Þjóðviljinn - 25.01.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 25.01.1987, Blaðsíða 16
AFMÆLI Si Sextugur í dag Jóhann Þórðarson hdl. frá Laugalandi, N-ís. Þegar mér barst til eyrna í haust, að góðvinur minn Jóhann Þórðarson frá Laugalandi í Djúpi, yrði sextugur á þessu ári, nánar tiltekið 25.þ.m., varð það mér enn ein sönnun þess hve tím- inn rennur skjótt í sínum hljóð- leik. Jóhann er af grónum ættum hér við Djúp, bæði af Snæfjalla- strönd í móðurætt, og Langadals- strönd og var Halldór á Rauða- mýri afi hans í föðurlegg. Leiðir okkar lágu fyrst saman síðla vetrar 1947 og lukum við saman gagnfræðaprófi er voraði það ár frá M.A. Engin kynni tók- ust þó með okkur að sinni og eigi heldur í háskóla og vorum við þó samtíða þar nokkur ár. En er ég tók brauð við Djúp 1956, með aðsetri í Vatnsfirði og kom að Melgraseyri minna erinda var hann þar mættur og flest sumur þaðan upp. Þeir gömlu sögðu, að römm væri taug sú, er rekka drægi föðurtúna til og fannst mér þetta sannmæli áþreifanlega sannast á Jóhanni. Alla tíð mun hann hafa fylgst með málum hér og framgangi þeirra hluta, er nauðsyn eru hverju byggðarlagi og kemur hér fram væntumþykja hans um það hérað og þá sveit, sem hann er úr runninn, taugin sem þeir gömlu vissu, að ekki er neinn bláþráðir í innra lífi margs mannsins, heldur snar þáttur, römm, lifandi, aflvaki góðra hluta. Vil ég í því sambandi minna á mikinn og góðan stuðn- ing hans við kirkju á Melgraseyri, er byggð var og mun aðstoð hans vera nokkru þyngri á metum en almennt er vitað. Minnist ég þess með gleði, er hið nýja hús var vígt fámennum söfnuði til notkunar við hið bjarta Djúp, að þar var mættur Jóhann Þórðarson við alt- ari að lesa úr helgum ritningum svo sem kirkjulegt ritúal út- heimtir á slíkum stundum. Man ég eigi hver orð okkur hafa í millum farið við það tækifæri á Melgraseyri, sennilega fá: við höfum báðir skilið án orða það sem þarna var að gerast. Skal honum nú þakkað allt hans fram- lag til kirkjunnar og alla aðstoð við söfnuðinn fyrr og síðar. Vil ég færa þér hinar bestu þakkir vor- ar, prests og safnaðar, svo og allra velunnara Melgraseyrar- kirkju nær og fjær fyrir þitt óeigingjarna starf, sem þú engin laun hefur hlotið fyrir utan þá gleði að sjá rísa af grunni gamla bænhússins, er varð vindum að bráð, nýtt og veglegt guðshús, prýði sveitar þinnar. Fleira mætti til tína er speglar áhuga Jóhanns á velferð héraðs- ms og íbúa þess, m.a. mátti stundum sjá í blöðum ábendingar í greinum hans um vegi og brýr, en fáum byggðarlögum er nú meiri nauðsyn á góðum sam- göngum en voru, og kunnum vér þakkir öllum þeim er þar að huga eða að vinna og gildir slíkt eigi síður nú á tímum nokkurra erfið- leika í búskap og uggs nokkurra um búsetu. - Það gladdi mig, að vera staddur á æskuheimili þínu - Laugalandi í Skjaldfanna'rdal - þann 3ja jan. síðastliðinn, degi Enoks, að vígja í hjónaband ungt par, brúðurin af þinni ætt, og söfnuðurnir báðir á „Ströndinni“ þar saman komnir að verulegu leyti auk gesta aðkominna, finna að hér hafði ekkert breyst er máli skiptir. Fólk að vísu færra, en við vígslu er við báðir vorum við- staddir vetrardag einn fyrir 3 ára- tugum eða svo, er faðir þinn sat í öndvegi, nú bróðir þinn. Húsið traust sem fyrr með sínar gömlu bækur á loftinu, dalurinn fagur, tunglið samt við sig og jökullinn í nánd. Hvað vill maðurinn í þess- ari jörð? - En sleppum frekari hugleiðingum um guð og eilífð að sinni. Jóhann lauk prófi í lögum frá Háskóla íslands á vordögum 1958 og hefur síðan stundað lög- fræðistörf. Hafa margir héðan úr héraði til hans leitað með sín mál, og þótt ég sé ókunnugur störfum hans á lögfræðilegu sviði er mér eigi erfitt um þá ályktun af kynn- um mínum við ættmenn hans, að hann mun snjall vera í sinni fræði- grein og halda fast á því máli er hann að sér tekur. Jóhann gekk að eiga myndar- konu, Guðrúnu Halldórsdóttur frá ísafirði, 1959 og eiga þau hin mannvænlegustu börn. Kveðjur til ykkar allra á afmælinu! Lifið