Þjóðviljinn - 25.01.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.01.1987, Blaðsíða 7
irnar Þorra, Góu og Einmánuð, sem Ólafur Davíðsson hefur eftir Sveini Sveinbjarnarsyni frá Ósi í Mörðuvallasókn. Þar ætlar vond kona að láta tengdamóður sína svelta til bana uppi í seli, en það fer á annan veg: Fyrsta þorradag gekk hún út úr selinu og sá mann standa úti á hlaðinu. Hún spurði, hvað hann héti. Hann sagðist heita Þorri. „Komdu sœll, Þorri minn", segir kerling, „góður muntu mér verða". „Svo skal vera“, segir hann. Hann vísar gömlu konunni á kú, sem var í fjósi þar skammt frá, og sagði að hún skyldi mjólka hana sér til matar. Að svo mæltu fer Þorri leiðar sinnar, en kerling drekkur mjólk í öll mál allan lið- langan Þorrann. Þessi dæmi um virðingarvott í garð Þorra merkja þó ekki endi- lega, að öll þjóðin hafi viðhaldið þessum sið samtímis. Séra Jón kveðst ekki hafa vitað skyn- samara fólk leggja þann hégóma- skap í venju, en um leið gefur hann óbeint í skyn, að einfaldur almúgi, sem hann þekkir minna, kunni að hafa iðkað þetta annað- hvort sem gamla siðvenju eða ný- legt uppátæki. Það er aftur á móti huglægt og oft stéttbundið mat, hverskonar fólk er kallað skyn- samt eða einfalt, rétt eins og skyn- semi dýra er metin eftir því, hversu vel gengur að gera þau manninum auðsveip og undirgef- in. Svipað á raunar oft við um svokallaðar greindarmælingar á okkar dögum. Maðurinn sjálfur er mikið undur, engir tveir menn eru alveg eins og hafa aldrei verið, og því hefur mannfólkið sífellt ójafnast, þjóðirnar skipst og tungurnar greinst líkt og segir í prologus Snorra Eddu. Því erfðust ekki all- ar hugmyndir með sama hætti frá kynslóð til kynslóðar hjá öllum fjölskyldum, nema þar sem mið- stýrðri innrætingu varð við kom- ið, sem var einkum í kristindóms- fræðslunni. En jafnvel hvað hana varðar ber að hafa í huga, að það er ekki nema hálf þriðja öld síðan prestum var beinlínis gert að skyldu að líta eftir kristnihaldi á heimilum og kristilegri uppf- ræðslu barna með reglubundnum húsvitjunum. Það er nokkru síð- ar en séra Jón skrifar fyrrnefnt bréf. Stóri bróðir var í rauninni fjarlægari einstökum heimilum fyrir þann tíma en nú á dögum, svo að þrátt fyrir allt var nokkurt svigrúm fyrir sjálfstæðar athafnir og hugsun. Erfiðara var hinsveg- ar að koma hugmyndum á fram- færi við aðra, því að engir fjöl- miðlar voru tiltækir. Eptir hangikjöts át... Árni Björnsson. Þorrablót á íslandi. Örn og Örlygur. 1986. Þorrablót eru um margt sér- stæður siður: við eigum ýmsar gamlar heimildir, sem ekki er gott að henda reiður á, um sér- staka þorrasiði og blót jafnvel - og síðan er vitað, að á sjöunda tug síðustu aldar fóru menn að taka upp á því að halda samkom- ur utan heimila sem þessu nafni hétu. Á þeim tíma tengdust þau bæði við fornaldardýrkun og þjóðernishvöt sem og áskorun- unum um að láta ekki deigan síga andspænis mat góðum og drykk. Þegar svo nær dregur okkar tíma tengjast þorrablót bæði árshátíð- um átthagafélaga og síðan þeim sérstæða trega eftir liðinni tíð, sem sækir ekki síst að þéttbýlis- fólki, og freistar þess til að krydda á þorra skemmtanahald sitt með gömlum íslenskum svei- tamat. Þessa sögu