Þjóðviljinn - 25.01.1987, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISTIU
Hershöfðinginn er Pinochet: eigum við ekki
heldur að eyðileggja marxismann með
mútufé? spurði Ameríkaninn.
Handtökur eftir valdaránið: og svo kom að því að gagnbyltingin étur börnin sín...
Skáldið er Pablo Neruda: minnið og skáldskap-
urinn sem leið til að rjúfa vítahringinn...
Draugahúsið, skáldsagan, Chile
Hugleiðingar um metsöiubók
eftir Isabel Allende
Draugahúsið heitir skáldsaga
eftir Isabel Allende, útlaga frá
Chile, sem farið hefur mikla
sigurför um heiminn og tollað
ótrúlega lengi efst eða ofar-
lega á metsölulistum í nokkr-
um löndum. Margtsameinast
um vinsældir bókarinnar-
það er fjallað um mikil tíðindi,
stórbrotnarpersónur, hérer
komin angi af „töfraraunsæi"
hinnar Rómönsku Ameríku
sem hefur fengið sér stað-
festu í mjög aðgengilegri bók.
Höfundurinn erpólitískur
flóttamaður, konaog ná-
frænka Salvadors Allendes,
sósíalistaforingjans og for-
seta Chile sem herforingjar
drápu í valdaráni fyrir þrettán
árum.
Allt er þetta upp talið blátt
áfram vegna þess, að þegar bók
leggur undir sig heiminn, þá gríp-
ur margt inn í sem kemur ekki
endilega við bókmenntalegu
ágæti verks. En þar fyrir utan má
vel halda því fram, að Drauga-
húsið sé í sama hlutverki í Nafni
rósarinnar eftir Umberto Eco:
báðar bækur þykja sýna fram á
það, að metsölubók þurfi alls
ekki að vera einhver færibanda-
framleiðsla.
Það var reyndar ekki ætlunin
að skrifa hér einskonar ritdóm
um Draugahúsið, sem fleytti
þessum lesara hér yfir leiðinleg-
ustu daga hvers árs- byrjun janú-
armánaðar. En það gæti verið
ómaksins vert að velta um stund
fyrir sér nokkrum þeim sérkenn-
um vinsællar sögu úr bylgjunni
suðuramerísku, sem tryggja at-
hygli fólks af allt öðrum
breiddargráðum, úr allt öðru
menningarumhverfi. Þvf hvað
sem menn segja um alþjóðlegt
eðli lista, þá vitum við öll vel af
þeim tregðulögmálum, sem
binda okkur einatt fast við „okk-
ar höfunda“ eða við eitthvað það
í bókum sem við áður könnuð-
umst við. Það þarf einatt nokkuð
sterk meðöl til að yfirbuga slíka
tregðu.
Landið og sagan
Nú þarf enginn að kvíða at-
burðaleysi í sögu sem þessari.
Farið er yfir sögu einnar fjöl-
skyldu í þrjár kynslóðir og er at-
hyglin heídur kvennamegin -
amman Clara, dóttirin Blanca,
dótturdótturin Alba - standa
andspænis einum karli fyrst og
fremst, Esteban Trueba, eigin-
manni, afa, föður, landeiganda,
íhaldsþingmanni, miklu fóli og
miklum ástmanni. Grimmdar-
stórleikur landsins stígur dans við
feikn sögunnar og dulargáfur
hinna merku kvenna hennar: Þar
eru jarðskjálftar svo miklir að
helst verður líkt við syndaflóðið
(og Clara sér þau ósköp fyrir eins
ogsvo margt annað). Þar rísa hátt
ást og hatur: Blanca elskar son
ráðsmannsins á búgarði föður
síns, og þegar uppvíst verður
reynir Esteban að myrða ást-
manninn, Pedro Tercero, og
munar minnst að honum takist
það. Þegar svo vinstrimenn hafa
sigrað í kosningum kemur það í
hlut Pedros að leysa Esteban úr
haldi leiguliða hans - og þegar
herforingjar hafa steypt vinstrif-
orsetanum og fara um myrðandi
og pyntandi, þá kemur það í hlut-
verk þess íhaldsfóla, Estebans,
að koma Pedro og Blöncu í sendi-
ráð Vatikansins og þaðan úr
landi. í þeirri gagnbyltingu er
dótturdóttirin Alba hjálparhella
vinstrimanna í felum - og er
handtekin og pyntuð af náfrænda
sínum, afsprengi Estebans, sem á
ungum aldrei greip dætur leigu-
liða nauðugar og átti með þeim
börn mörg.
Ofstopafólk
Má vera að það verði okkur,
sem búum við langa hefð mála-
miðlana í siðferði og pólitík, um-
burðarlyndi sem getur kallast á
við geispa og leiða, sérstök freist-
ing að lesa um fólk sem er jafn
fylgið sér í ást og hatri, jafn of-
stopafullt, jafn miklir einstæðing-
ar og persónur þessarar sögu.
Persónurnar eru ekki úr einum
steini höggnar - en það er eins og
þær geti ekki verið nema í eitt í
einu: Esteban er fyrst rómantísk-
ur kærasti eldri systur Clöru, þá
harðdrægur, grimmur og fram-
kvæmdasamur stórbóndi, síðan
þræll ástar sinnar á Clöru, eigin-
konu sinni, síðan forhertur póli-
tíkus sem sér kommúnista hand-
an við hvert götuhorn. Rétt eins
og Clara er stundum eins og í öðr-
um heimi þar sem óorðnir hlutir
og andar framliðinna leika
lausum hala og hlaupa í borðfæt-
ur og harðlokað píanó, stundum
funheit ástkona manns síns - sem
hún talar svo aldrei við eftir að
hann slær eitt sinn úr henni tenn-
ur. Þær eiga það allar sameigin-
legt, konur þriggja kynslóða,
Clara, Blanda, Alba, að „hjörðu
þeirra þekkja engin takmörk".
