Þjóðviljinn - 01.02.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.02.1987, Blaðsíða 10
Zamenhof, esperanto og Gyðingar Fyrir hundrað árum kom út fyrsta kennslubókin í Esper- anto alþjóðamáli sem pól- skur læknir og gyðingur, Laz- ar LudwikZamenhof, bjótil. Esperantistar í öllum þjóð- löndum munu að sjálfsögðu minnast þessara tíðinda hver með sínum hætti, draga fram í dagsljós sem mest af sigrum esperantistahreyfingar, harma að þeir skuli ekki fleiri orðið hafa, leggja á ráð um framtíðina. Hér fer á eftir endursögn á grein sem birtist fyrir nokkru um Zamenhof, esperanto, hebresku og gyðingdóm í tímaritinu Ariel, sem kemur út á ensku í ísrael - þar er ýmsan fróðleik að finna um ævi og viðhorf Zamenhofs sem ekki er innan seilingar. Og hefst nú endursögnin. Fyrir hundrað árum mátti hvergi finna menn sem lögðu það í vana sinn að tala hebresku né heldur esperanto. Heilbrigð skynsemi kvaðst bæði því mót- fallin að endurlífga „dautt“ mál (hebreska var mál Biblíunnar og samkunduhúsanna) og taldi von- Iaust að búa til alþjóðamál sem útbreiðslu fengi. En nú er svo komið að um þrjár miljónir manna nota hebresku í daglegu lífi sínu og a.m.k. miljón manna nota esperanto til margra hluta - á þessum málum tveim hafa kom- ið út lygilega margar bækur og tímarit. Sérvitringar Sá sem mest barðist fyrir endurreisn hebresku sem lifandi máls, Eliezer Ben-Jehuda og Zamenhof, höfundur esperanto, voru um margt líkir. Þeir voru fæddir um svipað leyti (1858 og 1859), þeir voru báðir aldir upp á upplýstum gyðingaheimilum, báðir gerðust læknar, báðir lögðu á sig gífurlegt starf og fórnir í þágu þeirra tungumála sem þeir báru svo mjög fyrir brjósti og hirtu aldrei um háðsglósur þeirra sem töldu þá „sérvitringa" og „ofstækismenn“. Þegar hundrað ár voru liðin frá fæðingu Zamenhofs 1959 hvöttu Sameinuðu þjóðirnar ríkisstjórn- ir og menningarstofnanir til að heiðra minningu hans og mæltu með kennslu í málinu sem hann bjó til. Hannjtefur reyndar víða skilið eftir sitt fangamark - götur og torg í 200 borgum heims bera nafn hans sem og eitt skip pólskt, silkiverksmiðja í Kína framleiðir á ári hverju þúsundir fána með mynd hans, japanskt útgáfufyrir- tæki hefur nylega gefið út ritsafn hans, hann birtist á sovésku frí- merki fyrr en Marx og Engels. Stórar og smáar þjóðir Samt munu margir hvá þegar nafn Zamenhofs er nefnt. Það er kannski ekki nema eðlilegt. Að- eins lítill hluti mannfólksins hefur annað tungumál en móðurmálið á takteinum að ráði. Heimurinn er að mestu byggður mönnum einnar tungu. Ef að um stór- þjóðamál er að ræða, eða tung- umál þjóðar sem gerir tilkall til sérstaks menningarhlutverks í heiminum - tökum til dæmis ensku, rússnesku, spænsku, frön- sku og þýsku - þá hafa þeir sem þessi máí eiga að móðurmáli til- hneigingu til að líta svo á, að sjálf hugmyndin um alþjóðlegt hjálp- armál sé óþörf og hlægileg kann- ski. Esperanto hefur reyndar not- ið mestra vinsælda meðal smá- þjóða - Ungverja og Búlgara, Finna og Grikkja (hér mætti skjóta því að, að Kína er eina stórveldið sem hefur sýnt esper- anto nokkurn sóma). Og það eru einmitt smáþjóðarmenn sem hafa vanist því áður, að læra eitt eða fleiri tungumál til að nota í samskiptum við granna sína. Herrar þessa heims Það var um margt eðlilegt að höfundur alþjóðamálsins væri Gyðingur. Gyðingar voru í mið- og austur Evrópu einatt í hlut- verki milliliða, kunnu hebresku til guðsþjónustu, jiddisku (sem er í rauninni þýsk mállýska) notuðu