Þjóðviljinn - 25.01.1987, Blaðsíða 4
Skoðana-
kannanir
skoðaðar
Skoðanakannanir hafa á
allra síðustu árum farið mikið í
vöxt og eru niðurstöður þeirra
orðnar æ meira áberandi í
þjóðmálaumræðunni en áður
var. Niðurstöður þeirra kann-
ana sem oftast ber fyrir augu
almennings eru um á fylgi
stjórnmálaflokkanna. Þessar
niðurstöður hafa oft orðið ti-
lefni til mikillar umræðu og
deilna um áreiðanleika kann-
ananna og marktækni. Þjóð-
viljinn fór á stúfana til þess að
kanna hvernig að fram-
kvæmd skoðanakannana um
fylgi flokkanna er staðið, en
auk þess er í þessari úttekt,
ýmsum öðrum sþurningum
sem snerta skoðanakannanir
lauslega reifaðar.
Fjórir aðilar hafa reglubundið
gert kannanir á fylgi flokkanna.
Þessir aðilar eru Hagvangur,
Skáís fyrir HP, DV og Félagsvís-
indastofnun Háskólans. Kannan-
ir þessara aðila eru mismunandi
viðamiklar hvað stærð úrtaks
snertir en jafnframt hvað snertir
þætti sem geta skipt máli fyrir á-
reiðanleika kannana s.s. hvort
úrtakið endurspegli aldursdrei-
fingu, kynjaskiptingu og búsetu.
Urtökin hjá DV og Skáís eru
unnin beint uppúr símaskránni
þannig að símanúmer eru valin af
handahófi úr skránni og þá sam-
kvæmt ákveðnu kerfi. T.d. tí-
unda hvert númer verður fyrir
valinu. Stærð úrtaks hjá Skáís er
jafnan um 800 manns og hjá DV
600 manns. í báðum tilfellum
skiptist fjöldinn þannig að helm-
ingur þeirra sem spurður er, er
búsettur á landsbyggðinni og
hinn á Reykjavíkursvæðinu. Hjá
DV er þess gætt að hlutfall karla
og kvenna í úrtakinu sé í sam-
ræmi við raunverulegt hlutfall, en
aldursdreifingar er hins vegar
ekki gætt. Skáís hefur að öllu
jöfnu ekki lagt neina sérstaka
áherslu á að gæta réttra kynja-
hlutfalla og aldursdreifing kemur
heldur ekki inní myndina þar.
Hagvangur og Félagsvísinda-
stofnun eru með tilviljunarúrtak
sem valið er beint úr þjóð-
skránni. Þessi aðferð hefur þann
kostinn að auðveldlega er hægt
að skoða úrtakið eftir að það hef-
ur verið valið m.t.t. kynjaskipt-
ingar, aldursdreifingar og búsetu
og leiðrétta í samræmi við raun-
verulega skiptingu. Sjaldnast ber
þó mikið í milli að úrtakið endur-
spegli hana. Úrtakið hjá Hag-
vangi er venjulega 1000 manns en
Félagsvísindastofnun er með
langstærsta úrtakið, eða 1500
manns. Upp að ákveðnu marki
getur stærð úrtaks minnkað
skekkjumörk sem eru að sjálf-
sögðu alltaf einhver þegar um
kannanir eru að ræða enda gefa
þær aldrei annað en vísbendingu
um afstöðu til þess sem spurt er
um.
Áreiðanleiki
Þær kannanir sem umræddir
aðilar hafa gert eru símakannan-
ir. Þ.e.a.s. það er hringt í fólk og
það spurt þeirra spurninga sem
liggja fyrir. Yfir 90% heimila á
landinu eru skráð með síma og
því eru aldrei margir sem falla úr
úrtaki vegna þess að þeir eru ekki
með síma. Þó er sá möguleiki
fyrir hendi að þeir sem eru síma-
lausir séu með svipuð félagsleg
einkenni og líkur séu því á að stór
hluti þessa hóps kjósi sama flokk-
inn. Sé þetta dæmi hins vegar
skoðað nánar kemur í ljós að
skekkjan sem þessi þáttur veldur
er óveruleg.
Þegar áreiðanleiki kannananna
er metinn skiptir mestu, hvað
tæknilegu hlið framkvæmdarinn-
ar varðar, stærð úrtaks og hversu
margar breytur koma inní úr-
takið s.s. kyn, aldur, búseta
o.s.frv. í könnunum Félagsvís-
indastofnunar eru allar þessar
breytur teknar inní en vel er hægt
að hugsa sér enn nákvæmari
vinnubrögð þar sem úrtak er t.d.
vegið eftir hverfum og jafnvel
einhverri stéttaflokkun. Annað
sem skiptir að sjálfsögðu máli
varðandi áreiðanleika er að
spurningar séu orðaðar þannig að
þær séu ekki leiðandi og jafn-
framt að spyrjendur reyni ekki að
hafa áhrif á það hvernig þátttak-
andi í könnuninni svarar. Þá
skiptir tölfræðileg úrvinnsla einn-
ig máli.
