Þjóðviljinn - 25.01.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.01.1987, Blaðsíða 5
Úttektá framkvœmd skoðanakannana, áhrifum þeirra, túlkunum á þeim o. fl. flokkinn eða einhvern af hinum flokkunum. Eftir þessa spurn- ingu var hlutfall óráðinna komið niður í 6.6%. Að sögn Ólafs Þ. Harðarsonar lektors í Félagsvís- indadeild hafa niðurstöður frá þessum hópi gefið til kynna að hlutfall þeirra sem segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn meðal þessara svarenda sé mun lægra en þeirra sem telja líklegt að þeir kjósi aðra flokka sé dreifingin hjá þessum hópi borin saman við heildarhópinn. Þessar spurningar geta því leiðrétt ákveðna skekkju í niðurstöðum. Ólafur sagði að aðferðin hefði hins vegar á- kveðna vankanta. Síðasta spurn- ingin gæti t.d dregið Sjálfstæðis- flokkinn of mikið niður því það geti verið auðveldara að segjast ætla að kjósa ónefndan flokk en Sjálfstæðisflokkinn, en engu að síður væri betra að fara þessa leið en ekki. Aðspurður um hvort niðurstöður Félagsvísindastofn- unar hefðu sýnt minna fylgi við Sjálfstæðisflokkinn en aðrar kannanir sagði Ólafur að í sam- anburði við Hagvangsniður- stöðurnar væri það svo, en Hag- vangur notaðist við samskonar úrtak og Félagsvísindastofnun og því væri samanburður við þá eðl- ilegastur. Framkvæmdaaðilar þeirra kannana sem Þjóðviljinn talaði við voru allir sammála um það að Sjálfstæðisflokkurinn virtist alltaf fá meira fylgi í skoðana- könnunum en eðlilegt væri miðað við kosningaúrslit. Skýring Ólafs á þessu er sú að líklegt sé að tölu- verður hópur hinna óráðnu sé á- kveðinn í að kjósa ekki Sjálfstæð- isflokkinn en ekki búinn að á- kveða hvern hinna flokkanna þeir ætla að kjósa og þess vegna lenda þeir frekar í hópi hinna óráðnu en þeir sem kjósa Sjálfs- tæðisflokkinn. Framkvæmdaað- ilarnir sögðu jafnframt að sá flokkur sem væri í uppsveiflu hverju sinni fengi oft meira fylgi í skoðanakönnunum en í kosning- aúrslitununm sjálfum og flokkur í niðursveifu tapaði ekki eins miklu og niðurstöðurnar gæfu til kynna. Skoðanamyndandi óhrif Flestir eru sammála um það að niðurstöður skoðanakannananna geti verið skoðanamyndandi. Margir óttast því, að liggi það fyrir að flokkur sé í uppsveiflu hafi kjósandinn tilhneigingu til þess að hoppa á vagninn með sig- urvegaranum þegar í kjörklefann er komið. M.a. þess vegna hafa t.d. í Frakklandi verið settar regl- ur sem banna birtingu á niður- stöðum kannana u.þ.b. tveimur vikum fyrir kosningar, en slíkar reglur hafa aðeins verið settar í örfáum löndum. Ólafur Þ. Harð- arson var spurður að því hvaða afstöðu hann hefði til reglna sem þessara og sagði hann að fyrir utan það að þær takmörkuðu frelsi fólks til þess að fá upplýs- ingar þá væri það ekki gefið að niðurstöður hefðu skoðana- myndandi áhrif í aðeins eina átt. Enda hefði ekki verið sýnt fram á það í neinum rannsóknum. Sem dæmi um önnur áhrif en þau sem að ofan er getið og sem flestir virðast reikna með, tók Ólafur dæmi um kjósanda sem væri óá- nægður með flokkinn sinn og hefði tekið þá ákvörðun að greiða honum ekki atkvæði í næstu kosningum. En þegar kjós- andinn sér í skoðanakönnun að flokkurinn er á hraðri niðurleið kann honum að finnast refsingin of mikil og kýs flokkinn sinn eftir allt saman. Á íslandi eru engar reglur til um framkvæmd skoðanakannana og birtingu niðurstaðna. Við þessu hefur þó verið hreyft hér á landi með þingsályktunartillögu frá Halldóri Blöndal og Guð- mundi H. Garðarsyni frá sl. ári. Með tillögunni eru þeir félagar þó ekki að gera tillögu um að slík- ar reglur verði settar heldur um að kannað verði hvort það sé æskilegt. Þá leggja þeir áherslu á það að lagt verði kerfisbundið mat á íslenskar skoðanakannanir með hliðsjón af því hvort þær standist þær fræðilegu kröfur sem gera þarf til skoðanakannana al- mennt. Jafnframt, að þar sem því