þeir hvunndags og svo kunnu þeir eitt, tvö eða fleiri mál nágranna sinna. Og Gyðingar voru reyndar verulegur hluti þeirra sem kunnu esperanto fyrir heimsstyrjöldina síðari. Þeir urðu fórnarlömb Hitl- ers, sem fyrir utan allt annað hafði lýst því yfir þegar árið 1923 þegar hann gaf út „Mein Kampf“, að esperanto væri „sköpunarverk Gyðinga, komm- únista og frímúrara“. A hinn bóg- inn urðu þeir fyrir barðinu á tor- tryggni Stalíns. Sovétríkin höfðu í fyrstu stutt við bakið á esperant- istum (meira að segja var þar um skeið rekið leikhús á esperanto). En síðar meir var því lýst yfir, að esperanto væri gagnslaust tiltæki og gott ef ekki skaðlegt - jafnvel brá því fyrir þegar verst lét, að máli væri talið „vopn í höndum zíonista og ættjarðarleysingja“. Ekki fór að skána hagur sovéskra esperantista fyrr en eftir leyni- ræðu Khrúsjovs árið 1956. Esperanto tókst Nú er frá því að segja, að bæði Zamenhof og Ben Jehuda tengdu tungumálabaráttu sína beinlínis við hugmyndir sínar um framtíð Gyðinga sem þjóðar (hvað sem gyðingatrú liði). Ben-Jehuda leit svo á, að endurfæðing hebresk- unnar væri forsenda fyrir því að Gyðingar yrðu aftur sem ein þjóð meðal þjóða. Zamenhof var um tíma fylgjandi endurreisn hebr- eskunnar, í annan tíma mælti hann með því, að jiddíska, sem flestir Gyðingar þá skildu og not- uðu, yrði skrifuð með latínuletri til að gera málið aðgengilegra (það er skrifað með hebresku letri). En síðan vísaði hann báð- um þessum hugmyndum frá sér og tók trú á hlutlaust alþjóðamál - sem hann ætlaðist um leið til að gyðingar notuðu sem sína þjóð- tungu. Zamenhof taldi að svarið við ótryggri stöðu kynbræðra sinna í heiminum væri það að þeir ættu sér eitt mál (esperanto) og byggju í einu landi - um tíma boðaði hann landnám Gyðinga í vesturhéruðum Bandaríkjanna og leit til Mormona í Utah sem fyrirmyndar. í fjölmörgum ævisögum Zam- enhofs, sem ritaðar hafa verið og Zamenhof: við tökum sundrungu heimsins nær okkur en aðrir menn þá fyrst og fremst fyrir esperant- ista, er einatt fátt sagt um tengsl hans við hin gyðinglegu mál. Og samt má einmitt í þeim greina skýringuna á því, hvernig á því stóð að Zamenhof vegnaði betur með sitt esperanto en fjölda at- vinnumálfræðinga, sem einatt nutu ríflegra fjárstyrkja til að búa 'ul alþjóðamál. Þeim tókst ekki að búa til nema „pappírsmál" - eins og Volapúk, Ido, Latino sine flexione (latína án beyginga), Basic English (sem Þórbergur sallaði niður með glæsibrag í bók sinni „Alþjóðamál og mál- leysur",) Occidental, Novial og Interlingua. Esperanto spratt í senn upp úr þörf allra manna fyrir „hlutlausan" miðil og skynsamlegan, og svo reynslu sjálfs höfundar tungumálsins, sem vonaði að alþjóðatungan yrði um leið að þjóðtungu hans eigin fólks, sem átti á hans dögum afar erfiða daga Sundraður heimur Lazar Ludwik Zamenhof var fæddur í Bialystok, sem þá var í rússneska keisaradæminu, en nú í norðausturhluta Póllands, nálægt landamærum Litháens. Hann var elstur níu systkina. Bæði faðir hans og afi voru tungumálakenn- arar (í frönsku og þýsku) og studdu Haskala-hreyfinguna, sem hvatti Gyðinga til að afla sér veraldlegrar menntunar og leita náinna samskipta við nágranna sína - án þess að aðlagast þeim með öllu. Stuðningsmenn Ha- skala vildu jöfnuð við aðra þegna í réttindum og skyldum - án þess að Gyðingar gæfu það upp á bát- inn að sýna arfi sínum sóma. Á æskuárum Zamenhofs voru tveir þriðju íbúa Bialystok Gyð- ingar, sumir rússneskumælandi, aðrir