Þjóðviljinn - 01.02.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.02.1987, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISTILL Kratar í Evrópu - að vera eða vera ekki... Sósíaldemókrötum í Vestur- Þýskalandi var spáö tapi í kosningum sem fram fóru um síðustu helgi: hjá þeim fór bet- ur en á horföist, samt skrapp fylgi þeirra nokkuð saman. En nokkru fyrr var í útvarpi verið að spyrja um gengi krata- flokka í Evrópu. Og þá var gengið út frá því, að þessir flokkar ættu við meiri erfið- leika að etja en oft fyrr. Ekki er það nú víst, þegar bet- ur er skoðað. Sósíaldemókrata- flokkar hafa átt sín blómaskeið og hnignunartíma. Þeir sóttu ört fram í mörgum löndum frá því um 1890 og fram að fyrri heimsstyrjöld - þýski flokkurinn var til að mynda orðið mikið stór- veldi heima hjá sér, franski só- síalistaflokkurinn líka. Fyrri heimsstyrjöldin og eftirmál henn- ar léku svo þessa hreyfingu grátt - í fyrsta lagi vegna þess að öll áform sósíaldemókrata um að kveða niður heimsveldastríð með alþjóðahyggju gufuðu upp ótrú- lega fljótt, í annan stað vegna þess að hver einasti flokkur klofnaði fyrr eða síðar um af- stöðuna til byltingar bolsévikka í Rússlandi. Kreppuárin voru sósíaldemó- krötum líka erfið - það mæltist misjafnlega fyrir að þeir tækju að sér að „stjórna kreppu auðvalds- ins“ hér og þar - var ekki hrein- legra að stefna á byltingu eins og kommúnistar boðuðu? Upp úr seinna stríði vænkaði svo hagur sósíaldemókrata í flestum löndum, efnahagslegur upp- gangur auðveldaði uppbyggingu þess velferðarkerfis sem um margt var þeirra ær og kýr. Þess verður og vart á síðustu árum, að í ýmsum löndum Þriðja heimsins, þar sem menn eru í bili lausir við hershöfðingjaklíkur á valdastól- um, líti menn heldur hýru auga til verka sósíaldemókrata í Evrópu og vilji nýta þá fyrirmynd til um- bótaverka heima hjá sér. Bönd sem rakna En í Evrópu sjálfri hafa sósí- aldemókrataflokar, sósíalista- flokkar - og þeir kommúnista- flokkar sem gegna í raun svipuðu hlutverki hins stóra verkalýðs- flokks, sem launamenn telja „nytsamt“ að kjósa (til dæmis. PCI, Kommúnistaflokkur Ítalíu) - átt í nokkrum tilvistarvanda að undanförnu. í fyrsta lagi er verkalýðshreyf- ingin sem verið hefur bakfiskur þessara flokka, víðast hvar í ann- arri og veikari stöðu en hún var á árum áður. Það hefur slaknað á þeirri hefð að launamenn í stétt- afélögum kysu að miklum meiri- hluta „verkamannaflokkinn“. Hér varðar miklu að fækkað hef- ur mjög fólki í ýmsum hefð- bundnum starfsgreinum (náma- gröftur, stáliðnaður ofl) þar sem mjög hátt hlutfall verkafólks var í stéttarfélögum. Aftur á móti hef- ur fjölgað verulega í ýmsum þjónustugreinum þar sem hefð- bundin verkalýðshreyfing náði sér aldrei á strik á borð við það sem gerðist meðal iðnverkafólks. Ný stétta- skipting Því má heldur ekki gleyma, að þeir flokkar sem hér eru til um- ræðu, standa andspænis nýrri teg- und stéttaskiptingar. Vitanlega eru áfram við lýði andstæður milli kapítalista og launafólks. En nú kemur nýr þáttur inn í dæmið: launafólk er í vaxandi mæli skipt í ólíkar fylkingar og fara annars vegar þeir sem eru sæmilega sett- ir í þeirri tæknibyltingu, sem nú gengur yfir, hafa tiltölulega ör- uggt starf, eru beinlínis eftirsótt vinnuafl. Hinsvegar eru þeir sem búa við öryggisleysi, sitja í mjög ótryggri vinnu, geta hvenær sem er bæst í vaxandi hóp þeirra sem búa við atvinnuleysi til lang- frama. Hægriflokkar reynast um þessar mundir eiga tiltölulega auðvelt með að ná eyrum þeirra sem eru „ofan á“ í þessari þróun. En meðal þeirra sem verða undir, er skákað út af vinnumarkaði, hefur ekki átt sér stað pólitísk vit- undarvakning af því tagi sem menn þekktu meðal atvinnu- leysingja krepputímanna á fjórða áratugnum - miklu heldur verða menn í þeim hópum varir við pólitískt sinnuleysi, vantraust á stjórnmálum yfirhöfuð. Tromp úr hendi Annar þáttur í tilvistarvanda sósíaldemókratískra flokka er Sósfaldemókratar og Græningjar (úr nýafstaðinni kosningabaráttu). tengdur þessari spurningu hér: hver er þeirra sérstæða, í hverju eru þeir ólíkir öðrum flokkum? Menn svara gjarna með því að benda á það öryggisnet félags- legrar samhjálpar sem riðið hefur verið, á velferðarríkið, sem sósí- aldemókratar og sósíalistar af ýmsu tagi