Þjóðviljinn - 25.01.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 25.01.1987, Blaðsíða 15
Sjómannafélagið Báran stofnuð. í þessu húsi sem enn stendur við Lækjargötu var kaffihúsið Hermes þar sem stofnfundur Bárunnar var haldinn 14. nóvember 1894. dögum saman að öðru leyti en rúgbrauð og smérlíki; ekki neitt heitt, tæplega kaffi. Ekki var það af illgirni við matsveininn að menn létu verka handa sér þorsk- hausa heldur af sparsemi. Það var tekið fram í ráðningarskilmálum að skipsmenn hefðu frítt fæði, en þó gilti sú regla að menn sköffuðu sér sjálfir soðfisk, að sjóða, ýsu eða smáfísk var stundum gjört, en heldur þótti það nú óhóf. Um miðjan daginn vor<u> baunir eða vatsngrautur, oftar hrátt eða þá brennt. Á sunnudögum var sætsúpa, oftast var það vanalega grjónagrautur með rúsínum í og hét sætsúpa. Sunnudagur í landi en sætsúpa tii sjós var máltæki sem margir könnuðust við. Á Suðurlandi kannast margir eldri menn við skútukjet og voru það ekki meðmæli með þeirri vöru. Á haustin keyptu útgjörðarmenn kjöt handa sjómönnum sínum, var það ætíð rýrasta og um leið ódýrasta kjöt sem var hægt að fá af þessari vöru. Var manni hverj- um úthlutað 2 pundum á viku, IV2 rúgbrauð var skammtað til viku og IV2 pund af smjörlíki. Rúgbrauðin voru geymd í lestinni í pokum ofan á salti. Þegar líða fór á túrana sem stundum voru 6 vikur fóru brauðin að gjörast nokkuð ólystug, saltblaut að utan og mygluð að innan. Ekki var smjörlíkið ætíð neinn herrarétt- ur; þó tók útyfir með vatnið. Fyrstu árin var það geymt á ámum í lestinni framarlega þar sem ýmislegt annað skran var geymt. Þessar ámur voru í skipum ár eftir ár og því meira og minna rotnaðar að innan. Spons- götin sem vatnið var svo tekið upp um í vatnsmálum stóðu oft- ast opin og þar sem allmikill um- gangur var um þennan hluta lest- arinnar og menn gengu oft ofan á ámu slæddist allmikið af rusli og ýmsu góðgæti bæði ætt og óætt ofan í um sponsgötin, og bland- aðist saman við vatnið. Fyrir kom það að rottur drukknuðu í ámun- um. Síðar var farið að nota járn- kassa til að geyma vatnið í og var það nokkuð skár. Af því sem nú hefur sagt verið var það ekki neitt óeðlilegt þótt nokkur kurr mynd- aðist meðal skipverja út af þessu öllu saman. Var þá ýmist kvartað við skipstjóra eða útgjörðar- mann. Varð skipstjóri þó oftast fyrir barðinu á köllum þó sjaldan ætti hann sökina á því sem aflaga fór. Þó verður því ekki neitað að miklu gat skipstjóri ráðið ef hann vildi, og útgjörðarmaður tók orð hans nokkuð til greina ef hann var heppinn að fiska, annars þýddi honum ekkert að segja. Samtök um að bera fram kröfur til endurbóta voru litlar, mest ef ein og ein skipshöfn ákvað áður en komið var inn á höfn að fara á fund útgjörðarmanns og færa fram kröfur sínar og kvartanir. En oftast endaði sá leiðangur á því að þó allir ætluðu að vera með þá tíndist úr lestinni á leiðinni og þegar kom til útgjörðarmanns voru 2-3 eftir sem ekki bilaði kjarkinn. Auðvitað varð enginn árangur af þessháttar ferðum því þegar útgjörðarmaður sá hve samtökin voru veik þá hló hann bara að köllum. VII Eftir að fiskurinn hafði verið lagður í land vissu hásetar ekkert um hann fyrr en gjört var upp hjá útgjörðarmanni eftir heilt ár, og í honum stóð að svara <hve> mörg pund af þorski, ýsu, ufsa, o.s.frv. hefði aflinn orðið. Út- gjörðarmaður lét verka, aðgreina og vigta án þess eigandinn hálf- drættingur ætti kost á <að> koma þar