Þjóðviljinn - 25.01.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 25.01.1987, Blaðsíða 13
Frelsi eða frjálshyggja Kosningareru framundan á íslandi og því eðlilegt að fólk spyrji hver séu deilumálin og um hvaðátökstandi. Á tímabili rugluðust margir á hugtökunum vinstri og hægri. Krafan um blóðuga byltingu hætti að heyrast og íhaldsöflin sættu sig við félagslegar umbæt- ur. Öll pólitík er eins, allir flokk- ar mylja sama tóbakið, það er sami rass undir öllum, urðu margendurtekin orðtæki. Frjólshyggjan Hinn grimmdarlegi áróður frjálshyggjumanna hefur nú að nýju afhjúpað andstæðurnar. Postular hinnar ómenguðu mark- aðstrúar predika trúna á kerfið sem er öllu æðra. Hin heilaga niðurstaða markaðskerfisins er skilgreind réttlát vegna þess að hún varð til í kerfinu. Að einhver verði undir er óhjákvæmilegt og fráleitt að trufla kerfið til að að- stoða þá einstaklinga. Kerfið blífur, einstaklingurinn skiptir ekki máli. Réttur hins sterka til að hrifsa til sín, réttur eins til að troða annan í svaðið, er sá réttur sem allt skal beygjast undir. Frelsi einstaklingsins felst í því að hver skuli hugsa um sig og gefa skít í hina. Frelsi einstaklingsins Félagsleg viðhorf verkalýðs- og vinstri hreyfingar, krafan um samstöðu og gagnkvæma ábyrgð eru í skarpri og ósættanlegri and- stöðu við mannfyrirlitningu hinn- ar svokölluðu frjálshyggju. Skilin á milli hægri og vinstri dyljast engum lengur. Við sem stöndum vinstra megin viljum tryggja hverjum einstaklingi frelsi frá skorti, frelsi frá kúgun og yfir- gangi. Við viljum tryggja börn- unum frelsi frá því að týnast á markaðstorginu. Við viljum veita einstaklingnum frelsi frá óttanum við örbirgð og eymd, veita öryggi í ellinni, aðhlynningu í veikind- um og veita einstaklingum að- stöðu til þess að komast til þroska og móta sitt eigið líf. Við viljum auka og styrkja þjónustuna við einstaklinginn. Hver einstakligur skal hafa frelsi til flests nema troða á frelsi hinna. Átök um líf okkar og vonir Átökin á milli hægri og vinstri eru opin og skýr barátta um það hvort skuli sett hærra, dýrkun markaðskerfisins eða manngildi einstaklingsins. Hávaðaseggir frjálshyggjunnar í Sjálfstæðis- flokknum vilja berja niður sam- hjálpina í íslensku þjóðfélagi. Á þessu kjörtímabili hefur þá brostið kjark til þess að fara fram af fyllsta þunga en það er ljóst að ekki skortir viljann. Sigur íhalds- ins í kosningunum væri ósigur fyrir það mannlega í okkur öllum, áfall fyrir alla sem láta sig meðbræður og systur einhverju skipta. Framsókn er ekki líkleg til að spyrna við fótum, þeir veður- hanar snúa stéli stöðugt eftir vindi. Það skiptir máli hvort of- aná verður í kosningunum hægri eða vinstri. Átökin snúast ekki um gamanmál heldur líf okkar og vonir. Fólk vill samhjólp í nýlegri könnun Félagsvís- indastofnunar sem kynnt var í Vinnunni, tímariti ÁSÍ, fyrir stuttu kom skýrt fram að þjóðin hafnar frjálshyggjunni og vill Fyrirfram er ótryggt hvert Alþýðuflokkurnn mun halla sér að kosningum loknum... styrkja félagslega þjónustu í landinu. Könnunin sýnir að fólk hefur tilfinningu hvort fyrir öðru og telur fjarri að velferðarkerfið sé komið í öfgar. Aðeins 0.5-0.7% svarenda í aldraða og 60% vill efla dagvist- un barna. Könnunin leiddi einnig í ljós að fólk er andsnúið því að sjúklingar greiði sjálfir meira af kostnaði við heilbrigðisþjónustu eða að for- Stjórnmál á sunnudegi Asmundur Stefánsson skrifar könnuninni töldu að draga ætti saman á þeim sviðum sem rakin eru í hjálagðri töflu. Það má segja að niðurstaðan sé sú að fólkið í landinu sé einhuga um mikilvægi opinberrar þjónustu, hluti fólks er ánægður með þjónustuna eins og hún er og hluti vill efla hana. Sérstaka athygli vekur að 80% aðspurðra vill efla þjónustu við eldrar taki beinan þátt í skóla- kostnaði með greiðslu skóla- gjalda, jafnvel