Þjóðviljinn - 25.01.1987, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 25.01.1987, Blaðsíða 17
Nafn vikunnar / q er aðeins eiksoDDu r Sturla Kristjánsson fyrrverandi frœðslustjóri ÍNorðurlandsumdœmi eystra Það fer ekki á milli mála að nafn vikunnar er Sturla Krist- jánsson fyrrverandi fræðslustjóri Norðurlands umdæmis eystra. Sturla er Dalvíkingur, fæddur 12.mars 1943, og fluttist til Akur- eyrar 1976. Hann hefur verið fræðslustjóri síðan 1978, með hléi þó, því í ráðherratíð Ingvars Gíslasonar fékk hann leyfi til að gegna skólastjóraembætti á Þela- mörk. Þar var hann í 2 ár en var þá leystur frá störfum sem skóla- stjóri og settist aftur í stól fræðslustjóra. Hann var fyrst spurður að því hvernig upplifun það væri að vera umtalsefni þjóðarinnar. „Það er hörmulegt við þessar aðstæður. Þegar það er af þessu tilefni og á þennan hátt þá rústar þetta mann.“ -Hvernig líst þér áboð mennta- málaráðherra um 3 mánaða laun? „Ég lít ekki á það sem neitt boð. Það verða meira en 3 mán- aða laun sem hann kemur til með að þurfa að borga.“ -Sverrir hefur ítrekað áskoran- ir sínar um að málið fari fyrir dómstóla „ef andstœðingarnir þoriþað þá“? „Eg á erfitt með að fylgja fram- setningarmunstri Sverris í þessu máli, við erum sennilega mjög ól- íkir að því leyti til. En það er engin spurning. Ég held að það sjái og viti allir að þessi meðferð er rakið lögbrot og ég mun að sjálfsögðu leita réttar míns fyrir dómstólum.“ -Fyrrverandi menntamálaráð- herra, Ragnar Arnalds, lét þess getið í umræðum á þingi á fimmtudag að ýmsir frœðslu- stjórar hefðu haft betra lag á að sigla á milli skers og báru en þú. Ertu mikill skapmaður? „Nei, það held ég ekki. Ég hef ekki átt að stríða við neina sam- skiptaörðugleika við fólk al- mennt, ég viðurkenni það alls ekki. Þetta snýst ekki um að sigla á milli skers og báru, það eiga ýmis atriði eftir að koma fram þegar þetta verður rannsakað.“ Var ekki frœðslustjóri þegar húsið var leigt -Sverrir hefur meðal annars á- sakað þig um að hafa tekið á leigu húsnœði undir frœðsluskrifstof- una án heimildar ráðuneytis, hverju svararðu því? „Það er í fyrsta sinn sem að ég heyri að fræðsluráðin, sem fara með yfirstjórn skólamála í um- dæmunum í umboði ráðuneytis- ins og hafa lagalega skyldu til að koma á þessarri sjálfsögðu og lagalegu þjónustu, þurfi að fá sérstaka heimild ráðuneytisins til að útvega sér þak yfir hana. Þeg- ar fræðsluráðið tók ákvörðun um mannahald og skipulag á fræðslu- skrifstofunni á sínum tíma þá fel- ur það mér að svipast um eftir húsnæði í ársbyrjun 1981 og leggja niðurstöður kannana minna fyrir ráðið að þeim lokn- um. Síðan fer þetta eðlilega leið í gegnum ráðið. Það eru haldnir líklega 5-6 fundir á ári og það eru til bókanir þar sem ég geri grein fyrir hvað ég hafi skoðað og hvaða möguleikar séu á húsnæði. Síðan eru bókaðar samþykktir þar sem mér er falið að vinna að þessu áfram og heimilað og falið að ganga frá samningi í samráði við formann fræðsluráðs. En svo vill bara svo til að ég fer í annað starf 1. ágúst og þessi vinna held- ur áfram. Formaður ráðsins þá er Akureyringur og er meira og minna í þessu sjálfur. Upplifunin andlegt ófall 24. september er síðan gengið frá formlegum húsaleigusamn- ingi. Þá eru það eigandi húsnæð- isins, þáverandi fræðslustjóri Ingólfur Ármannsson og formað- ur fræðsluráðs Sigurður Friðjóns- son sem ganga frá þessum samn- ingi. Það er ekkert athugavert eða dularfullt við þetta mál á nokkurn máta. Það kemur því mjög aftan á mig og alla aðra að það skuli koma fram allt í einu að fræðsluráð hafi þurft að hafa heimild ráðuneytisins. Það er eðlilegur gangur mála þegar búið er að ganga frá samn- ingum að kynna þá fyrir ráðu- neytinu og leitað samráðs um það Hrókur utan taflborðsins „Ég hef nú haft á tilfinningunni að ég væri hrókur sem búið er að fórna. Ég hef legið utan við tafl- borðið síðan á þriðjudaginn var og ég hef afskaplega litla mögu- leika á að segja til um hvað er næst því ég er leiksoppur en ekki stjórnandi." -Sverrir segir samstöðuna sem hefur myndast að baki þér kosn- ingaleik Alþýðubandalagsmanna íkjördœminu, hvað viltu segja um það? „Það er ekki til í þessu nein flokkspólitík, það er fjarri lagi.“ -En fylgirðu enn Sjálfstœðis- flokknum að málum? „Nei, það er ekki venjan að menn laðist að böðlum sínum.“ -vd upplýsingar án minnar vitundar um það sem ég sagði á lokuðum fundum þar sem málin voru rædd í einlægni, og þær síðan notaðar sem ávirðingarskjal gegn mér. jgg! Það fer um mann hrollur við að hugsa til svona vinnubragða.