Þjóðviljinn - 25.01.1987, Blaðsíða 3
hug, þegar ég virði fyrir mér
hið ýmsa brölt og uppákomur
kommúnista og hugdeigra
liðsmanna þeirra, sem oft eru
kallaðir „aðrir vinstri menn",
að þetta fólk hljóti að vera
haldið einhvers konar illvígri
og bráðsmitandi geðbilun. Sú
kenning skýrir ýmislegt í
háttalagi þeirra, svo sem hatr-
ið á Andrési önd“. ■
BJ-arar
fljúga norður
Mikill hiti er hlaupinn í prófkjör
krata á Norðurlandi eystra þar
sem fimm keppa um tvö efstu
sætin. Árni Gunnarsson
fyrrverandi þingmaður býður
sig fram í fyrsta og annað sæti
og það gerir líka Kolbrún
Jónsdóttir sem náði kjöri síð-
ast fyrir Bandalag jafnaðar-
manna. Þrír bjóða sig fram (
annað sætið, Sigbjörn
Gunnarsson verslunarmað-
urog fyrrverandi knattspyrnu-
kappi með ÍBA, Hreinn Páls-
son bæjarlögmaður á Akur-
eyri og Arnór Benónýsson
leikari. Árni er talinn öruggur
um efsta sætið, en þau Kol-
brún, Hreinn og Sigbjörn
bítast um annað sætið. Kol-
brún hefur lýst því yfir bakvið
tjöldin að hún styðji Árna í
efsta sætið og vill fá annað
sætið, sem mörgum finnst
eðlilegt, hún er sitjandi þing-
maður, úr BJ-arminum, og að
auki kona, - í öðru sæti á list-
um AB og Framsóknar eru
konur og að auki Kvennalisti á
leiðinni. Árni hefur hinsvegar
haldið að sér höndum og þykir
sýnt að hann vill ekki Kol-
brúnu á eftir sér á listanum.
BJ-arar hafa hingaðtil farið illa
útúr samkeppninni um sæti á
listum krata, og þegar fréttist
um afstöðu Árna til Kolbrúnar
stigu þeir báðir uppí flugvél,
Stefán Benediktsson á
Reykjavíkurflugvelli og Guð-
mundur Einarsson úr miðri
fundaherferð á Austurlandi,
og ætla sér að reyna að
bjarga Kolbrúnu með ferða-
lögum og smölunum á Norð-
urlandi. Að norðan heyrist að
Sigbjörn sé sennilegur sigur-
vegari í öðru sætinu, vegna
góðrar smölunar í íþróttafél-
ögunum. ■
islögreglan, FBÍ, var að rannsaka
samskipti Kings við Stanley Levi-
son, fyrrum kommúnista, sem
hafði gerst einn af bestu vinum
hans, þá hafi verið ákveðið að
hlera símtöl þessara manna - á
þeim forsendum að kommar
væru að koma sér fyrir í
mannréttindahreyfingu banda-
rískra blökkumanna. Með þeim
hlerunum kom á daginn, að
Martin Luther King var upp á
kvenhöndina og vel það. Og Al-
ríkislögreglan notfærði sér segul-
bandsupptökur á ýmsu því, sem
fram fór í hótelherbergjum þeim
sem Martin Luther King gisti, til
að þjarma að honum og vinum
hans - m.a. sendi löggan þessar
upplýsingar til eiginkonu Kings.
Tilgangurinn var sá að fá Martin
Luther King til að fara sér hægar í
mannréttindamálum - og jafnvel
að neyða hann til að afsala sér
virku hlutverki í þeim málum.
Frosthörkur í Evrópu
Tœknin á
köldum klaka
Miklar vetrarhörkur hafa valdið
gífurlegu tjóni á meginlandi Evr-
ópu - og margir hafa beinlínis
frosið í hel, ekki síst gamalt fólk
og utangarðsmenn. Og í frost-
hörkum þessum kemur það líka
vel í Ijós, að tæknibyling liðinna
ára hefur um margt gert
mannfólkið varnarlausara and-
spænis grimmdarstórleik náttúr-
unnar en það áður var.
Kuldakastið mikla í Evrópu
hefur valdið miklum usla: í
Austurríki var þjóðbrautum lok-
að, flugvöllum var lokað á
NorðurTtalíu, Frakkland og
Bæjaraland stímdu beint í skelfi-
lega orkukreppu, soltnir úlfar
leituðu fanga í þorpum Bæheims,
hundruð þorpa á Spáni og í
Grikklandi voru fullkomlega ein-
angruð frá umheiminum.