Þið munið Chile?
Og þetta stórbrotna fólk er
togað inn í hringiðu hinna stærstu
mála. landið er ekki nefnt með
nafni, en það er Chile mikilla
breytinga. Forseti vinstrimanna
er Allende sjálfur, og fellur í höll
sinni fyrir uppreisnarhyski með
sama hætti og fyrirmyndin, og
skáldið og kommúnistinn sem
jafnvel Esteban Trueba virðir og
dáir, er vissulega Pablo Neruda.
Sagan er reyndar með mörgum
hætti merkilegur fróðleikur fyrir
þá, sem ekki fylgdust með at-
burðum í Chile fyrir þrettán árum
eða hafa hálfvegis gleymt þeim.
Isabel Allende dregur upp sterka
og hálfvegis broslega mynd af
kommúnistahræðslu yfirstétt-
anna, sem ekki rætist eftir kosn-
ingasigur vinstrimanna. Hún
segir frá því, hvernig íhaldsmenn
og herstjórar og Ameríkanar
leggja á ráðin um það, hvernig
steypa má vinstristjórn með efna-
hagslegum skemmdarverkum
(fjárflótta, skipulögðum vöru-
skorti, verkfalli vörubílstjóra
sem eru á mála hjá bandarísku
leyniþjónustu CIA). í bókinni er
einmitt lýst merkilegum leyni-
fundi ofangreindra samsærisaðila
þar sem lögð eru á ráðin. Þar
býðst Hershöfðinginn (Pinochet
náttúrlega) til að steypa Forset-
anum með valdi, en aðalkaninn
segir: „Við höfum ekki áhuga á
valdaráni hersins. Við viljum að
marxisminn misheppnist með
öllu svo við getum þurrkað hann
út úr vitund íbúa þessa megin-
lands. Við ætlum að leysa þetta
mál með peningum...“
Englnn óhultur
En þær spár Miguels, ástmanns
Ölbu, að yfirstéttin muni einskis
svífast, rætast - það er ekki bara
beitt peningum til að fella vinstri-
stjórn heldur grimmu ofbeldi og
þá er það fram dregið sem margir
gleyma: að gagnbyltingin étur
börnin sín: Fyrr en varir hafa
hershöfðingjarnir afskrifað
íhaldspólitíkus eins og Esteban
(sem hafði manna fyrstur hvatt til
samsæris gegn Forsetanum), og
fara með hann eins og hund,
drepa son hans, nauðga og pynta
dótturdóttur hans, og enginn get-
ur bjargað henni af háttsettum
vinum afans - engin nema yfir-
hóra landsins, sem Esteban Tru-
eba lánaði eitt sinn peninga á
góðri stundu.
Draugagangur
og veruleiki
Isabel Allende er ófeimin við
að hjátrú, galdur spádómsgáfur,
við að láta borð dansa og píanó
spila Chopin sjálfkrafa - og er
það eins víst að allt þetta kæti vel
hið íslenska og spiritíska þjóðar-
hjarta. En höfundurinn er stund-
um eins og í sérkennilegri
klemmu - „fantasían" verður að
hafa sinn gang, en hvað eigum við
að leyfa „draugnum“ að ganga
langt? Clara veit það fyrir að
brúðgumi muni berja að dyrum,
hún veit að von er á jarðskjálfta
og ýmsum illum tíðindum - en
andarnir geta ekki sveigt at-
burðarásina af braut sinni, hvar
mundi það líka enda nema í vit-
leysu? Alba fær áður en ósköp
dynja yfir hana skilaboð frá
ömmu sinni í öðrum heimi - hún
kveðst reyna hvað hún getur að
vernda hana þaðan, en því miður
verður það að fylgja með, að
„verndarar þínir eru máttvana
þegar kemur að meiriháttar stór-
slysum“. Óvart verður huganum
reikað til íslenskra miðilssagna:
borð tekst á loft, týndur eyrna-
lokkur kemur í leitirnar - og hvað
svo?
Galdurinn mesti
En á hitt er að líta að það er
,,andi“ Clöru, sem er yfir þeim
Ölbu og Esteban þegar þau taka
saman bókina sem hér var í
blaðað - Isabel Allende lætur þau
vera höfunda hennar og stundum
sögumenn. Það er Clara sem
skrifaði allt hjá sér, það er hennar
minni sem sigrast á tímans tönn.
Minnið er brothætt, segir Alba,
og lífið líður svo hratt að við fáum
ekki tækifæri til að sjá tengslin á
milli hlutanna - við náum ekki
utan um afleiðingar gjörða okkar
og við trúum á tilbúning eins og
fortíð, nútíð og framtíð meðan
kannski gerist allt í einu? Þess
vegna hélt amma mín dagbækur -
til að sjá atburðina í réttri vídd og
til að ögra sína vesæla minni...
Og það er minnið og það að
skrifa sem er kannski mesti gald-
urinn þegar saman eru dregnir
allir þræðir, og það er þessi gald-
ur sem eflir yfirsýn og skilning og
vinnur gegn hatrinu og hefndar-
þorstanum sem aðeins framlengir
„endalausa sögu af harmi, blóði
og ást“.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. janúar 1987