Þjóðviljinn - 01.02.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.02.1987, Blaðsíða 2
FLOSI Niky skamriritur af áhugamálum unglinga Nýafstaðin er umfangsmikil könnun á áhuga- málum unglinga á Reykjavíkursvæðinu. Það sem vekur hvað mesta athygli í sam- bandi við þessa rannsókn er að áhugi unglinga á skátahreyfingunni og trúmálum virðist um þessar mundir í lágmarki. Engar ályktanir hafa enn verið dregnar af þessari könnun, en Ijóst er að gífurlega um- fangsmikið félagsvísindalegt starf bíður nú sál- fræðinga, félagsfræðinga, afbrotafræðinga, at- ferlisfræðinga og æskulýðsfræðinga almennt. Margir af mætustu félagsvísindamönnum þjóðarinnar telja fullvíst, án þess að þó sé hægt að slá neinu föstu á þessu frumstigi málsins, að rannsóknin gefi nokkra vísbendingu um það hvert hugur unglinga í dag stefnir. Einn af mætustu og virtustu sálfræðingum þjóðarinnar sagði raunar á málþingi fyrir skemmstu að í dag væri það smokkurinn og það sem í hann er látið sem ætti hug og hjörtu, sálir og líkama unga fólksins í landinu. Hjá unglingum í dag eru það fyrst og fremst holdsins lystisemdir sem eiga uppá pallborðið. Kristin kirkja hefur lengi predikað það að fólk eigi að fara eftir vissum siðareglum þegar sam- farir eru annars vegar og það fellur nú ekki í kramið í dag, en skátahreyfingin hefur bókstaf- legá barist gegn því með oddi og eggju, að fólk léti undan holdlegum fýsnum. í Skátabókinni, biblíu skátahreyfingarinnar segir meira að segja orðrétt á blaðsíðu 219: Oft stafar þessi fýsn af slæmri meltingu, eða of mikilli og góðri fæðu, hægðateppu, eða hún orsakast af því að sofið er í of heitu rúmi, með of mörgum ábreiðum. Fýsnin getur verið mjög hættuleg, því hún veiklar mann bæði andlega og líkamlega ef hún kemst uppí vana. Það er hægt að lækna þetta með breyttum rúmbúnaði, köldu baði sem tekið er tafarlaust, eða þá með leikfimis- æfingum, armæfingum ýmiskonar, hnefa- leikum, o.s.frv. Það kann að vera erfitt að standast freistinguna í fyrsta skipti, en er þér hefur tekist það einu sinni, gengur það betur eftirleiðis. Ef þú verður æ ofaní æ fyrir óþægindum af þessum sökum skaltu ekki leyna því, heldur fara til föður þíns eða skátaforingja og ræða málið, þá verður öllu kippt í lag. Þetta hefur sjálfsagt þótt góð latína á dögum Baden Powels, en nú er öldin önnur. Þess vegna er það nú að æskublómi íslensku þjóðarinnar hefur snúið baki við skátahreyfing- unni og kristinni kirkju en hallað sér í æ ríkari mæli að stóðlífi og smokkaböllum. Satt að segja skil ég blessuð börnin ósköp vel og hefði vafa- laust verið sama sinnis og þau í dentíð. Það virðist einkum vera í menntastofnunum landsins sem smokkurinn fer eina óslitna sigur- för, enda hafa hinir menningarlegu fjölmiðlar ríkisins, sjónvarp og útvarp lagt þessu þjóð- þrifamáli ótæpilega lið. Nú hefur smokkurinn verið gerður að tákni Fjölbrautarskólans í Breiðholti og settur í skjaldarmerki stofnunarinnar. Þegar nemend- urnir fá svo aftur að koma á hátíðarsal skólans munu allir syngja skólasönginn einum rómi: - Undir smokksins menntamerki mætum Breiðholtsskóla í. Eigi smokkurinn erindi í einhverjar menntastofnanir, þá má tvímælalaust slá því föstu að hvergi sé hann jafn ómissandi og í Verslunarskóla íslands. Þessa ályktun má draga af sjónvarpsþætti í vikunni, þar sem ung- lingstelpur innanvið tvítugt og drenghnokki á sama reki voru tekin tali í beinni útsendingu. Þarna var það rætt hvort stelpum þætti ekki öruggara að smokkar væru notaðir þegar marg- ir strákar færu uppá þær sama kvöldið og það var á telpunum að heyra að þeim fyndist það svona almennt og í það heila tekið. Herrarnir voru frekar á því að í hita augna- bliksins væri ekki nokkur leið að leiða hugann að neinu öðru en því sem til stóð. Að lokum gaf stjórnandi þáttarins öllum þátt- takendum smokk og þau flýttu sér heim. Og þar raulaði pilturinn, sem hafði sagt að stundum gleymdist smokkurinn í öllu írafárinu útaf því sem til stóð: Stígur framá stokkinn stutti teipuhnokkinn. Leggur hönd á lokkinn lætur á mig smokkinn. Á blindraletri til heljar ( tímaritinu Hesturinn okkar birtist eftirfarandi klausa um daginn: Hestinum Okkar barst bréf á dögunum frá venslafólki manns sem er látinn fyrir þó nokkru síðan. Hefur fólki þessu þótt H.O. vera svifa- seinn að taka manninn út af áskrifendalista sínum því svo hljóðar bréfið. Herra (Frú) ritstjóri. Við getum alls ekki