Það er ekki síst nýjasta tækni
sem bilar fyrst. Dyrnar á spá-
nýjum borgarbrautarklefum lok-
ast ekki í Múnchen, póstbílar fara
ekki af stað, miklar járnbrautar-
miðstöðar, jafnt í Þýskalandi sem
Svíþjóð, eru óvirkar vegna þess
að rafeindafjarstýringin á
brautarsporunum er frosin föst.
Og þeim, sem tortryggnir hafa
verið á tækniundur, til nokkurrar
huggunar er þess víða getið í
blöðum, að „úrelt“, gömul tækni
reynist oft miklu betur en hin
nýja.
f>að voru mörg slysin, og marg-
Jafnvel suður í Madrid héngu grýlukerti löng á virðulegum minnismerkjum
spænskrar sögu.
ir létu lífið fyrir handvömm og
fátækt og misrétti. En svo urðu
líka slys sem vel fóru og hægt er
að hlæja að eftir á: til dæmis ætl-
aði átta ára gömul stúlka í
*
Braunschweig að sleikja ís af
ljósastaur - en tunga hennar fra-
us við staurinn. Læknir kom og
frelsaði stúlkuna með hjálp syk-
urupplausnar...
Blökkumannaleiðtoginn Martin Luther King
FBI reyndi að kúga hann
fró mannréttindabaráttu
Afmælisdagur blökkumanna-
leiðtogans Martins Luthers Kings
hefur verið gerður að opinberum
hátíðisdegi í Bandaríkjunum, en
ný bók um ævi þessa merka
manns segir sína sögu af því,
hvernig bandaríska alríkislög-
reglan reyndi að nota vitneskju
sína um einkalíf Martins Luthers
Kings til þess að þjarma að hon-
um og spilla fyrir árangri af
mannréttindabaráttu hans.
Ævisaga þessi heitir „Bearing
the Cross“ og höfundur hennar er
stjórnmálafræðingur í New
York, David Garrow að nafni.
Garrow segir. að þegar alrík-
UMFERDARMENNING ^
STEFNUUÓS skal jafna gefa
í tæka tíð.
Stig af stigi.
Og hárið er aftur á sínum stað.
Einföld lausn áviðkvæmu vandamáli.
Persónuleg þjónusta í algerum trúnaði.
Leitið upplýsinga.
Fyrlr aðgerA.
Laugavegl 24
Sfml: 17144
Nýbýtavegi 22 - Kóp.
Sfml: 46422
Fóstra óskast
Leikskólinn Holtaborg viö Sólheima óskar aö
ráöa fóstru til starfa frá 1. febrúar n.k.
Upplýsingar gefur Snjólaug Guðmundsdóttirfor-
Að sjálfsögðu hafa margir vinir
Martins Luthers Kings orðið til
þess að mæla í gegn þessari „op-
inskáu“ ævisögu, sem þeim finnst
að óþörfu sverta gott nafn
mannréttindaforingjans. En aðr-
ir segja sem svo: þessar upplýs-
ingar draga ekki úr þeim hetju-
skap sem Martin Luther King
sýndi í sinni baráttu - hins vegar
gera þær erfiðleika þá, sem hann
átti við að glíma, manneskju-
legri.
Martin Luther King: njósnað um
ástamál.
Félag
járniðnaðarmanna
Allsherjar-
atkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur veriö að viöhafa allsherjarat-
kvæðagreiöslu viö kjör stjórnar og trúnaðar-
mannaráös Félags járniönaöarmanna fyrir
næsta starfsár.
Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmanna-
ráðs skal skila til kjörstjórnar félagsins á skrif-
stofu þess aö Suðurlandsbraut 30, 4. hæð,
ásamt meðmælum a.m.k. 82 fullgrildra félags-
manna.
Tillögur eiga aö vera um 7 menn í stjórn félagsins
og auk þes um 14 menn til viðbótar í trúnaðar-
mannaráð og 7 varamenn þeirra.
Frestur til að skila tillögum um skipan stjórna og
trúnaðarmannaráðs rennur út kl. 18.00 þriðju-
daginn 3. febrúar nk.
Stjórn Félags járniðnaðarmanna