mæltir á jiddísku. Þar voru að auki allstórir hópar litháiskra og pólskra kaþólikka, rússneskra rétttrúnaðarmanna og þýskra mótmælenda - og allir hópar lifðu í gagnkvæmri tortryggni og fjandskap. Ekki voru þó aðrir en Gyðingar beittir líkamlegu of- beldi - m.a. í illræmdum „prog- romum“ árin 1902 og 1906. Pól- verjar og Litháar litu á rússneskumælandi Gyðinga sem erindreka „forrússneskunar" þessara héraða, en rússneska yfirstéttin leit á jiddískumælandi Gyðinga sem mögulega banda- menn Þjóðverja í stríði. Þeir voru fyrirfram sekir, hvernig sem allt veltist. Þessi djúpstæða sundrun eftir þjóðerni, trú og tungumálum hafði mikil áhrif á Zamenhof á uppvaxtarárum hans. Sjálfur var hann mikill málagarpur. Jafnvígur á jiddisku og rússnesku eins og svo margir Gyðingar. Þar að auki hafði hann lært hebresku, arameisku, þýsku og frönsku af föður sínum og afa áður en hann kom í menntaskóla. Pólsku lærði Þú talar kannski esperanto?... hann af vinum sínum og latínu og grísku bætti hann við í menntaskólanum. Síðar kom svo sæmileg þekking á ensku og ít- ölsku. Síðar meir mundi hann taka tillit til allra þessara tungu- mála þegar hann bjó til Esper- anto. Eining mannkyns Eftir að Zamenhof ýtti hinu nýja alþjóðamáli úr vör hafði hann ekki hátt um sínar „gyðing- legu“ forsendur - taldi óþarft að espa upp í mönnum þeirra and- gyðinglegu hneigðir, sem mjög reyndist grunnt á meðan Dreyfusmálið gekk yfir í Frakk- landi. En í bréfi til franska espe- rantistans Michaux árið 1905 segir Zamenhof á þessa leið: „Hefði ég ekki verið Gyðing- ur, upp alinn í ghettóinu, þá hefði hugmyndin um einingu mann- kyns aldrei komist inn í höfuðið á mér - hún hefði a.m.k. ekki náð jafn sterkum tökum á öllu mínu lífi og raun ber vitni. Sú ógæfa sem fólgin er í sundrungu mannkyns sækir ekki jafn sterkt að neinum sem að Gyðingi í ghettóinu, sem verður að biðja til guðs síns á löngu dauðu tungu- máli, og sem fær uppeldi sitt og menntun á tungu þjóðar sem kúgar hann, og sem á meðbræður í þjáningu dreifða um allan heim og getur samt ekki talað við þá á einu máli“. Hebreska og esperanto Eins og af þessu sést gerði Zamenhof ekki ráð fyrir að hægt væri að endurvekja hebresku til lífsins. En sjálfur vann eitt sitt mesta þýðingarafrek á heimsstyrjaldarárunum fyrri þeg- ar hann þýddi Gamla testamentið úr hebresku á esperanto og þykir hún bæði nákvæm og tilkomu- mikil: En la komenco Dio kreis la ðielon kaj la teron... Zamenhof hafði meiri áhuga á jiddísku, samskiptamáli Gyðinga um alla austanverða Evrópu og árið 1879 lauk hann við fyrstu fræðilegu og ítarlegu málfræði jiddískunnar sem út kom. Aftur á móti finnst mönnum líklegt að hebreska hafi haft viss áhrif á sjálfa orðmyndunaraðferð esperanto. Hebreska og önnur semitísk mál eru byggð á sam- hljóðarót, sem ber með sér grundvallarhugmynd - og orð sem tengjast sömu hugmynd eða fyrirbæri eru þekkjanleg af því að í þeim kemur ávallt fyrir samu rótin. Til dæmis merkir rótin S-F-R í hebresku „að segja sögu, að segja frá“. Eftirfarandi orð eru skyld og eiga öll sameiginleg þessa þrjá gáfa á esperanto í Þýskalandi fyrir stríð og það átti að brenna allar þær bækur. En síðan var leyft að selja þær til Hollands. Nazistar hertóku Holland og þá náðu þeir að brenna margt þess- arra bóka. Ég held að það se mönnum hulin ráðgáta hvers vegna nazistar þyrmdu Esperanto-safninu í Vín. Menn hrökkluðust frá þessum ríkjum vegna þessara ofsókna og það þarf varla að taka það fram að afkomendum Zamenhofs var eytt í útrýmingarbúðum nazista en sjálfur lést hann 1917. Manni sortnar fyrir augum við að lesa um þessa hluti, því alltaf rifjast upp það sama.