komið þessu blaði til skila, þar sem „Jón Jónsson" dó í febrúar 1985. En ef þið viljið reyna, þá er það í lagi frá okkar hálfu. Þær upplýsingar sem við getum gefið ykkur, er að hann var jarðsettur í „Bröttuhlíðar- kirkju“ A-Hún. En það er trú okkar að hann hafi ekkert með blaðið að gera, nema þið komið því á blindraletur, því gleraugun urðu eftir... ■ mönnum og öðru fjölmiöla- fólki. Þaðvarþvíeinumblaða- manni Þjóðviljans mikið áfall þegar hann var staðinn að því að beygja orð sem vísar til kvenkyns nautgripa vitlaust í fréttatexta. Blaðamaðurinn fékk að sjálfsögðu rækilega yfirhaln- ingu í þættinum íslenskt mál og hefur æ síðam forðast við- komandi orð einsog heitan eldinn, og ævinlega sagt „belja" þegar hann hefur þurft að vísa til þessarar skepnu. Sami blaðamaður tók því gleöi sína á ný þegar hann hlýddi á ræðu háttvirts menntamálaráðherra, Sverris Hermannssonar í umræðum utandagskrár á þingi á fimmtudag þegar mál fræðslustjórans fyrrverandi í Norðuriands umdæmi eystra var til umfjödlunar. Ráðherrann sagði nefni- lega: „Það er ákaflega alvar- legt ef hásetinn neitar að hlýða skipstjóranum. En það mætti halda að það að jafna saman sjómönnum og emb- ættismönnum væri það sama og að jafna saman heilagri kýr og“.. Hér kom óþægileg þögn sem var rofin af skellihlátri þingmanna og Sverrir hélt máli sínu áfram : „...heilagri kú“.B Hér er kýr um kú Að tala rétt mál er það sem er hvað oftast brýnt fyrir blaða- Alþjóðamál og örlæti íslendingar koma hér og þar við sögu í alþjóðamálum - og undir þeirri stjórn sem nú situr er frarnmistaða einatt því galli blandin, að ef nokkuð er þá eru stjórnvöld að svíkja lit, rjúfa samstöðu með Norður- landaþjóðum, hvort sem það er gert í sambandi við út- færslu á hugmyndum um Norðurlönd án kjarnorku- vopna eða tillögur Svíþjóðar og Mexíkó um frystingu kjarn- orkuvígbúnaðar. Morgunblaðið, sem er blaö allra landsmanna og fullkom- lega óhlutdrægt í frétta- mennsku eins og allir vita, segir jafnan miklar og stórar fréttir af þessari dapurlegu „sérstöðu" sem (sland hefur komið sér í undir forystu utan- ríkisráðherra Sjálfstæðis- flokksins. Og af sömu ástæð- um finnst blaðinu lítið til þess koma, þegar samtök sem starfa í nánum tengslum við Sameinuðu þjóðirnar á sviði afvopnunarmála, veittu Ólafi Ragnari Grímssyni viður- kenningu sem þeir helst fá, sem hafa lagt eitthvað nýtt fram til þess málaflokks. íslendingar eru afar við- kvæmir fyrir viðurkenningu - fegurð Hófí hefur verið efni í ótal greinar, einnig það að tískufyrirtæki Ijósmyndar ís- lensk börn í sínum flíkum, svo að ekki sé talað um þá jarð- skjálfta í heimsmenningunni þegar Hannes Hólmsteinn mætir á fund með sálufé- lögum. En af þessum verð- launum sem nú voru nefnd segir fátt í Morgunblaði, sem fyrr segir. Þau komast fyrir í eindálk. Og til dæmis um „ör- lætið", má nefna þetta niður- lag hér: „Þegar Ólafi var veitt viður- kenningin var honum flutt kveöja Perez de Cuellar, framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna. í kveðju þess- ari kom fram ánægja fram- kvæmdastjórans með störf prófessorsins". Ekki meira um það feimnismál.B Af skrifum um kóngafólk Eins og menn vita eru þeir kóngar og drottningar sem enn sitja í Evrópu fyrst og fremst til vegna fjölmiðla. Og í samskiptum hinnar konung- legu hefðar og kryddsíldar- blaðamanna samtímans kemur einatt fram eitt og ann- að sem er meira en skemmti- legt. Við tökum dæmi úr danska blaðinu Politiken þar sem við sögu koma Margrét Dana- drottning og sonur hennar Jo- achim prins. Politiken skrifar: „Hún bætti því þó við, að konunglegur uppruni hans kæmi greinilega fram og þá sagði einn blaðamannanna: „Þér líkist móður yðar“. Jóak- im brosti breitt, hneigði höfuð sitt og sagði: „Thank you“. Með einum eða öðrum hætti fundu menn fyrir nærveru þúsund ára gamallar hefðar og menningar“.B Af mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm m umburðarlyndi Við leyfum okkur að sjálf- sögðu ekki að fara með dár og spé um baráttu góðra manna gegn reykingum. Engu að síður birtum við athugasemd, sem heyrðist á förnum vegi, og er ekki úr vegi að menn hafi bak við eyrað: - Umburðarlyndi er nú orðið einna helst hægt að læra af reykingamönnum. Aldrei kvarta þeir nokkurn tíma yfir þeim sem ekki reykja.H ,2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJIN^ T w’inudagur 1. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.