“ -Hvað hyggstu fyrir næst í þessu tnáli? hvernig þetta eigi að fara inn á fjárlög næsta árs. Það er ekki spurning hvort það megi, heldur hvernig á að fara að því. Við höf- um alltaf litið svo á að fræðsluráð hefði þá kvöð og kröfu að sjá um framkvæmd grunnskólalaganna, þannig að þetta mál er alveg á tæru.“ -Telur þú að brottrekstur þinn hafi verið skipulagður af starfs- mönnum menntamálaráðuneytis- ins? „Ég get bara vitnað í það sem ráðherrann segir, ef að menn hlýti þessu ekki þá geti hann kall- að sitt starfslið til vitnis. Mér finnst mjög eðlilegt að ætla að ráðherra taki ákvarðanir eftir þeim gögnum sem ráðuneyti hans leggur honum í hendur.“ -Því hefur verið fleygt að Ör- lygur Geirsson og Sólrún B. Jens- dóttir standi á bak við þessa ákvörðun, telurþú að það sé rétt? „Ég veit það ekki en mér kem- ur það mjög á óvart að það skuli vera einhverjar skýrslur frá þess- um aðilum notaðar inn í þing- ræðum sem sönnunargögn fyrir afbroti mínu. Það er andlegt áfall að upplifa að annar þessarra starfsmanna hefur gefið yfirvaldi einhliða __________LEIÐARI_______ Vandrœði Reagans Fréttaskýrendum ber saman um það, að Reagan Bandaríkjaforseti eigi erfiða daga og ekki eigi hann von á þeim betri. Það er ekki nýtt hjá honum að margskonar vandi safnist upp heima fyrir - mikill halli á viðskiptum, mikill halli á fjárlögum, urgur í bændum, kröfur um takmarkanir á innflutningi sem þýtt gætu viðskiptastríð við ýmsa þá sem annars teljast vinir og bandamenn. En öll þessi mál verða nú enn þyngri forsetanum og liði hans þegar Demókratar hafa fengið meirihluta í báðum þingdeildum. Og nú er líka torveldara en áður fyrir forsetann að láta aðra um leiðinda- nagg við þingið, en reyna þess í stað að slá sjálfum sér upp á hressilegri fjölmiðlafram- göngu á alþjóðlegum vettvangi eins og Reagan hefur tíðkað af miklum klókindum á sínum valdaferli. Ástæðan er, eins og öllum er kunn- ugt, vopnasöluhneykslið til írans og fjárstreymi af þeim viðskiptum til gagnbyltingarskæruliða þeirra, sem gerðir eru út frá Honduras gegn stjórn Nicaragua. Þess er getið í þýddri grein í Morgunblaðinu á föstudag, að yfirheyrslur muni að líkindum viðhalda áhuga á því máli a.m.k. næstu sex mánuðina. Og litlar líkurtil að Reag- an sleppi við ámæli: „flestir þingmenn virðast og við hin sannfærðir um að forsetanum hafi verið fullkunnugt um vopnasöluna þó að erfitt geti reynst að sanna það“, segir þar. í hinum og þessum skrifum í Morgunblaðinu (m.a. hjá Víkverja) er eins og reynt að stappa stálinu í hérlenda vini Reagans - karlinn sé enn maður fyrir sinn hatt, „kraftmikill stjórnmála- maður“ og þar fram eftir götum. Bandarískir kollegar þeirra Morgunblaðsmanna, til dæmis á jafn háborgaralegu vikuriti og Time er, hafa hinsvegar verulegar áhyggjur af framgöngu forsetans, sem heldur áfram að hrista af sér hinar ágengu staðreyndir lífsins með ódýrum bröndurum og æfðri fjölmiðlabjartsýni. Time spyr meira að segja að því í síðasta tölublaði, hvort forsetinn sé svo rækilega kominn úr sam- bandi við veruleikann að hann sé að „missa hæfileikann til að stjórna landinu?" Og má nærri geta að þegar farið er að bera fram í alvöru slíkar spurningar, þá er um að ræða mál sem varða fleiri en Bandaríkjamenn sjálfa. Hér er m.a. spurt um samþjöppun valds á hendur æð- stu manna þeirra ríkja, sem mestu ráða um það hvort við lifum eða deyjum, samþjöppun, sem gerir háskalega mikilvæga duttlunga og elliglöp eins manns. (greininni þýddu í Morgunblaðinu, sem áður var til vitnað, er reyndar bryddað upp á sér- stæðri þversögn: kannski, segir þar, verður Reagan forseti nú fúsari en ellatil að reyna aftur að ná samkomulagi við Sovétmenn um afvopn- unarmál á nýjum leiðtogafundi, þar sem haldið væri áfram þar sem frá var horfið í Reykjavík. Þetía, segir þar, væri „áhrifamesta leiðin til að draga athygli fólks frá vopnasöluhneykslinu"! Ef þetta gengi eftir má að vísu segja sem svo, að fátt sé svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. En hér eru og maðkar í mysu - hinn bandaríski fréttaskýrandi bætir því við, að ef Bandaríkja- menn hefðu nú frumkvæði um nýjan leiðtoga- fund, þá verði þeir að fá fyrirfram tryggingu frá Sovétmönnum um að viðræðurnar skiluðu ár- angri „ef slíkt frumkvæði á að gagnast Reagan forseta". Það er nefnilega það. Illa er komið heiminum ef vonir fólks um raunhæf skref í af- vopnunarmálum eru undir því komin, hvort þau mál eða önnur eru til þess höfð að draga athygli fráeinhverjumvandræðumBandaríkjaforseta- hvort sem það væri skuldasöfnun mikil eða meiriháttar alþjóðlegt hneyksli, eins og ír- ansmálin. - áb. Sunnudagur 25. janúar 1987 ÞJÓÐVILJiNN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.