verður við komið, verði reynt að ganga úr skugga um að hvaða marki niðurstöður skoðanakann- ana standist í reynd. í flestum tilfellum er erfitt að sannprófa niðurstöður úr skoð- anakönnunum og í alla staði ómögulegt þegar um kannanir á fylgi flokkanna er að ræða. Ein aðferð sem stundum hefur verið notuð til þess að gera tilraun til þess að meta áreiðanleika niður- staðna í slíkum könnunum er að spyrja þátttakendur hvaða flokk þeir kusu í síðustu kosningum. Niðurstöður könnunarinnar eru síðan bornar saman við kosning- aúrslitin í þeim kosningum og það skoðað hvort mikið beri í milli. Niðurstöður könnunarinn- ar eru síðan vegnar eftir þeim niðurstöðum. Túlkun fjölmiðla Flestir fá niðurstöður skoðan- akannana matreiddar í gegnum fjölmiðla. Niðurstöður geta í mörgum tilvikum boðið upp á margar áherslur í túlkunum og stundum hefur verið kvartað undan því að fjölmiðlafólk sé oft ekki nógu varkárt í umfjöllun sinni. Ólafur Þ. Harðarson var sama sinnis. Hann nefndi sér- staklega tvö atriði í þessu sam- bandi. í fyrsta lagi hafa túlkendur of mikla tilhneigingu til þess að gera of mikið úr tiltölulega litlum breytingum. T.d. er flokkur sem fær 16% í könnun og sem fékk 15% í í fyrri könnun sagður í sókn. Það sé fráleitt að túlka niðurstöðurnar sem svo því mun- urinn sé svo lítill að hann sé innan skekkjumarka og gæti stafað af hreinni tilviljun. Túlkendur gleyma því að hreyfanleiki kjós- enda hafi aukist mjög mikið á síð- ustu árum og því geti niðurstöður sem þeir hafi í höndunum í dag breyst mjög ört. Þ.e.a.s. skoð- anakannanir á fylgi flokkanna hafa ekki eins mikið forspárgildi og margir vilja vera láta. í öðru lagi þá hafi úrtök stund- um verið brotin of mikið niður þannig að þau hætta að endur- spegla þann hóp sem heildarúr- takið endurspegli. Stundum sé t.d. verið að draga eitt og eitt kjördæmi út úr heildarniðurstöð- um og skoða niðurstöðurnar þar sérstaklega. Þær niðurstöður gæfu fráleitt rétta mynd af fylgi flokkanna, enda þyrftu áreiðan- legar niðurstöður frá einu kjör- dæmi að vera byggðar á úrtaki sem væri nærri því jafn stórt og úrtak fyrir allt landið. Hlutverk skoðanakannana á fylgi flokkanna hefur að mestu verið þríþætt. í fyrsta lagi hafa niðurstöður þeirra haft almennt upplýsingagildi fyrir almenning. Þ.e.a.s. haft fréttagildi. í öðru lagi þá hafa þær haft hlutverki að gegna í fræðilegum rannsóknum m.a. á kosningahegðun. í þriðja lagi hafa niðurstöðurnar, og sér- staklega erlendis, haft hagnýtt gildi fyrir stjórnmálaflokka, en þeir hafa í auknum mæli hagað kosningabaráttu sinni samkvæmt upplýsingum sem niðurstöðurnar veita og í sumum tilfellum eru flokkarnir komnir með sérstakar stofnanir sem gera reglubundið kannanir. Á íslandi virðist þessi þróun vera að stíga sín fyrstu skref, en í sveitarstjórnarkosn- ingunum sl. vor keyptu flokkarn- ir spurningar sem þeir vildu fá svarað hjá Félagsvísindastofnun. —K.Ól. Félagsmálaskoli alþyðu 1. önn 15.-28. febrúar 1987 Hvað kannt þú fyrir þér í fundarstörfum og framsögn? Hvað veist þú um verkalýðshreyfinguna, starf. hennar og sögu? Áttu auðvelt með að koma fram á fundum og samkomum? Tekurðu þátt í félagslífi? Viltu öæta þekkingu þína í hagfræði. félagsfræði og vinnurétti? Veitt er tilsögn í þessum og öðrum hagnýtum greinum á I. önn Félagsmálaskóla alþýðu, sem verður í Ölfusborgum 15.-28. febrúar n.k. Þá eru á dagskránni menningar- og skemmtikvöld auk heimsókna í stofnanir og fyrirtæki. Félagsmenn Alþýðusambands islands eiga rétt á skólavist. Hámarksfjöldi á önn er 25 þátttakendur. Umsóknir um skólavist þurfa að berast skrifstofu MFA fyrir 12. febr. n.k. Nánarl upplýsingar eru velttar á skrifstofu MFA, Grensásvegi 16, sfmi 91-84233. ÞEKKING, STARF OG STERKARI VERKALÝÐSHREYFING MENNINGAR- OG FRÆÐSLUSAMBAND ALÞÝÐU Sunnudagur 25. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.