Þjóðviljinn - 25.01.1987, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 25.01.1987, Blaðsíða 19
Kvikmyndin er á móti hommum Opinskáttviðtalvið kvikmyndaleikarann Rock Hudson, sem lést úr eyðni árið 1985 Það kom mörgum á óvart þegarfréttist að kvikmynda- leikarinn Rock Hudson væri með eyðni á lokastigi og biði dauðans. Enn meiri furðu var fólk þó slegið þegar það upp- götvaðist að Rock var hommi. Þessi hávaxni, myndarlegi maður, sem hafði verið ímynd karlmennskunnar í áratugi. En þó almenningur væri undr- andi þá kom þetta þó ekki á óvart þeim sem þekktu til í kvikmyndaheiminum. Þar vissu allir að Hudson var hommi. Hinsvegarvarlitiðá það sem iðnaðarleyndarmál. Árið 1977 samþykkti Rock Hudson að mæta í viðtal hjá blað- amanninum Boze Hadleigh. í viðtalinu talaði hann frjálslega um kynhneygð sína en ákvað svo að banna birtingu á viðtalinu. Árið 1982 mætti hann svo í annað viðtal hjá sama blaðamanni sem fékkst ekki heldur birt. Hudson dó úr eyðni árið 1985 og dauði hans varð til þess að fjöl- miðlar fóru að hafa meiri áhuga á árekstrum opinberrar ímyndar og einkalífs stjarnanna. Hér á eftir birtast viðtöl Hadleigh stytt og endursögð. Þrisvar með Doris Fyrsta spurningin sem hann lagði fyrir Hudson hljómar eitthvað á þá leið, að þrátt fyrir að Rock Hudson hafi bara leikið í þrem kvikmyndum á móti Doris Day, virðist fólk álíta að þau hafi leikið saman í tugum kvikmynda. Hudson: Já. Þú getur notað það í fyrirsögn. Hann gerði það bara þrisvar með Doris. Slíkt fell- ur í kramið hjá þeim venjulegu. Sp:f þessum kvikmyndum kom fram andúð á hommum. Hudson: Já. Þetta var starfið mitt. Nú horfi ég aldrei á þessar kvikmyndir. Sp: Ef þú ættir þess kost að endurtaka feril þinn, heldurðu að þú færir eins að? Hudson: Hvernig á ég að vita það. Sp: Nú eru kvikmyndir flokk- aðar eftir afstöðu þeirra til hómo- sexúalisma, t.d. í „The Celluloid Closet“, bók Vito Russo. Hudson: Andskotakornið. Það sem er gert er gert. Þetta er rétt hjá þeim og allir vita það: Kvikmyndin var á móti homm- um. Kvikmyndin er á móti hommum. Og kvikmyndin mun halda áfram að vera á móti hommum. Sp: Og við því er ekkert að gera? Hudson: Nei, við því er ekkert að gera. En hverju þjónar það að vera að vekja upp fortíðina, ræðum framtíðina. Að koma úr felum Sp: Þú ert hlynntur jákvæðri afstöðu til homma? Hudson: Hver er það ekki. Sp: Afstaðan breytist ekki sjálfkrafa, það verður að breyta henni. Hudson: Þrátt fyrir það breytist hún ekki hjá þorranum. Sp: Á fólk að vorkenna kvik- myndastjörnum í felum? Hudson: Hvað ertu eiginlega að fara? Ertu að reyna að fá mig til að biðjast afsökunar á frægð minni, á því að vera stjarna, eða bara fyrir að vera...ég sjálfur? Sp: Þú heldur að það sé ekki auðvelt að koma úr felum, eða þess virði? Hudson: Auðvelt? Því fleira fólk sem það snertir því erfiðara er það. Fyrir suma er það þess virði. Sp: Þrátt fyrir það hagarðu lífi þínu eftir eigin geðþótta. Hudson: Hversvegna að breyta því þá? Sjónvarpið íhaldssamt Sp: Óttastu, að ef að stjarna einsog þú kæmi úr felum, að hún yrði ekki ráðin aftur? Hudson: Ég veit það ekki. Ég gæti framfleytt mér á fyrirlestr- um, allslags fávitar gera það. En ég á erfitt meðan að ímynda mér að ég yrði ráðinn til að leika í sjónvarpsseríu. þlÚÐUILHNN ÁSKRIFTARÁTAK Okkur vantar fólk til starfa í ÁSKRIFTARÁTAKI ÞJÓÐVILJANS. Góö laun fyrir röskar mann- eskjur. Hafið samband viö Hörð í síma 681333 eða 681663. ÞJÓÐVILJINN Ég horfi með tilhlökkun til framtíðarinnar, segir