek- an um vítaverða firringu frá samhenginu í íslenskum bók- menntum. Hvað áttu við? spurðu menn. Davíð, sagði maðurinn, hefur gleymt því að þessi Kádiljákur hans á sér frægan 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJIN^* ,?runnudagur 25. janúar 1987 og hlálegan langalangafa. Það er Kádiljákurinn sem alls- konar hæpnir menn, gott ef ekki hyski, voru að stela hver af öðrum í Atómstöðinni Hall- dórs Laxness. Síðan hafa oddvitar samfé- lagsins haft vit á að panta sér öðruvísi bíla. ■ ingasektir vera heldur lítil refs- ing fyrir morð.“ Athugasemdir óþarfar. ■ Af eyðni og smokkum Myndin sýnir og sannar Furðu margir hafa það fyrir sið að fá í hnén þegar Bandaríkin ber á góma. Til dæmis var myndbandarýnir DV á dögun- um að skrifa um mynd - þar segirfrá því, að lögreglumenn skjóta saklausan mann til bana, ekkjan leitar réttar síns og eru henni dæmdar bætur. Um þetta segir í umsögninni: „Myndin sjálf sýnir og sann- ar að bandarískt réttarkerfi leitast við að hjálpa þeim sem eru minnimáttar. Er það vel. Hins vegar finnst manni pen- Herferðin mikla gegn eyðni er töluvert milli umræðu eins og vonlegt er, ekki síst þegar það kom á daginn, að frægir menn í þjóðfélaginu höfðu verið beðnir um að sýna gott for- dæmi og láta Ijósmynda sig með smokk. Ekki eru allir jafn glaðir yfir þessari framvindu mála - til dæmis var þeirri kenningu hreyft í pistli í Tímanum á dög- unum, að með smokkauglýs- ingaherferðinni væri þeim boðskap dreift til unglinga að „lauslæti í kynferðismálum sé sjálfsagt, eðlilegt og eftirsókn- arvert, en því aðeins aö menn noti smokk." Höfundur pistilsins segir ennfremur: „í stað kristilegs siðgæðis er börnum og unglingum nú innprentað að náðin felist í smokknum, að kynnast hon- um og lifa í samfélagi við hann. Sá sem trúir á smokk- inn og breytir samkvæmt eðl- iskostum hans verður lang- lífur í landinu." . Við Þjóðviljamenn erum að sönnu þekktir að allskonar of- forsi og öfgum, en hér skulum við játa okkur sigraða: okkur skortir talsvert á hugmynda- flug til að láta að því liggja að margnefnd herferð sé í raun- inni upphaf nýrra trúarbragða í landinu. Aftur á móti hefur okkur borist vísa sem sögð er fram- lag til málanna og á að lýsa vonargleði skemmtanalífsins á nýju stigi. Lagboði er að sjálfsögðu Ólafur Liljurós: Ein sat yfir flösku - villir hann, stillir hann átti smokk í tösku þar rauður loginn brann... Og bæti svo hver við eftir vild. ■ Bráðsmitandi geðbilun Vilhjálmur Eyþórsson, ritstjóri bókaflokksins íslenskur ann- áll, hefur bæst í hóp þeirra vösku manna sem standa í því að kveða niður komma í Morgunblaðinu með rökvísi sinni og skynsemi. Að vísu segir Vilhjálmur í nýlegri grein að „deila við marxista er að sýna blóði drifinni kenningu þeirra virðingu sem hún á ekki skilið" - en samt lætur hann sig hafa það að leggja í langan greinaflokk um þetta pakk, og er það vel að fórnfýsi og ósérplægni eru enn við lýðí í landi. Skýringartilraunir Vilhjálms Eyþórssonar á andstæðing- um eru kannski ekki sérlega frumlegar, en hitt er svo víst að þær eru afdráttarlausar og ótvíræðar svo sjaldgæft er. Til dæmis segir hann svo í blaði sínu á fimmtudaginn: „Ég hef stundum látið mér detta það í

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.