Þjóðviljinn - 01.02.1987, Blaðsíða 17
Nafn vikunnar
Farmannadeila í hnút
Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur
Farmannadeilan er þaö sem
mest hefur verið fjallað um
þessa vikuna og í dag er það
því Guðmundur Hallvarðs-
son, formaður Sjómannafé-
lags Reykjavíkur, sem verður
fyrir valinu sem nafn vikunnar.
Hann var fyrst spurður um
kröfugerð farmanna einsog
húnerídag.
„Við erum á þeim nótum núna
að færa kröfu okkar um 27.700
króna lágmarkslaun og 35.000 í
lok samningstímabilsins eitthvað
niður til að mæta vinnuveitend-
um. Við höfum einnig verið með
þá kröfu að yfirvinnuálag verði
80% en við erum tilbúnir til að
samþykkja að yfirvinnuálag verði
1% af grunnlaunum, sem þýðir
73% álag.
- Boð vinnuveitenda nú?
„Sáttatillagan frá sáttasemjara
er nánast tilboð vinnuveitenda
einsog það var síðast, sem er upp
á 26.500 krónur. Síðan bjóða þeir
að launabil verði skert hjá háset-
um og jafnframt verði launabil
skert á milli háseta og bátsmanns
af þessum sökum. Yfirvinnuálag-
ið kæmi inn í með tvennum hætti:
þegar yfirvinnan væri á vakt væri
álagið 60% en utan vakta með
73%. Það tilboð miðaðist við
l.september.
- Hvað var það helst í tilboði
sáttasemjara sem varð til þess að
menn kolfelldu það?
„Menn voru ekki sáttir við
þessar tölur. í tillögunni er talað
um 7 1/2% kauphækkun og að
yfirvinnan væri með þessum
tvenna hætti. Það voru farmenn
mjög óánægðir með.“
Vaxandi ódnœgja
- Hvers vegna er komin svona
mikil harka í þessa deilu?
„Petta hefur verið að búa um
sig allar götur síðan 1979 þegar
þáverandi ríkisstjórn setti lög á
farmenn. Kjaradómur átti þá
m.a. að vega og meta fjarveru
farmanna frá heimilum sínum og
einangrun í starfi, sem hefur lengi
verið krafa okkar. Þetta gerði
kjaradómurinn ekki. Hann
hækkaði laun farmanna minna en
hafði gerst, ekki þó almennt á
vinnumarkaðnum, en minna en
við vissum að hafði verið að ger-
ast hjá einstökum stéttum.
Þarna byrjar þessi óánægja og
hún hefur magnast síðan.
Við höfum ekki náð því sem
við teljum eðilegt, einstaka hóp-
ar eru að gera sérsamninga en þó
tala vinnuveitendur sífellt um að
allir verði að fara eftir þeirri
heildarlínu sem ASÍ og VSÍ hafa
gert samkomulag um.
1985 leysti Albert Guðmunds-
son, þáverandi fjármálaráð-
herra, farmanna-og fiskimanna-
deiluna með því að sjómenn
fengu sérstakar skattaívilnanir.
Ríkisvaldið kom inn og aðstoðaði
útgerðarmenn kaupskipa við að
leysa deiluna, og við lítum svo á
að þarna hafi verið komið nokk-
uð til móts við kröfur okkar um
sérstaka umbun vegna fjarver-
unnar, en útgerðin borgar það
ekki og launataxtarnir eru enn
sem raun ber vitni.
9.maí sl. voru sett enn ein
bráðabirgðalögin á farmenn og
þá settur gerðardómur sem átti
að vega og meta laun farmanna.
Ekki var þá minnst á einangrun
og fjarveru þeirra frá heimilum.
Á fundi sama dag var strax
samþykkt að segja þessu upp
ló.desember og boða vinnu-
stöðvun í byrjun janúar. Allan
þennan tíma hafa útgerðarmenn
vitað að hverju stefndi.“
Gífurleg vinna
- Hvers vegna leggja farmenn
svo mikla áherslu á lágmarks-
laun, vinnuveitendur halda því
fram að heildarlaun séu miklu
hærri?