Ekki skal endanlegur dómur
lagður á það hér hvort niðurstöð-
ur hjá einum af framkvæmdarað-
ilanum séu áreiðanlegri en hjá
öðrum, en það er ljóst að líkurnar
á marktækum vísbendingum eru
meiri eftir stærð úrtaks og fjöl-
breytileika þeirra breyta sem not-
aðar eru í úrtakinu. Þar með er
ekki sagt að niðurstöður kannana
á borð við þær hjá DV og Skáís
geti ekki gefið góða vísbendingu.
Hættan er hins vegar alltaf fyrir
hendi að í slíkum könnunum geti
t.d. kynjahlutfall og aldurs-
dreifing skekkst mjög mikið
þannig að í úrtakinu verði einn
ákveðinn hópur meira áberandi
en annar. Haukur Helgason að-
stoðarritstjóri DV og umsjónar-
maður skoðanakannana DV
heldur því reyndar fram að niður-
stöður könnunar sem DV gerði
viku fyrir sveitastjórnakosning-
arnar í vor hafi komist næst kosn-
ingaúrslitunum. Félagsvísinda-
stofnun sem gerði könnun um
svipað leyti hafi staðið mjög
nærri en niðurstöður úr könnun-
um Hagvangs og Skáíss sem gerð-
ar voru líka um svipað leyti hafi
ekki verið eins nálægt úrslitum.
Niðurstöðu sína fær Haukur með
því að reikna meðaltal af mis-
muninum af þeim niðurstöðum
sem könnunin gefur annars vegar
og úrslitunum hins vegar.
Svarheimtur skipta meginmáli
þegar áreiðanleiki niðurstaðna er
metinn. Algengar svarheimtur í
þjóðmálakönnunum Félagsvís-
indastofnunar eru 75-80% og
þykja þær heimtur nokkuð góð-
ar. Þegar talað er um svarheimtur
er átt við hlutfall þeirra af
heildarfjölda úrtaksins sem taka
þátt í könnuninni. Hópur þeirra
sem dettur út úr úrtakinu gerir
það af margvíslegum orsökum
s.s. vegna þess að þeir eru er-
lendis, látnir, sjúkir, neita að
svara o.s.frv.
í könnunum, og ekki síst í
könnunum sem krefjast svara við
svo mikilvægu máli sem afstöðu
til stjórnmálaflokka, er jafnan
einhver hluti svarenda sem eru
óráðnir. Það liggur ljóst fyrir að
eftir því sem þessi hópur er stærri
minnkar áreiðanleiki niður-
staðna. Hópurinn kann að hafa
allt aðra dreifingu en þeir sem
svara. Félagsvísindastofnun Há-
skólans hefur aukið á áreiðan-
leika sinna niðurstaðna með
ákveðnum aðferðum sem
minnka þennan hóp. í könnun
sem stofnunin gerði sl. vor um
alþingiskosningarnar voru þeir
sem fylla þennan hóp spurðir
þriggja spurninga. í fyrsta lagi
var fólk spurt að því hvað það
héldi að það kysi ef það væru al-
þingiskosningar daginn eftir.
Þegar að þessari spurningu hafði
verið svarað sögðust 28% svar-
enda enn vera óráðnir. Þessir
voru þvínæst spurðir að því hvað
þeir töldu líklegast að þeir kysu.
Eftir þessa spurningu var hlutfall
þeirra sem enn voru óráðnir
komið niður í 14.5%. Þessi hópur
var spurður að því hvort það væri
líklegt að þeir kysu Sjálfstæðis-
Matreiðslumenn -
^iframreiðslumenn
60 ÁRA
AFMÆLISHÓF
verður haldið miðvikudaginn 11. febrúar kl. 18.00
að Hótel Sögu, Gildi hf.
Allir framreiðslumenn og matreiðslumenn vel-
komnir.
Miðasala og borðapantanir verða að Óðinsgötu 7
milli kl. 15 og 17 frá og með mánudeginum 2.
febrúar.
Félag matreiðslumanna
Óðinsgötu 7 sími 687269
Leiðbeiningar
við
framtalsgerð
Verkamannafélagið Dagsbrún gefur félags-
mönnum sínum kost á leiðbeiningum við gerð
skattframtala, með sama hætti og undanfarin ár.
Þeir sem hug hafa á þjónustu þessari eru beðnir
um að hafa samband við skrifstofu Dagsbrúnar
og láta skrá sig til viðtals eigi síðar en 2. febrúar
n.k. Ekki er unnt að taka við viðtalsbeiðnum eftir
þann tíma.
Verkamannafélagið Dagsbrún.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur