Þjóðviljinn - 01.02.1987, Blaðsíða 13
AFLIÐ
SEM
BREYTIR
Kosningabaráttan er hafin.
Um síðustu helgi hittust efstu
menn G-listanna um allt land
og ræddu áherslumál kosn-
inganna. Það sem var mest
áberandi á fundinum var stór
fjöldi nýs fólks í framboði og
myndarlegur hlutur kvenna.
Hér verður ekki farið yfir
stefnumál Alþýðubandalags-
ins í kosningabaráttunni, en
bent á tvo málaf lokka:
Fyrst:
Góðærið til fólksins.
Frá árinu 1982 til ársins 1983
lækkaði kaupmáttur kauptaxta
um 24,8%. Á sama tíma jókst
þj óðarframlei ðslan.
Hlutfall launa af þjóðarfram-
leiðslu var 69,25% 1979-1982, en
63,0% í tíð þessarar ríkisstjórnar.
Mismunurinn á heilum árum
þessarar stjórnar er 27.500
milj.kr. á þremur árum eða lið-
lega 9000 miljónir króna á ári.
Það eru 30 þúsund mánaðarlaun
miðað við 30 þúsund krónur á
mánuði.
Þessa fjármuni viljum við flytja
til fólksins
a) með aukinni samneyslu
b) með hærra kaupi
og til þess að auka og efla ís-
Jarðar-
búar fimm
miljarðir
Rafael Salas, framkvæmda-
stjóri þeirrar stofnunar Samein-
uðu þjóðanna sem fer með ráð-
stafanir vegna fólksfjölgunar
íheiminum (UNFPA) hefur lagt
til að haldið verði upp á ellefta
júlí næstkomandi sem „dag fimm
miljarða“ jarðarbúa.
En þar með væri haldið upp á
þann dag sem líklegt er að mann-
fjöldi í heiminum nái fimm milj-
örðum.
Fimmti miljarðurinn hefur
bæst við mannkynið á aðeins
þrettán síðustu árum, sagði Salas
í ræðu á föstudag. Hann gerði ráð
fyrir því að miljarður í viðbót
mundi bætast við áður en öldinni
lyki. Mannkyninu fjölgar nú um
220 þúsund mannsádag-eða svo
sem svarar til einnar smáþjóðar á
borð við íslendinga.
Salas vill nota daginn til upp-
fræðslu og áróðurs fyrir skynsam-
legum aðgerðum í fólksfjölgun-
armálum.
lenskar atvinnugreinar þannig að
þær geti staðið undir betri lífs-
kjörum á komandi árum.
Annað meginmál kosningabar-
áttunnar af okkar hálfu er ný
friðarstefna í utanríkismálum
sem byggist á sjálfstæðum ís-
lenskum forsendum.
Hvað gerist er íhaldið heldur
fylgi sínu eða vinnur kosninga-
sigur?
Þá verður haldið áfram á sömu
braut í utanríkismálum hægra
megin við haukana í Washington
og í efnahagsmálum í áttinni að
aukinni frjálshyggju í efnahags-
lífinu: Dæmi:
Þjóðbankarnir verða seldir
einkaaðilum.
Byggðaflóttinn heldur áfram.
Kjarabætur fást ekki.
Fyrirtækin njóta áfram skattfríð-
inda.
Hlutaskiptunum verður ekki
breytt.
Sigur fhaldsins er sigur
nauðungaruppboðanna, gjald-
þrotanna og kjaraskerðingarinn-
ar.
Hverju breytir útkoma Fram-
sóknarflokksins?
Fái Framsóknarflokkurinn líka
syndakvittun mun stjórnin halda
áfram óbreytt. Fái Framsóknar-
flokkurinn og íhaldið ráðningu í
kosningu verður skipt um stjórn í
landinu.
En Alþýðuflokkurinn - hverju
breytir sigur Alþýðuflokksins?