Útgerðarmenn hafa kastað
fram þeirri tölu að hásetar hafi
97.000 krónur á mánuði en það
segir ekki alla söguna. í þeirra
viðmiðun gera þeir ráð fyrir því
að skip sé 30 daga í burtu. Nú er
það svo að vinnutími háseta er
tvíþættur. Þeir sem ganga vaktir
skila 56 stunda vinnuviku, og þeir
sem ganga dagvaktir skila 48
stunda vinnuviku fyrir grunn-
kaupið, sem í dag er 23.600 krón-
ur. 30 dagar á sjó sinnum 8 tímar
á dag gera 240 stundir. Síðan gefa
þeir sér að háseti sé að meðaltali
með 89 tíma í yfirvinnu.
Vinnumánuðurinn í tímum
reiknað er þá orðinn 329 tímar.
Að kasta þessarri tölu einni fram
og segja að farmenn séu óalandi
og óferjandi að vilja hærri grunn-
laun er út í hött þegar vinnutjíma-
lengdin er skoðuð. f annan stað
er ekkert álag á stórhátíðum."
Deilan um vinnurammann, um
hvað snýst það mál?
„Einsog kjarasamningurinn er
í dag er gengið út frá því að menn
vinni frá 8 á morgnana til 20 á
kvöldin. Dagmennirnir þó 8-17
en þeir sem ganga vaktir skili al-
mennri vinnu 8-20. Ef unnið er
við losun og lestun þá fá þeir sem
eru á vakt yfirvinnu fyrir það eftir
klukkan 20 og þeir sem eru á frí-.
vöktum og þeir sem eru kallaðir
út aukalega einnig.
Fyrir það að breyta úr þessu
yfir í að menn taki ekki yfirvinnu
þegar þeir eru á vakt og vinna á
nóttunni við að losa eða lesta
vilja útgerðarmenn hækka
grunnlaunin og borga vaktaálag.
Vandinn í svona kerfi, þegar
menn vinna ýmist dagvinnu eða
vaktavinnu, er sá að það yrði mis-
munur á þessum hópum og við
Guðmundur Hallvarðsson: Við höldum út í verkfalli í þó nokkrar vikur enn.
Mynd Sig.
teljum eðlilegt að þeim sé öllum
greitt vaktaálag sem sé 30%,
hvort sem skipið er við höfn eða á
sjó. Úgerðarmenn vilja borga
þessi 30% þegar skipið er á sjó en
annars ekki. Þetta þýðir í raun að
vaktaálagið myndi lækka niður í
22%.“
Leysum þetta
- Skipafélög hafa pantað leigu-
skip, hleypir það ekki illu blóði í
farmenn?
„Jú, mjög illu. Við vonum að
þeir sem halda um leyfi til
kaupskipaútgerðarinnar vegna
erlendra leigutökuskipa fari að
sjá að sér.
- Þið hafið beðið um stuðning
frá Dagsbrún, hafa svör borist við
þeirri beiðni?
„Nei, en þeir eru með þetta í
athugun. Við skiljum vanda
Dagsbrúnarmanna í þessu efni
mjög vel en slíkur stuðningur
myndi hjálpa okkur mjög.
- Hve lengi halda menn út í
verkfalli?
„Það er erfitt að segja til um
það en við eigum þó von á því að
geta haldið þetta út þó nokkrar
vikur til viðbótar.
- Menn hafa minnt á að samn-
ingsrétturinn sé frjáls en ykkur
beri að virða heildarhagsmuni
þjóðarinnar, samanber föstu-
dagsleiðara Morgunblaðsins,
hverju svarar þú því?
„Áuðvitað eru miklar skyldur
á okkar herðum sem erum í for-
ystu fyrir kjaradeilum. En menn
verða að átta sig á að meginhlut-
inn af þeim tíma sem deilan hefur
staðið hefur farið í að ræða kröfu-
gerð vinnuveitenda um breyttan
vinnuramma. Það er ekki fyrr en
á allra síðustu dögum að okkar
kröfur hafa verið ræddar.
- Vilja farmenn sjálfir laga-
setningu?
„Nei, alls ekki. Við viljum
leysa þessa deilu sjálfir.
-vd.