rekur Árni Björns- son þjóðháttafræðingur bæði ít- arlega og skemmtilega í bók sem út kom skömmu fyrir jól. Hann segir frá því sem vitað verður um Þorra sem persónugerving árstíð- ar, eða sem gælunafn á guðinum Þór, um þorrasiði, um þær leifar gamals þorrafagnaðar sem við höfum spurnir af (sjá kaflann sem hér til hliðar er birtur). Síðan er það rakið hvernig þorrablót eru aftur upp tekin á síðastliðinni öld og hvernig þorratískan hefur breiðst út á næstliðnum ára- tugum. Allur er sá málflutningur traustvekjandi og því að komið, hve erfitt er í rauninni að „negla niður“ ýmsa þjóðlega siði eftir gloppóttum heimildum. Kannski þarf að sjá í gegnum kristna rit- skoðunaráráttu, kannski þarf að varast það einnig sem „elstu menn muna“ vegna þessa hér: „Viss hætta gæti verið á, að þá (þegar langt er liðið á 20. öld) hefðu bókmenntir, útvarp og aðrir fjölmiðlar meira og minna óviljandi verið búnir að hanna einskonar mynstur af því, hvern- ig Þorra ætti að hafa verið fagn- að.“ Og eins og vel kemur fram í kafla sem hér í blaðinu birtist í dag, með leyfi höfundar, kann Árni Björnsson og ágæta vel að halda á skemmtilegum spurning- um, sem varða afstöðu manna til gamalla siða og þjóðtrúar. Þegar lýkur yfirliti Árna um sögu Þorrablóta er bókin hálf. Þá taka við ljósmyndir margar, einn- ig Þorrablótsvísur frá endurreisn Þorrablóta frá því fyrir og um aldamót, og fylgja með lög sem við þær voru sungnar, síðan fer safn sjö Þorrakvæða frá 17. og 18. öld og að lokum syrpa formála og minna, sem að haldi mega koma þeim sem standa fyrir mannfögnuði á borð við Þorra- blót. Að auki prýða bókina teikningar eftir Sigurð Val Sig- urðsson, sem lýsa hugmyndum manna um þorrasiði. Að öllu samanlögðu er þá til orðin næsta tæmandi handbók um Þorra, hvort sem menn vilja hafa sér til fróðleiks eða leiðbeiningar um dagskrá á blótum þeim sem þeir eiga aðild að. Þorrakveðskapurinn er um margt skemmtilegur. Tökum til dæmis þessa lýsingu hér á útliti Þorra eftir Brynjólf Halldórsson: Nasaholin sem hafgufuklakkar mótlíka innan sem mykjuhaugar. Héngu þar tiiður hordinglar frörnir vel svo digrir sem vaglar í hlöðu. Og fær reyndar hver partur andlitsins á Þorra karli sína vísu. Gott dæmi um að Þorri er gerður að þeim sterka Ása-Þór og sér- legum bandamanni í þjóðfrelsis- baráttu er „Minni Þórs“ eftir Pál J. Árdal - það kvæði er frá 1893. En þar er heitið á Þór að mölva niður „kirkjukreddu múra“ með hamri sínum, og lýsa upp landið með „þrumu rafurglóð". Kvæð- inu lýkur á þennan hátt hér: Hátt á lofti hamar þungur hefji þrek og móð. Braut í gegnum björg og klungur brjót’ ann vorru þjóð. Þorrablótsvísur eru allgott yfirlit um það á hvaða ráð íslend- ingar kunna að bregða í tækifær- isskáldskap - eins og til dæmis í kynlegri og óvart spaugilegri blöndu tilmæla um að menn kýli vömb sína freklega og hafi um leið hugann við landsins gagn og nauðsynjar, sem fram kemur í Borðsálmi frá Akureyri (1884), en þar segir skáldið: Vjer að seiðmanna sið Unum sutnbl og bjór við Og vjer súpum í botn hverja skál Eptir hangikjöts át Skal þó hafa þess gát Vel að hugsa - utn vorframfara mál. Árni Bergmann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.