Yfirlýst stefna Alþýðuflokks-
ins er að sækja fylgi frá íhaldinu á
þeim forsendum að þá fyrst fái
íhaldið að stjórna almennilega ef
Alþýðuflokkurinn er með íhald-
inu. Að sjálfsögðu verður fylgt
sömu stefnu í utanríkismálum f
stjórn sem íhaldið og Alþýðu-
flokkurinn mynda. Hverjum
dettur í hug að róttæk breyting
verði launafólki í vil? Alþýðu-
flokkurinn studdi ákvörðunina
um kauplækkun vorið 1983.
Alþýðuflokkurinn beitti sér
fyrir ránsvaxtastefnunni.
Alþýðuflokkurinn styður
kröfuna um 20% skatt á allar
matvörur.
Hvernig var ástandið í lok
valdaferils þeirrar stjórnar, sem
íhald og kratar skipuðu síðast?
Elli- og örorkulífeyrir helming-
ur af því sem hann er í dag.
Landflótti meiri en nokkru
sinni fyrr.
Atvinnuleysi það mesta í sögu
eftirstríðsáranna.
Stöðnun í félagslegum fram-
förum.
Eina úrræðið í atvinnumálum
var erlend stóriðja.
Niðurstaða:
Með stjórn íhalds og krata eftir
kosningar verður haldið áfram á
Nokkur hluti þeirra kvenna sem nú em í framboði fyrir Alþýðubandalagið...
Svavar Gestsson skrifar:
mannssonar hafa markað.
Það eina sem
getur breytt
Það eina sem getur breytt
bandalagsins. Við leggjum
áheslu á að flytja góðærið til
fólksins og á nýja sjálfstæða frið-
arstefnu í utanríkismálum.
Með kosningasigri Alþýðu-
bandalagsins styrkjast allar efnis-
legar forsendur til að breyta
þjóðfélaginu, sem kosningasigri
Alþýðubandalagsins styrkist bar-
áttustaða verkalýðshreyfingar-
. innar og þar sem skapast grund-
völlur fyrir því að berjast harðar
en nokkru sinni fyrr fyrir betri
kjörum launamanna.
Kvennalistinn býður nú fram í
öllum kjördæmum. Hann hefur
lagt áherslu á að skipa sér við hlið
Alþýðubandalagsins og er það
vel. En í kosningabaráttunni
verður kvennalistinn að gera
pólitíska grein fyrir sér og af
hverju hann vill fella konur á
framboðslistum Alþýðubanda-
lagsins: Margréti Frímannsdótur,
Unni Sólrúnu Bragadóttur,
Svanfríði Jónasdótur, Álfheiði
Ingadóttur eða Olgu Guðrúnu
Árnadóttur svo nokkur dæmi séu
nefnd. Pólitík snýst um málefni
og flokkum er skylt að gera grein
fyrir þeim málum í kosningabar-
áttunni sem þeir leggja áherslu á
og skilja flokkana frá öðrum
flokkum. Það hefur kvennalist-
inn enn ekki gert, en það kemur
kannski í ljós. Það er hins vegar
ljóst að kvennalistinn mun ekki
breyta í grundvallaratriðum þeim
þjóðfélagsátökum sem gerð hef-
ur verið að umtalsefni í þessari
grein.
Þess vegna er niðurstaðan ljós:
Alþýðubandalagið er eini flokk-
urinn sem getur stöðvað mark-
aðshyggjuliðið og um leið eini
flokkurinn sem getur opnað nýja
leið til mannúðlegra samfélags. í
Alþýðubandalaginu er aflið sem
breytir.
sömu braut og viðreisnarstjórnin þjóðfélaginu frá og með kosning-
og ríkisstjórn Steingríms Her- unum í vor er stórsigur Alþýðu-
Hvað gerist ef íhaldið heldur fylgi slnu eða vinnur kosningasigur?
Stjórnmál á
sunnudegi
Sunnudagur 1. febrúar 1987 ÞJÖÐVILJINN - SfÐA 13