nærri eða hafa mann fyrir sig til að gæta hvort allt væri rétt. Af þessu spratt eins og von- legt var allmikil tortryggni til útgjörðarmanns eða réttara sagt pakkhúsmannsins sem um þetta sá. Það bætti heldur ekki á til- trúna að sumir þessara pakkhús- manna höfðu ekki sem best orð á sér fyrir reglusemi eða ráðvend- ni. Eg skal ekkert um það segja hvort tortryggni þessi var á rök- um byggð en víst er um það fyrir- brigði skeði stundum. Til dæmis fékk Jón kannski nokkur pund af löngu í sinn reikning þótt hann hefði enga dregið en Árni sem dregið hafði nokkur stykki fékk ekkert og bendir þetta á að ekki hafi allt verið eins og vera átti. En ekki var nærri því komandi að hásetar fengju að hafa fyrir sig menn til að sjá um þetta. Þrátt fyrir það þó ástandið væri þannig eins og ég nú hefi lýst með þess- um fáu orðum og sjómenn væru þannig viljalaust verkfæri í hönd- um útgjörðarmanna, þá man ég ekki eftir að neitt væri talað um það að stofna félagsskap til að hægara væri að fá einhverju kippt í lag. Menn þekktu ekkert þess- konar og engir voru til sem bentu á neinar leiðir til að fara eftir í þessu efni, þar til útgjörðarmenn sjálfir urðu óviljandi til þess eins og ég nú skal koma að. VIII Stéttabaráttan hafin I byrjun ársins 1894 stofnuðu út- gjörðarmenn í Reykjavík og Sel- tjarnarnesi með sér félagsskap, mun það hafa heitið Félag út- gjörðarmanna við Faxaflóa. For- göngumenn þessa félagsskapar voru þeir Tryggvi Gunnarsson og Guðmundur í Nesi. Hét svo í lögum félagsins að tilgangur þess væri að efla sjávarútveg við flóann. Ekki veit ég hvort staðið hefur í lögum félagsins að aðaltil- gangurinn með stofnun þess væri sá að vinna á móti hinum sívax- andi kröfum háseta, en sagt var það í framsöguræðu á stofnfundi félagsins og starfsemi félagsins sýndi að var tilgangurinn, að þrengja enn meir en komið var að kosti háseta. Kom það bráðlega í Ijós því fyrsta viðfangsefni félags- ins var að fá samtök meðal út- gjörðarmanna um að draga hálfa brauðið af hásetum og hækka það gjald sem greitt var fyrir salt og verkun. Það var augljóst að hverju stefndi. Stéttabaráttan var hafin og hafin af atvinnurekend- um. IX Stofnað fyrsta verkalýðsfélag Það var seint í október haustið 1894 að ég og Geir Sigurðsson ræddum um það okkar í milli hvernig ætti að fara að því að steinma stigu fyrir að kjör háseta væru þrengd meira en orðið var. Við bjuggumst við öllu illu af hinu nýstofnaða útgjörðar- mannafélagi. Stakk ég þá upp á því hvort ekki mundi vera nein leið að því að stofna félag meðal sjómanna til varnar og ef vel gengi til sóknar fyrir bættum kjörum. Ræddum við þetta fram og aftur. Geir var þá eins og hann hefur alltaf verið, maður athugull og aðgætinn, en ég kannski full fljótfær í þá daga og vorum því nokkuð lengi að athuga málið. En það man ég, að áður en við fórum að sofa þetta kvöld, vorum við komnir að þeirri niðurstöðu, að við skyldum gangast fyrir stofnun félagsskapar meðal sjó- manna. Við sáum fyrir marga mikla örðugleika á að koma þessu í framkvæmd. Við vorum báðir nemendur á Stýrimannask- ólanum, og okkur var það ljóst að skólastjóri (Markús Bjarnason) mundi líta óhýru auga til okkar, ef við værum að f ást við slík auka- verk framhjá lærdómnum. Okk- ur var það einnig ljóst að framtíð okkar eða sú framtíð sem við vonuðum að eiga í vændum að verða skipstjórar var hætta búin. En við létum nú þetta samt ekki á okkur fá, en svo kom