höfðu vissulega forystu ÁRNI / BERGMANN [ Á um að byggja upp. Velferðar- skrefin til öryggis og jöfnuðar voru sigurferð á hendur borgara- legum flokkum, sem andæfðu þessari þróun, reyndu að tefja fyrir henni með ýmsum hætti. En þegar því andófi lýkur og velferð- arkerfið verður að einskonar sameign þegnanna þá þýðir sá sigur um leið, að verkalýðsflokk- urinn hefur misst eitt af sínum stærstu sérstöðutrompum úr hendi. Pólitískt minni manna nær skammt, þeir hugsa lítið út í það, hvað þeir eigi krötum og sósíalist- um að þakka - og þótt hægriöflin sýni ýmsa tilburði til krukka í velferðina, þá þora þau samt ekki í hana í alvöru. Þá mundi fólk átta sig aftur á því, að sú velferð sem til er er ekki sjálfsagður hlutur og jafnvel draga af þeirri þekkingu pólitískar ályktanir. Það geta svo verið viss pólitísk sniðugheit f því fólgin, að senda velferðarstofn- unum tóninn fyrir skriffinnskuof- vöxt og sóun - vinstrimenn hafa ekki áttað sig á því, að þeir ættu að taka þá gagnrýni að sér sjálfir í stað þess að láta einhverja frjáls- hyggjunagla slá sér upp á að- finnslumálum af þessu tagi - sem óhjákvæmilega hljóta að skjóta upp kolli oftar en ekki. Efnahags- hvað? f þriðja lagi er kratasérstaðan í efnahagsmálum í rýrara lagi. Hér áður fyrr settu kratar traust sitt á þjóðnýtingar - ekki allsherjar- þjóðnýtingar, heldur átti samfé- lagið að taka að sér „stjórnpalla efnahagslífsins" eins og Verka- mannaflokkurinn breski orðaði það í sínum boðskap. Nú hefur það tal verið gefið upp á bátinn - en það er eins og ekkert sem um munar hafi komið í staðinn. Styrkur hins stóra verkalýðs- flokks hefur verið í ýmislegu andófi gegn misrétti og misskipt- ingu lífsgæða - en þegar komið er að stjórn efnahagslífsins þá bjóða þessir flokkar, ekki síst þeir sem byggja á grónum kratahefðum, í rauninni ekki upp á annað en það sem borgaralegir flokkar hafa löngu sætt sig við að iðka sjálfir. Tvennt í senn í fjórða lagi eiga sósíaldemó- kratískir flokkar oft erfitt með að gera tvennt í senn. Sækja inn að miðju fylgi til miðstétta og betur settra launamanna, sem taka hugmyndum um meiriháttar uppstokkanir með tortryggni eða að minnsta kosti drjúgum fyrir- vara. Og gæta þess um leið að þeir sem vilja finna farveg reiði sinni yfir félagslegu ranglæti, yfir spillingu náttúru og umhverfis, vilja leita annarra viðmiðana en bláeygrar hagvaxtarhugsjónar, leiti til annarra hreyfinga og rót- tækari eða afdráttarlausari. Hver flokkur sem náð hefur fimmtán prósent fylgi eða meir er í rauninni bandalag hópa og sjón- armiða og málamiðlunarstarfið er oft fjandanum erfiðara. í Bret- landi til dæmis á Verkamanna- flokkurinn sér allöflugan vinstri- arm - en það þýðir um leið að hluti flokksins er farinn í Miðju- bandalag með Frjálslyndum. í Vestur-Þýskalandi aftur á móti hefur viss endurskoðun á þeirri vígbúnaðarstefnu, kjarnorku- stefnu og „Berufsverbot“ - lög- gjöf, sem sósíaldemókratískir ráðherrar og kanslarar báru ábyrgð á, ekki dugað til að eyða tortryggni hinna róttækari - og þeir hafa í vaxandi mæli tekið undir við nýjan flokk, Græn- ingja. Fjölmiðlar og penmgar Gleymum því ekki heldur, að þeir flokkar sem hér er um fjallað standa mjög höllum fæti í fjöl- miðlaheiminum. Fyrir nú utan það að borgaralegir flokkar hafa miklu fjársterkari aðila til að leita til í sínum áróðursherferðum. Það er reyndar merkilegt ein- kenni einmitt á hinum hefð- bundnari Sósíaldemókrötum, hve mjög þeir hafa vanrækt sinn blaðakost þegar lögmál auglýs- ingasölunnar (sem eru hagstæð hægriblöðum) og tilkoma nýrra fjölmiðla hafa sameinast um að drepa dagblöð, þá eru það einatt blöð sósíaldemókrata sem eru fyrst að leggja upp laupana. Og miklu fyrr en blöð vinstrisósíal- ista og kommúnista. í blaða- stefnu - eða stefnuleysi - sósíal- demókrata kemur m.a. fram sú vantrú á sérstöðuna, sem veldur flokkum þeirri erfiðleikum að því er varðar efnahagspólitík: Sú sér- staða, sem þau blöð höfðu, var gefin upp á bátinn í vaxandi við- leitni til að líkja eftir þeim sölu- blöðum sem best gengu - sú eftir- líking tókst ekki (m.a. vegna forskots hinna og skorts á aug- lýsingafé) - og þegar það var ljóst, þá var sérstaðan horfin og ekki framar að neinu að snúa. AB 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.