heil! Vatnsfirði á Antóíusarmessu 1986, síra Baldur Vilhelmsson Var félaginu nafn gefið og nefnt Sjómannafélagið Báran, og var það þannig fyrsta verkalýðsfélag- ið hérá landi. Ég veit ekki til að til sé neinar fundarbækur frá fyrstu árum fé- Iagsins. Ég hef gjört mér far um að komast eftir ef nokkuð væri, en því miður mun allt slíkt glatað og fram að árinu 1902. Það sem ég því skrifa um þetta efni verður allt eftir minni. Ég veit ekki af neinum sem eftir er af stofnend- um og fylgst hafa með allan tím- ann. Ég held að þar sé ekki að ræða um neina nema mig einan, og verð ég að játa að það er tölu- vert farið að fyrnast yfir þetta tímabil hjá mér svo að röðun virðburðanna verður alls ekki í réttri röð. Það sem ég skrifa um þetta verður aðeins heildaryfirlit. Þeir voru margir örðugleikarn- ir sem við höfðum við að stríða þessir örfáu brautryðjendur verkalýðshreyfingarinnar, óvanir félagslífi, þekkingarlausir á fé- lagsmálum, og andstæðingar á hverju strái. Við sem stóðum fyrir félagsskapnum vissum að við myndum gjalda þess hjá út- gjörðarmönnum, en við horfðum ekki í það; það varð að hafa sinn gang. Við gjörðum það sem við gátum til að efla félagið og fórum ekki dult með. Við héldum fundi í hverri viku í félaginu og út- breiðslufundi öðru hvoru. Þegar starfstímanum var lokið síðast í febrúar 1895 voru félagar orðnir 60 og mun það hafa látið nærri að vera einn þriðji hluti (ió) þeirra sjómanna sem heima áttu í Reykjavík. Þegar við svo komum heim með haustinu var tekið til óspilltra málanna. Var nú reynt að fjölga í félaginu, og inn á við að reyna að koma meira menn- ingarsniði á sjómennina, sérstak- lega að draga úr drykkjuskap sem því miður var mjög almennur. Ennfremur voru menntamenn fengnir til að halda fyrirlestra, al- menns efnis voru þeir samt og gerðu að ég held lítið gagn. En bindindisstarfsemin gjörði mikið gagn sérstaklega með stofnun goodtemplarastúkunnar „Drafn- ar“ (1898) og síðar „Víkings“ (1904) sem báðar voru sjómanna- stúkur. Xí Útbreiðsla Mig minnir að það hafi verið árið 1896 sem við stofnuðum sjó- mannafélag í Hafnarfirði. Okkur var það ljóst að einir gátum við litlu áorkað því eftir því sem þil- skipastóllinn óx, fjölgaði að- komumönnum sem sóttu á skipin í félagsskap, en þessi út- breiðslustarfsemi okkar gekk seint. Við höfðum ekki neitt fé úr LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27 óska eftir starfsfólki í eftirtalin störf: 1. Þvottahús 75% starf 2. Vaktir 75% starf 3. Heimilishjálp 75%-100% starf Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377 milli kl. 10.00 og 14.00 alla virka daga. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Póthússtræti 9,5. hæð á sér- stökum eyðublöðum sem þar fást. að spila því árstillög voru lág 1-2 kr. á ári, og þó það væri nú ekki hærra gekk illa að innheimta. Sjálfir vorum við félausir og gát- um ekki kostað miklu til ferða- laga, en reynt var að hafa tal af sjómönnum, og hlera eftir því hvort ekki mundi unnt að stofna félag á þessum og þessum stað. Um aldamótin var stofnað sam- band sjómannafélaganna. Voru þá ekki til fleiri félög til að stofna sambandið en félagið Báran no. 1 í Reykjavík og 2 í Hafnarfirði. Voru lög þess samband sem hér segir. Sjá prentuð lög félagsins. Var ég kosinn formaður sam- bandsins og var það meðan sam- bandið var til. Ég hafði góðan vilja á því að efla félagsskapinn og útbreiða hann en ég hafði ekki neitt fé yfir að ráða. Hugkvæmd- ist mér þá að færa í tal við Sigurð Eiríksson regluboða goodtempl- arareglunnar hvort hann sæi sér ekki fært að greiða fyrir út- breiðslu sjómannafélaga þar sem hann færi um og skilyrði væru fyrir hendi. Sigurður tók þessu vel, hann stofnaði félagsdeildir á Eyrarbakka, Stokkseyri, Kefla- vík og Garði. Aftur hjálpuðum við nokkir Bárufélagsmeðlimir honum til að stofna hér í Reykja- vík 2 stúkur, Víking og Skjald- breið. 