annað sem verra var viðfangs, við höfðum enga hugmynd um hvernig ætti að fara að því að stofna eða starf- rækja félagsskap. Við höfðum hvorugur nokkurntíma verið í neinu félagi, aldrei einu sinni komið á neinn fund. Við sáum því að við urðum að fá aðstoð, en hvar var hana að fá? Maður sá er tæki að sér forystu félagsskapar- ins varð að vera starfinu vaxinn, félagsvanur og sjómaður varð hann að vera. Jú, við fundum manninn. Hann hét Jón og var Jónsson ættaður af Álftanesi að ég hygg og oftast nefndur Jón real. Kom það til af því að hann hafði lært í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði, voru þeir nefndir realstúdentar sem þar tóku próf. Jón þessi var ungur maður og vin- sæll. Kenndi hann börnum á vetr- um en var á skútu á vertíð og sumrum. Hann var goodtemplar og úr því hann var það, vissum við að hann mundi kunna að stýra félagsskap því það kunnu þá allir goodtemplarar og kunna enn. Við fundum Jón real kvöldið eftir. Var hann þá að kenna krökkum eins og vant var. Bárum við upp við hann erindi okkar, var hann nokkuð tregur í fyrstu, taldi mörg vandkvæði sem við höfðum öll áður yfirvegað og að lokum hét hann okkur því að hann skyldi gerast formaður sjó- mannafélags ef við gætum safnað meðlimum og komið því á fót. Nú þóttumst við góðir. Fórum við nú á stað að tala við kallana, voru undirtektir daufar í fyrstu, en fyrir fortölur okkar lofuðu þó margir að koma á fund og sjá svo til. Heila viku vorum við á hlaupum milli þess sem við vor- um í skólanum. Enga fengum við af skólabræðrum okkar til að vera með. Þegar vikan var liðin var fundur haldinn, var hann haldinn á veituhúsi á Skólavörðu- stígnum sem kallað var Geysir, var það 7. nóv. Um 60 manns mættu og var lítið um húsrúm, úr stofunni sem fundurinn var hald- inn voru öll sæti látin út til að fleiri gætu rúmast. Eitt lítið borð var haft inni og stóll fyrir for- mann og annað fyrir ritarann, nokkrir stóðu við dyrnar sem ekki komust inn. Ég og Geir stóðum báðir úti við opinn glugga sem var á herberginu. Jón real setti fundinn og stýrði honum, ritari var valinn Hafliði Jónsson frá Mýrarholti. Hélt formaður inngangsræðu og skýrði vel fyrir fundarmönnum hve mikil nauð- syn væri á stofnun félags meðal sjómanna. Hafliði og einhverjir fleiri töluðu á fundinum en mest- ar voru umræðurnar manna á milli og var illt að halda reglu á fundinum. Bæði voru allir óvanir að haga sér á fundum og svo voru margir ölvaðir, því miður voru sjómenn mjög hneigðir fyrir vín á þeim tíma. Það sem aðallega var gjört á fundi þessum var að kjósa nefnd til að semja lög fyrir værit- anlegt félag, sem halda skyldi þegar tími væri til kominn. Skyldi ganga með skjal á milli manna til undirskrifta og bráðabirgða- stjórn var kosin. Var það Jón og Hafliði og þriðji maður sem ég man ekki hver var. Ekkert létum við Geir á okkur bera á þessum fundi en strax daginn eftir tókum við við undirskriftaskjölum og gengum með þau um bæinn. Nokkuð voru menn tregir að skrifa á listann en margir nokkuð lofuðu að koma á stofnfundinn ogvarhannhaldinn 14. nóv. 1894 á kaffihúsinu „Hermes“ við Lækjargötu. Um 50 manns sóttu fundinn. Var nú ítarlega rætt um stofnun félagsins og loks sam- þykkt að stofna það, reglurnar samþykktar (höfðu þær verið samdar á milli funda), stjórn kos- in; formaður Jón Jónsson real.l Um 30 manns voru stofnendur. Sunnudagur 25. janúar 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.