þó almennar skattalækkanir kæmu á móti. Kannski kemur mest á óvart í könnun Félagsvísindastofnunar að það eru ekki nema rétt rúm- lega helmingur, 57%, sem telja skattana hér á landi of háa. 38% telja skattana hæfilega háa, 2% telja þá of lága og 3% taka ekki afstöðu. Á hinum Norðurlönd- unum eru þeir hlutfallslega mun fleiri sem telja skattana of háa, Noregur 72%, Danmörk 73%, Svíþjóð 86% og Finnland 90%. Svörin við því, hvernig fólk vill leysa fjárhagsvanda ríkisins, benda til þess að óánægja með skattana eigi rætur að rekja til þess að fólki finnst sárt að greiða sitt og sjá aðra, jafnvel betur megandi, sleppa, því nær allir kalla á aukið skattaeftirlit. Kraf- an um réttlæti í skattakerfinu kemur einnig þannig fram að um 60% vilja auka skatta á fyrirtækj- um. íslendingar vilja sýna fyrir- hyggju og telja samhjálpina sjálf- sagða. Kjósendur eru félagslega sinnaðir og hafa ekki fallið fyrir áróðri frjálshyggjunnar. Er allt vinstri eins? Könnun Félagsvísindastofnun- ar sýnir að stuðningur við sam- hjálp nær langt út fyrir raðir svo- nefndra vinstri flokka. Orðhákar íhaldsins tala greinilega ekki í takt við vilja þeirra sem kjósa til hægri. í kosningum ná hægri öflin Viöhorf Lil nokkurra þúLLa opinberrar þjónusLu á Nordurlöndum ísland Danmörk Finnland Noregur Sviþjóð Heilbrigöisþjónusta: % % % % % Ánægö(ur) 46.0- 56.0 62.0 15.0 56.0 Efla Samgöngumál/ vegagerö: 46.0- 35.0 28.0 75.0 37.0 Ánægö(ur) 24.0 50.0 43.0 35.0 39.0 Efla Dagvistun barna: 73.0 25.0 30,0 40.0 30.0 Ánægö(ur) 21.0 36.0 39.0 23.0 24.0 Efla Þjónusta viö aldraða: 60.0 36.0 39.0 23.0 24.0 Ánægö(ur) 16.0 26.0 26.0 9.0 27.0 Efla Skólakerfiö 80.0 63.0 60.0 80.0 48.0 Ánægö(ur) 38.0 37.0 43.0 45.0 29.0 Efla Almannatrygginga- kerfiö: 45.0 28.0 22.0 30.0 31.0 Ánægö(ur) Efla 35.00 42.0 — — — — ■ ' — greinilega mun meira fylgi en stefnan réttlætir. Vinstri flokk- arnir eiga því að geta stóraukið fylgi sitt. Þá er eðlilegt að spyrja: er allt vinstri eins? Alþýðubandalagið hefur lýst vilja til samstarfs við Alþýðuflokk og Kvennalista. Þýðir það að sama sé hver flokk- urinn er kosinn. Þeirri spurningu verður hver og einn að svara fyrir sig. Kvennalistinn heldur uppi góðum málflutningi á mörgum sviðum en ég hef einhvern veginn á tilfinningunni að þær vilji frekar tala um málin en leita þeirra málamiðlana raunveruleikans, sem í boði gætu verið. Það sækir að mér nokkur óvissa um það hvort Kvennalistinn muni nota atkvæði til mikils annars en orð- ræðna, enda á hann erfitt með annað sem þverpólitískur flokk- ur. Alþýðuflokkurinn hefur verið í mikilli atkvæðasókn að undan- förnu og víst eru atkvæðin betur komin þar en hjá Sjálfstæðis- flokknum. Vandinn með Alþýðuflokkinn er hins vegar sá, að fyrirfram er ótryggt, hvert hann mun halla sér að kosningum loknum. Hann gæti orðið snögg- ur til hins versta samkomulags. Sé aðhaldið frá Alþýðubandalag- inu veikt er hætt við að við horf- um á Alþýðuflokkinn fleygja sér í rangt fleti, í eina sæng með íhald- inu. Fólk finnur að Alþýðuflokk- urinn á erfitt með að standa stöð- ugur í þessu efni, enda virðist at- kvæðasókn hans stöðvuð og fylg- ið byrjað að síga. Staðreyndin er sú, að Alþýðu- bandaiagið eitt stendur báðum fótum fast á vinstri vængnum og er eini kostur þeirra kjósenda sem vilja öfluga stefnu. Sterkt Alþýðubandalag tryggir vinstra fólki öflugan málsvara og veitir hinum vinstri flokkunum það að- hald sem nauðsynlegt er. Átökin standa á milli hægri og vinstri, á milli frjálshyggju annars vegar og öryggis og frelsis ein- staklingsins hins vegar. Fjöldinn styður vinstri stefnuna og í kosn- ingum verður það að skila sér á réttan stað. Án sterks Alþýðu- bandalags verður ekkert vinstri sem skiptir máli. ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA ,13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.