Rock Hudson m.a. í viðtalinu. Sp: Ef þér væri boðið hlutverk homma í kvikmynd, tækirðu því? Hudson: Kannski. Ég leik ekki í jafn mörgum kvikmyndum nú og áður. Ég leik hinsvegar í sjón- varpsmyndum og sjónvarpið er mun íhaldssamara nú en oft áður. Sp: Ég er ekki sammála þessu. Það er mun meira af djörfu sjón- varpsefni, meira af efni sem höfð- ar til homma. Þú getur valið um rásir. Hudson: Ég kannast ekki við það. Ég horfi bara á Doris Day show. Sp: Hvað um kvikmyndir eins- og sjónvarpsmyndina „That Certain Summer" sem fjallar um homma? Hudson: Ég sá hana. Slíkt er þarft því fjöldinn allur af fólki veit ekki nokkurn skapaðan hlut um homma. En auðvitað verður sjónvarpið aldrei annað en mál- amiðlun, svo þú skalt ekki búast við að sjónvarpið framleiði sanna homma-mynd, hvað þá að slík mynd yrði sýnd á sjónvarpsstöðv- unum. Sp: Værir þú til í að leika í slíkri kvikmynd? Hudson: Nei ekki núna. Þeir sem eru orðnir frægir geta ekki tekið þátt í slíkum myndum. Sp: Hvað með leikara einsog Laurence Olivier, Marlon Brando, Peter Finch, Marcello Mastroianni o.s.frv. Hudson: Allt útlendingar. >€tla að upplifa aldamótin Sp: Finnst þér stundum erfitt að leika venjulega menn? Hudson: Sem betur fer leik ég alltaf aðra en mig sjálfan, svo ég er vanur því. Þetta er starf. Mér líkar við öll hlutverk sem reyna á sköpunarmátt minn. En ég er ekki tilbúinn að klæðast leðri og ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 silki, en slíkum augum lítur Hollywood homma í dag. Sp: Þú þekktir Sal Mineo. Hudson: Já Sp: Hvar kynntistu honum? Hudson: Við áttum nokkur stefnumót. Sp: Að sögn hans er það mjög sjaldgæft að stjörnur séu saman. Ér það rétt? Hudson: Auðvitað kemur það fyrir... en þar sem stjörnurnar verða að hugsa um orðstír sinn hafa þær yfirleitt eigin vinahóp. Sp: Persónurnar sem þú lékst brostu aldrei; þær virtust mjög skapstirðar. Afhverju? Hudson: Það var hluti af samn- ingnum. Universal bannaði mér að brosa á tjaldinu. Ég var lifandi brúða, hinn venjulegi maður, konurnar fengu að hlæja og full- an skáp af fötum, ég fékk reikningana og mest borgað. Réttlátt eða hvað? Mig langaði lítið til að brosa við upptökurnar. Sp: Hversu margar af stjörnun- um í Hollywood eru hommar? Hudson: Þeir eru of margir til að ég geti talið þá. Ef að þeir kæmu allir úr felum í einu myndi skapast algjört öngþveiti. Banda- ríkjamenn hafa ekki áhuga á slíku. Þeir hafa engan áhuga á að vita þetta. Sp: Líður þér öðruvísi nú, eða betur, en þegar þú varst yngri? Hudson: Eg er jafnvel sáttur við gráu hárin og ýstruvottinn. Ég horfi með tilhlökkun til fram- tíðarinnar. Ég hef trú á sjálfum mér og vonast til að upplifa árið tvö þúsund. -Sáf/American film Púki í djöflaúttekt í djöflaúttekt síðasta Sunnu- dagsblaðs Þjóðviljans gleymdist að geta höfunda tveggja vísna, sem birtar voru. í annan stað var það djöfulsvísa Bólu-Hjálmars: Er það gleði andskotans umboðslaun og gróði fémunir þá fátæks manns fúna í ríkra sjóöi. Hins vegar er það vísa sú sem Ólafur H. Torfason endar svar sitt á: Forlög koma ofan að, örlög kringum sveima, álög koma úr ýmsum stað, en óiög fæðast heima. Vísa þessi er eftir Pál Vídalín, lögmann, en ekki þá Gunnar Dal og Þórð á Dagverðará, eins og ætla mátti af samhenginu. Þá gerði prentvillupúkinn okk- ur grikk í grein Ólafs, enda hefði annað verið óeðlilegt í umfjöllun um Djöfulinn og púka hans. Þar er Nornahamarinn kallaður Nornahamurinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.