1903 voru félögin þessi: Meðlimir Báran No. 1 í Rvík. um 200 Báran No. 2 í Hafnarf um 60 Báran No. 3 á Eyrarb. um 70 Báran No. 4 á Akran. um 80 Báran No. 5 á Stokkseyri um 60 Báran No. 6 í Keflav. um 40 Báran No. 7 í Garði um 30 Sovétríkin Vá- gestur viður- kenndur Sovétmenn þurfa ekki ein- göngu að berjast við áfengis- vandamál þjóðarinnar því nú hafa verið gerðar opinberar tölur um fíkniefnasjúklinga Sovétríkjanna. Á dögum Brésnefs var sagt að um 2.500 manns notuðu sterk fíkniefni í Sovétríkjun- um, samkvæmt upplýsingum stjórnarinnar nú eru þeir hins- vegar 46.000 talsins. Fjölmiðlar í Sovétríkjunum hafa að undanförnu fjallað töluvert um vandann. Hafa þeir málað ástandið mjög dökkum litum og bent á van- mátt lögreglu og heilbrigði- skerfis. Yfirvöld hafa viðurkennt að þau hafi sofið á verðinum. Afleiðing þess er að lögregla, fjölmiðlar, skólayfirvöld og heilbrigðisyfirvöld hafa verið grandvaralaus gegn þessum vágesti. -Sáf/Ny tid inn og mun fundarbókin glötuð. Þingfundir stóðu yfir 2-3 daga og var helst rætt um kjör manna á skútum og koma samræmi í þau. Ennfremur var á undan þing- kosningum rætt um hvaða af- stöðu bæri að taka til þessara og þessara þingmannaefna sem í framboði voru þar sem félags- deildir störfuðu. Kröfur þær sem við gerðum til þingmannaefna voru þessar: 1. Lög um skoðun skipa. 2. Vátrygging sjómanna. 3. Lækicun á tollum, beinir skattar. Almennur kosninga- réttur jafnt fyrir karla og kon- ur. Síðasta fulltrúaþing sjómanna, stórdeildarþing eins og þau voru kölluð, var haldið í febrúar 1909. Þá hafði verið (1907) stofnað Verkamannasamband íslands. 1906 var stofnað Verkamannafé- lagið Dagsbrún, og var auðséð að slíkur félagsskapur átti framtíð fyrir höndum. Ég hafði á sínum tíma gengist fyrir stofnun sam- bands Bárufélaga og nú varð mér það ljóst að það var ekki einhlítt lengur. Átti ég nú tal við Sigurð Sigurðsson búfræðing sem var formaður Dagsbrúnar og við Þor- varð Þorvarðsson sem var for- maður Hins íslenska prentarafé- lags. Kom okkur saman um að semja frumvarp til laga fyrir sam- band félaganna og <átti> hver í sínu félagi síðan að flytja málið. Var samband þetta með líku sniði og samband Bárufélaganna, kannski nokkuð yfirgripsmeira. Félögin samþykktu frumvarpið, þó breytti Dagsbrún nokkrum greinum. Til dæmis höfðum við sett inn í frumvarpið að samband- ið skyldi beita sér fyrir lögleiðing 8 tíma vinnu, en Dagsbrún felldi það ákvæði og setti aftur í staðinn 10 tíma vinnu. Samband þetta hékk uppi í nokkur ár en lognað- ist síðan útaf til óhamingju fyrir verkalýðshreyfinguna alla. Sam- band milli félaga slitnaði og náð- ist ekki aftur fyrr en eftir að Al- þýðusamband Islands var stofnað 1916. Tildrögin til. þess að Al- þýðusamband íslands var stofnað var það að ég hafði fengið leyfi Dagsbrúnar til þess að hafa skrif- að blað sem ég mátti lesa upp á fundum þegar tími var til. 28. október 1915 fékk ég tímajil að lesa upp af blaði sem þá vár orðið félagsblað með ritnefnd og öllu mögulegu. Nokkrar umræður urðu á eftir. Að þeim loknum lagði ég til að kosin yrði nefnd til þess í samvinnu við önnur verka- lýðsfélög að stofna samband milli félaga. Inefndþessavoruáfund- inum kosnir Ottó N. Þorláksson og Ólafur Friðriksson. Kosnir vorú og nefndarmenn frá Prent- arafélaginu. 540 meðlimir Ekki voru sambandsþingin fjölmenn, full tala mætti ætíð úr Reykjavík og Hafnarfirði og Akranesi, en fyrir hinar deilirnar gekk ill að fá fulltrúa til að mæta, gjörði það kostnaðurinn við ferðalögin. Á tveimur þingum mætti Sigurður Eiríksson einn sem fulltrúi fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri. Frá sambandsþing- unum mun engin fundarbók vera til. Ritari sambandsins var Helgi Björnsson, hann er nú löngu dá- fcajFiórðunqssiúkrahúsið á Akureyri Óskar aö ráða sjúkraþjálfara til starfa. Upplýs- ingar veitir Ankie Postma, sjúkraþjálfari í síma 96-22100. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Ankie Postma, fyrir 1. mars n.k. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 16 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.