“ - Eru esperantistar ekki til- tölulega lokaður hópur? „Það má með vissum hætti segja, því þó þeir reyni auðvitað ekki að loka sig inni þá þarf svo- lítið til að komast inn í hópinn, að læra nýtt tungumál. Þetta vex fólki meira í augum en ástæða er til. Á alþjóðleg þing esperantista er ævinlega boðið nokkrum utan- aðkomandi til þess að kynna hvernig málið er og fulltrúar frá sendiráðum koma einnig. í seinni tíð höfum við boðið utanaðkom- andi aðilum til þess að halda fyrirlestra. Esperantistar gera allt hvað þeir geta til þess að koma sínu máli á framfæri, þetta er því ekki lokaður hópur í þeim skilningi. Það eru gefin út upplýsingarit, eitt þeirra merkustu er eftir Þór- berg Þórðarson, Alþjóðamál og málleysur. Við höfum síðan ný- lega gefið út blaðið Esperantotíð- indi. Þegar við erum stödd á fjöl- þjóðamótum þar sem allir mæla á esperanto finnst okkur við síður en svo innilokuð eða einangruð. Einfaldleiki, skýr- leiki og rökhyggja -Málið sjálft, hvernig er það uppbyggt? „Að orðstofnum til byggir það mikið á rómönskum stofnum en þeir eru engan veginn einráðir. Málfræðileg uppbygging tekur hins vegar ekki eins mikið mið af þessum málum. Hún miðast við það að það sé sem auðveldast að læra málið og að það sé sem rök- réttast. Höfundur málsins lét þess sér- staklega getið að sér hafi ofboðið orðabækurnar í þjóðtungunum þegar hann ætlaði sjálfur að fara að mynda nýja tungu, og það hafi verið fyrir tilviljun þegar hann gekk fram hjá tveimur búðum í Moskvu að hann tók eftir því hvað aðskeyti gætu gegnt gríðar- lega miklu hlutverk ef þau væru notuð alveg reglulega, til að fækka orðstofnunum án þess að minnka orðaforðann. Það er hægt að nota aðskeyti í esperanto á mjög margvíslegan hátt til þess að komast af með færri orðstofna og það er líka hægt að nota þau sem sjálfstæð orð. Þetta gerir málið mjög lipurt í umgengni, öfugt við það sem margir halda. Það er afskaplega fátt sem er tilbúið í esperanto, það byggir miklu fremur upp á hagræðingu. í rauninni er flest í því til í ein- hverri þjóðtungu en það er sveigt allt undir lögmál Zamenhofs um einfaldleika, skýrleika og rök- hyggju- Framburðurinn ætti að vera ákaflega fljótlærður, bókstafirnir hafa alltaf sama hljóð og þeir eru tiltölulega fáir, ekki nema 28. Áherslan er alltaf á sama stað í orðinu, á næstsíðustu samstöf- unni, sem gefur málinu skýra hrynjandi. Mjög fá orð í esperanto eru endingarlaus, og það er orðið frægt að öll nafnorðin enda á o í nefnifalli, lýsingarorðin á a, atviksorð sem eru leidd af lýsing- arorðum á e. Þegar maður er bú- inn að læra þessar reglur þá þarf maður ekki að hugsa um hvernig á að segja hlutina, þetta verður alveg sjálfkvæmt. Sumir sem eru óvanir þolfalli hafa Iitið á það sem galla á málinu en þegar þeir læra meira í því þá komast þeir að því að þolfallið gerir orðaröðina miklu frjálsari. Venjulegasta orðaröðin er lík ís- lensku orðaröðinni en hins vegar má breyta henni á alla vegu án þess að það verði misskilið hvað átt er við. Orðaforðinn er nákvæmlega einsog í öðrum málum, eftir þörf- um. Nýyrðasmíð er ýmist nýr orðstofn eða byggð upp á orðum eða samsetningu orða sem þegar eru þekkt í málinu, orðið verður gagnsætt.