I
I
l
I
____________LEIÐARI_______
Sovétriki Gorbalsjovs
Fjölmiðlar hafa í vikunni sem leið verið fullir
með fréttir og athugasemdir um fróðlega ræðu
sem Borgatsjov, leiðtogi Kommúnistaflokks So-
vétríkjanna, hélt á miðstjórnarfundi á dögunum,
og svo þau mannaskipti sem urðu í æðstu stofn-
unum flokksins á þeim sama fundi. Menn eru á
einu máli um það, að Gorbatsjov hafi styrkt
stöðu sína eins og það heitir. En menn taka líka
vel eftir því, bæði af því sem lesa má milli lína í
ræðu Gorbatsjovs, og svo af fréttaskýringum í
soveskum málgögnum má ráða, að andstaða
gegn þeirri umbótahreyfingu sem hann hefurýtt
úr vör er mikil og meiri en menn kannski áttu von
á í landi, þar sem menn hafa vanist því að orð
aðalritara Kommúnistaflokksins verði ekki í efa
dregin. Einn þekktur sovéskur blaðamaður
segir í vikuritinu „Nýr tími“, að menn vanmeti
styrk þeirra afla sem andæfi þeim breytingum
sem nú séu í gangi og miði að því að lyfta
þjóðfélaginu sem fyrst á nýtt framfaraskeið.
Gorbatsjov er reyndar í erfiðri stöðu um
margt. Hann mælir með opnari umræðu og
hreinskiptari og þá með því að skoðanir minni-
hlutahópa til dæmis í flokknum sjálfum séu ekki
fyrirfram túlkaðar sem samsæri og allt að því
glæpsamleg iðja. En sjálft það umburðarlyndi,
sem þar með er mælt með, gæti og leitt til þess
að sú andstaða, sem vill í raun ekki breyta
neinu, vill halda í þau þægilegu forréttindi sem
fylgja óbreyttu ástandi, að hún þar með fái frið til
að búa um sig og undirbúa að koma Gorbatsjov
frá um leið og hann stæði vel við höggi - t.d. eftir
að eitthvað hefði farið úrskeiðis svo um munar í
samningaviðleitni um afvopnunarmál við
Bandaríkin eða þá í efnahagsmálum innan-
lands.
Allt frá því að Gorbatsjov tók við völdum hafa
menn mætt orðum hans og gjörðum með tiltölu-
lega vinsamlegri forvitni - en um leið með þess-
ari spurningu hér: hve langt treystir hann sér til
að ganga? Gorbatsjov hefur í rauninni nú þegar
gengið miklu lengra en menn spáðu í upphafi.
Hann hefur ekki aðeins skipt um menn í áhrifa-
stöðum, eins og áður hefur gerst, ekki aðeins
hleypt af stað herferð gegn skriffinnsku og spill-
ingu og agaleysi. Allt hafði það gerst áður í
einum eða öðrum mæli. Hann hefur reynt að
vekja máls á ýmsum tilvistarvandamálum hins
sovéska kerfis, og þá í þá veru að rýmka það
svigrúm til málfrelsis og gagnrýni sem menn
hafa, um leið og rýmkað væri um möguleika
einstaklinga og ábyrgðarmanna til sjálfstæðra
ákvarðana um efnahagsmál - um það hvað
skuli framleitt og á hvaða verði til dæmis. Hann
hefur- með hefðbundnum tilvísunum til Leníns
- mælt með því, að menn taki upp til endurskoð-
unar afstöðu sína til ríkiseignar á fyrirtækjum, til
samvinnuhreyfingar, til sambúðar þjóða, til lög-
mála framboðs og eftirspurnar. í þeim málflutn-
ingi öllum hefur hann í raun farið langt út fyrir
það svið, sem Khrúsjov haslaði sér fyrir þrjátíu
árum þegar hann steypti Stalín af stalli í frægri
leyniræðu. Og hann - vel á minnst - heldur ekki
„leyniræður" - hann hefur hvatt til þess að sem
flest sé til opinberrar umræðu.
Engu að síður væri það ódýr bjartsýni að
leggja ekki áherslu á það, að í rauninni er Gor-
batsjov bundinn í báða skó. Það kerfi valdeinok-
unar sem hefur mótað Sovétríkin er staðreynd,
og réttmæti þess hefur ekki verið dregið í efa, -
ekki heldur af þeim sem nú gefur tóninn. En það
verður fróðlegt fyrir heim allan að fylgjast með
því, hve mikið þanþol hið sovéska flokksræðis-
kerfi hefur í átt til þess frelsis til orðs og æðis,
sem aldrei verður mælt í hagskýrslum eða
skráð í lagabálka svo vel væri. Þjóðir Sovétríkj-
anna, sem hafa borið margar þungar byrðar á
þessari öld, eiga það skilið að það „þanþol“
væri sem mest.
ÁB
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17