“ Þórbergur Þórðar- son endurfœddist - Eru til málshættir og orða- leikir á svo ungu máli sem epser- anto? „Já, því mjög snemma gaf Zamenhof út stórt málshátta- safn. Þar að auki skapast vissar málvenjur og orðtök þegar málið \' | M Frá setningu alþjóða esperantistaþingsins í Reykjavík fyrir esperanto-ogheturhvorkityrrnésíðarnotaðannaðmálensitt nokkrum árum. Til vinstri við ræðumann er Vilhjálmur Hjálmars- eigið á opinberum vettvangi. son þáverandi menntamálaráðherra, sem heilsaði gestum á Frá þingi barna, mæltra á esperanto, sem haldið var í Sviss. Drengurinn sem orðið hefur, er með framan á sér hina grænu stjörnu, sem er merki hreyfingar- innar. þróast við að menn af mörgum þjóðernum nota það sín á milli. Það mætti halda um svo rökrétt mál að erfitt væri um orðaleiki en því fer fjarri. Það hefur verið gef- ið út töluvert af gamansömum bókmenntum á esperanto sem byggja á orðaleikjum, bæði í bundnu máli og óbundnu." - Það eru til ljóðabækur á esp- eranto? „Já, það hefur komið út miklu meira af bundnu máli en ó- bundnu. Ljóð verða strax ríkari þáttur í bókmenntum á esperanto en laust mál. Það hefur mikið verið samið beint á esperanto og einnig mikið þýtt úr ýmsum mál- um. Smásögur og skáldsögur eru vaxandi greinar fagurbókmennta í esperanto en leikritun sem veigur er í hefur átt erfitt upp- dráttar. Það sem hefur helst þótt vanta í útgáfu á bókum á esperanto eru vísindalegar og tæknilegar bækur. Það hefur verið rætt um það á allra síðustu árum að leggja meiri áherslu á útgáfu slíkra bóka og hafa þær kröfur ekki síst kom- ið frá löndum utan Evrópu, svo sem íran og Kína.“ - Saga esperantista á íslandi, hvar hófst hún? „Einsog ég nefndi áðan þá liðu ekki nema fimm ár frá því að bók Zamenhofs kom út þar til að Ein- ar Ásmundsson í Nesi hóf að læra málið. Það höfum við skjalfest í bréfum hans til Sigurðar Krist- jánssonar bóksala, þar sem hann biður hann að útvega sér kennslubækur í esperanto. Það sem lyftir esperanto mest hér á landi fyrst á öldinni er út- koma kennslubókar Þorsteins Þorsteinssonar árið 1909. Hann mun hafa kynnst málinu fyrst í Danmörku ef ég man rétt. Af öðrum þekktum esperantistum frá þessum tíma má nefna séra Halldór Kolbeins, hann var ákaf- lega mikill fylgjandi esperanto, kunni málið vel og vann prest-i verk á málinu, gifti reyndar ein hjón á því. Þá ber að geta Bald- vins B. Skaftfell, sem var mjög virkur í hreyfingunni og vann það mikla stórvirki að semja vandaða íslenska esperanto orðabók sem er tæpar 500 síður. Það verður ekki hjá því komist að nefna Þór- berg Þórðarson fljótt til sögunn- ar. Hann endurfæddist inn í esp- eranto með hálftíma lestri á dag, hægt og kurteisislega, einsog hann segir frá í Endurfæðingar- króniku sinni. Eftir það gat hann ekki lesið neitt nema esperanto og esperantobókmenntir í mörg ár. Þórbergur vann bæði nokkuð í félagsmálum, kenndi málið og samdi kennslubækur og skrifaði mjög mikið um esperanto. Ef gömlum eintökum af Alþýðu- blaðinu er flett má sjá að hann lagði stundum undir sig stóran hluta blaðsins til þess að fjalla um esperanto. Auk þess skrifaði hann allmikið á esperanto, bæði frumritaði og þýddi. Ólafur Þ. Kristjánsson skóla- stjóri í Hafnarfirði var mikilvirk- ur esperantisti um langt skeið, samdi kynningarrit um ísland sem gefið var út 1930 og esperanto-íslenskt orðasafn. Þá ritstýrði hann ásamt öðrum Voco de Islande sem íslenskir esper- antistar gáfu út um hríð. Að geta spjallað við Kínverja Ég get nú ekki annað sagt, en mér finnst standa svolítið upp á það merkilega bókaforlag, Mál og menningu, sem hefur gefið út nær öll rit Þórbergs, að gefa eitthvað út af því sem hann reit um esperanto. Þórbergur stofnaði ásamt mörgum fleirum esperanto- félagið í Reykjavík, en það logn- aðist út af á árunum á milli 1935 og 1940. En það merka ár 1944 gekkst Ólafur Magnússon kenn- ari fyrir stofnun Esperantistafé- lagsins Auroro í Reykjavík. Þetta félag hefur starfað óslitið síðan þá og heldur fundi mánaðarlega, stendur fyrir námskeiðum og kynningum á málinu. Esperanto hefur einnig verið kennt í nokkrum menntaskólum og í bréfaskólanum. í Auroro eru ekki nema 60 félagar, og það er rétt að taka það fram að hreyfing- in á íslandi hefur aldrei verið nein hóphreyfing. Menn telja oft að starfið hafi verið miklu meira áður fyrr, en sá misskilningur kemur til af mikilli umfjöllun í þeirra tíma fjölmiðlum. Nú er mun erfiðara að koma því á fram- færi, til dæmis í sjónvarpi. Hreyfingin hér hefur þó þótt nokkurs megnug, því henni var falið að skipuleggja alþjóðlegt þing 1977 og þátttaka íslenskra esperantista í alþjóðahreyfing- unni er nú miklu meiri en nokk- urn tíma áður.“ -Þú hefur sjálfur verið esper- antisti í 40 ár, þú hefur sótt nokk- uð mörg þing? „Þau eru nú ekki ýkja mörg. Ég sótti fyrsta þingið 1949 í Bornmouth í Suður-Englandi. Síðan hef ég sótt þing í Ungverja- landi, Búlgaríu, Grikklandi, Frakklandi, Sviss og síðast í Pek- ing í júlí 1986. Það var ákaflega lærdómsríkt, bæði að finna hvernig esperanto gekk í þessum heimshluta og að fá að kynnast kínverskum esperantistum. Það var mjög sérstök upplifun að geta spjallað við Kínverja og það í þeirra eigin landi. Þetta þing sóttu um 2500 manns frá yfir 50 þjóðlöndum og þó það hafi verið fjölmennt koma eflaust helmingi fleiri á þingið sem haldið verður í ár í Póllandi, föðurlandi Zamenhofs, þegar haldið verður upp á 100 ára af- mælið.“ Skortir á áhuga opinberra aðila - Hvaða vonir esperantista hafa ræst á þessum tíma? „Þær vonir hafa ræst að málið hefur haldist lifandi og það hefur þróast í takt við tímann. Það hef- ur aldrei staðnað. Þessi þróun er algjörlega að þakka þeirri hreyf- ingu sem er í kringum esperanto tunguna, en ekki opinberum aðil- um. Á vissan hátt hafa alþjóða- samtök einsog Sameinuðu þjóð- irnar, sérstaklega UNESCO, við- urkennt gagnsemi esperanto og mælt með að stjórnvöld sýndu því meiri áhuga og fylgdust með þró- un þess. Vonbrigði okkar eru þau að það tekur ákaflega langan tíma að vekja athygli þeirra sem ein- hverju ráða á þessu tæki, sem okkur finnst svo einfalt og sjálf- sagt að nota. Það er athyglisvert að einu mennirnir sem þarf að túlka eitthvað fyrir á alþjóð- legum þingum eru annað hvort fulltrúar stjórnvalda, til dæmis sendiráðsmenn. Allir aðrir ræð- ast við á einu máli. Ég má til með að geta þeirrar gestrisni Vilhjálms Hjálmars- sonar fyrrv. menntamálaráð- herra og Birgis ísleifs Gunnars- sonar fyrrv. borgarstjóra að ávarpa 62. Heimsþing esperant- ista á esperanto en það þing var haldið í Reykjavík 1977. Ég tel að það væri ágætt að smærri þjóðir færu af stað opin- berlega til þess að ýta esperanto áfram. Það mætti taka þetta upp á vettvangi Norðurlandaráðs. Þar sem fjöldi tungumála er tal- aður mætti gera marktæka tilraun með esperanto kennslu og fylgj- ast síðan með niðurstöðum henn- ar og árangri. Opinberir aðilar verða að sýna þessu meiri áhuga, ekki bara í orði í fallegum ræðum á alþjóðlegum þingum, þó ég sé nú þakklátur fyrir það, heldur einnig á borði.“ -vd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.